Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 8

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Fallegar íbúðir frá 36m2 viðHverfisgötu 40-44 lausar til langtímaleigu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnarmeðeldhústækjum. Nánari upplýsingar í tölvupósti hjá thildur@egh.is Langtímaleiga Hverfisgata 40-44 Í árslok 2016 skipaði þáverandimenntamálaráðherra nefnd til að undirbúa tillögur um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sem þá þeg- ar var löngu orðið ljóst að væri óvið- unandi. Á þeim þremur árum sem liðin eru hefur rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl- miðla versnað verulega, en á sama tíma hafa verið skrifaðar skýrslur og drög að frumvörpum og lagt fram frum- varp nú í haust. Engu að síður ligg- ur nú fyrir að frumvarpið fæst ekki afgreitt fyrir áramót og óvíst um hver afdrif málsins verða.    Ekki er gott að skilja hvað veld-ur en þó má segja að formað- ur Sjálfstæðisflokksins hafi að nokkru leyti slegið réttan tón í við- tali á Bylgjunni í gærmorgun. Þar benti hann á að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins tæki til sín stóran bita af auglýsingakökunni, með sínum „framsækna hætti“, eins og hann orðaði það, sem vissulega er ekki orðum aukið.    Þá benti hann á að stuðningurvið fjölmiðla þyrfti að beinast að þeim sem væru með „stórar fréttastofur og eru á dags- daglegum grunni að deila fréttum með öllum landsmönnum um allt land. Ef þessir aðilar eru skildir eftir þá finnst mér við ekki hafa hitt í mark“.    Þetta er augljóslega rétt mat. Efríkið ætlar á annað borð að styðja við einkarekna fjölmiðla, þá hlýtur sá stuðningur að þurfa að nýtast þeim sem halda úti raun- verulegri fjölmiðlun. Spurningin er hins vcgar hvort þessi hugsun verður ofan á verði málið á annað borð afgreitt frá Alþingi. Bjarni Benediktsson Hvað verður ofan á – ef nokkuð? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn einu sinni frestast að Vega- gerðin afhendi sveitarfélögum vegi, sem nefndir hafa verið skila- vegir. Um er að ræða allt að 70 kíló- metra af stofnvegum í og við þétt- býli, víða á landinu. Þegar vegalögin voru sett 2007 hófust samningaviðræður milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um yfirfærslu vega sem ekki flokk- ast sem þjóðvegir samkvæmt skil- greiningu laganna til viðkomandi sveitarfélaga, en þær báru ekki ár- angur. Í kjölfar endurskoðunar á vegalögum árið 2014 var samþykkt bráðabirgðaákvæði þar sem til- greint er að Vegagerðinni sé heim- ilt að semja við sveitarfélögin um yfirfærslu vega sem færðust frá Vegagerðinni til sveitarfélaga við gildistöku laganna. Samkvæmt ákvæðinu var Vegagerðinni heimilt að annast veghald þessara vega til ársloka 2019. Vegagerðin og sveit- arfélögin hafa ekki gert samning um veghaldið en Vegagerðin hefur annast veghaldið frá því að lögin voru sett. Hafa sveitarfélögin m.a. sett ýmsa fyrirvara við yfirtöku, svo sem vegna ástands veganna. Nú er ljóst að ekki verður af því að sveitarfélögin taki við skilaveg- unum um næstu áramót. Því hefur umhverfis- og samgöngunefnd Al- þingis lagt fram frumvarp um breytingu á vegalögum. Samkvæmt því skal skilavegunum skilað til sveitarfélaganna eigi síðan er í árs- lok 2020. Vegagerðin mun áfram standa straum af kostnaði við veg- haldið út næsta ár. sisi@mbl.is Skilavegum verður ekki skilað í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Sæbrautin Einn þeirra vega í þétt- býli sem teljast til skilavega. Skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið frá árinu 2013 hafa lækk- að skatta á heimili og má ætla að hækkun ráðstöfunartekna heimila vegna þeirra nemi nálægt 30 millj- örðum kr. á árinu 2019. Ef meðtalin eru áhrif þess að tímabundin ákvæði um auðlegðarskatt og orkuskatt á rafmagn runnu út á tímabilinu hækkar sú fjárhæð í 40 milljarða kr. Þetta er mat sérfræðinga fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem birt er í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins og formanns efna- hags- og viðskiptanefndar, um breytingar á sköttum og gjöldum. Í svarinu er birt ítarleg sundurlið- un á einstökum skattalagabreyting- um á sjö ára tímabili frá árinu 2013 til 2019 og áætlað hvaða áhrif allar einstakar breytingar sem gerðar hafa verið á sköttum og trygginga- gjaldi hafa haft á tekjur ríkissjóðs til hækkunar eða lækkunar á hverju ári um sig. Tekið er fram að hafa verði ýmsa fyrirvara á þessu mati m.a. vegna þess að breytingar á sköttum, skatt- hlutföllum o.s.frv. hafa áhrif á efna- hagsþróunina á næstu árum á eftir og þar með á skattstofnana sjálfa. Í sumum tilvikum sé um grófar áætl- anir að ræða og fjárhæðirnar því ekki alltaf nákvæmar. Í útreikning- unum er bæði stuðst við upprunalegt mat á áhrifum skattabreytinga sem metin voru fyrirfram og endurmat á áhrifum skattbreytinga sem gerðar hafa verið á þessu tímabili. Eru áætl- uð áhrif skattkerfisbreytinganna á þessu tímabili reiknuð á verðlagi hvers árs. Ef litið er á hvaða áhrif skattkerf- isbreytingar hafa haft í för með sér til lækkunar skatta á sex ára tíma- bili, áranna 2014 til 2019 og ekki er tekið tillit til hækkunar bankaskatts- ins 2014, kemur í ljós að tekjur ríkis- sjóðs hafa samkvæmt þessum út- reikningum minnkað um nálægt 102 milljarða kr. við þessar breytingar. Mest á yfirstandandi ári eða um rúmlega 30 milljarða eins og fyrr segir og um 25 milljarða á seinasta ári. Sé tekið tillit til áhrifa af brottfalli auðlegðarskatts og orkuskatts á raf- magn á tímabilinu er heildarlækkun- in 115 milljarðar kr. á þessu tímabili. omfr@mbl.is 30 milljarða lækkun 2019  Reiknuðu áhrif skattabreytinga á tekjur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.