Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
SIGURVIN G. GUNNARSSON
matreiðslumeistari,
Miðvangi 41,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi
27. nóvember, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
9. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið,
endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
og aðstandendur þeirra.
Hermann Gunnarsson Gréta Bjarnadóttir
Hjálmar Gunnarsson Guðrún E. Melsted
Kristófer Gunnarsson Aldís Sigurðardóttir
Magnea Gunnarsdóttir Sigurður G. Gunnarsson
og aðrir ástvinir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA Þ. BJÖRNSDÓTTIR
frá Hrísum,
Víðilundi 24, Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldunnar á lyflækninga-
deild Sjúkrahússins á Akureyri fimmtudaginn 28. nóvember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. desember
klukkan 13.30.
Jón Ágúst Aðalsteinsson Halla Sveinsdóttir
Guðný Aðalsteinsdóttir Sigurður Þór Ákason
Sigrún Aðalsteinsdóttir Stefán Geir Pálsson
Stefán Aðalsteinsson Þuríður Túrit Þorláksdóttir
Halldór Aðalsteinsson Helga Sigríður Steingrímsd.
Hlynur Aðalsteinsson Guðrún Þórlaug Ásmundsd.
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRANNA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Hátröð 2,
lést laugardaginn 30. nóvember á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
13. desember klukkan 13.
Ragnheiður Lára Guðjónsd.
Anna Margrét Ingólfsdóttir Hallvarður Sigurðsson
Sigríður Ingólfsdóttir Hreimur Garðarsson
Árni Ingólfsson Íris Marelsdóttir
Ólafur Ingólfsson Kristbjörg Ásmundsdóttir
Helgi Bergmann Ingólfsson Marcela Ægisdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN BJARNASON,
Brekkubyggð 11, Blönduósi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans,
Fossvogi þriðjudaginn 26. nóvember.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn
14. desember klukkan 13.
Sveinfríður Sigurpálsdóttir
Dagný Hrönn Kristinsdóttir
María I. Kristinsdóttir Atli Örlygsson
Dagur Bjarni Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn,
ÁSGEIR SIGURÐSSON,
Kaplaskjólsvegi 93,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 24. október á sjúkrahúsi
á Torreveja.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Elín Nóadóttir og fjölskylda
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og stuðning vegna andláts og
útfarar elsku eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og besta afa,
MAGNÚSAR GUÐBJARTSSONAR,
Hafnarfirði.
Sigurborg Róbertsdóttir
Anna Magnúsdóttir Ólafur M. Tryggvason
Guðbjartur Magnússon Þórdís Halldórsdóttir
Hulda Magnúsdóttir Pétur Magnús Birgisson
og barnabörn
Þökkum hlýhug og samúð vegna andláts
og útfarar okkar ástkæra
JÓHANNS KÁRASONAR,
Engjavegi 8, Ísafirði.
Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem
á einn eða annan hátt komu að veikindum
hans í gegnum tíðina.
Ragnheiður Guðbjartsdóttir
Gunnar Árnason Kristjana Helga Jónasdóttir
Jón G. Árnason Ingibjörg Guðrún Heiðarsd.
Kári Þór Jóhannsson Jennifer Smith
Helga Björk Jóhannsdóttir Júlíus Ólafsson
Sigríður Ragna Jóhannsd. Guðmundur Hrafnsson
afabörn og langafabörn
Við þökkum innilega auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JÓHANNS SIGURÐSSONAR
flugumferðarstjóra,
Víkurströnd 8, Seltjarnarnesi.
Ingibjörg Steinunn Sigurðardóttir
Berglind María Jóhannsd. Ásgeir Kröyer
Karen Bjarney Jóhannsd. Ingvi Steinn Ólafsson
Steinunn Kristín Jóhannsd. Ásgeir Jónasson
Sigurður Jóhann Jóhannss. Hannah Pearl Conroy
og barnabörn
Eiginkona mín, stjúpa, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Dalseli 12,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
21. nóvember. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar
Droplaugarstaða. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélag Íslands.
