Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Kvenfélag Garðabæjar hefur ekki
setið auðum höndum á aðventunni,
frekar en aðra daga og viðburði árs-
ins í félagsstarfinu.
Fyrsta sunnudag í aðventu tóku
þær þátt í dagskrá dagsins í Vída-
línskirkju, ásamt séra Jónu Hrönn
Bolladóttur.
Jólafundurinn var síðan haldinn 3.
desember sl. á Garðaholti. Þar fjöl-
menntu konur á fundinn og nutu
samveru við kvöldverð og fjöl-
breytta dagskrá. Þar fóru einnig
fram styrkveitingar félagsins fyrir
árið 2019; til Minningar- og styrkt-
arsjóðs Arnarins, Styrktarsjóðs
Garðasóknar og MS félags Íslands.
Fleira skemmtilegt var gert,
Helga Björk Jónsdóttir djákni flutti
jólahugvekju um jólavenjur, Mos-
fellskórinn söng jólalög og kona
kvöldsins var valin.
Garðabær Helena Jónasdóttir, lengst til vinstri, flutti ávarp við styrkveit-
ingu á jólafundinum, fyrir hönd kvenfélagskvenna í Garðabæ.
Kvenfélagskonur
í Garðabæ í önnum
Styrkveitingar á jólafundi félagsins
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Samkomulag hefur tekist um að
byggja útsýnispall við Sólheimajökul
og endurgera göngustíginn sem ligg-
ur þangað frá bílastæðunum. Land-
eigendur og ríkið standa saman að
framkvæmdinni.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
ráðherra ferðamála, kynnti í ríkis-
stjórninni í gærmorgun tilrauna-
verkefni til að bæta aðgengi og auka
öryggi á ferðamannastöðum. Fyrir
valinu varð útsýnispallur og göngu-
stígur við Sólheimajökul.
Ríkið leggur til 12 milljónir
Samkvæmt upplýsingum frá at-
vinnuvegaráðuneytinu er málið unn-
ið í samvinnu við landeigendur og
hagaðila á svæðinu. Göngustígurinn
er á landi í einkaeigu en útsýnispall-
urinn á þjóðlendu.
Samkvæmt upplýsingum ráðu-
neytisins leggur ríkið allt að 12 millj-
ónum í verkefnið sem mun vera um
70% af kostnaði við tilgreint verk-
efni. Benedikt Bragason, á Ytri-Sól-
heimum sem er einn landeigenda,
segir að þeir muni leggja í meiri
kostnað og reiknar með að sá kostn-
aður verði jafn mikill og ríkið leggur
til. Hann reiknar með að hafist verði
handa þegar sól fer að hækka á lofti.
Sólheimajökull er vinsæll við-
komustaður ferðafólks. Telur Bene-
dikt að góð aðstaða á pallinum muni
draga fólk að honum og draga þar
með úr slysahættu.
Ríkið byggir útsýnis-
pall við Sólheimajökul
Tilgangurinn er að bæta aðgengi og auka öryggi ferðafólks
Morgunblaðið/Eggert
Sólheimajökull Göngustígurinn frá bílastæðum að útsýnisstað við jökulinn
þarfnast lagfæringar. Fólki verður beint að nýjum útsýnispalli.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það var aldrei stefnan að þessi bjór
yrði svona sterkur en svona gerist
þegar við gerum tilraunir. Það hitt-
ist líka þannig á að hann er vel
drekkanlegur þrátt fyrir prósent-
una,“ segir Árni Theodór Long,
bruggmeistari hjá Borg brugghúsi.
Á dögunum kom á markað sterk-
asti bjór Íslandssögunnar, Garún
Garún, sem er 23% alkóhól að rúm-
máli. Til samanburðar má geta þess
að hefðbundinn lagerbjór er gjarnan
um 5% og bragðmiklir handverks-
bjórar fara sjaldnast mikið yfir 10%.
Garún Garún kom upphaflega á
markað árið 2017 og var þá 21% að
styrkleika.
