Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þú að skilgreining
á sótthita breytist eftir aldri?
Thermoscan eyrnahita-
mælirinn minn veit það.“
ThermoScan® 7
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
MEÐ PÓSTINUMÁ ÖLL HEIMILIÁ LANDINU
JÓLABÆKLINGUR
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
OPIÐ ALL
A
DAGA TIL
JÓLA FRÁ
10-19
Helgi Seljan, fyrrver-
andi alþingismaður, lést
á Landspítalanum í
Fossvogi sl. þriðjudag,
10. desember, 85 ára að
aldri. Helgi var fæddur
á Eskifirði 15. janúar
1934, sonur þeirra Frið-
riks Árnasonar og El-
ínborgar Kristínar Þor-
láksdóttur konu hans.
Fósturforeldrar hans
voru Jóhann Björnsson,
bóndi í Seljateigi í
Reyðarfirði, og kona
hans Jóhanna Helga Benediktsdóttir.
Árið 1953 lauk Helgi kennaraprófi
og var næstu tvö árin þar á eftir
kennari á Búðum í Fáskrúðsfirði. Ár-
ið 1955 réðist hann sem kennari við
barna- og unglingaskólann á Reyð-
arfirði þar sem hann tók við skóla-
stjórn árið 1962. Því
starfi gegndi hann til
1971, en þá var hann
kjörinn til setu á Alþingi
sem þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í Austur-
landskjördæmi. Á þingi
sat Helgi til ársins 1987
þegar hann gaf ekki kost
á sér til endurkjörs .
Hann var forseti efri
deildar Alþingis 1979-
1983. Eftir þingferilinn
varð Helgi félagsmála-
fulltrúi hjá Öryrkja-
bandalagi Íslands og seinna fram-
kvæmdastjóri til starfsloka árið 2001.
Ungur hóf Helgi afskipti af félags-
málum. Hann var í stjórn Leikfélags
Reyðarfjarðar 1959-1968 og í forystu
Bandalags íslenskra leikfélaga, m.a.
sem formaður um tveggja ára skeið.
Var svo formaður Verklýðsfélags
Reyðarfjarðar 1958-1966. Helgi starf-
aði mikið innan bindindishreyfing-
arinnar og að áfengisvarnarmálum.
Þá beitti Helgi sér mjög í málefnum
öryrkja og fatlaðs fólks. Helgi var
fulltrúi í hreppsnefnd Reyðarfjarðar
1962-1966 og 1970-1978 og sat í
bankaráði Búnaðarbanka Íslands og
stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins 1973-1986. Þá skrifaði hann fjölda
greina og pistla í blöð og tímarit, bæði
laust og bundið mál.
Eftirlifandi kona Helga er Jóhanna
Þóroddsdóttir. Börn þeirra eru Helga
Björk (1955), Þóroddur (1956), Jó-
hann Sæberg (1957), Magnús Hilmar
(1958), Anna Árdís (1964). Alls eru af-
komendurnir 34.
Útför Helga fer fram frá Grafar-
vogskirkju föstudaginn 20. desember
klukkan 13.
Andlát
Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Brekkurnar eru að vísu hálftómar
en hér er nægur snjór til að við get-
um opnað,“ segir Magnús Árnason,
framkvæmdastjóri Skíðasvæða höf-
uðborgarsvæðisins.
Fyrsti dagur vetrarins sem opið
er í Bláfjöllum er í dag. Vetrarveður
síðustu daga kemur sér vel fyrir
skíðaáhugafólk og alls verða tíu lyft-
ur af fjórtán opnaðar í dag. Þar á
meðal er sjálfur Kóngurinn.
„Það verður frábært að fá snúning
á mannskapnum í dag áður en törnin
milli jóla og nýárs gengur í garð,“
segir Magnús en allur gangur hefur
verið á því hvort tekist hefur að opna
í Bláfjöllum fyrir áramót síðustu ár.
Síðasta vetur var til að mynda ekki
opnað fyrr en 20. janúar.
Opið verður í dag og á morgun frá
klukkan 10-17 og kveðst Magnús bú-
ast við því að einnig verði opið í
næstu viku. „Langtímaspáin gerir
ráð fyrir snjókomu í seinni hluta
næstu viku en fram að því verði bara
kuldi. Þessi snjór ætti því að tolla.
