Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 ✝ GunnarIngvarsson fæddist á Miðhúsum í Biskupstungum 7. febrúar 1934. Hann lést á Landspítal- anum Hringbraut 28. nóvember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Eiríksson, f. 4. mars 1891 í Hrosshaga, Biskupstungum, og Sigríður Ingvarsdóttir, f. 3. apríl 1904 í Laugardalshólum, Laug- ardalshreppi. Þau bjuggu lengst af á Efri-Reykjum í Biskups- tungum. Bræður hans voru: Hlöð- ver, f. 11. september 1928, d. 22. nóvember 2015, Ingvar, f. 17. september 1930, d. 11. apríl 2013, Eiríkur, f. 20. maí 1932, d. 29. ágúst 2008. Gunnar giftist Krist- fannst mikið magn af 140°C heitu vatni á rúmlega 700 metra dýpi. Upp úr því taka búskaparhættir Gunnars töluverðum stakkaskipt- um en á árunum eftir 1988 fer sumarhúsabyggð í landi hans ört stækkandi og við það fær verk- takastarfsemi fyrir sum- arhúsaeigendur sífellt meira vægi í hans daglega starfi. Gunn- ar var virkur í félagsstarfi í sveitafélaginu en hann starfaði meðal annars í mörg ár sem gjaldkeri Ungmennafélags Bisk- upstungna og var einn af stofn- félögum Hestamannafélagsins Loga. Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi Gunnar ásamt eiginkonu sinni á Dvalarheimilinu Hjallat- úni í Vík þar til hann veiktist skyndilega og lést svo á Landspít- alanum Hringbraut tveimur dög- um síðar. Gunnar verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju í dag, 7. desem- ber 2019, klukkan 14. ínu Johansen árið 1974. Gunnar bjó á Efri-Reykjum í Bisk- upstungum frá 6 ára aldri með foreldrum sínum og bræðrum og gekk í barnaskól- ann í Reykholti. Síð- ar stundaði hann nám í íþróttaskólan- um í Haukadal og lauk svo búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann tekur við búinu á Efri-Reykjum af foreldrum sín- um og heldur áfram hefðbundn- um búfjár- og kúabúskap. Kúabú- skapur lagðist af í kringum 1996 en sauðfé átti Gunnar allt fram í andlátið. Á árunum eftir 1982 var farið í að bora eftir heitu vatni í landi Efri-Reykja og árið 1988 Góður vinur og nágranni hefur lokið sinni lífsgöngu eftir við- burðaríka og góða ævi. Hann var yngstur af fjórum sonum hjónanna Ingvars Eiríkssonar og Sigríðar Ingvarsdóttur. Bræður hans voru Hlöðver, Ingvar og Ei- ríkur. Allir voru þeir bræðir líkir foreldrum sínum, hraustir og hjartahlýir. Gunnar fæddist í Miðhúsum í Biskupstungum 6. febrúar 1934. Var hann rúmlega ári eldri en sá sem þetta ritar. Sex ára að aldri flutti hann ásamt fjölskyldu sinni að bænum Laugardalshólum í Laugardal, en þaðan var móðir hans. Tveimur árum síðar flytja þau svo að Efri-Reykjum þar sem Gunnar bjó allt sitt líf. Jörð- ina keyptu foreldrar hans nokkr- um árum síðar. Æskuár Gunnars voru góð, einkenndist heimilislífið af mikilli hlýju og gestrisni. Bræður hans leituðu annað er þeir uxu úr grasi og að lokum stóð Gunnar einn eftir á búinu með foreldrum sín- um. Er Ingvar dó tók Gunnar við búsforráðum ásamt móður sinni. Þetta voru góð ár hjá Gunnari, hann sinnti félagslífi og var í stjórn bæði Ungmennafélags Biskupstungna og hestamanna- félagins Loga þar sem hann var lengst gjaldkeri. Þeir feðgar Gunnar og Ingvar á Efri-Reykj- um nutu þess mjög að vera alltaf vel ríðandi. Gunnar