Kristján M. Finnbogason
Dagmar Inga Kristjánsdóttir
Margrét G. Kristjánsdóttir Karl Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar,
STEFANÍU PÉTURSDÓTTUR,
Furugerði 11, Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Gíslason
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
KATRÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
Sóleyjarima 15, Reykjavík.
Sigurjón Einarsson
Kristín Einarsdóttir Frosti Gunnarsson
Aron Arnarson Snæfríður Birta Björgvinsd.
Karen Arnardóttir Alexander Sigurðsson
Undir lok nóvem-
bermánaðar árið
2017 sátum við þrír
félagar og vinir, ég,
Ketill Larsen og
Sigurður bróðir minn, á bóka-
kaffi Eymundsson við Skóla-
vörðustíg. Fátt skyggði á gleði
okkar við þetta tækifæri. Við
höfðum ekki hist lengi og áttum
þarna ánægjulega stund. Ég
dvaldi erlendis en hugði á langa
dvöl heima að vori. Sannarlega
var inni í myndinni að við félagar
hittumst að nýju með hækkandi
sól og ættum góðar stundir sam-
an.
En maðurinn með ljáinn lætur
sér í léttu rúmi liggja áform og
Ketill Larsen
✝ Ketill ÁgústKierulf Larsen
fæddist 1. sept-
ember 1934. Hann
lést 26. apríl 2018.
Útför hans fór
fram 14. maí 2019.
óskir okkar dauð-
legra manna. Ketill
lést þann 26. apríl
þá um vorið og Sig-
urður bróðir minn
kvaddi þennan heim
rétt tveimur mánuð-
um síðar.
Leiðir okkar Ket-
ils lágu fyrst saman
sumarið 1960 er ég
var 10 ára gamall.
Mér hafði verið boð-
ið að vera liðléttingur á Engi, að-
allega til að vera jafnaldra mín-
um og vini, Guðlaugi
Magnússyni, Dengsa, til aðstoðar
og skemmtunar.
Dvölin á Engi er eitt eftir-
minnilegasta tímabil í lífi mínu og
er það fyrst og fremst Katli að
þakka. Dögum saman sagði hann
okkur framhaldssögu af krökk-
um sem ferðuðust um heiminn í
alls konar farartækjum, jafnt á
láði sem í legi og í lofti. Þau lentu
í ævintýrum sem mig grunar að
erfitt sé að toppa því ímyndunar-
afli Ketils virtust engin takmörk
sett.
Síðar varð lengra á milli okkar.
Þá gerist það eitt kvöldið fyrir
allnokkrum árum að síminn
hringir. Var þar Ketill kominn.
Tókum við tal saman og það var
eins og öll árin hyrfu og við vær-
um aftur komnir í Mosfellssveit-
ina þar sem ævintýrin eiga
heima. Ketill sagði mér frá verk-
efni sem hann stæði að með hópi
mannvina sem gengi út á það að
hjálpa þeim sem minna mega sín
með ýmsum hætti og bauð mér að
taka þátt í starfinu. Var ég
reiðubúinn til þess en því miður
kom fjarlægðin og margvíslegar
annir á þeim tíma í veg fyrir að ég
gæti tekið þátt í því göfuga verk-
efni.
Eftir þetta töluðum við Ketill
oft saman í síma og hafði ég ætíð
gaman af. Ekki létum við nægja
að tala símleiðis heldur hittumst
við oft á Kaffi Mokka þegar leiðin
lá í bæinn.
Síðar kemst ég að því að Ketill
og Sigurður bróðir minn eru
miklir og góðir vinir og hafa verið
um árabil. Þegar mig svo rekur
upp á strendur landsins kalda
haustið 2017 fannst okkur félög-
unum upplagt að hittast yfir
kaffibolla sem fyrr segir. Minn-
ingin er dýrmæt en um leið
blandin söknuði og vitund þess
hversu allt er hverfult í heimi
okkar.
