Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég var farinn að sakna Íslands og íslenska leikhússins og langaði til að vinna sýningu hér heima. Þegar Kristín hringdi í mig og ég áttaði mig á því að leikárið 2020-2021 væri síðasta leikárið hennar sem leikhús- stjóri fann ég að mig langaði til að koma heim og loka hringnum, ef svo má segja. Við Kristín höfum átt svo gefandi og gott samstarf á liðnum árum, enda lít ég á Njálu og Guð blessi Ísland sem ákveðna hápunkta á mínum ferli,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson. Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri kynnti leikárið 2020-2021 fyrir starfsfólki leikhúss- ins á fundi í gær og þar kom fram að Þorleifur mun á því leikári á Stóra sviðinu leikstýra Rómeó og Júlíu eft- ir William Shakespeare í nýrri íslenskri þýðingu. Eyjan bölvun og blessun Þorleifur hefur ekki starfað á Íslandi síðan hann frumsýndi Guð blessi Ísland í október 2017. Í haust sem leið tók hann við sem yfirmaður leikhúsmála við Volksbühne- leikhúsið í Berlín samhliða því að hann leikstýrir reglulega í mörgum stærstu leikhúsum Evrópu. „Ég er kominn í stöðu sem ég hef unnið að mjög lengi. Ég er orðinn einn eftir- sóttasti leikstjórinn í hinum þýsku- mælandi leikhúsheimi og orðinn yfir- maður leikhúsmála í því leikhúsi sem mótaði mig sem listamann á mínum yngri árum og opnaði mér nýjar leið- ir,“ segir Þorleifur og tekur fram að heimþráin hafi hins vegar að óvörum látið á sér kræla. „Það sannast það sem í Eddunni segir að þessi eyja er bölvun manns, örlög og blessun. Mig langaði til að halda áfram með sam- talið við íslenskt samfélag og leik- hús.“ Spurður hvort hlaupið væri að því að finna tíma til að koma heim til að leikstýra svarar Þorleifur því neit- andi, enda sé hann bókaður fram til ársins 2025. „Til að byrja með sá ég ekki möguleika á að koma heim í bráð, en að lokum fór svo að ég hliðr- aði til mjög stórri sýningu erlendis til að geta leikstýrt heima. Ég áttaði mig á því að mig langaði til að vinna þetta verkefni í Borgarleikhúsinu meðan Kristín væri enn leikhús- stjóri,“ segir Þorleifur og bætir við að hann hafi gert sér grein fyrir að hann yrði sem listamaður að hlýða tilfinningum sínum og löngunum. Inntur eftir því hvaða stóra verk- efni um sé að ræða sem þurfti fyrir vikið að seinka segist Þorleifur lítið annað geta sagt eins og stendur en að um sé að ræða verk sem þeir Mikael Torfason séu að skrifa og frumsýnt verði leikárið 2021-2022 í Burg-leikhúsinu í Vín þar sem Elma Stefanía Ágústsdóttir, kona Mikaels, er fastráðin. Spurður hvaða tökum hann muni taka Rómeó og Júlíu segist Þorleifur lesa verkið sem týpísk dæmi um það hvernig raunveruleg saga kvenna sé hunsuð í samfélagsstrúktúrnum. „Úrvinnslan á uppbyggingu Rómeós í fyrri hlutanum er að mörgu leyti ungæðisleg þó óhugguleg element leynist í bakgrunninum. Seinni hlut- inn, sem hefur iðulega verið skorinn mjög mikið niður, felur í sér úr- vinnslu á sögu ungrar konu, sem í sameiningu við mæðraveldið og kirkjuna ákveður að gera uppreisn gegn örlögum sínum. Ef þú skoðar leikritið með þessum augum verður þetta mjög áhugavert. Því allt í einu er þetta saga af baráttu ungrar konu gegn kerfi sem er hannað til að svipta hana eigin vilja. Út frá þessu er áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið af þessu er í raun saga kvenna,“ segir Þorleifur og tekur fram að hann hafi nýverið afbyggt annað frægt verk þegar hann leik- stýrði Faust eftir Goethe í Noregi og notaði Faust til að segja sögu Grétu. „Rómeó og Júlíu fellur þannig inn í uppgjör mitt við sögu kvenna,“ seg- ir Þorleifur og bendir á að í hinum þýskumælandi heimi sé hann skil- greindur sem femínískur leikstjóri. „Ég tala opið um það að ég byggi mitt leikhús að mörgu leyti á fem- ínískri teoríu, en sú teroría er frá- bær til að skoða klassíkina. Því í raun er femínísk teoría ekkert annað en að setja stöðug spurningarmerki við viðvarandi valdakerfi og stöðu persóna í samfélagssamhenginu,“ segir Þorleifur og tekur fram að sé uppsetningasaga verksins skoðuð fari lítið fyrir slíkri túlkun. Frásagnarlegt hispursleysi „Leikhús sem talar inn í samtíma sinn er leikhús sem tekst að ein- hverju leyti að sameina sögulegt uppgjör og endursköpun á verkum. Mig langar að birta róttæka sýn á verkið en samtímis að ná að gera sýningu sem hrífur áhorfendur með. Rómeó og Júlía verður líka að vera þannig að stundum sitji áhorfendur hreinlega með tárin í augunum. Ég hef á tilfinningunni að ég geti náð þessum spennandi línudansi með hópnum sem ég þekki í Borgarleik- húsinu. Ég er ekki viss um að hugar- far þýskra leikara myndi leyfa mér að fara þessa leið. Og þar kemur að því sem ég sakna úr íslensku leikhúsi og við Ísland. Hér í Þýskalandi er vitsmunaleg regnhlíf yfir öllu sem er ótrúlega skemmtilegt og spennandi, en stundum vantar beintenginguna við tilfinningalífið. Mig langar að komast aftur í þetta frásagnarlega hispursleysi sem er tilfinningalega beinskeytt.