Notuðust við frosteimun
„Eins og prósentan gefur til
kynna er allt magnað upp í þessum
bjór, það er tvöfalt meira af öllu.
Þetta er enda bjór sem maður
drekkur mjög hægt og deilir helst
flösku með nokkrum,“ segir Árni.
Garún Garún er af Imperial Sto-
ut-gerð og látinn liggja á bourbon-
tunnum í átján mánuði eftir að hafa
verið frosteimaður til að ná fyrr-
greindri áfengisprósentu. Byrjað
var að brugga hefðbundna Garúnu
sem er hálfdrættingur í áfengis-
prósentu á við Garúnu Garúnu.
Tankur með Garúnu var settur í
frysti og þegar innihaldið fór að
frjósa var hellt undan tankinum og
eftir stóð ísklumpur. Svo var vatn
skorið frá en eftir stóð vökvi sem var
þéttari, með hærri styrkleika og
bragðmeiri en áður. Þetta var
endurtekið nokkrum sinnum þar til
áfengisprósentan var komin í 23%.
Að því búnu var Garún Garún sett á
tunnur þar sem bragðið varð smám
saman mýkra.
Lægri álagning í ÁTVR
Til gamans má geta þess að þessi
háa áfengisprósenta fleytti Garúnu
Garúnu upp í nýjan flokk hjá ÁTVR.
Álagning ÁTVR á áfengi er í tveim-
ur þrepum, 18% á vörum upp í 21%
alkóhól af rúmmáli en 12% á vörur
sem eru meira er 23% alkóhól af
rúmmáli. Þetta mun því vera í fyrsta
skipti í sögunni sem íslenskur bjór
tekur einungis 12% álag í Vínbúðum.
Ljósmynd/Hari
Sterkastur Árni Long skenkir sér Garúnu Garúnu á tunnulager Borgar.
Slógu eigið met
í áfengisprósentu
Landsréttur hefur mildað dóm yfir
Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi
framkvæmdastjóra markaðsvið-
skipta Glitnis, og sýknað Pétur Jón-
asson, fyrrverandi starfsmann eigin
viðskipta bankans, í markaðsmis-
notkunarmáli Glitnis. Hafði Jóhann-
es áður fengið 12 mánaða dóm ofan á
5 ár sem hann hafði áður hlotið, en
Landsréttur taldi rétt að skilorðs-
binda dóminn í ljósi þess að málið
hefði „dregist úr hömlu.“ Pétur hafði
fengið sex mánaða dóm, en var sýkn-
aður í Landsrétti.
Í málinu voru þeir Lárus Welding,
fyrrverandi bankastjóri, Jóhannes
og Pétur, auk tveggja annarra
starfsmanna eigin viðskipta, ákærðir
fyrir markaðsmisnotkun og Lárus
einnig fyrir umboðssvik. Voru allir
fimm dæmdir sekir í héraði.
Landsréttur tekur undir með hér-
aðsdómi um að markaðsmisnotkun
hafi átt sér stað, en telur hins vegar
að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að
sýna fram á að háttsemi Péturs hafi
verið þess eðlis að hún varðaði refs-
ingu. Dómurinn telur að þegar litið
sé til stöðu Jóhannesar innan bank-
ans hafi hann átt að vita, eða hlotið
að vita, af hinum umfangsmiklu
kaupum deildar eigin viðskipta á
hlutabréfum í bankanum og jafn-
framt að honum hefði ekki getað dul-
ist að þau gátu ekki byggst á við-
skiptalegum sjónarmiðum. Er hann
því sakfelldur. Í ljósi langs mála-
reksturs og óútskýrðra tafa telur
dómurinn að ekki sé hægt annað en
að skilorðsbinda refsingu hans.
Sýknaður í Glitnismáli
Dómur yfirmanns mildaður í markaðsmisnotkunarmáli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glitnir Landsréttur sýknaði Pétur í
markaðsmisnotkunarmáli Glitnis.