Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 16
Skipulags- og samgönguráð Reykja-
víkur hefur samþykkt að biðstöð
strætisvagna verði framvegis við
Hagatorg eins og var áður en gatan
var þrengd í eina akrein.
Fram kom í fréttum Morgun-
blaðsins í síðasta mánuði að eftir
þrenginguna myndu strætisvagnar
teppa akstur um hringtorgið á með-
an þeir næmu staðar við biðstöðina.
Að stöðva ökutæki á hringtorgi er
samkvæmt umferðarlögum ekki
heimilt. Í framhaldinu var biðstöðin
færð á Birkimel, a.m.k. tímabundið.
Tillagan var samþykkt með fjór-
um atkvæðum fulltrúa Pírata, full-
trúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylk-
ingarinnar með fyrirvara um
samþykki lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu. Fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins sátu hjá.
Í samþykktinni er vísað til a-liðar
2. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/
1987. Þar segir m.a. að lögreglu-
stjóri geti, að fengnum tillögum
sveitarstjórnar, sett varanleg sér-
ákvæði um notkun vegar til umferð-
ar, svo sem um stöðvun og lagningu
ökutækja. Í bókun meirihluta-
flokkanna kemur fram að tillagan sé
unnin í samráði við lögregluna. Far-
ið sé að lögum í málinu og biðstöðin
merkt á viðeigandi hátt í samræmi
við reglugerð. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Hagatorgið Akreinum um torgið var nýlega fækkað úr tveimur í eina.
Strætóbiðstöðin verði
áfram við Hagatorg
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt að aug-
lýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm
og nágrenni. Meðal nýmæla er að í
framtíðinni verður ekki hæga að aka
niður Laugaveg við Hlemm. Bílarnir
víkja „til að auka rými og aðgengi
fyrir virka ferðamáta (gangandi og
hjólandi m.a.),“ eins og það er orðað í
kynningu Reykjavíkurborgar.
Reykjavíkurborg efndi í lok árs
2017 til hugmyndaleitar Hlemm-
svæðisins. Þremur arkitektastofum
var boðið að taka þátt í verkefninu,
sem fólst í því að ímynda sér Hlemm
framtíðarinnar. Stofurnar skiluðu til-
lögum sínum í apríl 2018. Athygli
vakti að í öllum þremur tillögunum
var ekki gert ráð fyrir akstri bíla nið-
ur Laugaveg við Hlemm, eins og ver-
ið hafði í áratugi. Reykjavíkurborg
upplýsti á þessum tímapunkti að eng-
in ákvörðun hafi verið tekin um það í
borgarkerfinu að breyta samgöngu-
skipulagi við Hlemm og nágrenni.
Framtíðarskipulag umferðarmála
yrði útfæst í vinnu við nýtt deiliskipu-
lag.
Tillögur arkitektastofanna Manda-
works og DLD voru valdar til áfram-
haldandi þróunarvinnu við Hlemm
fyrir endurhönnun svæðisins og gerð
nýs deiliskipulags.
Nú liggur þessi ákvörðun fyrir og í
kynningu á helstu breytingum fram-
undan segir Reykjavíkurborg:
Nýtt Hlemmtorg verður endur-
skapað sem almenningsrými fyrir
alla aldurshópa með aðgengi fyrir
alla.
Akandi umferð verður beint frá
torgssvæðinu.
Nýr hjólastígur verður lagður
meðfram svæðinu og tengir Hverf-
isgötu og Laugaveg upp að Bríetar-
túni.
Strætisvögnum og borgarlínu
verður beint niður Hverfisgötu og
Laugaveg í sérrými gegnum nýtt
torgsvæðið, norðan Hlemms, sem
verður mikilvæg miðstöð almenn-
ingssamgangna.
Nýtt yfirborðsefni, setaðstaða,
leik- og dvalarsvæði ásamt gróðri
verða ríkjandi þættir á nýju Hlemm-
torgi ásamt vistvænni nálgun á með-
höndlun yfirborðsvatns.
Hágæða biðskýli verða byggð á
nýju Hlemmtorgi.
Ný gatnamót verða byggð á
mótum Snorrabrautar og Borgar-
túns ásamt nýju torgi.
„Hlemmur verður kjörstaður fyrir
gangandi og hjólandi vegfarendur og
góður staður fyrir fólk og viðburði,
eftirsóttur bíllaus staður, grænn og
lifandi en einnig byrjunarreitur fyrir
þau sem ætla í bæinn. Mathöllin á
Hlemmi er sá segull sem þarf til að
gera Hlemm að því sem vænst er,“
segir m.a. í kynningu borgarinnar.
Við afgreiðslu tillögunnar í borgar-
ráði í fyrradag bókuðu fulltrúar
meirihlutans að nýja deiliskipulagið
miðaði að því að auka aðdráttarafl
Hlemms. „Þegar framkvæmdum lýk-
ur mun hann laða til sín fólk og
mannfögnuð og verður til mikillar
prýði fyrir borgina. Þegar deiliskipu-
lagið verður auglýst gefst íbúum
kostur á því að koma með athuga-
semdir.“
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins,
Baldur Borgþórsson, lagði til í bókun
að breytingar á deiliskipulagi svæðis-
ins yrðu endurskoðaðar í víðara sam-
hengi. Mikil óánægja væri meðal íbúa
borgarinnar sem og rekstraraðila
vegna fyrirhugaðra lokana Lauga-
vegar frá Hlemm að Lækjargötu.
Ekki yrði við það unað að þær raddir
væru virtar að vettugi. Fulltrúar
meirihlutans gagnbókuðu að þeir
deildu ekki þeim tilfinningum að allir
nágrannar svæðisins vildu frekar
hafa fullt af bílum í kringum Hlemm
heldur en margt fólk.
Kolbrún Baldursdóttir, áheyrn-
arfulltrúi Flokks fólksins, bókaði að
eina aðgengið fyrir bíla að Hlemm-
torgi virtist verða í gegnum Rauð-
arárstíginn, þrönga og erfiða götu.
Hafði hún áhyggjur af aðgengi fyrir
fatlaða. „Flokki fólksins finnst að
borgarbúar eigi að koma meira að
hönnun og skipulagi á fyrstu stigum
verkefnis sem þessa.“
Bílarnir víkja af Hlemmtorgi
fyrir „virkum ferðamáta“
Hlemmur endurskapaður sem almenningsrými Borgarlínan fær sérrými
Tölvumynd/Mandaworks og DLD
Hlemmur framtíðar Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að Hlemmtorg muni líta út. Bílarnir munu víkja fyrir fólki.
Atvinna
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum