Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
50 ára Sigfríður ólst
upp í Kópavogi og býr
þar í húsi ömmu sinnar
á Kársnesinu. Hún er
flugfreyja hjá Iceland-
air. Hún er margfaldur
Íslandsmeistari í fót-
bolta með Breiðabliki
og fyrrverandi landsliðsmaður.
Maki: Arnar Laufdal Aðalsteinsson, f.
1964, eigandi verslunarinnar Notað og
nýtt í Kópavogi.
Börn: Arnar Laufdal Arnarsson, f. 2000,
Róbert Laufdal Arnarsson, f. 2005, og
stjúpdóttir er Sara Laufdal Arnarsdóttir,
f. 1992, og hún á mánaðargamlan son.
Foreldrar: Sesselja Björk Sigurðardóttir,
f. 1954, sjúkraliði, bús. í Kópavogi, og
Sophus Klein Jóhannsson, f. 1948, fv.
verslunarmaður, bús. í Ólafsfirði.
Sigfríður Sophusdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eini möguleikinn til að halda geð-
heilsunni þessa dagana á heimilinu er að
hlæja. Farðu varlega í jólagjafainnkaup-
unum.
20. apríl - 20. maí
Naut Verulegar líkur eru á að þú eyðir
um efni fram í dag í einhvern munað.
Taktu lífinu með ró.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki aðfinnslur annarra í
þinn garð hafa of mikil áhrif á þig. Vertu
á varðbergi gagnvart skyndihugdettum í
innkaupum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Svo kann að fara að þú þurfir að
taka upp gömul mál sem þú hélst að
væru gleymd og grafin. Þér finnst ætt-
ingjar þínir stórskemmtilegir, bjóddu
þeim heim.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það eru einhver átök í kringum þig
á vinnustað. Haltu þínu striki. Gefðu þér
tíma til að sinna þínum nánustu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að gæta þess að ganga
ekki fram af sjálfri/sjálfum þér með
vinnu í dag. Vertu ekki feimin/n við að
biðja um hjálp.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú verður að vera opin/n og ekki
einblína alltaf á galla makans, reyndu að
sjá kostina. Vandamálin leysast á end-
anum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinur kemur þér hugsanlega
á óvart í dag. Þér eru allir vegir færir og
þú veist það. Það eru blikur á lofti í ásta-
málum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Kenndu fleirum á heimilis-
tækin þannig að þú þurfir ekki að gera
allt ein/n. Slepptu fram af þér beislinu í
kvöld.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er aðdáunarvert að fara
vel með fé en að halda of fast í eitthvað,
sama hvað það er, er ekki gott. Sýndu
öðrum virðingu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu í útrétta hönd þeirra
sem vilja aðstoða þig. Gefðu þér tíma til
þess að hlaupa eftir óvæntum hug-
dettum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert gjafmild/ur í dag og ættir
að njóta þess. Huggaðu þig við það að
framundan er jólafrí og slökun.
Norrænu nemakeppninnar síðan
1990. Hann hefur verið í starfsgrein-
aráði matvæla-, veitinga- og ferða-
þjónustugreina síðan 1998 og frá
2005 á Matvæla- og veitingasviði Ið-
unnar. Hann var formaður sveins-
prófsnefndar frá 1986 til 2019 en tók
sæti í nefndinni árið 1979. Trausti er
áfram um félagsstörf og þjálfaði til
dæmis landslið framreiðslunema í
Norrænu nemakeppninni 1992 til
1996. „Ég er mjög stoltur af hvað
matreiðslumennirnir hafa staðið sig
vel í alþjóðlegum keppnum, en þeir
hafa komið með margar medalíurnar
og bikarana heim. Okkar matreiðslu-
menn eru í hæsta gæðaflokki.
Trausti var félagsmaður í Félagi
framreiðslumanna og stofnaði ásamt
öðrum klúbb framreiðslumeistara
þar sem hann var forseti á árunum
2014 til 2016. Hann var kjörinn heið-
ursfélagi hjá framreiðslumönnum ár-
ið 1987. Hann hefur verið félags-
maður í Iðnaðarmannafélaginu í
Reykjavík frá árinu 2008 og er ritari
félagsins núna. Árið 2017 var hann
Trausti hefur lagt sig sérstaklega
fram við að ala upp fagmenn í faginu
sínu. Hann hefur leiðbeint mörgum
ungum framreiðslunemum og verið
meistari fjölmargra. Hann átti sæti í
stjórn Hótel- og veitingaskóla Ís-
lands í 12 ár og í framkvæmdastjórn
T
rausti Víglundsson er
fæddur 8. desember
1944 á Litla-Vatnshorni
í Haukadal í Dalasýslu
þegar enn var þar mold-
argólf. Hann ólst aftur á móti upp í
Vesturbænum en þaðan lá leiðin út á
Seltjarnarnes, síðan í Garðabæ en
nú er hann aftur kominn til Reykja-
víkur. „Ég lít samt alltaf á mig sem
Dalamann, var í mörg sumur í sveit
hjá ömmu minni, Stefaníu á Litla-
Vatnshorni, hestasveinn og leið-
sögumaður veiðimanna í Kjarrá í
Borgarfirði sem unglingur og ötull
stangveiðimaður í Dölum í fjölmörg
ár.“
Fáir framreiðslumenn hafa lengri
starfsaldur í sinni grein en Trausti.