fór einn vetur í Haukadalsskólann og tvo vetur á Hvanneyri þar sem hann lauk búnaðarskólaprófi. Var hann alls staðar vel látinn og í góðum fé- lagsskap við gamla skólafélaga alla tíð. Mikil breyting varð á lífi Gunnars á Efri-Reykjum er hann kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Kristínu Johannes- sen. Kristín var hörkudugleg bú- kona og var einkum mikið fyrir sauðfé. Átti hún alla tíð sínar kindur og var með þær sér í Sauðfjárræktarfélagi Biskups- tungna. Þau hjónin voru alla tíð með afurðasamt bú í öllum grein- um. Nokkur tímamót urðu á Efri- Reykjum þegar Gunnar ákvað í samstarfi við þann sem undir þetta ritar og aðra nágranna við Hlíðina að hefja virkjun á Efri- Reykjahver. Voru boraðar 23 til- raunaholur sem ekki báru árang- ur, en að lokum fannst mikil orka og Hitaveita Hlíðamanna var stofnuð. Við unnum saman að því að stofna þessa veitu og var und- irritaður alla tíð formaður veit- unnar. Unnum við mikið saman á þessum tíma og þurftum við oft að taka erfiðar ákvarðanir. Aldr- ei bar skugga á samstarfið í þau 30 ár sem þessi veita hefur starf- að. Hjónin á Efri-Reykjum eign- uðust ekki afkomendur, en marg- ir hafa komið til lengri og skemmri dvalar hjá þeim. Einn af þessum mönnum er Rúnar Gunnarsson sem hefur sest að á Efri-Reykjum ásamt eiginkonu sinni Evu Hálfdánardóttur. Hafa þau aðstoðað Gunnar og Stínu í ellinni og séð um búið eftir að þau fluttu á dvalarheimili aldr- aðra í Vík í Mýrdal, en þar dvöldu þau síðustu árin. Þegar ég hitti þau síðast í október sögðu þau mér frá því hvað þau væru ánægð með dvölina í Vík. Ég kveð góðan vin sem ég hef átt í meira en 80 ár og sendi Kristínu, eftirlifandi eiginkonu Gunnars, samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Björn Sigurðsson, bóndi Úthlíð. Við urðrum þeirrar gæfu að- njótandi þegar við fluttum í sveitina að kynnast Gunnari og Stínu á Efri-Reykjum. Þau tóku okkur ungu hjónunum með opn- um örmum og með okkur tókst góð vinátta. Gunnar birtist okkur sem rólyndismaður með stóran og mikinn karakter og gott hjartalag. Hann var harðdugleg- ur og vinnusamur, alltaf var hann jákvæður og glettinn og það var oft glatt í kringum þenn- an hárprúða mann með stóru hendurnar. Heima í Friðheimum er hefð í hádeginu á aðfangadag að borða möndlugraut og voru Gunnar og Stína til margra ára hjá okkur bæði þá sem og á gamlárskvöld. Þau voru hluti af fjölskyldunni sem gaman var að bjóða í mat, en Gunnar var barngóður, og þau bæði, og gerðu þau afar vel við börnin okkar á jólum og afmæl- um. Oft komu þau í heimsókn að kvöldlagi, með vasaljósið með sér þar sem upplýst gróðurhúsin dugðu skammt til að sjá heim á hlað, og sátu með okkur að spjalli um heima og geima en við áttum það sameiginlegt með Gunnari að hafa mikinn áhuga á hestum og gaman af sauðfé og fólki. Ekki erum við landstór en það kom ekki að sök því hrossin okkar fengum við að hafa á Efri-Reykj- um alla tíð og þar eru þau enn. Þá áttum við nokkrar skjátur sem við fengum að hafa hjá þeim Gunnari og Stínu og gátum hjálpað til við ýmislegt sem þarf að stússa við í kringum bæði hestana og féð, eins og heyskap, smölun og slátrun. Gunnar var greiðvikinn og óspar á aðstoð við okkur þegar okkur vantaði eitt- hvað eins og möl, sand eða að tæma rotþróna. Og oft enduðum við í eldhúsinu á Efri-Reykjum í kaffisopa og góðu spjalli. Við kveðjum mætan mann og góðan vin. Þín verður saknað, elsku Gunnar, en góðar minning- ar lifa. Elsku Stína, góður guð styrki þig í sorginni. Elsku Rúnar, Eva og fjölskylda, sem hafið verið Gunnari stoð og stytta, ykkar missir er mikill. