Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 10
Vígð til þjónustu Þjóðkirkjunnar á árinu 2018 Aldís Rut Gísladóttir Langholtskirkja í Reykjavík Alfreð Örn Finnsson Djúpavogi, Austfjarðaprestakall Benjamín Hrafn Böðvarsson Neskaupstað, Austfjarðaprestakall Bryndís Svavarsdóttir Patreksfjörður Dagur Fannar Magnússon Heydalir, Austfjarðaprestakall Daníel Ágúst Gautason Grensássókn í Reykjavík* Helga Kolbeinsdóttir Digranesprestakall, Kópavogi Inga Harðardóttir Íslenski söfnuðurinn í Noregi Ingimar Helgason Kirkjubæjarklaustur Jarþrúður Árnadóttir Þórshöfn á Langanesi Jónína Ólafsdóttir Dalvíkurprestakall María Gunnarsdóttir Laufás í Eyjafi rði Sindri Geir Óskarsson Glerárkirkja á Akureyri, afl eysing Steinunn Þorbergsdóttir Breiðholtskirkja í Reykjavík* *Djáknar, önnur eru prestar Mynd: Colourbox Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls fjórtán manns, átta konur og fjórir karlar, hafa á þessu ári tekið vígslu til starfa á vettvangi þjóð- kirkjunnar, ýmist sem prestar eða djáknar. Sjaldan hafa jafn margir sem nú vígst til þjónustu á einu ári. Kemur þar til að á síðustu miss- erum hafa allmargir þjónandi prest- ar farið á eftirlaun og þarf nýtt fólk í þeirra stað. Kunnugir telja að fara þurfi um tuttugu ár aftur í tímann svo finna megi dæmi um jafn marga vígsluþega og í ár. Kynslóðaskipti og nýtt fólk „Nú eru að verða kynslóðaskipti í kirkjunni sem kallar á nýtt fólk til starfa,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri þjóðkirkjunnar, í samtali við Morgunblaðið. „Á hverju ári hafa um 5-10 kandí- datar útskrifast frá guðfræðideild Háskóla Íslands og um hríð var hreinlega barátta um að fá embætti. Margir voru kallaðir en fáir útvald- ir. Núna er staðan allt önnur, að minnsta kosti í bili. Mér sýnist líka sem að á næsta ári muni nokkur embætti losna og þannig ættu ný- útskrifaðir guðfræðingar að hafa ágætar vonir um að komast til starfa.“ Listi yfir það fólk sem tekið hefur vígslu til þjónustu og farið til starfa að undanförnu er birtur hér til hlið- ar. Við hann er því að bæta að tvö embætti sóknarpresta hafa nú verið auglýst laus til umsóknar, það er við Glerársókn á Akureyri og á Eyrar- bakka, en sá sem síðarnefnda prestakallinu sinnir þjónar einnig Stokkseyri og Gaulverjabæjarsókn í Flóa. Þá verður embætti sendiráðs- prests í Kaupmannahöfn endur- vakið á næsta ári, en enginn hefur setið á þeim pósti síðasta áratuginn eða svo. Reka landsbyggðarstefnu „Okkar besta fólk mun keppa um spennandi starf í Danmörku,“ segir Pétur. Bætir við að Þjóðkirkjunni þykir mikilvægt að prestur á henn- ar vegum sé í landi þar sem þús- undir Íslendinga búa sem þjóna þurfi vel. „Mér finnst svo rétt að halda því til haga að meirihluti þess fólks sem vígst hefur að undanförnu hefur far- ið til starfa út á landi. Almennt er tilhneigingin sú að verið er að flytja störf utan af landi til Reykjavíkur, en á vettvangi kirkjunnar komum við til móts við fólkið í aðstæðum sínum og rekum öfluga landsbyggð- arstefnu, ef svo mætti segja. Kirkj- an rekur öfluga landbyggðastefnu,“ segir Pétur G. Markan. Sjaldan fleiri guðfræðingar til þjónustu  Fjórtán hafa verið vígð til starfa í kirkjunni á þessu ári  Átta konur og fjórir karlar  Kynslóða- skipti  Margir til starfa úti á landi  Embætti Íslandsprests í Kaupmannahöfn verður endurvakið Morgunblaðið/Árni Sæberg Nývígð Frá vinstri; Jarþrúður Árnadóttir, Dagur Fannar Magnússon, Stein- unn Þorbergsdóttir, Benjamín Hrafn Böðvarsson, Alfreð Örn Finnsson og Daníel Ágúst Gautason vígðust í haust og eru nú farin til starfa í kirkjunni. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Fáar og fáséðar bækur, alls 65 númer, eru á nýjasta bókaupp- boðinu á vefnum uppbod.is. Uppboðið er samvinnuverkefni Gallerís Foldar og Bókarinnar- Antikvariats. Ari Gísli Bragason fornbókasali sérvaldi bækurnar. Hann nefndi sérstaklega öskju með nokkrum bókum sem prentaðar voru á Hólum, Leirá, Beitistöðum, Viðey og Eyrarbakka. Allt eru það fá- gæt rit og eru prentgripirnir frá Beitistöðum mjög torfengnir. Ein bókanna frá Beitistöðum er hluti af verkinu Gaman og alvara sem Magnús Steph- ensen stóð að á sínum tíma. Óvenjulegt er að bjóða upp undir einu númeri nokkurn fjölda svo fágætra rita. Ari Gísli nefndi einnig meðal prent- gripa á uppboð- inu bókina NEI, sem var fyrsta og eina ljóðabók Ara Jósepssonar. Auk þess fyrstu ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar, Aungull í tímann, og skýringar Páls lögmanns Jóns- sonar yfir Fornyrði Lögbókar er Jónsbók kallast. Frumútgáfa Alþýðubókarinnar eftir Halldór Laxness er á meðal bókanna á uppboðinu líkt og 4 leikþættir eft- ir Odd Björnsson með myndum eftir Dieter Roth sem er eitt hinna fágætu verka á uppboðinu. Auk þess er þarna m.a. Íslendinga- sagnaútgáfa í fallegu samtíma- bandi, alls 38 bækur og fyrstu 54 árgangarnir af Náttúrufræð- ingnum, tímarit Einars Braga, Birtingur, væru margir fallegir og eigulegir prentgripir í mjög vönduðu bandi. Bókauppboðinu lýkur sunnudaginn 15. desember. gudni@mbl.is Vandaðar og fágætar bækur á uppboði  Uppboðinu lýkur 15. desember Fágæti Gamlar bækur eru á uppboðinu Bókaperlur á vefnum uppbod.is. Þær verða til sýnis í Galleríi Fold þar til uppboðinu lýkur 15. desember. Ari Gísli Bragason Afgreiðslutímar á www.kronan.is í aðalrétt? Laufabrauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.