Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 1
Morgunblaðið/Eggert
Dalvík Unnið er að því að laga Dalvíkurlínu sem skemmdist mikið í ofsaveðrinu. Fjórir ráðherrar heimsóttu Norðurland í gær og kynntu sér ástandið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tetra-kerfið lá niðri í Skagafirði í hátt
í sólarhring og var svo mjög óstöðugt,
datt inn og út, á meðan ofsaveðrið
geisaði fyrr í vikunni. „Það var ekkert
hægt að treysta á Tetra-kerfið,“ sagði
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög-
regluþjónn á Norðurlandi vestra.
„Við gátum notað kerfið til að tala
saman hér innan svæðis, en vorum
sambandslaus út fyrir svæðið eins og
við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og
Neyðarlínuna 112.“
Hann sagði að fara þyrfti yfir og
laga áreiðanleika kerfisins sam-
kvæmt fenginni reynslu. Það tengir
saman lögreglu, slökkvilið, sjúkralið
og björgunarsveitir og gegnir lykil-
hlutverki fyrir viðbragðsaðila þegar
bregðast þarf skjótt við.
„Það þarf að þétta netið og fjölga
Tetra-sendum og vera með þá einnig
á láglendi. Við erum með einn sendi
fyrir okkur í Skagafirði. Hann er uppi
á Tindastól í 700-800 metra hæð. Við
getum ekki treyst einvörðungu á
slíkt. Svo þarf að búa þannig um hnút-
ana að þó að rafmagn fari af þá endist
þeir lengur en í sólarhring. Það þarf
öflugra varaafl,“ sagði Stefán.
Gera þarf víðtækar breytingar
„Þetta er langversta tilvik sem ég
hef upplifað á mínum tuttugu árum
hér,“ segir Þórhallur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, um
truflanir sem urðu á fjarskiptum
vegna rafmagnsleysis. „Nú þurfa allir
aðilar að setjast yfir stöðu mála og
gera ráðstafanir þannig að þegar
þetta gerist næst verðum við betur
undirbúin. Það þarf að tryggja að hér
séu fjarskipti þó að rafmagnið fari og
til þess þarf að gera víðtækar breyt-
ingar á varaafli.“
Tetra er ekki treystandi
Helsta fjarskiptakerfi viðbragðsaðila lá niðri í Skagafirði hátt í sólarhring Bæta verður áreiðan-
leika kerfisins Tryggja verður fjarskipti þó að rafmagn detti út, segir framkvæmdastjóri Neyðarlínu
MAfleiðingar óveðurs »2, 4 & 24
Held en þá
Hin
brjálaðabylgja
15. DESEMBER 2019SUNNUDAGUR
Fríða Ísbergsegir spennandiað takast á viðspurningar umeinlægni íformi ljóða-bókar. 14
Gríman
fellur
Björgvin PállGústavsson skrifaðibók sem breytthefur lífi hans.Nú vill hann hjálpaöðrum að ná tökum ákvíða og vanlíðan. 22
StórsigurÍhaldsflokkurinn vannafgerandi sigur í kosn-ingunum á Bretlandi.Reyjavíkurbréf16
Pottaskefill kemur í kvöld
9 dagartil jóla
jolamjolk.is
L A U G A R D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 294. tölublað 107. árgangur
Þvörusleikir kemur í kvöld
10 dagartil jóla
jolamjolk.is
LEIKUR KONU
SEM MISNOTAR
STJÚPSON SINN UNDRAVERÖLD OPNUÐ
VINNUSTOFA BRAGA ÁSGEIRSSONAR, 18TRINE DYRHOLM 50
Þóroddur Bjarnason
Baldur Arnarson
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra segir í samtali við Morgun-
blaðið, spurður út í jákvæð viðbrögð
Donalds Trumps Bandaríkjaforseta
við kosningasigri Íhaldsmanna í
Bretlandi og mögulegan fríverslun-
arsamning Breta og Bandaríkja-
manna í kjölfar úrslitanna, að það sé
gott ef slíkur samningur komist á,
enda sé enginn fríverslunarsamning-
ur í gangi milli Bandaríkjanna og
ESB.
„Eitt af því sem við höfum lagt
áherslu á er að efla samskiptin við
Bandaríkin. Viðskiptasamráðið sem
við Mike Pompeo, utanríkisráðherra
ferðamanna hafa aukist. Þannig hafi
meðalútgjöld þeirra á dag í fyrra
verið hæst hjá þeim erlendu gestum
sem sóttu okkur heim.
„Í fyrra voru breskir ferðamenn
fjórðungur erlendra ferðamanna
sem komu til landsins í janúar, febr-
úar og mars og um 20% af heildar-
fjölda gesta síðustu þrjá mánuði árs-
ins. Breskir ferðamenn koma til
landsins að vetrarlagi og eiga þannig
þátt í að jafna árstíðasveiflu í grein-
inni. Erfitt er að fullyrða hvaða áhrif
nýafstaðnar kosningar hafa en strax
í kjölfarið styrktist gengi pundsins
sem eykur kaupmátt Breta hér á
landi,“ segir Jóhannes Þór.
landsins, settum af stað í febrúar, og
hefur verið í gangi allt þetta ár er lið-
ur í því. Þessi mál tengjast ekki, en
við skulum ekki útiloka að einhverjir
möguleikar geti opnast fyrir okkur
ef Bretar og Bandaríkin semja sín á
milli,“ segir Guðlaugur Þór.
Sterkara pund eykur kaupmátt
Jakob Rolfsson, sérfræðingur hjá
Ferðamálastofu, og Erna Björg
Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Ar-
ion banka, telja að mögulegur upp-
gangur bresks efnahagslífs, ef brexit
raungerist, geti orðið til að auka
áhuga Breta á Íslandsferðum.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir útgjöld breskra
Skapar ný tækifæri
Brexit gæti orðið til að auka áhuga Breta á Íslandsferðum
MBrexit »14, 22 og 23
Atvinnuleysi á landinu jókst
verulega í seinasta mánuði og um
9% frá mánuðinum á undan.
Skráð atvinnuleysi var 4,1% í
seinasta mánuði samkvæmt mán-
aðaryfirliti Vinnumálastofnunar,
sem birt var í gær. Atvinnuleysi
hefur ekki mælst hlutfallslega
jafn mikið frá því í aprílmánuði
árið 2014.
,,Aukningin er mest áberandi á
Suðurnesjum og þá meðal útlend-
inga. Það er verkefnið sem við er-
um mest að einbeita okkur að
núna,“ segir Karl Sigurðsson, sér-
fræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Í seinasta mánuði mældist skráð
atvinnuleysi 8,4% á Suðurnesjum
og 4,2% á höfuðborgarsvæðinu.
Spáð er að atvinnuleysið verði
áfram vaxandi í yfirstandandi
mánuði og verði allt að 4,4%. »6
Mesta atvinnuleysi
frá því í apríl 2014