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Knútur, Helena og börn, Friðheimum. Látinn er á 86. aldurári Gunn- ar bóndi Ingvarsson á Efri- Reykjum í Biskupstungum eftir stutt enn snörp veikindi. Gunnar var lengst af búsettur á Efri- Reykjum og bóndi þar um ára- tugaskeið. Það er ljúft að minn- ast heimsókna að Efri-Reykjum sem barn fyrir liðlega hálfri öld, þar sem tekið var á móti manni með dýrindisveitingum, og hjartahlýju af Sigríði móður Gunnars, og Gunnari sjálfum. Mikill samgangur var milli Hlíðabæjanna í gamla daga, smalamennskur og byggingar- vinna og margvíslegt stúss – fólk hjálpaðist að við flest verk, og Gunnar alltaf mættur léttur og kátur, alltaf til í að gantast eitt- hvað við unga sem aldna, og öll vinna varð skemmtileg í návist hans. Eftirminnilegir eru rún- ingsdagarnir þegar féð var rekið að í byrjun júlí, og rúið á bæj- unum. Var stundum handagang- ur i öskjunni þegar hundruðum lambfjár var sópað innan úr hrauni og inn í fjárhús. Munaði þá um Gunnar og minnist ég einnig sérstaklega Jóns heitins föðurbróður míns í Úthlíð á þeim stundum, en þeir voru miklir mátar Jón og Gunnar og störfuðu mikið saman á þessum árum, um og upp úr 1970. Seinna varð mikil samvinna milli Hlíðabænda um hitaveituna sem Hlíðamenn stofnuðu í kjöl- far borunar eftir heitu vatni á Efri-Reykjum, en 30 ár eru um þessar mundir frá stofnun henn- ar. Verður Gunnari seint þakkað fyrir eljusemi og fórnfýsi við stofnun hennar. Samstarf þeirra fóstbræðra Gunnars og Björns í Úthlíð, föður míns, var einstakt og með aðstoð Sighvatar heitins bónda á Miðhúsum, og annarra nágranna, ráku þeir veituna með sóma um árabil. Það var alltaf gaman að vera í návist Gunnars á gleðistundum. Sérstaklega er eftirminnileg hestaferð okkar Hlíðamanna á landsmót hestamanna á Þingvöll 1978. Þar fór Gunnar fyrir hópn- um og var hrókur alls fagnaðar. Hrossin geymdum við hjá skóla- bróður Gunnars, Jóa í Mjóanesi, meðan við vorum á mótinu. Að móti loknu riðum við heim aftur við góðan orðstír og guðaveigar. Man ég sérstaklega eftir Linda frænda mínum í Dalsmynni, Jó- hanni í Austurhlíð og Guðjóni á Tjörn, sem nú eru allir fallnir frá, í þessari ferð ásamt Gunnari og Stínu. Bjart var alla nóttina og ekkert sofið og svo farið beint í heyskap, enda kominn þurrkur. Gunnar byggði upp stórt blandað bú á Efri-Reykjum, ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Johansen en einnig byggðu þau upp og þjónustuðu stórt sumarhúsahverfi á jörð sinni. Allt var það gert af mynd- arskap og dugnaði, sem Rúnar uppeldissonur hans og Eva hans kona hafa nú tekið við og reka af myndugleika. Að leiðarlokum þakka ég Gunnari samfylgd og vináttu sem aldrei bar skugga á og bið góðan guð að blessa minningu hans um ókomna tíð. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Björnsson, Úthlíð. Kynni mín og Gunnars hófust þegar ég var sendur í sveit á Efri-Reykjum 12 ára gamall. Næstu tíu árin varð ég síðan þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelj- ast nánast öll sumur og vetrarfrí hjá Gunnari og Stínu. Það er óhætt að segja að tíminn sem ég dvaldi á Efri-Reykjum og kynni mín af Gunnari hafi mótað mig fyrir lífstíð. Gunnar var eftir- minnilegur persónuleiki. Í útliti var hann samanrekinn, sterklega byggður og hraustur eftir því. Undir sterklegu yfirborðinu bjó síðan einstakt ljúfmenni. Gunnar var með eindæmum skapgóður og skemmtilegur og sá alltaf björtu hliðarnar þegar eitthvað bjátaði á. En þrátt fyrir létta lund var hann líka hreinskiptinn og sagði sína skoðun umbúða- laust ef því var að skipta. Hann gat líka verið kröfuharður og gerði sitt besta til að leiðbeina og gera mann úr þessu frekar ólán- lega og álkulega ungmenni sem honum var treyst fyrir. Gunnar var mikill dugnaðarforkur sem féll aldrei verk úr hendi auk þess að búa yfir miklum og góðum gáfum. Ég er sannfærður um að það er alveg sama hvað Gunnar hefði tekið sér fyrir hendur í líf- inu, hann hefði alltaf náð langt. Hans líf og starfsvettvangur voru þó alla tíð Tungurnar og þar naut hann sín vel. Umsvif Gunn- ars voru mikil því auk hefðbund- ins búskapar þjónustaði hann ört stækkandi sumarbústaðabyggð með margvíslegum hætti, byggði upp hitaveitu, stundaði malar- nám úr Brúará og gerði út vöru- bíl og gröfu. Gunnar var snjall í viðskiptum og ég sá mörg dæmi þegar hann fór frumlegar og óhefðbundnar leiðir í samninga- gerð sem sýndu oftar en ekki framúrskarandi viðskiptavit. Út- sjónarsemi og dugnaður Gunn- ars skilaði sér með árunum og smám saman byggði hann upp miklar eignir og verðmæti á Efri-Reykjum. En hann var líka örlátur og sannkallaður vinur vina sinna sem hann gerði vel við. Ekki má heldur gleyma Stínu en í henni átti hann öflugan félaga í störfum sínum. Margar sögur er hægt að segja um ósér- hlífni og dugnað Gunnars. Mér er þó alltaf minnisstætt þegar hann fékk eitt sinn mjög slæmt tak í bakið. Ekki kom þó til greina að slaka á heldur tókst honum við heldur illan leik að klifra upp í skurðgröfu sem hann hafði ný- lega keypt. Hann hafði á þeim tíma ekki mikla reynslu af gripnum og því talsvert um óvænta rykki og snúninga við moksturinn. Þeir sem einhvern tímann hafa lent í slæmum bak- verkjum vita að slíkur sársauki getur verið óbærilegur. Harð- jaxlinn lét sig samt hafa það en stökk síðan öllum að óvörum léttur á fæti út úr gröfunni. Bakið hafði þá einhvern veginn hrokkið aftur í lag í látunum. Dæmigerður Gunnar. Í síðasta skiptið sem ég hitti Gunnar keyrðum við um jörðina og sumarbústaðabyggðina á Efri- Reykjum. Hann var greinilega stoltur af ævistarfinu og þeirri miklu og glæsilegu uppbygg- ingu sem átti sér stað á hans tíma. Við sem komum á eftir eigum Gunnari og hans kynslóð mikið að þakka og getum lært sitthvað af þeim um nægjusemi, dugnað og framsýni. Gunnar hefur alltaf verið mér mikil fyr- irmynd og ég bý að því alla tíð að hafa fengið að kynnast hon- um og hans miklu og góðu mannkostum. Árni Claessen. Góður vinur hefur kvatt þennan heim. Minningar svo margar koma upp í hugann. Ég kom í sveit að Efri-Reykjum