Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 holar@holabok.is — www.holabok.is Náttúruþankar! Náttúruþankar feðginanna Bjarna E. Guðleifssonar og Brynhildar, dóttur hans, fjalla um ýmis fyrirbæri í náttúru og umhverfi, stór og smá. Leyndardómar um margvísleg og margbreytileg fyrirbæri í okkar nánasta umhverfi ljúkast upp og lýst er áhrifum mannlegra athafna á náttúruna, svo sem gróðureyðingu, vatnsmengun. loftlagsbreytingum og orkunýtingu. Náttúruþankar - ómissandi bók fyrir áhugafólk um náttúruna og undur hennar, sem okkur ber að varðveita. Ísland er í 13. sæti og færist upp um eitt sæti á milli ára á lista OECD yf- ir 36 aðildarlönd þar sem bornar eru saman skatttekjur hins opinbera, þ.e.a.s. ríkis og sveitarélaga, sem hlutfall af landsframleiðslu ríkjanna. Tölurnar taka til ársins 2018 og sýna að hér á landi var hlutfall skattteknanna 36,7% af landsfram- leiðslu, sem er nokkuð yfir meðaltali OECD landanna, þar sem það var 34,3% í fyrra að því er fram kemur í nýrri úttekt OECD á skattamálum. Þar segir að hlutfall skatttekna af landsframleiðslu í aðildarlöndunum virðist almennt séð hafa náð há- marki í fyrra og þær tiltölulega lítið breyst frá árinu á undan eftir tíma- bil nær samfelldra hækkana ár frá ári allt frá fjármálahruninu. Skatttekjur sem hlutfall af lands- framleiðslu drógust lítið eitt saman í 14 löndum í fyrra en jukust nokkuð í 19 löndum, mest í Kóreu þar sem þær hækkuðu um 1,5 prósentustig milli ára. Fjögur Evrópusambands- lönd, Frakkland, Danmörk, Belgía og Svíþjóð, eru einu ríkin sem eru yfir 43% markinu þegar skatttekjur eru reiknaðar sem hlutfall af lands- framleiðslu og í fjórum öðrum Evr- ópusambandslöndum er hlutfall skattteknanna yfir 40%. Í umfjöllun um skatta á Íslandi segir að hlutfall skatttekna hafi lækkað um 0,8 prósentustig milli ár- anna 2017 og 2018 en landið færist engu að síður upp um eitt sæti í samanburði á breytingum í OECD- löndunum, eins og fyrr segir. Frá aldamótum hefur hlutfallið hækkað hér á landi úr 36% í 36,7%. Fram kemur að samkvæmt tölum frá árinu 2017 einkenni það íslenska skattkerfið að tekjur ríkis og sveit- arfélaga af skatti á tekjur einstak- linga og skattlagning hagnaðar (38% af landsframleiðslu) og skattar á vöru og þjónustu þ.e. aðallega virðisaukaskattur og aðrir veltu- skattar (34% af landsframleiðslu), standi undir stærstum hluta skatt- tekna hins opinbera á Íslandi. Lægra hlutfall skatttekna hins opinbera stafi af skattlagningu fyr- irtækja og eignarskatti. Eignar- skattar voru t.d. um 5% af skatt- tekjum hins opinbera hér en 6% hlutfall að meðaltali innan OECD. omfr@mbl.is Í 13. sæti á skattalista OECD-landa  Skatttekjur af landsframleiðslu minnkuðu lítið eitt milli ára á Íslandi samkvæmt nýjum samanburði á 36 OECD-löndum 33. Tyrkland 34. Bandaríkin 35. Írland 36. Síle 37. Mexíkó 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Belgía 4. Svíþjóð 5. Finnland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46,1% 44,9% 44,8% 43,9% 42,7% 24,4% 24,3% 22,3% 21,1% 16,1% 13. Ísland 36,7% OECD meðaltal 34,3% Hlutfall skatttekna af landsframleiðslu 2018 Heimild: OECD Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kjaraviðræður BSRB og viðsemj- enda þess hjá ríki, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þokast hægt áfram