Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Allt hófst þetta á því að égvar í fríi í tvær vikur á Ís-landi árið 2016 og nautþess að keyra um landið þegar ég uppgötvaði Sögusetrið á Hvolsvelli þar sem er frábær Njálu- sýning. Þar kynntist ég Njálurefl- inum og saumaði að sjálfsögðu í hann því mín helsta dægradvöl hér heima í Colorado er hvers konar textílvinna, ég prjóna, spinn, vef og sauma út,“ segir Avedan Raggio, bandarísk kona sem er nýkomin aft- ur heim til Colorado eftir að hafa dvalið um tíma við Njálureflissaum á Íslandi. „Þetta var í fjórða sinn sem ég kom til Íslands sérstaklega til að leggja mitt af mörkum við að sauma út í Njálurefilinn, en í fimmta sinn sem ég kem til Íslands. Ástæðan fyr- ir því að ég er svona áhugasöm um refilinn er að ég hef kennt til margra ára námskeið um Íslendingasögunar í háskólanum hér í Colorado þar sem ég er prófessor í norrænum fræðum. Þetta hefur verið mjög vinsælt nám- skeið hjá nemendum og ein þeirra sagna sem við lesum á þessu nám- skeiði er Njála. Ég þekki því Njáls- sögu mjög vel og mér finnst hún yndisleg, ég elska hana.“ Sameiginlegt stórvirki Þegar Avedan er spurð að því hvernig tilfinningin það hafi verið fyrir hana að taka þátt í sköpun Njálurefilsins með öllu því fólki sem komið hefur að útsaumi hans undan- farin sjö ár segir hún það hafa verið hreint dásamlegt. „Ég er afskaplega ánægð að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu og vera hluti af sköpun Njálu- refilsins. Ég tel mig afar lánsama og ég er sérdeilis ánægð. Allt þetta fólk sem hefur tekið saumspor í refilinn skrifar niður nöfn sín í ákveðna bók, sem er mögnuð heimild um sam- eiginlegt stórvirki þeirra sem hafa lagt hönd á plóg. Ég elska þess hug- mynd að halda sögunni lifandi með þessum hætti. Við höfum notið Ís- lendingasagnanna í 800 ár og þetta er enn ein leið til að gefa fólki kost á að njóta þeirra, að ná til fólks með þessum myndræna hætti. Fólk mun njóta refilsins um ókomna framtíð.“ Heldur mikið upp á Njálssögu Avedan segir ástæðu þess að hún hafi komið aftur og aftur til Ís- lands, hvorki meira né minna en fjórum sinnum í þeim tilgangi einum að sauma út í refilinn, vera þá að hún njóti þess virkilega í alla staði. „Handíðir eru mín besta af- slöppun. Í frítíma mínum hér heima í Colorado geri ég mikið af hverskon- ar textílvinnu og kannski hljómar það undarlega fyrir einhverjum, en þetta er það sem ég nýt hvað mest. Mér finnst mjög góð hvíld í því að sitja og sauma út, það er afar róandi. Njálssaga er í uppáhaldi hjá mér sem gerir þetta enn skemmtilegra. Þar fyrir utan eru íslensku konurnar sem ég saumaði út með á hverjum degi sem ég dvaldi á Hvolsvelli alveg yndislegar, ég hef eignast vini í þeim.“ Þegar Avedan er spurð að því hvort hún eigi einhverja uppáhalds- persónu meðal þeirra sem birtast okkur í Njálssögu, segir hún án þess að hika að það sé Skarphéðinn. „Ég held upp á hann því til- svörin hans finnst mér vera lang- best. Því miður gat ég ekki saumað Skarphéðin út í Njálurefilinn, því tímasetningin í refilsvinnunni var ekki á þeim stað þar sem hann kem- ur fyrir. Ég saumaði út Ámunda hinn blinda, sem kemur fyrir í einum af mínum uppáhaldshluta sögunnar og ég saumaði líka út senu þar sem Ásgrímur Elliða-Grímsson leitar eft- ir stuðningi höfðingja á þingi. Ný- legasta útsaumið hjá mér var Kári Sölmundarson og Þorgeir skorar- geir sem og tvær förukonur.“ Vill fleiri refla annarra sagna Avedan er harðákveðin í að koma aftur til Íslands en hún efast um að ná því áður en útsaumi Njálu- refils lýkur. „Ég vona sannarlega að mér auðnist að koma þegar hann verður sýndur fullunninn og tilbúinn, það verður stór stund. Ég vona að Njálu- refillinn fylli fólk andagift og búnir verði til fleiri reflar með öðrum sög- um,“ segir Avedan og bætir við að hún sé afar þakklát þeim Gunnhildi Eddu Kristjánsdóttur og Christinu M. Bengtsson sem komu þessu verk- efni saman af stað og hafa hýst hana og gert henni mögulegt að taka nokkur spor í söguna. Heldur mest upp á Skarphéðin Njálurefillinn, þar sem Njálssaga er saumuð út, er nú á lokametrunum en hann er rúmir 90 metrar. Tæp sjö ár eru síðan fyrsta saumasporið var tekið og hefur fólk m.a. gert sér ferð utan úr heimi til að sauma í refil- inn. Bandaríski háskóla- prófessorinn Avedan Raggio kom nýlega í fjórða sinn til saums. Alsæl Avedan saumar hér út förukonur í Njálurefilinn síðastliðið haust þeg- ar hún saumaði hvern einasta dag í sinni fimmtu Íslandsheimsókn. Á lokametrunum Síðasta rúllið á 90 metra löngum Njálureflinum hefur verið strekkt. Avedan leggur sitt af mörkum við að klára saumaskapinn. Kærleiksdagur frístundamiðstöðv- arinnar Miðbergs verður haldinn í dag, laugardag, í sal Hólabrekku- skóla í Reykjavík frá kl. 14-16. Þar verða Listaverk eftir börnin til sölu, kökubasar og happdrætti með veg- legum vinningum. Í ár mun ágóði söfnunarinnar renna óskiptur til Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem misst hefur maka, og börn þess. Í tilkynningu með viðburðinum kemur fram að „markmið sjóðsins sé að veita Ljónshjartabörnum aðstoð sem allra fyrst eftir missi. Aðstoðin er fólgin í samtalsmeðferð og ráð- gjöf frá fagaðila. Mikilvægt er að grípa Ljónshjartabörn eftir andlát foreldris og veita þeim viðeigandi stuðning. Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Ágóði söfnunarinnar fer í sjóð sem kallast „Að grípa Ljónshjartabörn“. Stuðn- ingsfélagið Ljónshjarta var stofnað 2013 og hefur það meginmarkmið að veita jafningjastuðning, fræðslu, upplýsingaöflun og samveru.“ Kærleiksdagur Miðbergs í dag og ágóði rennur til Ljónshjarta Styðja við ungt fólk sem misst hefur maka, og börn þess Ljósmynd/Lauren York/Unsplash ÞRJÁRÓMISSANDI DAG Í SENN eftir KARL SIGURBJÖRNSSON Hugleiðingar fyrir hvern dag ársins skalhol t su tga fan . is | k i rk juhusid . is KIRKJUHÚSIÐ — SKÁLHOLTSÚTGÁFAN | SÍMI: 528-4200 BÓKIN UM FYRIRGEFNINGUNA eftir DESMOND TUTU HVAÐ ER BIBLÍAN? eftir ROB BELL Hollt ognærandi veganesti „Ein af bestu bókumársins!” Því skyldumvið láta svonagamla bók skipta okkur einhverjumáli?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.