að- eins 12 ára gamall borgar- drengur sem þurfti margt að læra hafði aldrei verið í sveit. Þá var ekki sími og vegasam- göngur ekki eins góðar og í dag. Ár óbrúaðar og var þarfasti þjónninn mikið notaður til mjólkurflutninga og allra verka. Var ég í sveit á Efri-Reykjum til sextán ára aldurs, Gunna, sem hafði alist upp í sveitinni, fannst þessi drengur úr borg- inni lítið kunna, var fremur dekraður mömmustrákur og gerði óspart grín að því á seinni árum. Þetta var lærdómsríkur tími fyrir ungan strák, flutning- ar á mjólk með hestakerru, út- reiðartúrarnir stuttir sem lang- ir, ferðir á hestamannamótin og á seinni tímum skemmtanirnar á Álfaskeið og fleiri dansleikir. Allt eru þetta góðar og skemmtilegar minningar, sem voru oft rifjaðar upp við eldhús- borðið í morgunkaffinu hjá þeim hjónum Kristínu og Gunn- ari. Gunnar Ingvarsson var sex árum eldri en ég en aldrei fann ég fyrir þeim aldursmun því Gunnar var léttur og kátur, meinstríðinn og gat verið fastur fyrir. Við hjónin fengum land fyrir sumarhús hjá Ingvari föð- ur Gunnars og þar hefur fjöl- skyldan notið margra góðra stunda. Gróðursetning trjáa er áhugamál mitt og þurfti ég oft að fá leyfi til að planta út fyrir mitt land. Hjá Gunnari var þetta sjálfsagt en hann laumaði því inn að auðveldara væri fyrir mig að nota teygjuband heldur en gaddavír, eða ég væri eins og landtökumaður og kallaði slétt- una „Vesturbakkann“. Allt þetta var í gríni sagt og var Gunnar ætíð mjög hjálplegur til aðstoðar ef með þurfti. Við hjónin þökkum margar góðar og skemmtilegar stundir og minnist ég þess þegar við Birna komum þeim hjónum á óvart á Kanaríeyjum þegar Gunnar var 75 ára, vissu þau ekkert af okkur og urðum við að fara huldu höfði í tvo daga og passa að þau sæju okkur ekki. Sendum við þeim boðskort um að mæta í afmæli í ákveðna íbúð, buðum nokkrum vinum í smá kræsingar, þau mættu og engir voru gestgjafarnir þegar allir voru mættir, komum við hjónin og þá sagði Gunnar á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Rúnari og fjöl- skyldu, Kristínu sem sér á bak eiginmanni og góðum vini, vott- um við samúð okkar. Við kveðjum vin okkar með söknuði og þökkum fyrir trygga vináttu. Þorgeir og Birna. Gunnar Ingvarsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.isÁstkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SIGMAR INGVARSSON, áður til heimilis í Boðaþingi 22, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 30. nóvember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 12. desember klukkan 11. Sólrún Aspar Elíasdóttir Jóhannes H. Sigmarsson Guðný Sigríður Gísladóttir Sigrún Íris Sigmarsdóttir Magnús Þór Scheving Sunna Hrönn Sigmarsdóttir Soffía J. Gestsdóttir Gunnar Aðalsteinsson Valgerður G. Gestsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA BJARNADÓTTIR, Droplaugarstöðum, lést 30 nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 13. desember klukkan 15. Bjarni G. Stefánsson Hrefna Teitsdóttir Stefán S. Stefánsson Anna Steinunn Ólafsdóttir Ása Bjarnadóttir Amos Confer Arnar Steinn Þorsteinsson Brynhildur Ingimarsdóttir Erla Stefánsdóttir Una Stefánsdóttir Hlynur Hallgrímsson og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.