Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is Falleg og smekklega endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð. Þrjú svefnherbergi, eldhús og borðstofa í sameiginlegu rými með góða tengingu við stofu. Suðursvalir og snyrtileg sameign. Stofan er rúmgóð, björt og er opið úr stofu inní borðstofu sem er í sama rými og eldhúsið. Íbúðin er mikið endurnýjuð; vandað harðparket (hvíttuð eik), gluggar málaðir og nýtt gler á suðurhlið, endurnýjað rafmagn og tafla uppi en gamalt rafmagn í sameign, nýir ofnar og ofnakranar, stigahús nýmálað og teppalagt, svo og þvotthús og geymslugangur. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Öldugata 44, 220 Hafnarfjörður Opið hús þriðjudaginn 10. des. kl. 17.00–17.30 Verð 42,5 m. Stærð 88 m2 Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is AKUREYRARKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Yngri barnakór Akureyr- arkirkju syngur. Strengjanemendur frá Tón- listarskólanum á Akureyri spila undir stjórn Eydísar Úlfarsdóttur. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir, Sonja Kro og Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Anna Sigríður, Ingunn djákni og sr. Petrína Mjöll leiða. Birkir Bjarnason leikur á flygilinn. Aðventuhátíð kl. 19.30. Hátíð- arræðu kvöldsins flytur Gerður Kristný rithöf- undur. Leikskólakór Heiðaborgar. Stjórnandi er Ásrún Atladóttir. Barnakór Árbæjarkirkju. Stjórnandi Kristín Jóhannesdóttir. Kór Árbæj- arkirkju og sönghópurinn Dætur. Stjórnandi Krisztina K. Szklenár. Gréta Salóme leikur á fiðlu. Eftir á er heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djáknak- andidats og Ingu Steinunnar Henningsdóttur. Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 14. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Fermingarbörn flytja helgileik. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djáknakandidat velur og flytur aðventu- og jólaljóð. Feðginin Haraldur Agnar Bjarnason og Kolbrún Sara Haraldsdóttir flytja samtalshugvekju. Heitt súkkulaði og smákökur í Ási að samveru lokinni. BAKKAGERÐISKIRKJA | Aðventukvöld þriðjud. 10. desember kl. 20. Kirkjukórinn Bakkasystur syngur aðventu- og jólalög, stjórnandi og organisti er Jón Ólafur Sigurðs- son. Elísabet D. Sveinsdóttir segir frá jóla- haldi á fjarlægum slóðum. Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina og flytur aðventuhugvekju. Meðhjálpari er Kristjana Björnsdóttir. Kaffi- sopi í Heiðargerði eftir stundina í kirkjunni. BESSASTAÐAKIRKJA | Jóla- og aðventuhá- tíð barnanna. Helgileikur fluttur og jólalög sungin. Börn úr Tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlist. Fermingarbörn aðstoða, Læri- sveinar hans leiða sönginn. Ástvaldur org- anisti, Sigrún Ósk og sr. Hans Guðberg leiða stundina. BORGARNESKIRKJA | Aðventukvöld 8. desember kl. 17. Guðný Bjarnadóttir djákni flytur hugvekju. Barnakórinn og kirkjukórinn syngja undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Fermingarbörnin flytja okkur hugvekju um ljósið. Kaffi, mandarínur og smákökur í anddyri kirkjunnar að stundinni lokinni. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Athugið aðeins ein messa þennan dag. Daníel Ágúst djákni, Sóley og Pálmi. Jólasöngvar sem Jónas Þórir leiðir og spilar undir. Hressing í safnaðarsal eftir messuna. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Aðventukvöld kl. 20, Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþing- is, er ræðumaður kvöldsins, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti flytja falleg tón- verk, Dómkirkjuprestarnir halda svo utan um þetta. Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheim- ilinu. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskólinn 8. des. kl. 10.30. Síðasta samvera fyrir jól, heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina. Aðventuhátíð Egilsstaðakirkju kl. 18. Barna- kórinn, kirkjukórinn og Liljurnar syngja. Ræðumaður Björg Björnsdóttir. Ljósaþáttur fermingarbarna. Sr. Þorgeir Arason. FELLA- og Hólakirkja | Aðventustund barnanna kl. 11. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson þjónar ásamt Mörtu og Ásgeiri. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventukvöldvaka kl. 20. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghóp- urinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Graf- arvogskirkju leiðir söng. