Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Frá 1. desember 2019 er hægt að sækja um byggingarleyfi á
rafrænu formi í Mýrdalshreppi.
Umsækjandi þarf að skrá sig á „Mínar síður” á slóðinni http://
minarsidur.mvs.is með rafrænum skilríkjum eða íslykil.
Glærur með leiðbeiningum um ferlið má finna á síðunni
Mannvirkjastofnunnar.
Enn verður hægt að senda inn umsóknir á gamla mátann en
stefnan er að fara alfarið í rafrænar umsóknir frá og með 1.
apríl 2020.
Umsóknareyðublað til að sækja um byggingarleyfi á sama
hátt og áður má nálgast á heimasíðu Mýrdalshrepps undir
flipanum Umsóknir og eyðublöð.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Sími: 487 1210
Austurvegur 17, 870 Vík
Mýrdalshreppur
Tilkynning til framkvæmdaaðila um rafrænt
ferli byggingarleyfisumsókna
Raðauglýsingar 569 1100
Auglýsing um álagningu
vanrækslugjalds á árinu 2020
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Álagning vanrækslugjalds á eigendur (umráðamenn)
þeirra ökutækja sem skráð eru í ökutækjaskrá hérlendis
og ekki hafa verið færð til aðalskoðunar frá og með
1. október 2019 hefst 3. janúar 2020.
Álagning gjaldsins byggir á 37. og 38. gr. reglu gerðar
nr. 8/2009 um skoðun ökutækja með síðari breytingum,
sbr. 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Miðast álagning
gjaldsins, með þeim undantekningum sem greinir hér
að neðan, við endastaf á skráningarmerki ökutækis og
leggst það á sem hér segir:
• 3. janúar vegna ökutækja með 0 sem endastaf og
færa átti til skoðunar í október 2019.
• 1. apríl vegna ökutækja með 1 sem endastaf.
• 1. maí vegna ökutækja með 2 sem endastaf.
• 3. júní vegna ökutækja með 3 í endastaf.
• 1. júlí vegna ökutækja með 4 í endastaf.
• 1. ágúst vegna ökutækja með 5 í endastaf.
• 1. september vegna ökutækja með 6 í endastaf.
• 1. október vegna ökutækja með 7 í endastaf.
• 3. nóvember vegna ökutækja með 8 í endastaf.
• 1. desember vegna ökutækja með 9 í endastaf.
• 1. ágúst vegna ökutækja með einkamerki sem ekki
enda á tölustaf.
• 1. október vegna fornbifreiða, húsbifreiða, bifhjóla,
þar með talin fornbifhjól og létt bifhjól, hjólhýsa
(fellihýsa) og tjaldvagna, sbr. 7. gr. reglugerðar um
skoðun ökutækja.
Vanrækslugjald leggst á vegna þeirra ökutækja
sem ekki hafa verið færð til endurskoðunar skv.
ákvæðum reglugerðar um skoðun ökutækja þegar
liðinn er mánuður frá lokum þess mánaðar er ökutækið
skyldi fært til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun
skoðunarmanns.
Vanrækslugjald leggst á vegna ökutækja sem ekki hafa
verið færð til skoðunar þegar liðinn er mánuður frá því
að skráningarmerki var afhent tímabundið til þess að
færa mætti ökutækið til skoðunar.
Tveimur mánuðum eftir álagningu vanrækslugjalds hefst
innheimta þess hafi ökutækið ekki verið fært til skoðunar
eða það skráð úr umferð og gjaldið greitt innan þess tíma.
Ísafirði, 5. desember 2019.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Tilkynningar
Nauðungarsala
www.skagafjordur.is
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða lausnamiðaðan og metnaðarfullan
einstakling í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins
Skagafjarðar. Á veitu- og framkvæmdasviði starfa um 25 manns að fjölbreyttum
verkefnum; hita- og vatnsveitu, viðhaldi- og nýbyggingu fasteigna, gatnagerð,
fráveitu, umhverfis- og hreinlætismálum o. fl.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun og starfskjör fara eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttafélag.
Umsóknarfrestur er til 23. desember nk.
Umsóknum ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skal skila í gegnum íbúagátt sem finna má á
heimasíðu sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um starfið sem og frekari menntunar- og hæfniskröfur
má finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Ítarlegri upplýsingar um starfið
veita Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í síma 455-6000, netfang sigfus@skagafjordur.is og Indriði Þór
Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs í síma 455-6000, netfang indridi@skagafjordur.is.
Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með veitu- og framkvæmdamálum
sveitarfélagsins
• Umsjón með útboðum og verksamningum
• Verkefnastjórn sérverkefna
• Stefnumótun á veitu- og framkvæmdasviði og
sveitarfélaginu í heild í samstarfi við yfirstjórn
sveitarfélagsins
• Samskipti og upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa,
viðskiptavina og íbúa sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Verk- eða tæknifræðimenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
• Forystu- og skipulagshæfileikar
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Tungumálakunnátta
• Góð tölvukunnátta
Í samræmi við 1.mgr.41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og
samþykkt sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, er hér með auglýst
eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulag.
Skeiðflöt - Deiliskipulag
Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Skeiðflatar í Mýrdalhrep-
pi. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir nýbyggingum
vegna fjölgunar gistirýma, breytingu núverandi mannvirkja í
þjónustu og gistirými, byggingu húsnæðis fyrir starfsmenn og
tjaldsvæði.
Tillaga þessar liggur frammi hjá fulltrúa skipulags-og
byggingarmála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík og á
heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 9. desember 2019
til og með 20. janúar 2020.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
mánudaginn 20.janúar 2020.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Sími: 487 1210
Austurvegur 17, 870 Vík
Mýrdalshreppur
Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi
Skipulags og byggingarfulltrúi
Hreinsun rotþróa
í Hvalfjarðarsveit 2020-2024
Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í
hreins-un rotþróa fyrir heimili, frístundarhús
og stofnanir í sveitarfélaginu.
Rotþrær skal hreinsa 3ja hvert ár. Fjöldi
rotþróa í sveitarfélagi er um 680 stk. Verktími
er 5 ár, frá 1. febrúar 2020 til 31. desember
2024.
Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi
með því að senda tölvupóst á netfangið
akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram
kemur heiti verks, nafn bjóðanda, og nafn,
netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda.
Tilboð verða opnuð í Stjórnsýsluhúsi
(Ráðhúsi) Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3,
301 Akranes, föstudaginn 9. janúar 2020
kl. 11:00.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Atvinnuauglýsingar
Laus störf
sérfræðinga
Auglýst eru laus til umsóknar tvö
störf sérfræðinga á skrifstofu
mennta- og vísindamála.
Nánari upplýsingar er að
finna á vef ráðuneytisins,
menntamalaraduneyti.is
Umsóknarfrestur er til og með
30. desember 2019
Stjórnarráð Íslands
mennta- og
menningarráðuneytið
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is