En við tökum öllum nýjum snjó
fagnandi,“ segir framkvæmdastjór-
inn. Hann segir jafnframt að stefnt
sé að því að opna í Skálafelli hinn 1.
febrúar, venju samkvæmt.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðar-
fjalli á Akureyri, segir í samtali við
Morgunblaðið að farið sé að hilla
undir opnun í fjallinu. „Eins og snjó-
magnið er mikið hér fyrir norðan er
nú minnst af því hérna í Hlíðarfjall-
inu,“ segir hann í léttum tón. „Það er
góður frostakafli núna og við gætum
séð eitthvað fara að skýrast í næstu
viku,“ segir hann ennfremur.
Byrjað var að framleiða snjó í
Hlíðarfjalli í næstsíðustu viku. Því
má búast við að fjallið skarti sínu
fegursta þegar að opnun kemur.
Enn er þó einhver bið í að ný stóla-
lyfta verði tekin í gagnið í Hlíð-
arfjalli. Hún verður rúmlega kíló-
metri að lengd og mun bæta
aðstöðuna til muna. Segir Guð-
mundur að lyftan verði gangsett á
nýju ári.
Skíðasvæðið á Ísafirði var opnað í
gær og verður opið áfram í dag.
Fyrsti dagurinn í
Bláfjöllum í dag
Morgunblaðið/Hari
Bláfjöll Skíðaveislan hefst í dag.
Skíðað á Ísafirði Bið fyrir norðan
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skráð atvinnuleysi var 4,1% í sein-
asta mánuði en það var til saman-
burðar 3,5% í september sl. og 2,5% í
nóvember á seinasta ári. Er þetta
hæsta hlutfall atvinnulausra sem
mælt hefur verið frá í apríl árið 2014.
Atvinnuleysi jókst heldur meira í
seinasta mánuði en sérfræðingar
Vinnumálastofnunar áttu von á.
„Það hefur aukist um 9% á milli mán-
aða, sem er meiri hækkun en í með-
alári. Aukningin er mest áberandi á
Suðurnesjum og þá meðal útlend-
inga. Það er verkefnið sem við erum
mest að einbeita okkur að núna,“
segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur
hjá Vinnumálastofnun.
„Að jafnaði voru 7.617 einstakling-
ar á atvinnuleysisskrá í nóvember og
fjölgaði um 578 frá október. Alls
voru 3.006 fleiri á atvinnuleysisskrá í
nóvember 2019 en í nóvember árið
áður,“ segir í yfirlitsskýrslu Vinnu-
málastofnunar um vinnumarkaðinn í
nóvember, sem birt var í gær.
Atvinnuleysi á landinu var lang-
mest á Suðurnesjum í seinasta mán-
uði eða 8,4% og jókst um 1,1 pró-
sentustig milli mánaða. Næstmest
var atvinnuleysið á höfuðborgar-
svæðinu eða 4,2% og 3,6% á Norður-
landi eystra. Fram kemur að minnst
atvinnuleysið var á Norðurlandi
vestra eða 1,4%.
Ef atvinnuleysi er skoðað eftir
kynjum kemur í ljós að alls voru
4.320 karlar að jafnaði atvinnulausir
í nóvember (4,2% atvinnuleysi) og
3.297 konur (4,1% atvinnuleysi).
Fram kemur að atvinnulausum ung-
mennum hefur fjölgað um 394 frá
nóvember 2018 þegar fjöldi atvinnu-
lausra á þessu aldursbili var 612.
Bitnar hart á Suðurnesjum
Atvinnuleysið er áberandi mikið
meðal erlendra ríkisborgara og fer
vaxandi. Voru 3.266 erlendir ríkis-
borgarar án vinnu í nóvember eða
39% allra atvinnulausra. Þetta sam-
svarar um 9,3% atvinnuleysi meðal
erlendra ríkisborgara hér á landi og
er aukningin mikil frá sama mánuði
fyrir ári þegar hlutfall atvinnulausra
erlendra ríkisborgara var um 34%
eða sem svarar til um 5,2% atvinnu-
leysis meðal þessa hóps.