Hann útskrifaðist frá Hótel- og veit-
ingaskóla Íslands árið 1965 og fékk
meistararéttindi 1970. Lengst af
starfaði Trausti á Hótel Sögu en
hann var þar ásamt Sveini Sveins-
syni í 35 ár. Eftir það rak hann veit-
ingaþjónustuna JT-veitingar á Hót-
el Loftleiðum ásamt Jóni
Ögmundssyni í 11 ár. Þegar Hótel
Loftleiðir var endurnýjað og nefnt
Hótel Reykjavík Natura var Trausti
ráðinn sem veitingastjóri. Seinna
var hann í fagteymi Icelandair hótel-
keðjunnar og var einn af fagstjórum
Icelandair-hótelanna. Helsta verk-
efni teymisins var umsjón með ný-
stofnuðum skóla keðjunnar, Hótel-
klassanum. Hlutverk skólans var
fyrst og fremst að mennta starfsfólk
og viðhalda gæðum. Trausti rak
ásamt með eiginkonu sinni og fjöl-
skyldu veitingastofu í Þrastalundi
við Sog í meira en 20 ár. Hann hefur
auk þess séð um veitingarekstur hjá
ýmsum golfklúbbum. Hann er ekki
enn hættur að vinna og er faglegur
ráðgjafi við þjálfun nema á veitinga-
staðnum Bláa lóninu.
Trausti var ekki síður liðtækur á
bak við barborðið en meistaraverk
hans og besta blandan var þó ekki
áfengur drykkur heldur óáfengur
sem varð mjög vinsæll og nefndur er
Traustvekjandi. „Þennan drykk
hafa margir kóngar og drottningar
og forsetar smakkað en það var allt-
af boðið upp á þennan drykk á Hótel
Sögu í fyrirmannaveislum.“
útnefndur heiðursiðnaðarmaður fé-
lagsins ásamt matreiðslumeist-
aranum Hilmari B. Jónssyni.
Tom Adkinson, gagnrýnandi í
ferðaþjónustu, sem hafði kynni af
Trausta á Icelandair Akureyri lýsir
honum sem meistara í sínu fagi að
kenna öðrum.
„Helstu áhugamál mín eru vinnan,
golf með góðum vinum, að fylgjast
með barnabörnunum í íþróttum, ým-
is félagsstörf og að veiða í Haukadal,
en ég var um fimmtán ára skeið
leigutaki að silungssvæði Haukadals-
ár.“ Trausti hefur verið dyggur
stuðningsmaður Stjörnunnar og
Gróttu í handbolta en styður KR í
fótbolta. Hann fékk silfurmerki
Stjörnunnar árið 2014 en sat um ára-
bil í stjórn handknattleiks- og knatt-
spyrnudeildar Gróttu. Hann hefur
verið mjög virkur bróðir í Oddfellow-
reglunni síðan 1973 og gegnt trún-
aðarstörfum.
Trausti og Kristín Bertha, eigin-
kona hans, eru að heiman en fagna
deginum með fjölskyldunni.
Trausti Víglundsson, framreiðslu- og veitingamaður – 75 ára
Við Haukadalsvatn Trausti og Kristín ásamt þremur barnabörnum og barnabarnabörnunum tveimur.
Traustvekjandi – besta blandan
Afmælisbarnið Trausti.
30 ára Anna María er
frá Grundarfirði en býr
í Reykjavík. Hún er
með BS-gráðu í við-
skiptafræði frá Há-
skólanum á Akureyri.
Hún vinnur hjá Eignar-
haldsfélaginu Horn-
steini en er í fæðingarorlofi.
Maki: Friðrik Þór Sigtryggsson, f. 1991,
matreiðslumaður.
Börn: Emilía Björk Friðriksdóttir, f. 2015,
og Valdís Birta Friðriksdóttir, f. 2019.
Foreldrar: Friðrik Vignir Stefánsson, f.
1962, tónlistarkennari og organisti í Sel-
tjarnarneskirkju, bús. í Reykjavík og
Brynja Guðnadóttir, f. 1964, húsmóðir í
Grundarfirði. Stjúpfaðir er Aðalgeir Bjarki
Gestsson, f. 1967, fangavörður á Kvía-
bryggju.
Anna María Friðriksdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Valdís Birta
Friðriksdóttir fæddist 18. júlí
2019 kl. 6.14 á Landspítalanum
í Reykjavík. Hún var 53 cm og
4.200 g. Foreldrar hennar eru
Anna María Friðriksdóttir og
Friðrik Þór Sigtryggsson.
Nýr borgari
Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix
standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði,
endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá
lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður.
Ljósstyrkur: 3200 lumens
Drægni: 408 m
Lengd: 266,2 mm
Þvermál: 28,6 mm
Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður)
Vatnshelt: IP68
Fenix UC35 V2
Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena
hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni.
Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis-
og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli,
yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending.
Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi
með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til
merkjasendinga.
FENIX HL60R
Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu-
endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950
lúmenum og allt að 116 m drægni.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Fenix TK47UE
Hægt að hlaða
um USB snúru.
Hægt að hlaða
um USB snúru.