Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar
fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í
leiguhúsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og
afkoma með ágætum.
• Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta
140mkr. Góður hagnaður.
• Öflug, rótgróin trésmiðja sem framleiðir glugga, hurðir og
innréttingar fyrir íslenskan markað. Mjög góður tækjakostur og góð
verkefnastaða.
• Heildverslun í miklum vexti sem flytur inn vörur fyrir verslanir,
veitingahús og matvælaiðnað.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar
viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður.
• Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir
á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður
vöxtur.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með
hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir.
Velta 120 mkr. og góð afkoma.
• Ungur og hratt vaxandi veitingastaður þar sem áhersla er lögð á
hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280
mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir
vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
STUTT
● Mat stjórnenda 400 stærstu fyrir-
tækja á Íslandi gefa til kynna óbreytt
umsvif í atvinnulífinu og gera vænt-
ingar þeirra ekki ráð fyrir að staðan
versni mikið á næstu sex mánuðum.
Þetta er niðurstaða Gallup-könnunar
sem gerð var fyrir Samtök atvinnu-
lífsins. Fram kemur að lítill skortur sé
á starfsfólki á almennum vinnumarkaði
og að útlit sé fyrir áframhaldandi
fækkun starfa á næstu sex mánuðum.
Þá vænta stjórnendur þess að eft-
irspurn á innlendum markaði verði
óbreytt en að húni muni aukast á er-
lendum mörkuðum. Verðbólguvænt-
ingar stjórnenda eru enn fremur í
samræmi við verðbólgumarkmið Seðla-
bankans, eða um 2,5% á næstu 12
mánuðum. Þegar rýnt er í vísitölu
efnahagslífsins, sem endurspeglar
mun á fjölda stjórnenda sem meta að-
stæður góðar eða slæmar, þá breytist
hún lítið frá síðustu könnun. 30%
stjórnenda telja aðstæður vera góðar í
atvinnulífinu á meðan 15% telja þær
slæmar. Matið er lakast í ferðaþjón-
ustu og byggingariðnaði. 24 þúsund
starfsmenn starfa hjá fyrirtækjum í
könnuninni. 14% stjórnenda búast við
fjölgun starfsmanna á næstu sex mán-
uðum en 24% búast við fækkun. Útlit
er fyrir að starfsmönnum fyrirtækj-
anna í heild muni fækka um 0,5%. Sé
niðurstaðan yfirfærð á almennan
vinnumarkað gæti störfum fækkað um
600 á næstu sex mánuðum.
Telja að staðan muni ekki versna næstu mánuðina
Stærsta einstaka húsfélag landsins,
með flestum íbúðum/einingum, hef-
ur verið stofnað af fyrirtækinu
Eignaumsjón hf. fyrir fram-
kvæmdafélagið Hlíðarfót ehf.
Hlíðarfótur er með 191 íbúð í
smíðum í 11 samtengdum bygg-
ingum á F-reit á Hlíðarenda undir
merkinu 102reykjavik.is.
Í tilkynningu frá Eignaumsjón
segir að tilgangur húsfélagsins sé
að annast rekstur sameignar fjöl-
eignarhússins á F-reitnum og verð-
ur það rekið í deildaskiptu heildar-
félagi sem nær til allra 10
matshluta hússins, þar á meðal
stigaganga, ytra byrðis hússins,
sameiginlegrar bílageymslu og lóð-
ar. „Við teljum það mikinn kost að
selja og afhenda nýjum eigendum
íbúðirnar með húsfélagsmálin í
föstum skorðum frá byrjun,“ segir
Sigurður Lárus Hólm, fram-
kvæmdastjóri Hlíðarfótar, í til-
kynningunni.
Fjármál, fundir og fleira
Þjónusta Eignaumsjónar við hús-
félagið felur í sér hefðbundna fjár-
mála-, funda- og rekstrarþjónustu
ásamt húsumsjón, sem er nýleg
viðbótarþjónusta hjá Eignaumsjón
fyrir rekstrar- og húsfélög. Hún
felst í reglubundnu eftirliti með
umhirðu og ástandi sameignar –
innanhúss sem utan.
