Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Nýlega var opnuð Olís ÓB-sjálfsafgreiðslustöð í Vík í Mýr- dal. Þetta er liður í ört vaxandi upp- byggingu ferðaþjónustu í Mýrdaln- um. Olís reisir einnig þjónustu- og verslunarhús sem er leigt til fyrir- tækis Guðjóns Þorsteins Guð- mundssonar og fjölskyldu sem rek- ur fyritækið Katlatrack, en það býður upp á jeppaferðir fyrir ferða- menn. Þetta er þriðja bensín- afgreiðslan í Vík en fyrir voru N1 og Orkan.    Mýrdalurinn virðist hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, og er ekki sjáanleg mikil fækkun þeirra, en samkvæmt mæli Vegagerð- arinnar í Reynisfjalli fór umferðin yfir 4.000 bíla á sólarhring í stærstu mánuðunum í sumar. Þannig var sólarhringsumferðin um Reynisfjall 4.200 bílar föstudaginn 5. júlí sl. á meðan 2.200 bílar fóru um Grinda- víkurveg, 3.200 bílar yfir Holta- vörðuheiði og 2.750 bílar um Öxna- dalsheiði.    Samkvæmt nýrri samgöngu- áætlun verða næstu jarðgöng sem gerð verða í gegnum Reynisfjall. Ekki eru allir á eitt sáttir með göngin en ef tekið er mið af þrenn- um síðustu kosningum til sveitar- stjórnar þá er mikill meirihluti íbú- anna fylgjandi jarðgöngum. Ef umferðin yrði svipuð og var síðasta ár myndu þessi göng spara um 8 milljón kílómetra keyrslu á ári og yrðu því fljót að borga sig.    Fyrstu verðskrárnar á Yara áburði frá Sláturfélagi Suðurlands voru að birtast og lækkar áburð- urinn milli ára um allt að 15 prósent á einhverjum tegundum. Áburð- urinn er einn af stærri útgjaldalið- unum í búrekstri og ætti því lækk- un að koma sér vel fyrir bændur.    Hrútaskráin er væntanlega mest lesna bókin hjá sauð- fjárbændum þessa dagana en í skránni er úrval nafna á hrútum sem hafa verið valdir inn á sæð- ingarstöðvarnar á grundvelli góðrar útkomu úr afkvæmarannsókn eða sérstakra yfirburða á sínu heimabúi. Bændur sem virkilega hugsa um ræktun á sauðfénu sínu eru margir duglegir að nýta sér sæðing- arnar til að fá nýtt erfðaefni í stofn- ana og bæta gerðina, mjólkur- lagnina og frjósemina, til að fá hámarksafurðir eftir hverja á. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, og Jón Árni Ólafsson frá Olís vígja ÓB-stöðina í Vík. Mikil umferð um Vík 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 benni.is Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 SENDIBÍLL ÁRSINS* KOMIN Í SALINN: Verð án vsk. frá: 2.399.000 kr. Verð m. vsk.frá 2.975.000 kr. OPEL COMBO 1 Combo Cargo XLmeð niðurfellanleg farþegasæti og opnanlegt milliskilrúm. Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl. *www.van-of-the-year.com Hannaður með þægindi í huga Allt að 1.000 kg flutningsgeta 130 hestöfl Allt að 4,4 m3 hleðslurými1 Ath. Eigum Opel Combo til afgreiðslu fyrir áramót Nýr búnaður sem aðstoðar fólk við að fara upp og niður stiga var tekinn í notkun í vikunni á Norð- urbrún 1, þar sem eru 60 þjón- ustuíbúðir á vegum Reykjavíkur- borgar. Búnaður af þessu tagi hefur ekki áður verið notaður hér á landi en hann nefnist Assistep og er fluttur inn af Öryggis- miðstöðinni. Um er að ræða sérstakt stiga- handrið ásamt handfangi sem gef- ur fólki, sem er óöruggt að ganga upp eða niður stiga, aukið öryggi. Búnaðurinn hjálpar eldri borg- urum og þeim sem þurfa aðstæðna eða heilsu sinnar vegna aukinn stuðning við að nota stiga á öruggan hátt. Hér er á ferðinni samstarfs- verkefni Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar, Heilsugæsl- unnar, Snjallborgarinnar