Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Sigling fráMoskvu til Pétursborgar sp ör eh f. Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson 18. - 29. ágúst Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund mánudaginn 9. desember kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Sigling fráMoskvu til Astrakhan Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson 24. september - 7. október Allir velkomnir á kynningarfund þriðjudaginn 10. desember kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Reykjavíkurborg lenti í þvíóhappi á dögunum að reikna skakkt út matarkostnað á fundum borgarstjórnar. Það er svo sem ekkert til að gera athugasemdir við og getur komið fyrir á bestu bæj- um. Í ljós kom að matarkostnaður á mann var ekki 10 eða 15 þúsund krónur eins og talið var í fyrstu, heldur um 3.900 kr. „Meðalkostn- aður við mat á borgarstjórn- arfundum er því ekki 360.223 á fund heldur er meðalkostnaður 208.000 á fund,“ segir í frétt á vef borgarinnar.    Sé ekki skakkt reiknað, og Morg-unblaðinu getur vissulega orð- ið hált á Excel-svellinu eins og Reykjavíkurborg, þá eru um 53 á hverjum fundi borgarstjórnar.    Borgarfulltrúar eru 23, þ.a. aðr-ir sem mæta á borgarstjórn- arfundina eru 30, sem er vel af sér vikið og til hreinnar fyrirmyndar. Það má ekki minna vera.    Þetta er í góðu samræmi við ann-að hjá Reykjavíkurborg, hvar- vetna er gætt fyllstu hagkvæmni og hvergi bruðlað. Þannig kom fram á dögunum að borgin hefði ákveðið, þriðja árið í röð, að gefa út bækling upp á tugi blaðsíðna til að segja frá byggingum í borginni. Þetta var vel til fundið, og ekki síður það að greiða fyrir bæklinginn góða 9 milljónir króna.    Auðvitað var þetta enginn mont-bæklingur eins og sumir hafa haldið fram, heldur aðeins hræ- billegar lágmarksupplýsingar til borgarbúa um glæsilega fram- kvæmdagleði borgarstjórnar- meirihlutans. Risafundir og glæsibæklingar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Í aðdraganda aðventu flytja blóma- verslanir inn aðskiljanlegt skraut og glingur, meðal annars lífviðar- greinar sem þykja ómissandi þegar að því kemur að græja aðventu- kransinn. Sumir eru heppnari en aðrir og fá einitítu í kaupbæti með lífviðargreinunum,“ skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á face- booksíðu sína, Heim smádýranna. Hann segir að einitíta sé nokkuð árviss slæðingur sem boði jól og tengist aðventunni sterkum bönd- um. Hann útskýrir heppnina með því að einitíta sé almeinlaust og „einkar fagurt smádýr til þess eins að dást að og njóta“. Einitíta er skortíta, jurtasuga sem nærist á safa einiberja og skyldra tegunda sömu ættar eins og lífviði. Á pödduvef Náttúrufræðistofnunar segir að einitíta sé fallegt skordýr, græn á lit með ryðrauðar sveigðar rendur á þykka hluta framvængjanna. Einitíta lifir ekki hér á landi, en fannst fyrst í Kópavogi 1976 og af og til upp frá því eða þangað til mikillar aukningar gætti á síðasta áratug. Einitítur finnast gjarnan í blóma- verslunum sem selja greinar til jóla- skreytinga og á heimilum eftir að skreyttum aðventukransi hefur ver- ið komi fyrir í byrjun aðventu. aij@mbl.is Einitíta árviss slæðingur á aðventu  Berst með greinum til skreytinga  Sumir eru heppnari en aðrir Ljósmynd/Erling Ólafsson Jólin koma Einitíta sem barst með skrauti inn á heimili nýlega. Þórður Már Jóhannesson og Sólveig Pétursdóttir voru í gær sýknuð af kröfu Lyfjablóms ehf. sem krafðist samtals 2,3 milljarða króna í skaða- bætur vegna háttsemi stjórnenda fjárfestingafélagsins Gnúps árið 2006. Bótakröfurnar voru annars vegar vegna millifærslna frá Gnúpi í tengslum við þátttöku Þórðar í fé- laginu árið 2006 og hins vegar vegna skorts á upplýsingum í tengslum við hlutafjáraukningu í Gnúpi í lok árs 2007. Þórður og Sólveig voru sýkn- uð af fyrri kröfunni þar sem hún var talin fyrnd. Þá voru þau sýknuð af síðari kröfunni þar sem talið var að Lyfjablóm hefði glatað fyrir tómlæti sérhverjum rétti sem félagið gæti hafa átt á hendur þeim. Lyfjablóm var dæmt til að greiða hvoru þeirra tvær milljónir króna í málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur en lögmaður Lyfjablóms sagði að því loknu að of snemmt væri að segja til um næstu skref og hvort niðurstöðunni yrði áfrýjað til Landsréttar. Gnúpur var stofnaður árið 2006. Magnús Kristinsson átti ásamt fjöl- skyldu sinni 46,5% í félaginu. Þá áttu félög í eigu Kristins Björns- sonar og þriggja systra hans 46,4% og Þórður Már Jóhannesson átti 7,1%. Gnúpur átti um tíma stóran hlut í Kaupþingi og FL Group og einnig í Glitni og Bakkavör. Í lok árs 2006 námu eignir félagsins 57 milljörðum króna en lækkun hlutabréfaverðs á íslenska markaðinum og mikil skuldsetning leiddi til þess að Gnúp- ur komst í þrot í byrjun árs 2008. Sýknuð af 2,3 millj- arða bótakröfu  Kröfum hafnað vegna fyrningar og tómlætis Miklar eignir Gnúpur átti um tíma stóran hlut í íslenskum bönkum. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.