Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Sól slær silfri á voga. Sjáðu jökulinn loga. Ég er kominn heim. Hvíl í friði, elsku Steini. Ingibjörg og Thorbjörn í Gautaborg. Ég á margar góðar minningar um Steinar vin minn og jafnaldra. Við bjuggum báðir neðst í Hlíð- unum, hann í Mjóuhlíð og ég á Miklubraut skammt frá. Við vor- um báðir í MH 1974-1978 og þá var Private-klúbburinn stofnaður sem hefur lifað allt fram á þennan dag. Við Steini vorum um margt ólíkir menn. Hann lifði lífinu hratt og af miklum krafti. Aldrei lá hann á skoðunum sínum um menn og málefni. Og matreiðslu og eldamennsku tók hann svo föstum tökum að leitun er að öðru eins. Steini var maðurinn sem fór 18 sinnum til útlanda eitt árið. Þeyttist á boltaleiki og tónleika út um alla Evrópu á meðan minna var að gerast hjá mér. En þótt við værum ólíkir þótti okkur vænt hvor um annan og bárum virð- ingu hvor fyrir öðrum. Ekki má gleyma því að Steini var líka mjög fær arkitekt og munu mannvirki sem hann hann- aði lifa hann. Mig grunar að lög- fræðibréfin mín verði flestum löngu gleymd áður en verkin hans hverfa. Ég ætla að segja eina sögu af Steina hér sem lýsir honum vel. Allur Private-klúbburinn mættur til Steina. Hann í eldhúsinu að matreiða besta mat í heimi. En þannig stóð á að ég þurfti að ná flugi til útlanda um morguninn snemma og mætti með ferða- töskuna í partíið. Ég bar mig eitt- hvað illa við Steina. Sagðist vera vanur að taka rútuna frá BSÍ og nú væri ég allt í einu kominn upp í Ljárskóga og það vafðist fyrir mér hvernig ég ætti að koma mér út flugvöll. „Við björgum því,“ sagði Steini. „Ég er með samning við ákveðinn bílstjóra sem skutlar mér alltaf út á flugvöll. Ég hringi í hann og panta hann.“ Og þetta samþykkti ég auðvitað. Svo kom bíllinn seinna um kvöldið og á meðan ég var að kveðja félagana átti Steini eitthvert erindi út í bíl- inn að ræða við bílstjórann. Þegar til Keflavíkur var komið kom í ljós að Steini var búinn að borga fyrir bílinn. Svona vinur var Steini. Það vafðist alltaf fyrir mér hvernig ég ætti að endurgjalda honum þetta og nú er það því miður orðið of seint. En minning- in um góðan dreng lifir. Einar Örn Thorlacius. Leiðir okkar Steinars lágu saman þegar hann var ráðinn sem arkitekt Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar árið 2003 en ég hafði nokkrum árum áður hafið störf sem framkvæmdastjóri Flug- stöðvarinnar þegar starfseminni var breytt í hlutafélag árið 2000. Steinar vann í teymi stjórnenda og hönnuða að stækkun og fram- tíðaruppbyggingu á flugstöðinni og nærumhverfi sem náði til næstu 25 ára. Þetta var mjög flókið og krefjandi verkefni sem Steinar vann ötullega að. Í störfum sínum var Steinar í senn skapandi, framtakssamur, skipulagður og fann góðar leiðir að stækkun og að breytingum flugstöðvarinnar eins og glöggt má sjá merki um í dag. Hönnunin og lausnirnar uppfylltu fagur- fræðilegt markmið ásamt því að kostnaði var haldið innan þeirra marka sem sett var. Þegar leið á verkefnið kom betur og betur í ljós hversu úrræðagóður Steinar var og framsýnn. Hann sýndi verkefninu mikla hollustu og al- úð. Á þessum árum unnum við Steinar mjög náið saman að vexti og viðgangi stærstu samgöngu- miðstöðvar þjóðarinnar. Hann var mannkostamaður, glaðsinna og glöggur á aðal- og aukaatriði ásamt því að vera hófsamur í allri framgöngu. Hann var vinsæll og virtur af samstarfsfólki sínu. Ég er ævinlega þakklátur Steinari fyrir vináttuna, samstarf- ið og allar samverustundirnar á þessum árum. Við Elsa færum Helgu og fjölskyldunni okkar ein- lægustu samúðarkveðjur á þess- um sorgartíma. Höskuldur Ásgeirsson. Mér þykir nánast óbærilegt að setjast niður og skrifa þessi orð en hann vinur minn Steinar er farinn. Hann sem var mér svo margt. Góður vinur og lærifaðir, maður eins og ég vil læra að vera. Árið 2013 bauðst mér óvænt ný vinna vegna þess að einhver „nafnlaus“ arkitekt var að leita sér að starfsmanni, nánar tiltekið byggingarfræðingi með reynslu af arkitektúr, en ég var nýkominn úr einmitt slíku námi. Ekki grunaði mig þá hvað í vændum var. Áður en ég hitti „nafnlausa“ arkitektinn fyrst, sem reyndist vera Steinar, óskaði fólk mér til hamingju. Ég skildi ekki þá hvað menn áttu við en þegar við Steinar kynntumst lá það ljóst fyrir. Þarna var ég dottinn í lukkupott- inn. Steinar