og Öryggismiðstöðvarinnar. Hreiðar Ólafur Guðjónsson, íbúi á Norðurbrún 1, var meðal þeirra fyrstu til að prófa búnaðinn. „Maður á orðið erfitt með gang og þessi búnaður veitir mjög mikið öryggi og stuðning í stiganum,“ segir Hreiðar í tilkynningu um búnaðinn. Assistep er þróað og framleitt í Þrándheimi í Noregi. Þetta byrj- aði sem skólaverkefni hjá nokkr- um nemendum sem í framhaldi stofnuðu fyrirtækið Assitech. Samkvæmt upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni er búnaðurinn mikið notaður á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu og hefur reynst vel. Algengir notendahópar fyrir búnaðinn eru þeir sem eiga við jafnvægisvandamál að stríða, hafa minni vöðvastyrk, eru í byltu- hættu, nota hækjur eða önnur hjálpartæki. Búnaðurinn hefur einnig reynst vel og aukið styrk einstaklinga t.d. með parkinson, MS, gigt, helftar- lömun sem og aðra taugasjúk- dóma. Börn með CP hafa einnig notið góðs af þessari lausn, segir í fréttatilkynningu frá Öryggis- miðstöðinni. Nýr búnaður veitir meiri styrk í stigum Ljósmynd/Öryggismiðstöðin Prófar Hreiðar Ólafur Guðjónsson prófaði nýja búnaðinn í vikunni. Sjávarútvegsráðherra hefur undir- ritað breytingu á reglugerð sem heimilar að nota megi allan fisk og allar fiskeldisafurðir við framleiðslu á fiskimjöli og lýsi sem ætlað er til manneldis, svo framarlega sem með- ferð hráefnisins uppfylli kröfur um hollustuhætti og matvæli. Hingað til hefur verið litið svo á að ekki sé heimilt að nýta vissa hluta og/eða hráefni fisk- og fiskeldisaf- urða til slíkrar framleiðslu en með þessari breytingu verður það nú heimilt, segir á vef stjórnarráðsins. Þannig verður hægt að fullnýta þess- ar afurðir til framleiðslu fiskimjöls og lýsis og auka samkeppnishæfni ís- lenskra framleiðenda. Sambærilegar reglur er að finna í Noregi um sam- bærilega framleiðslu. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíus- syni sjávarútvegsráðherra að fyrir um 18 mánuðum hafi honum borist upplýsingar um að regluverkið hér á landi varðandi þessa framleiðslu væri af einhverjum ástæðum strang- ara en þekkist t.d. í Noregi. Þá hafi hann sett af stað vinnu innan ráðu- neytisins og afraksturinn liggi nú fyrir með þessari breytingu. Hún sé sérstaklega ánægjuleg enda muni hún gera íslenskum fyrirtækjum kleift að fullnýta þessar afurðir. Reglur rýmkaðar við framleiðslu á lýsi og mjöli  Regluverkið hér á landi hefur verið strangara en til dæmis í Noregi Morgunblaðið/RAX Mjöl Hér er fylgst með lestun á loðnumjöli í Grindavíkurhöfn. Hannes Þór Hafsteinsson, garðyrkjufræð- ingur og fuglaáhugamaður, mun leiða fræðslugöngu um fuglalífið í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal í dag en gangan er liður í samstarfi Grasagarðsins og Fugla- verndar. Í tilkynningu frá garðinum segir að fuglar garðsins verði skoðaðir auk þess sem kíkt verði eftir flækingum en margir fagrir flæk- ingar eins og glóbrystingur og fjallafinka leggja stundum leið sína í garðinn. Eru gestir því hvattir til að taka með sér kíki, auk nestis en boðið verður upp á te og kakó í skálanum að göngu lokinni. Fuglavernd verður með fuglahús og fuglafóður til sölu til fjáröflunar fyrir félagið. Gangan hefst við aðal- inngang Grasagarðsins kl. 11 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Fuglaskoðun og fræðsla í Grasagarðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.