Katli Larsen var gefin sýn inn
í annan heim, heim þar sem æv-
intýrin eiga sér stað og náttúran
er litskrúðugri en jafnvel hin ís-
lenska. Með sögum sínum og
myndum reyndi hann að miðla
okkur hinum þeirri sýn er honum
stóð fyrir hugskotssjónum og var
annars heims eins og hann sagði
sjálfur. Sennilega eru myndirnar
hans aðeins fölleitar spegilmynd-
ir þess veruleika er honum op-
inberaðist í þeim heimum. Aldrei
er að vita nema við félagarnir
þrír hittumst síðar í fullkomnum
heimi Ketils Larsen þar sem æv-
intýrin og litirnir ríkja og setj-
umst niður yfir kaffibolla og
kleinu og ræðum málin út frá enn
nýjum sjónarhól.
Valdimar Hreiðarsson.
Meira: mbl.is/andlat
Enn er höggvið
skarð í T-bekkinn í
útskriftarárgangi
1983 við Mennta-
skólann við Sund.
Kjarninn í bekknum myndaðist
strax á fyrsta ári en Páll Heimir
og nokkrir fleiri bættust í nokk-
uð samheldinn hóp sem hélst
nokkuð óbreyttur til stúdentsút-
skriftar.
Það fór ekki lítið fyrir Palla,
ári eldri en við flest, fullorðins-
legur eftir aldri, kominn með bíl-
próf og ekki laust við að hann
nyti nokkurrar lotningar bekkj-
arfélaganna þegar hann kom á
appelsínugula Datsuninum sín-
um í skólann.
Palli var alltaf hress og
skemmtilegur, húmoristi sem
hafði sterkar skoðanir á málun-
um, svo eftir var tekið. Hann var
uppátektarsamur og listrænn,
grúskari fram í fingurgóma. Það
var grúskað með ljósmyndun og
framköllun, uppgerð á gömlum
skíðaskála og farið í vísindaferð-
ir með skólafélögunum í skóla-
selið í Ólafsdal. Þar var meðal
annars framleitt járn úr mýr-
arrauða en einnig gerðar til-
raunir með sprengjur úr áburð-
arpokum. Þarna naut Palli sín
vel eins og var raunin í skíða-
ferðum og útilegum sem við
bekkjarfélagarnir fórum saman
í.
Eftir stúdentsprófið skildi
leiðir. Þó hefur bekkurinn hist á
stúdentsafmælum á fimm ára
fresti. Þessir endurfundir hafa
alltaf verið fjörugir og skemmti-
Páll Heimir
Pálsson
✝ Páll HeimirPálsson fædd-
ist 26. september
1962. Hann lést 24.
nóvember 2019.
Útförin fór fram
6. desember 2019.
legir, nánast eins
og við hefðum hist í
gær. Með Palla
sjáum við T-bekk-
urinn á bak þriðja
bekkjarfélaga yfir
móðuna miklu.
Minningin um glað-
væran, uppátektar-
saman dreng lifir
áfram með okkur.
Það er sárt að
sjá á eftir góðum
dreng og traustum félaga. Við
vottum eiginkonu Palla, börnum,
föður og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd bekkjarfélaga úr
4-T,
Margrét Einarsdóttir.
Við kynntumst Palla er hann
var að skjóta sér saman með
systur okkur Dísu, hann var sól-
brúnn með sítt tagl í ökklasíðum
leðurfrakka. Misálitlegur svo
ekki sé meira sagt. Hver var
þessi maður sem systir okkar
var að hitta og var hún að missa
vitið?
Þegar við svo ræddum saman
af einhverju viti líkaði okkur líka
svona vel við þennan „FABIO“.
Orðatiltækið „ekki dæma bók
af kápunni“ sannaði sig einu
sinni enn.
Palli hefur reynst Dísu stoð
og stytta og verðum við honum
ævinlega þakklát. Hann mun
vera með henni áfram í anda þar
til þau hittast á ný.
Hann var frábær fjölskyldu-
faðir sem sést best í öllum fal-
legu gullmolunum sem þau eiga.
Elsku fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur og við vitum að
Palli mun vaka yfir ykkur um
ókomna tíð.
Jón Þór Skaftason,
Katrín Björk Skaftadóttir.