Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 1
Líf meðalhreindýra Jólalegt áKlömbrum 8. DESEMBER 2019SUNNUDAGUR Af hverjuhreyfi ég mig?Indíana Nanna meðbók um fjarþjálfun. 24 Laugar-ásinn skalf MarentzaPoulsen býðurupp á síldog jólamat áKlömbrumBistro. Húnelskar sjálfGammelDansk-síldina. 20 Orrustan um Mid-way hefur kveikt íLaugarásbíói á ný,líkt og hún gerðimeð eftirminni-legum hætti fyrirrúmum fjörutíuárum. 10 16 dagartil jóla Sendu jólakveðju ájolamjolk.is L A U G A R D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  288. tölublað  107. árgangur  17 dagartil jóla Jóladagatalið er á jolamjolk.is KOM HEIM TIL AÐ LOKA HRINGNUM SAMEINAR HANDÍÐIR OG NJÁLSSÖGU NJÁLUREFILLINN 12RÓMEÓ OG JÚLÍA Á SVIÐI 46 Vík í Mýrdal er orðin meðal eftirsóttustu áningarstaða ferða- manna sem leið eiga um Suðurland. Fjöldi gisti- og veit- ingastaða er starfandi og einnig hafa fjölmargir útlendingar flutt í bæinn vegna vinnu sinnar. Þegar kvölda tekur er vin- sælt að ganga um í Víkurfjöru, sérstaklega í fallegu sólarlagi eins og þessu sem blasti við á dögunum. »20 Vík í Mýrdal mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðir veittu tæpa 14 millj- arða í sjóðfélagalán í október. Um- svif sjóðanna á íbúðalánamarkaði hafa aldrei verið jafn mikil í einum mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Seðlabanki Íslands hef- ur tekið saman. Fyrra útlánamet var sett í júní 2017 þegar sjóðirnir lánuðu ríflega 11 milljarða króna. Aukningin í októbermánuði, miðað við septem- ber, nemur 65% en þá lánuðu sjóð- irnir tæpa 8,5 milljarða króna. Sé október borinn saman við sama mánuð í fyrra nemur útlánaaukn- ingin 73,4%. Október sker sig úr Nokkra athygli vekur hve mikið útlánin jukust í október í ljósi þess að nokkuð hefur hægt á umsvifum sjóðanna á þessu ári. Sé litið til fyrstu 9 mánaða ársins nema ný útlán sjóðanna 65,9 milljörðum króna en yfir sama tímabil í fyrra voru þau 12 milljörðum meiri. Því skera októbertölurnar sig úr þegar þróunin milli ára er skoðuð heild- stætt. Að baki lánveitingunum í október standa 1.144 lánasamning- ar en aldrei fyrr hafa þeir verið fleiri en 1.000 í einum mánuði hjá lífeyrissjóðunum. Í október nam meðalfjárhæð lánasamninga 12,2 milljónum króna. Sé skyggnst yfir útlánafjárhæðir síðustu tvö ár stingur meðalfjárhæðin í mánuðin- um ekki í stúf. Hafa þær rokkað frá 9,4 milljónum króna og upp í 14,5 milljónir á tímabilinu. Lífeyrissjóðirnir hafa á síðustu árum stóraukið útlán sín þar sem sjóðfélagar fá fyrirgreiðslu með veðandlagi í íbúðarhúsnæði sínu. Hafa sjóðirnir með því efnt til frekari samkeppni við bankana sem á síðustu árum hafa ráðið lög- um og lofum á markaðnum með húsnæðislán. Ekki teljandi áhrif á bankana Tölur Seðlabankans yfir ný út- lán bankanna í októbermánuði benda til að útlánasprengingin sem varð hjá lífeyrissjóðunum í þeim mánuði hafi ekki teljandi áhrif á bankana. Í októbermánuði námu ný útlán viðskiptabankanna þar sem íbúð- arhúsnæði var sett að veði rúmum 15 milljörðum. Jukust útlánin um nærri 1,5 milljarða króna frá fyrri mánuði. Sé mið tekið af október- mánuði 2018 nemur útlánaaukn- ingin hjá bönkunum tæpum hálf- um milljarði milli ára. Nýtt útlánamet hjá lífeyrissjóðunum  Ný útlán sjóðanna námu tæpum 14 milljörðum í október Útlán lífeyrissjóðanna » Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna fengu að láni um 14 milljarða króna í október síðastliðnum. » Fyrra útlánamet var sett í júní 2017, eða 11 milljarðar kr. » Að baki lánveitingunum í október standa 1.144 lána- samningar en aldrei fyrr hafa þeir verið fleiri en 1.000 í ein- um mánuði hjá lífeyrissjóð- unum. Systkinin Anna og Lárus Sigfús- börn, frá Stóru-Hvalsá í Stranda- sýslu, jafna í dag aldursmet systk- inanna Margrétar og Filippusar Hannesarbarna frá Núpsstað sem urðu samtals 206 ára og 19 daga. Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fæddist 5. febr- úar 1915 og er því 104 ára. Hann er elstur núlifandi karla á Íslandi og næstelstur allra Íslendinga. Anna, systir hans og fyrrverandi græn- metisbóndi, fæddist 12. júní 1918 og er því 101 árs. Næstelstu núlifandi systkinin eru Hildur Solveig Pálsdóttir og Jón- inna Margrét Pálsdóttur, sam- anlagt 202 ára. Þær eru ættaðar úr Stykkishólmi en búsettar í Reykja- vík. Móðir þeirra varð 101 árs, sam- kvæmt upplýsingum Jónasar Ragn- arssonar ritstjóra. gudni@mbl.is Systkini jafna met Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Systkinin Myndin var tekin 2018.  Ísland er yfir meðaltalinu meðal 36 OECD-landa þegar bornar eru saman hversu háar skatttekjur renna til hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi var 36,7% á síðasta ári en það var 34,3% að jafnaði í löndum OECD. Þetta kemur fram í nýrri út- tekt OECD. Ísland er núna í 13. sæti á listanum en hlutfall skatttekna lækkaði lítið eitt hér á landi í fyrra frá árinu á undan. »4 Skatttekjurnar yfir meðaltali OECD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.