“ Spurður um samstarfið við Krist- ínu Eysteinsdóttur fer Þorleifur ekki dult með aðdáun sína á henni sem listrænum stjórnanda. „Kristín hef- ur þann einstaka hæfileika að vera ofboðslega opin, gjöful í samskiptum og áhugasöm, en á sama tíma mjög skýr í öllum samskiptum. Í sam- tölum við hana upplifi ég svo sterkt að ég geti ekki gert neitt rangt. Fyr- ir listamann eins og mig, sem finnst áhugaverðast að ferðast um á óþekktum lendum, þá er svo ótrú- lega mikilvægt að eiga félaga eins og Kristínu. Eftir samtöl við hana um listræn verkefni finn ég hvernig þau hafa flogið af stað, enda leggur Kristín allt undir.“ Lengri útgáfa af viðtalinu er birt á vefnum mbl.is. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Uppgjör við sögu kvenna“  Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu  Frumsýnt leikárið 2020-2021  Notar femíníska teoríu til að greina leikritið Heim „Ég var farinn að sakna Íslands,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson. Dagur íslenskrar tónlistar var hald- inn hátíðlegur á fimmtudag. Við at- höfn á vegum Samtóns, Samtaka rétthafa íslenskrar tónlistar í Iðnó, voru Gerði G. Bjarklind útvarps- konu afhent Heiðursverðlaun Sam- tóns. Við þessa árlegu athöfn eru heiðraðir þeir sem þykja hafa skar- að fram úr í umfjöllun, dagskrár- gerð, atfylgi og almennum stuðn- ingi við íslenska tónlist. Gerður hlaut verðlaunin fyrir framúr- skarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar um áratuga skeið. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra hlaut Hvatningar- verðlaun Samtóns m.a. fyrir að vera fyrsti ráðherra heims til að viðurkenna höfundarrétt til jafns við annan eignarrétt. Icelandair tók á móti Útflutningsverðlaun- unum fyrir viðvarandi stuðning við íslenska tónlist og tónlistarfólk og Nýsköpunarverðlaunin hlaut Bjarni Gaukur Sigurðsson, stofn- andi menningarhússins Mengis, þar sem lögð er sérstök rækt við fram- sækna tónlist og menningu. Heiðursverðlaunahafi Ragnar Bjarnason og Jakob Frímann Magnússon afhentu Gerði G. Bjarklind viðurkenninguna við athöfn í Iðnó. Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun  Ráðherra fékk hvatningarverðlaun Aðventa, hin klassíska saga Gunn- ars Gunnarssonar, verður lesin í Gunnarshúsum á morgun, sunnu- dag. Sagan um eftirleitir Benedikts og fylgdarliðs hans á öræfum hefur fylgt þjóðinni í 80 ár. Það er orðin hefð að lesa Aðventu upphátt víða um land í desember og m.a. í húsum sem Gunnar byggði. Gunnars- stofnun og Rithöfundasamband Ís- lands bjóða áhugasömum að hlýða á söguna í húsum skáldsins á Skriðu- klaustri og Dyngjuvegi 8 í Reykja- vík. Gunnar Björn Gunnarsson, af- komandi skáldsins, les á Dyngjuvegi en fyrir austan les Benedikt Karl Gröndal leikari. Á báðum stöðum hefst lesturinn kl. 13.30 og aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ól.K.M. Höfundurinn Gunnar Gunnarsson heima á Dyngjuvegi 8. Þar verður Aðventa lesin. Aðventa lesin í húsum Gunnars Tónlistarhóp- urinn Umbra flytur forn jóla- lög frá ýmsum löndum á árleg- um jólatón- leikum sínum sem verða í Laugarneskirkju í kvöld, laugar- dag, kl. 20. Yfir- skrift tónleikanna er „Vetrar- skuggar“. Umbra hlaut fyrr á árinu Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir jólaplötu sína, Sólhvörf, en lög af henni eru meðal þess efnis sem mun hljóma á tónleikunum. Á efnisskrá eru sjaldheyrð jólalög frá miðöld- um í bland við þekktari lög eins og Hátíð fer að höndum ein. Árlegir jólatón- leikar Umbru Umbra. 3.290,- 140 gramma hreindýrahamborgari með piparsósu, trönuberja/melónusultu ruccola, rauðlauk og sætum frönskum kartöflum. HREINDÝRA BORGARINN er kominn! NÝTT Í DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.