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifs- son og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haraldsdóttir leiða söng. Messuhópur þjónar ásamt ferming- arfjölskyldum og einum presta Fossvogs- prestakalls. Samskot til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Aðventuhátíð kl. 17. Ræðumaður er Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi. Barnakórar Fossvogsprestakalls og Kirkjukór Grens- áskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur og Þórdísar Sævarsdóttur. Eng- latréð kynnt. Smákökur og mandarínur á eftir. Jólastund fjölskyldunnar þriðjudaginn 10.12. kl. 16-18. GRINDAVÍKURKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 18. Börn úr barna- og æskulýðsstarfi kirkj- unnar flytja helgileik í tali og tónum. Guðjón Þorsteinsson er sögumaður helgileiksins. Emilía Ósk Jóhannesdóttir les jólasögu, Jón Emil Karlsson syngur einsöng. Kór Grindavík- urkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista. Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Prestar eru Karl V. Matt- híasson og Pétur Ragnhildarson. Hrönn Helgadóttir sér um að spila undir. Kirkjuvörð- ur Lovísa Guðmundsdóttir. Aðventukvöld kl. 17. Prestar eru Karl V. Matthíasson og Leifur Ragnar Jónsson. Ræðumaður kvöldsins er Óli Björn Kárason alþingismaður. Kórar kirkj- unnar syngja undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista, Svanfríðar Gunnarsdóttur og Sig- ríðar Soffíu. Heitt súkkulaði í boði eftir stund- ina. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kveikt á aðventukert- unum. Prestur er Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur. Bylgja Dís, Sigríð- ur og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum. Hressing á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Stein- ar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Bogi Benediktsson og Rósa Árnadóttir. Orgel Mat- inée-hádegistónleikar laugard. kl. 13. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur. Erla Rut Káradóttir leikur á kórorgelið. Mótettukór Hallgrímskirkju flytur Messías eftir Händel laugard. kl. 18 og sunnud. kl. 16. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Service. Translation into Engl- ish. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma Fíló+ kl. 20. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Aðventuhátíð sun. 8. des. kl. 14 í Skt. Pauls- kirkju. Barnakórinn í Kaupmannahöfn og Karlakórinn Hafnarbræður syngja undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur, sem einnig sér um orgelleik. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir pró- fastur kemur í heimsókn og flytur hugleiðingu og prestur er Ágúst Einarsson. Heitt súkku- laði í Húsi Jóns Sigurðssonar. ORÐ DAGSINS: Teikn á sólu og tungli. (Lúk. 21) Mannfélagið saman- stendur af misjöfnu fólki og einstaklingum. Allir eiga það sameig- inlegt að fæðast og deyja. Hvaðan komum við, hvert er hlutverk okkar hér í heimi og hvert förum við eru spurningar sem seint verður svarað, ef það ræðst þá nokkurn tíma. Ég hef oft virt fyrir mér fólk sem er á ferðinni, einatt á hraðferð á milli staða. Þetta er marg- breytilegt fólk í útliti, misjafnt lát- bragð, svipur; sumir klæddir í nýj- ustu fötin, aðrir tötrum. Ólíkt fas og viðmót en venjulega miðlað til náung- ans eins og andinn blæs því í brjóst hverju sinni. En hver segir að hún sé eitthvað merkilegri eða dýrmætari sálin á bak við sparifötin en hin sem klædd er í ódýru gömlu garmana? Hver eru verðmæti lífs- ins? Hvert er raunveru- legt gildismat mannlífs- ins? Hvar hin sönnu auðæfi? Er þau kannski að finna á stöðum sem fólk síst ætlar þau að finna? Ef það þá yfir- höfuð leitar þeirra. Flest fólk ætlar þau greinilega fengin í há- skólum heimsins, í meistaragráðum nú- tímasiðmenningar, sem tekið er að hnigna. En sönn viska er tímalaus og hefur lifað af í hjörtum manna. Eitt sinn var ég á göngu eftir litlum og fáförnum malarvegi í fjarlægu landi. Nokkrum klukkustundum áður hafði ég verið á bæn til Guðs míns, þar sem ég bað hann um svar við nokkru sem ég þráði að fá að vita svarið við. Á göngu minni kom ég að gömlum flækingi sem sat á bekk við veginn. Ég bauð honum góðan dag og tókum við tal saman. Eftir skamma stund sagði hann mér nokkuð sem var nákvæmt svar við spurningu minni til Guðs fyrr um morguninn. Ég þurfti ekki að leita svarsins í há- skólum heimsins, hefði reyndar ekki fengið það þar á bæ. Það kom til mín frá æðstu stöðum, barst til mín frá hinum lægsta af lægstu undirmáls- mönnum. Svo órannsakanlegir eru vegir Guðs. Manngildi og mannauð skyldi eng- inn dæma af þjóðfélagsstöðu manna né útliti, því ekki fer Guð í mann- greinarálit. Gamalt spakmæli segir að fegurstu blómin vaxi í forinni og styrkur vaxi þar sem vindar blása. Hjörtu hinna verst klæddu ætti fólk ekki að vanvirða, því oft býr þar viska og styrkur sem fengist hefur í gegn- um erfiðleika á vegferð sálna í jarð- vist sem mörgum hefur reynst ofviða. Vegferð manna Eftir Einar Ingva Magnússon »Manngildi og mann- auð skyldi enginn dæma af þjóðfélags- stöðu manna né útliti. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.