og enn virðist vera langt í land að gengið verði frá kjara- samningum. Endurnýjun kjarasamn- inga opinberra starfsmanna hafa átt sér langan meðgöngutíma eða á ní- unda mánuð en viðræður BRSB og ríkisins hafa staðið yfir frá því í lok mars þegar samningar runnu út. „Það er ekki útlit fyrir jólabarn eins og staðan er í dag. Því miður,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for- maður BSRB. Hún segir að miðað við gang mála og hversu mörg verkefni eru enn óleyst séu ekki lík- ur á að takist að ljúka gerð kjara- samninga fyrir áramót úr því sem komið er. „Það gengur hægt en gengur þó,“ segir Sonja. Umræðan um styttingu vinnuvik- unnar hjá vaktavinnuhópum sé t.d. rétt að hefjast og hún muni taka sinn tíma nema fram komi svo gott tilboð frá viðsemjendum að hægt sé að ganga hratt og vel frá samkomulagi. Á dögunum náðist samkomulag milli BSRB og allra viðsemjenda þess um útfærslu á styttingu vinnutíma starfsmanna í dagvinnu en ósamið er þó um mörg stór mál sem eru á sam- eiginlegu borði BSRB fyrir hönd að- ildarfélaganna. Þar ber hæst stytting vinnutíma vaktavinnufólks, launaþró- unartryggingin og jöfnun launa á milli markaða. Sérstakur starfshópur er að fjalla um jöfnun launa en að sögn Sonju er ekki útlit fyrir að henni muni takast að skila niðurstöðum á næstunni. Viðræðurnar við samninganefnd ríkisins og við sveitarfélögin eru nú í sama takti og stór mál að færast inn á sameiginlegt borð að sögn hennar. Ekki útlit fyrir jólabarn í kjaraviðræðunum hjá BSRB  Meðgöngutími BSRB-samninga kominn á níunda mánuð Sonja Ýr Þorbergsdóttir Félagsmálaráðuneytið hefur aug- lýst embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar. Bryndís Hlöð- versdóttir rík- issáttasemjari lætur af emb- ætti um áramót þegar hún tekur við sem ráðu- neytisstjóri í forsætisráðu- neytinu. Ás- mundur Einar Daðason, félags- og barna- málráðherra, mun skipa nýjan ríkissáttasemjara til næstu fimm ára og fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að um- sóknir verða metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem ráð- herra skipar. Aðspurður segir Gissur Péturs- son, ráðuneytisstjóri félagsmála- ráðuneytisins, að ekki hafi verið ófrávíkjanlegt að auglýsa emb- ættið. „Okkur er mögulegt að færa menn á milli innan ríkiskerfisins en það voru ekki forsendur fyrir því núna og því var embættið aug- lýst,“ segir hann. Gissur reiknar með að fulltrúar samtaka á vinnu- markaðnum muni eiga sæti í hæfnisnefndinni auk fulltrúa ráðu- neytisins. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember. Nefnd met- ur hæfi nýs ríkissátta- semjara Gissur Pétursson Jólasveinarnir hafa gert sig heimakomna í Dimmuborgum í Mývatnssveit og búa sig þar undir komandi jólatíð, enda styttist óðum í að sá fyrsti þeirra þurfi að halda af stað til byggða. Þeir gefa sér þó tíma frá jólastressinu til þess að taka á móti börnum á öllum aldri milli kl. 11 og 13 á hverjum degi fram til jóla. Taka jóla- sveinarnir upp á ýmsu, syngja, segja sögur, fara í leiki og flokka kartöflur, sem lenda vonandi bara í sem fæstum skóm þetta árið. Hið árlega jólabað þeirra verður svo í dag en sveinarnir eru víst mishrifnir af hreinlætinu. Ljósmynd/Marcin Kozazcek Líf og fjör hjá jólasveinunum í Dimmuborgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.