Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Niður-stöðurPISA- könnunarinnar á stöðu barna í að- ildarríkjum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, í til- teknum námsgreinum sýna að á Íslandi má gera mun betur. Ísland er reyndar fyrir of- an meðaltal OECD í stærð- fræði, en fyrir neðan jafnt í lesskilningi sem náttúruvís- indum. Þá er vert að hafa í huga að þótt Ísland sé fyrir ofan meðaltalið í stærðfræði hafa ansi mörg lönd í OECD drjúgt forskot á okkur. Deilt hefur verið á PISA- rannsóknina fyrir ýmsar sakir. Nefnt hefur verið að íslensk börn leggi sig ekki fram þar sem könnunin breyti engu um gengi þeirra í skólanum og hafi því enga þýðingu fyrir þau. Ef til vill er eitthvað hæft í þessu, en það ætti þá ekki aðeins við á Íslandi. Í vikunni kom fram að niðurstöður bentu til að hlutfall algengustu orða væri lægra í textum ís- lensku þýðingarinnar í les- skilnings- og náttúruvís- indahluta PISA-prófanna í fyrra en í ensku frumtext- unum. Þá væri hlutfall sjaldgæfustu orðanna um- talsvert hærra í íslensku textunum en þeim ensku. Vitaskuld þarf að gæta þess að prófin séu sambæri- leg milli landa og jafn þung ef mark á að taka á sam- anburðinum. Það væru hins vegar mis- tök að afskrifa niðurstöður PISA-könnunarinnar við svo búið. Það er ekki aðeins Ísland komi illa út í sam- anburðinum, sjálfar niður- stöðurnar eru verulegt áhyggjuefni. Könnunin var lögð fyrir 15 ára grunn- skólanemendur á Íslandi í fyrravor. Þær eru lagðar fyrir nemendur á þriggja ára fresti og hefur lesskiln- ingi hrakað marktækt mið- að við prófið 2012. Sam- kvæmt niðurstöðunum ná 26% nemenda ekki grunn- hæfni í lesskilningi. Þegar aðeins er horft til drengja syrtir enn í álinn. 34% drengja geta ekki lesið sér til gagns og skilnings. Þetta eru óboðlegar niðurstöður. Hlutverk skólakerfisins er að gera nemendum kleift að ná grunn- hæfni í lykil- greinum. Lestur er algert und- irstöðuatriði. Ljóst er að þeir sem ekki eru færir um að lesa sér til gagns munu standa illa að vígi og gætu átt verulega erfitt uppdráttar. Hér á landi hefur verið lögð áhersla á að bæta grundvallarfærni í læsi, en það virðist ekki hafa skilað sér sem skyldi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, sagði í fréttaskýringu um málið í Morgunblaðinu á miðviku- dag að ráðist yrði í aðgerðir til að bæta stöðuna. Þar yrði byggt á reynslu annarra og nefndi hún Svía og Eista. Svíar hefðu verið á sama stað og Íslendingar 2012 í lesskilningi, en tekist að snúa þróuninni við og frammistaðan hefði snar- batnað. Það er gott að hún ætli að taka til hendinni og ganga í þessi mál af krafti. Hún bendir um leið á að það sé hins vegar ekki nóg og samfélagið allt verði að taka þátt í að bæta stöðuna. Þetta er hárrétt. Vitaskuld þurfa börn allan þann stuðning, sem hægt er að veita þeim og ekki er hægt að skella ábyrgð alfarið á skólana. Í þeim efnum verð- ur hins vegar að hafa í huga að aðstæður barna eru mis- jafnar og baklandið ólíkt. Menntun er ein mikilvæg- asta forsenda jafnaðar. Hlutverk skólakerfisins er að veita börnum og ungling- um þá menntun, sem gerir þeim kleift að njóta sín að verðleikum og ná árangri í lífinu. Hér þarf ekki bara að gera átak í lestri, það þarf einnig að bæta frammistöð- una í stærðfræði og nátt- úruvísindum. Úrbætur þola enga bið því að hver árgang- ur er mikilvægur. Það er ekki hægt að búa við það að fjórðungur þeirra, sem nú eru að hefja skólagöngu, muni ekki geta lesið sér til gagns þegar grunnskóla lýkur eftir tíu ár. Það er fullkomlega raun- hæft að stefna að því að ís- lenskir nemendur verði í fremstu röð. Hér þarf sam- hent átak. Það er ekkert að vanbúnaði. Niðurstöður PISA- könnunarinnar sýna að úrbóta er þörf í kennslu helstu námsgreina} Skóli og skilningur Í framhaldi af niðurstöðum alþjóðlegra könnunarprófa Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (e. PISA) sem kynntar voru í vikunni hef ég kynnt aðgerðir sem miða að því að efla menntakerfið, ekki síst með aukinni áherslu á námsorðaforða og starfsþróun kennara. Þær aðgerðir verða útfærðar í góðu samstarfi við skólasamfélagið, sveitarfélögin og heimilin í landinu. Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að bæta læsi en það verkefni snýr að tungumáli okkar og menningu. Menntarannsóknir sýna að árangur í prófum eins og PISA ræðst fyrst og fremst af færni nemenda í rökhugsun og hæfileikanum til að nýta sér þekkingu sína til að meta og túlka texta. Góður málskilningur og orðaforði er for- senda þess að nemendur geti tileinkað sér þann hæfileika. Rannsóknir benda til þess að orðaforði og orð- skilningur íslenskra barna hafi minnkað á undanförnum árum og því verðum við að mæta. Niðurstöður PISA- prófanna segja okkur að við getum gert betur. Ég trúi því að við getum það með góðri samvinnu, eftirfylgni og að- gerðum sem skilað hafa árangri í nágrannalöndum okkar. PISA-prófin mæla fleira en lesskilning og stærðfræði- og náttúrulæsi. Auk skýrslu með niðurstöðum prófanna birtir Efnahags- og framfarastofnunin (e. OECD) fleiri gögn sem varpa ljósi á stöðu menntakerfisins út frá við- horfum, líðan og félagslegri stöðu nemenda og eru þær niðurstöður ekki síður fróðlegar. Sú tölfræði bendir meðal annars til þess að færri íslenskir nemendur búi við einelti en nemendur gera að meðaltali í samanburðarlöndum OECD og að hærra hlutfall þeirra sé ánægt með líf sitt. Þá sýna þær niðurstöður að 73% íslensku nem- endanna sem svöruðu PISA-könnuninni sl. vor séu með vaxtarviðhorf (e. growth mindset), það er að þau trúa því að með vinnusemi, góð- um aðferðum og hjálp frá öðrum geti þau þró- að hæfni sína og getu. Þetta hlutfall er tíu pró- sentustigum hærra hér á landi en meðaltal í OECD-ríkjunum. Niðurstöður PISA sýna að slíkir nemendur hafa sterkari hvöt til þess að ná góðum tökum á verkefnum, meiri trú á getu sinni, setji sér metnaðarfyllri markmið, leggi meira upp úr mikilvægi menntunar og séu lík- legri til þess að klára háskólanám. Þetta vaxtarhugarfar er afar dýrmætt því rannsóknir sýna að viðhorf til eigin getu og vitsmuna ræður miklu um árangur. Þeir nemendur sem telja að hæfileikar þeirra og hæfni sé föst stærð eru þannig líklegri til þess að gefast upp á flóknari verkefnum og vilja forðast erfiðleika og áskoranir. Ég kalla þetta hugarfar framtíðarinnar. Okkar bíða sannarlega spennandi verkefni og mörg þeirra flókin. Árangurinn mun ráðast af viðhorfi okkar og trú. Setjum markið hátt og vinnum að því saman. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Hugarfar framtíðarinnar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ný útgáfa Flateyjarbókar ánorsku hefur vakiðnokkrar umræður í Nor-egi síðustu daga. Þeirri spurningu hefur m.a. verið varpað fram hvort efni bókarinnar gefi til- efni til að endurskoða hvernig fjallað er um fornsögu landsins. Sjötta og síðasta bindi norsku út- gáfunnar kom út í byrjun þessarar viku og veitti Haraldur Noregskon- ungur fyrsta eintakinu viðtöku. Bæk- urnar eru í leðurbandi ríkulega myndskreyttar. Norska forlagið SagaBok stendur að útgáfunni og Torgrim Titlestad, prófessor í Staf- angri, hefur haft yfirumsjón með þýðingunni. Verkefnið í heild kostaði um 15 milljónir norskra króna, um 200 milljónir íslenskra króna. Í umfjöllun í sumum norskum fjöl- miðlum hafa menn staldrað sér- staklega við það að í ritum Snorra Sturlusonar, sem nýtur mikillar hylli í Noregi, sé upphaf þjóðarinnar og goða hennar rakið til Asíu, en í Flat- eyjarbók er Nórr konungur úr norðr- inu talinn ættfaðir norrænna manna. Heldur fyrrnefndur Torgrim Title- stad því