var einstakur maður. Öll sú gleði og hamingja sem kynni mín af honum gáfu mér mun búa með mér alla tíð. Þau ár sem ég naut þess að vinna með honum voru annasöm en á sama tíma við- burðarík og skemmtileg. Eins og hann grínaðist alltaf með þá gæti ég átt von á sumarfríi 2018, þetta var 2014. Árin liðu og alltaf þótti mér gaman. Langir dagar skiptu engu máli þegar maður var með honum. Það var gaman, góður matur og húmorinn alltaf til stað- ar. Ég minnist þess ekki að hafa hitt Steinar pirraðan. Eina skiptið sem ég sá hann ósáttan var það vegna þess að honum þótti illa komið fram við sitt fólk. Það leið hann ekki. Hann safnaði líka að sér besta teyminu og ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna með þeim. Halli bróðir Steinars og Ene sem við unnum með í gegnum árin eru mér líka ofarlega í huga. Öll verkefni tengd flugstöðinni voru unnin með þeim og mun ég ávallt vera þakklátur Steina fyrir þau kynni. Þegar við flytjum niður í Skip- holt segir hann mér frá sýningu í Hollandi sem ég verði endilega að tékka á. Honum fannst ómögulegt að láta mig fara einan svo hann býður Andreu konunni minni með og við eigum 5 frábæra daga sam- an. Þetta finnst mér lýsa honum svo vel. Við Steinar fórum saman marg- ar ferðir út á næstu árum: Holland á landsleik, Munchen á sýningu, Feneyjar á arkitekta-tvíæringinn. Steinar elskaði að ferðast og ég hlakkaði mikið til næstu ferðar. Eitt af mörgu sem við Steinar áttum sameiginlegt var áhugi okk- ar á matargerð. Við gátum talað endalaust um nýjar uppskriftir eða hvað okkur langaði að smakka eða elda. Sendum uppskriftir á milli og ræddum allt í þaula. Ég fékk líka að kynnast öðrum í fjölskyldu Steinars á þeim árum sem ég átti því láni að fagna að vinna með honum. Helga og Stein- ar voru eitt í mínum huga. Hann talaði ávallt um hana sem hluta af sér og allar mikilvægar ákvarðan- ir lágu hjá þeim saman. Stelpurn- ar þeirra voru auðvitað það sem mestu máli skipti og hvað þá barnabarnið. Það er svo margt sem mig lang- ar að segja þegar ég hugsa um þennan frábæra mann en efst í huga er þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Steinari og fjölskyldunni hans. Elsku Helga, Kristjana, Þorbjörg, Sigurjón og ykkar fjölskyldur, við Andrea og börnin sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þess- um erfiðu tímum. Hugur okkar er hjá ykkur. Kári Esra Einarsson. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald SLOPPAR 14.900,- 10.900,- 9.500,- 9.500,- 10.500,- Í MIKLU ÚRVALI FYRIR DÖMUR OG HERRA www.frusigurlaug.is Glæsileg vefverslun - Frí póstsending - MJÓDD | S. 774-7377 Virkir dagar: ....... 10 – 18 Laugardagar: ....... 11 - 16 Bækur með 30% afslætti til jóla hjá Þorvaldi í Kolaportinu Bækur Ríkiskaup Allar útboðsauglýsingar eru birtar á utbodsvefur.is Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Ríkiskaup Allar útboðsauglýsingar eru birtar á utbodsvefur.is Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Einangrunargler - Framleiðsla og afhending, útboð nr. 14707. • Glerskipti vegna skemmdarverka eða viðhald, útboð nr. 14708. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod ÚTBOÐ Reykja vík ur borg Innkaupaskrifstofa Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. Sími 411 1111 Netfang: utbod@reykjavik.is Rað- og smáauglýsingar Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með 9. desember, þeim sem þess óska með tölvupósti á irh@verkis.is. Dreifistöð og lagnavinna, Faxagarði Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, föstudaginn 20. desember kl. 11:00. Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í eftirlitsverkið: Um er að ræða umsjón og eftirlit með framkvæmdum á byggingu nýrrar dreifstöðvar á Faxagarði í Reykjavík auk lagnavinnu í jörðu og undir staurabryggjunni. Verkframkvæmdin er tvískipt þar sem annars vegar er bygging á nýrri dreifstöð sem er timburklætt stálgrindarhús og hins vegar lagnir sem lagðar eru að hluta til í fyllingu en að mestum hluta í lagnastigum undir bryggjunni sem byggð er á staurum. Gerðar eru kröfur til eftirlitsmanna um reynslu af sambærilegum verkum fyrir mismunandi fagþætti. Framkvæmdir munu hefast í janúar 2020 og verklok eru í september 2019. Umsjón og eftirlit verkframkvæmda Vantar þig pípara? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.