Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu fyrir það sem ég hef verið að gera,“ segir Vilmund- ur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, sem í gær hlaut heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmunds- dóttur Wright. Verðlaunin fær hann fyrir brautryðjendastarf í að samtvinna rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og erfðum þeirra. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin í gær við athöfn í Þjóðminjasafni Ís- lands. Verðlaunin eru árlega veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vísindum eða fræð- um og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Vilmundur hefur starfað sem forstöðulæknir Hjartaverndar um 20 ára skeið og er einnig prófessor við læknadeild Háskóla Íslands með áherslu á erfðir hjarta- og æðasjúkdóma. Þá hefur hann verið gestavísindamaður við erlenda há- skóla og stofnanir. Skýrara ljós á áhættuþætti Í tilkynningu um verðlaunaveit- inguna kemur fram að Vilmundur hefur ásamt samstarfsfólki nýtt nákvæm og ítarleg gögn um arf- gerðir hjá stórum hópi lands- manna til að skoða erfðavísa sem hafa áhrif á líkindi á flóknum en algengum langvarandi sjúkdóm- um, eins og hjarta- og æða- sjúkdómum. Hann stýrir öldr- unarrannsókn Hjartaverndar sem byggist á eldri rannsóknum. Gögn úr þessum rannsóknum hafa meðal annars verið nýtt í alþjóðlegu sam- starfi til þess að varpa skýrara ljósi á áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma. Hefur hann í samstarfi við aðra birt fjölmargar vís- indagreinar í þekktustu vísinda- tímaritum heims, meðal annars um áhættuþætti fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma. Nýjustu rannsóknir Vilmundar tengjast ýmsum þáttum öldrunar. Átt þátt í að breyta þekkingu Vilmundur vill ekki taka einn þátt starfsins fram yfir aðra þegar hann er spurður hvað standi upp úr. „Almennt er það að hafa getað tekið þátt í að gera uppgötvanir sem hafa áhrif og jafnvel getað stuðlað að því að breyta lækn- isfræðilegri þekkingu,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Viðurkenning Vilmundur Guðnason tók við verðlaunum sínum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Verðlaunaður fyrir brautryðjendastarf  Vilmundur Guðnason læknir fær heiðursverðlaun Ásusjóðs Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Verð 26.980 Verð 30.980 Verð 26.980 Skipholti 29b • S. 551 4422 DÁSAMLEGAR DÚN-ÚLPUR/KÁPUR Gæðavottaðar • 2 síddir • St. 36-48 • Margir litir Fylgdu okkur á facebook Verð 59.900 – 67.900 kr. Til leigu er lítil falleg stangveiðiá í skemmtilegu landslagi á Norðurlandi vestra Til leigu er stangveiðiáin Hallá á Skagaströnd sem ca 18 km fyrir utan Blönduós. Árlegur veiðitími er á tímabilinu 20. júní-20. september ár hvert. Leyfðar eru tvær stangir og veitt er á maðk og flugu í ánni. Gamalt veiðihús er við ána. Tilboð óskast í veiðirétt í ánni fyrir 31. desember 2019. Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefur Magnús Guðmannsson Vindhæli, sími 841 9091/ 452 2738, vindhaeli@simnet.is Pleður Buxnaleggins kr. 6.900.- Str. S-XXL Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Allt um sjávarútveg Jólabaksturskeppni Matarvefs mbl.is fór fram í fyrradag og fór þátttaka langt fram úr væntingum. Þótti dóm- nefndinni gæði bakstursins einnig vera framúrskarandi og gefa tilefni til þess að vera með enn stærri keppni með fleiri flokkum á næsta ári. Eftir nokkra yfirlegu var það niðurstaða dómnefndar að jólakaka- Söndru Daggar Þorsteinsdóttur væri sú besta að þessu sinni. Sex aðrir bak- arar munu einnig fá viðurkenningu nú eftir helgi og má sjá nöfn þeirra á mbl.is Jólabaksturskeppnin Sigurkakan þótti einkar glæsileg og bragðgóð. Sandra Dögg bar sigur úr býtum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.