Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er mikill heiður að fá þessa
viðurkenningu fyrir það sem ég
hef verið að gera,“ segir Vilmund-
ur Guðnason, forstöðulæknir
Hjartaverndar og prófessor við
læknadeild Háskóla Íslands, sem
í gær hlaut heiðursverðlaun úr
Verðlaunasjóði Ásu Guðmunds-
dóttur Wright. Verðlaunin fær
hann fyrir brautryðjendastarf í að
samtvinna rannsóknir á hjarta-
og æðasjúkdómum og erfðum
þeirra.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, afhenti verðlaunin í gær
við athöfn í Þjóðminjasafni Ís-
lands. Verðlaunin eru árlega veitt
íslenskum vísindamanni sem náð
hefur framúrskarandi árangri á
sínu sérsviði í vísindum eða fræð-
um og miðlað þekkingu sinni til
framfara í íslensku þjóðfélagi.
Vilmundur hefur starfað sem
forstöðulæknir Hjartaverndar um
20 ára skeið og er einnig prófessor
við læknadeild Háskóla Íslands
með áherslu á erfðir hjarta- og
æðasjúkdóma. Þá hefur hann verið
gestavísindamaður við erlenda há-
skóla og stofnanir.
Skýrara ljós á áhættuþætti
Í tilkynningu um verðlaunaveit-
inguna kemur fram að Vilmundur
hefur ásamt samstarfsfólki nýtt
nákvæm og ítarleg gögn um arf-
gerðir hjá stórum hópi lands-
manna til að skoða erfðavísa sem
hafa áhrif á líkindi á flóknum en
algengum langvarandi sjúkdóm-
um, eins og hjarta- og æða-
sjúkdómum. Hann stýrir öldr-
unarrannsókn Hjartaverndar sem
byggist á eldri rannsóknum. Gögn
úr þessum rannsóknum hafa meðal
annars verið nýtt í alþjóðlegu sam-
starfi til þess að varpa skýrara
ljósi á áhættuþætti hjarta- og æða-
sjúkdóma. Hefur hann í samstarfi
við aðra birt fjölmargar vís-
indagreinar í þekktustu vísinda-
tímaritum heims, meðal annars um
áhættuþætti fyrir hjarta- og æða-
sjúkdóma.
Nýjustu rannsóknir Vilmundar
tengjast ýmsum þáttum öldrunar.
Átt þátt í að breyta þekkingu
Vilmundur vill ekki taka einn
þátt starfsins fram yfir aðra þegar
hann er spurður hvað standi upp
úr. „Almennt er það að hafa getað
tekið þátt í að gera uppgötvanir
sem hafa áhrif og jafnvel getað
stuðlað að því að breyta lækn-
isfræðilegri þekkingu,“ segir hann.
Morgunblaðið/Eggert
Viðurkenning Vilmundur Guðnason tók við verðlaunum sínum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.
Verðlaunaður fyrir
brautryðjendastarf
Vilmundur Guðnason læknir fær heiðursverðlaun Ásusjóðs
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Verð 26.980
Verð 30.980
Verð 26.980
Skipholti 29b • S. 551 4422
DÁSAMLEGAR DÚN-ÚLPUR/KÁPUR
Gæðavottaðar • 2 síddir • St. 36-48 • Margir litir
Fylgdu okkur á facebook
Verð
59.900 –
67.900 kr.
Til leigu er lítil falleg
stangveiðiá
í skemmtilegu landslagi á Norðurlandi vestra
Til leigu er stangveiðiáin Hallá á Skagaströnd sem ca 18 km
fyrir utan Blönduós.
Árlegur veiðitími er á tímabilinu 20. júní-20. september ár
hvert. Leyfðar eru tvær stangir og veitt er á maðk og flugu
í ánni. Gamalt veiðihús er við ána.
Tilboð óskast í veiðirétt í ánni fyrir 31. desember 2019.
Heimilt er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Upplýsingar gefur Magnús Guðmannsson Vindhæli,
sími 841 9091/ 452 2738, vindhaeli@simnet.is
Pleður
Buxnaleggins
kr. 6.900.-
Str. S-XXL
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook Allt um sjávarútveg
Jólabaksturskeppni Matarvefs mbl.is
fór fram í fyrradag og fór þátttaka
langt fram úr væntingum. Þótti dóm-
nefndinni gæði bakstursins einnig
vera framúrskarandi og gefa tilefni
til þess að vera með enn stærri keppni
með fleiri flokkum á næsta ári.
Eftir nokkra yfirlegu var það
niðurstaða dómnefndar að jólakaka-
Söndru Daggar Þorsteinsdóttur væri
sú besta að þessu sinni. Sex aðrir bak-
arar munu einnig fá viðurkenningu
nú eftir helgi og má sjá nöfn þeirra á
mbl.is
Jólabaksturskeppnin Sigurkakan þótti
einkar glæsileg og bragðgóð.
Sandra Dögg bar
sigur úr býtum