Daníel Árnason, framkvæmda-
stjóri Eignaumsjónar, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að fyrirtækið
sé með um 70% hlutdeild á mark-
aðnum. Það hafi verið stofnað árið
2001 og starfi um allt land. Hann
segir að sú breyting hafi orðið á
starfsemi Eignaumsjónar fyrr á
þessu ári að félagið hafi tekið við
rekstri Húsastoðar, sem veiti svip-
aða þjónustu. „Það eru meira en
500 hús- og rekstrarfélög með hátt
í 13 þúsund íbúðum/eignum í dag-
legri þjónustu hjá skrifstofu félag-
anna tveggja á Suðurlandsbraut 30
í Reykjavík,“ segir Daníel. „Umsjón
með húsfélögum um íbúðarhúsnæði
er um 80% af okkar starfsemi en
um 20% starfseminnar snúa að at-
vinnuhúsnæði.“
Meðal annarra eigna sem félagið
er með í viðskiptum eru ný fjöl-
býlishús, eins og þau sem eru á
Efstaleitisreitnum, í Skuggahverf-
inu og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þá
hafi íbúðafélagið Bjarg nýverið gert
samkomulag við Eignaumsjón um
að hafa umsjón með þeim íbúa-
félögum sem í þeirra húsum verða
starfrækt. „Áhersla okkar til fram-
tíðar er að mæta vaxandi þörfum
eigenda fasteigna með góðri þjón-
ustu og skilvirkum lausnum sem
byggjast á gagnsæi upplýsinga og
umhverfisvænum gildum,“ segir
Daníel en 23 starfsmenn starfa nú
hjá félaginu, auk fjölda verktaka
sem vinna hlutastörf. tobj@mbl.is
Hlíðarfótur Framkvæmdir hófust í júní 2018. Sala íbúða er hafin og kaup-
tilboð eru komin í tæplega helming þeirra 120 eigna sem komnar eru í sölu.
Stærsta húsfélag landsins
stofnað á Hlíðarenda
Nær m.a. til
stigaganga, bíla-
geymslu og lóðar
Spurt um eldsneytisnotkun
Meðal þeirra spurninga sem fyrir-
tæki eru beðin um að svara í mæl-
inum eru spurningar eins og hvað fé-
lagið notaði mikið rafmagn, hvað
mikið heitt og kalt vatn, hvað keyptir
voru margir lítrar af eldsneyti og
hversu marga flugleggi var flogið á
árinu innanlands.
Þegar fyrirtæki er búið svara öll-
um spurningunum fær það að vita
hve mörg tonn af koltvíoxíiði það los-
aði út í andrúmsloftið og hve mikið
það batt af sama efni. Í framhaldi
eru félaginu boðnar nokkrar leiðir til
kolefnisjöfnunar. Að lokum eru gefn-
ar upplýsingar um hve marga milli-
metra félagið hefur hækkað sjávar-
málið, hve margar gráður félagið
hefur hækkað hitastig jarðar og
jafnframt er reiknað út hvað það taki
mörg tré mörg ár að jafna kolefnis-
spor fyrirtækisins, byggt á þessum
upplýsingum.
Hrund segir að Festa hafi upphaf-
lega ætlað sér að leita hefðbundinna
leiða til að búa til loftslagsmælinn,
en fljótlega hafi flækjustigið aukist
og kostnaður leit út fyrir að geta
orðið margar milljónir króna á ári.
„Þegar ég var um það bil búin að
leggja þessa hugmynd að vefútgáf-
unni til hliðar, þá hitti ég Eyþór
Mána Steinarsson, sem ásamt
Hannesi Árna Hannessyni og Sóloni
Erni Sævarssyni forrituðu verkefn-
ið og gáfu vinnu sína.“
Hrund segir að mælirinn hafi
strax lifnað við í höndunum á Ey-
þóri. „Hann stakk strax upp á að
hann og vinir hans myndu gera
þetta í 24 tíma hakkaþoni, sem þeir
og gerðu „í þágu jarðarinnar“.
Hrund segir að lokum að á annað
hundrað fyrirtæki hafi undirritað
loftslagsyfirlýsingu Festu og
Reykjavíkurborgar sem felur í sér
að draga úr gróðurhúsalofttegund-
um, minnka úrgang, mæla árangur
og birta hann.
„Lifnaði við í höndunum á honum“
Loftslagsmælir Festu orðinn að-
gengilegur fyrirtækjum í vefútgáfu
Hakkaþon „Okkur langaði að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn
loftslagsvánni,“ segja forritararnir ungu, þeir Eyþór, Hannes og Sólon.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ný vefútgáfa af loftslagsmæli Festu,
reiknivél til að mæla kolefnisspor
fyrirtækja, var kynnt til sögunnar á
loftslagsráðstefnu Festu og Reykja-
víkurborgar í Hörpu á dögunum.
Hingað til hefur loftslagsmælirinn
verið í formi Excel-töflureiknis á vef
Festu, en eins og Hrund Gunnsteins-
dóttir, framkvæmdastjóri Festu,
segir í samtali við Morgunblaðið hef-
ur mörgum þótt hann óaðgengileg-
ur. Nú geta að sögn Hrundar fyrir-
tæki af öllum stærðum og gerðum
skráð kolefnisspor sitt með einföld-
um og aðgengilegum hætti.
7. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.89 121.47 121.18
Sterlingspund 158.76 159.54 159.15
Kanadadalur 91.68 92.22 91.95
Dönsk króna 17.937 18.041 17.989
Norsk króna 13.204 13.282 13.243
Sænsk króna 12.729 12.803 12.766
Svissn. franki 122.24 122.92 122.58
Japanskt jen 1.109 1.1154 1.1122
SDR 166.49 167.49 166.99
Evra 134.03 134.77 134.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.525
Hrávöruverð
Gull 1474.6 ($/únsa)
Ál 1770.5 ($/tonn) LME
Hráolía 62.97 ($/fatið) Brent
Atvinna