fram að líta beri á kenningar Flateyjarbókar sem gagnrýni á hug- myndir Snorra Sturlusonar. Í ritum Snorra er norska konungsættin sögð komin af sænsku fornkonungsættinni Ynglingum sem aftur er rakin til goða frá Asíu. Flateyjarbók hefur ekki áður verið aðgengileg á norsku og telja norskir fræðimenn að fleira í ritinu kalli á endurmat hefðbundinna söguskoðana. Frægust allra skinnbóka Flateyjarbók er frægust allra ís- lenskra skinnbóka frá fyrri öldum og jafnan talin ein mesta gersemi Ís- lendinga. Á vef Árnastofnunar segir að hún sé stærst hinna fornu mið- aldahandrita, 202 blöð. Öruggar upp- lýsingar liggja fyrir um ritunartíma hennar sem er undir lok 14. aldar auk 23. blaða sem bætt var við á síðari hluta 15. aldar. Í formála Flateyjarbókar segir að bókina eigi Jón Hákonarson og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðar- son og Magnús prestur Þórhallsson og að sá síðarnefndi hafi lýst (mynd- skreytt) hana alla. Jón Hákonarson (f. 1350) var auðugur bóndi og bjó í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu, en fátt er kunnugt um skrifarana tvo. Jón Björnsson í Flatey, er fyrsti maður sem skjalfest er að hafi átt Flateyjarbók eftir daga Jóns Há- konarsonar, en hann gaf bókina son- arsyni sínum Jóni Finnssyni, sem einnig bjó í Flatey, og við heimkynni þeirra feðga er bókin kennd. Sögur af Noregskonungum Meginefni Flateyjarbókar er sögur af Noregskonungum. Á vef Árna- stofnunar segir að í fyrri hlutanum séu fyrirferðarmestar Ólafs saga Tryggvasonar, sérstök gerð þeirrar sögu sem er nefnd hin mesta, og Ólafs saga helga, að meginstofni sér- staka sagan eftir Snorra Sturluson, sem hann samdi á undan Heims- kringlu. Í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu er saga þessa konungs eftir Snorra notuð sem uppistaða, en miklu efni sem eitthvað varðaði ævi konungsins og kristniboð hans ofið inn í. Skyldar gerðir af sögum Ólaf- anna eru varðveittar í öðrum hand- ritum, en hvergi jafnmikið auknar og í Flateyjarbók, þar sem heilum sög- um, köflum úr sögum og sjálfstæðum þáttum er bætt við. Þar á meðal eru Færeyinga saga, að meginhluta texti sem virðist í frumgerð og hvergi er til annars staðar, Orkneyinga saga nær heil, Fóstbræðra saga með köflum sem ekki eru í öðrum handritum hennar, og Grænlendinga saga sem hvergi er varðveitt annars staðar og jafnframt ein elsta heimild um fund Vínlands. Margir af þáttum Flateyj- arbókar eru og hvergi varðveittir nema þar. Aftast í Flateyjarbók er annáll sem spannar tímabilið frá því að Júlíus Sesar varð „einvaldshöfð- ingi yfir öllum heimi“ og fram til árs- ins 1394, en þá var „hallæri mikið til kostar og skreiðar nær um allt land, vor kalt, grasvöxtur lítill, fellir nokk- ur.“ Þá er í Flateyjarbók þátturinn „Hversu Noregr byggisk“ og það er í honum sem landsfaðirinn Nórr kem- ur við sögu. Hann er þar talinn sonur Þorra (sem þorrablót eru kennd við), en langafi hans sagður Fornljótur sem var risi. Fyrir nokkrum árum var sú kenn- ing sett fram að í Flateyjarbók hafi upphaflega ekki átt að vera sögur fleiri Noregskonunga en Ólafanna tveggja og bókin hafi verið ætluð þriðja konunginum með því nafni, Ólafi Hákonarsyni. Sá Ólafur dó á unglingsaldri 1387, sama árið og þessi hluti Flateyjarbókar var skrif- aður, og með honum dó út norska konungsættin frá Haraldi hárfagra. Jón Finnsson í Flatey gaf Brynjólfi Sveinssyni biskupi Flateyjarbók 1647 en biskup sendi hana Friðriki III. Danakonungi árið 1656. Í Danmörku var hún fram til 1971 er hún var afhent Íslendingum að nýju. Flateyjarbók skapar umræður í Noregi Ljósmynd/Árnastofnun Flateyjarbók Handritið, sem er rúmlega 200 skinnblöð, er ríkulega mynd- skreytt og hefur gerð þess á sínum tíma kostað ógrynni fjár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.