Því er nú spáð að atvinnuleysi auk-
ist enn í desember og verði á bilinu
4,2% til 4,4%. Karl segir að atvinnu-
leysið aukist yfirleitt í þessum sein-
asta mánuði ársins. Erfitt sé að átta
sig á hvort aukningin verður meiri
en í meðalári. „Það er greinilega
þetta högg sem hefur orðið í ferða-
þjónustunni sem bitnar hart á Suð-
urnesjum en annars staðar á landinu
og í öðrum atvinnugreinum virðist
þetta fylgja nokkurn veginn hefð-
bundinni árstíðasveiflu.“
Atvinnuleysi jókst
um 9% milli mánaða
8,4% atvinnuleysi mældist á Suðurnesjum í nóvember
Skráð atvinnuleysi frá nóv. 2017 til nóv. 2019
4,5%
4,0%
3,5%
3,0%
2,5%
2,0%
1,5%
1,0%
0,5%
0%
Heimild: Vinnu-
málastofnun2017 2018 2019
n d j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n
2,1 2,2
2,4 2,4 2,4 2,3 2,2 2,1 2,2
2,3 2,3 2,4
2,5
2,7
3,0 3,1
3,2
3,7 3,6
3,4 3,4 3,5 3,5
3,8
4,1
4,1% var skráð atvinnuleysi í nóvember
Allt útlit er fyrir að stjórnarfrum-
varpið um lengingu fæðingarorlofs í
12 mánuði í tveimur áföngum verði
að lögum fyrir jólaleyfi þingmanna.
Full samstaða er um það í þinginu að
lengja fæðingarorlofið en mjög
skiptar skoðanir eru á því hvernig
útfæra eigi skiptingu réttarins til
fæðingarorlofs á milli foreldra sam-
kvæmt upplýsingum Helgu Völu
Helgadóttur, formanns velferðar-
nefndar.
Meirihluti nefndarinnar hefur lagt
fram breytingartillögur við frum-
varpið þar sem sú skylda er lögð á fé-
lags- og barnamálaráðherra að
leggja fram frumvarp á Alþingi eigi
síðar en í október 2020 þar sem
ákvæði um skiptingu fæðingarorlofs
milli foreldra og sameiginlegan rétt
verði tekin til endurskoðunar. Nefnd
sem fjallar um
heildarendur-
skoðun laganna
útfæri skiptingu
fæðingarorlofsins
fyrir þann tíma.
Í frumvarpinu
er lagt til að rétt-
ur hvors foreldris
til fæðingarorlofs
verði 5 mánuðir
og sameiginlegur
réttur sem þeir geta skipt með sér
verði tveir mánuðir. Meirihluti
nefndarinnar leggur til að skiptingin
miðist við fjóra mánuði þar til og ef
önnur útfærsla verður ákveðin á
næsta ári.
„Ástæða þess að nefndin vill gera
þessa breytingartillögu er að gefa
þeirri nefnd sem nú er að störfum
um breytingar á fæðingar- og for-
eldraorlofi svigrúm til þess að taka
ákvörðun um þetta af því að það eru
mjög skiptar skoðanir um hvort það
eigi að festa mánuðina eða hafa þá
sameiginlega. Með því að hafa þetta
svona þá erum við í rauninni ekki að
breyta heldur að viðhalda núverandi
fyrirkomulagi,“ segir Helga Vala.
Að sögn hennar er líka lögð
áhersla á að endurskoðunarnefndin
verði víkkuð út því þessi málefni séu
mjög tengd vinnumarkaðinum.
Einnig þurfi að beina sérstaklega
sjónum að rétti viðkvæmra hópa s.s.
einstæðum foreldrum og foreldrum
af erlendum uppruna. Athugasemdir
komu t.d. fram í umfjöllun nefndar-
innar að ekki væri tekið með full-
nægjandi hætti á aðstæðum ein-
stæðra foreldra. omfr@mbl.is
Ósammála um skiptingu
Ráðherra og nefnd útfæri skiptingu 12 mánaða fæðingarorlofs
Helga Vala
Helgadóttir