Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 sp ör eh f. Óviðjafnanleg náttúrufegurð, menning og slökun einkenna þessa skemmtilegu ferð. Listamannabærinn Rovinj tekur á móti okkur með sínum suðræna blæ og náttúrufegurðin gælir við okkur í Riva del Garda þar sem við siglum m.a. á Gardavatni til hinna dásamlegu ítölsku smábæja Limone og Malcesine. Að lokum bíður okkar fallegi bærinn Kufstein, inn á milli Alpafjallanna í Austurríki. Verð: 239.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Vor 7 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 25. apríl - 5. maí Rovinj & Gardavatn Skógræktin hefur hrundið af stað verkefni sem kallast Skógarkolefni. Með því er ætlunin að koma á fót við- urkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Þar með verður í fyrsta sinn á Íslandi hægt að versla með vottaðar einingar kolefn- is sem bundið er með nýskógrækt, segir á heimasíðu Skógræktarinnar. Stefnt að því að fyrstu einingarnar verði skráðar á næsta ári. Markmið Skógarkolefnis eru með- al annars að draga úr áhrifum lofts- lagsbreytinga með því að binda kol- efni og bjóða landeigendum upp á nýja kosti til að fjármagna og efla skógrækt. Þá gefst fyrirtækjum og einstaklingum möguleiki á nýjum kosti til að kolefnisjafna sig. Kerfi í mótun Fyrstu drög að Skógarkolefni eru nú til kynningar en stefnt er að því að hægt verði að skrá fyrstu eining- arnar á árinu 2020. Til að svo megi verða þarf að koma á laggirnar Skógarkolefnisskrá sem heldur utan um skógræktarverkefni frá því að stofnað er til þess og þar til vottaðar skógarkolefniseiningar hafa verið notaðar á móti losun. Skógarkolefn- isskrá er því eins konar banki sem tryggir að einingar standist settar kröfur og að þær séu aðeins notaðar einu sinni á móti losun. Ein skógarkolefniseining sam- svarar einu tonni af koltvísýringi (CO2) í andrúmsloftinu sem bundið er í skógi. Til að jafna losun á einu tonni af CO2 þarf því að telja fram eina skógarkolefniseiningu. Til að slíkar einingar geti orðið til þarf að rækta nýjan skóg og fá kolefnisbind- inguna vottaða og skráða í Skógar- kolefnisskrá, að því er segir á skog- ur.is. Verslað með ein- ingar kolefnis  Viðurkennt ferli vottunar á bindingu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heiðmörk Árhringirnir segja til um aldur þessara trjástofna. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt unnið hafi verið að undirbúningi Blöndulínu 3 í rúman áratug sér enn ekki til lands. Deilur eru um legu lín- unnar innan héraða og sveitarfélögin fimm sem línan þarf að fara um gera ekki öll ráð fyrir henni á aðalskipu- lagi. Blöndulína 3 liggur frá Blöndustöð til Akureyrar. Hún á að styrkja byggðalínuna þessa leið og er raunar liður í því að tengja saman raforku- kerfin á Suðvesturlandi og Norður- og Austurlandi. Nýja byggðalínan sem reynt er að leggja sem næst þeirri gömlu yrði mun öflugri, eða með 220 kV spennu, og því sýnilegri. Rekstur Blönduvirkjunar líður fyrir það að hafa ekki nógu öfluga flutningsleið raforku og íbúar og fyrirtæki á Norðurlandi líða fyrir það að fá ekki næga og örugga orku. Nauðsyn framkvæmdarinnar er óumdeild í opinbera kerfinu. Það kemur meðal annars fram í því að kerfisáætlun Landsnets þar sem Blöndulína 3 er á langtímaáætlun hefur fengið blessun Orkustofnunar. Áformin um Blöndulínu 3 eru dæmi um tafir á framkvæmdum vegna þess sem Guðmundur Ingi Ás- mundsson, forstjóri Landsnets, nefndi í viðtali við Morgunblaðið í gær að væru vegna óskilvirks leyf- isveitingaferlis og óskýrra reglna. Andstaða landeigenda Landsnet kynnti áform um lagn- ingu Blöndulínu 3 fyrir landeigendum á árinu 2008. Í umhverfismati voru tvær leiðir aðallega kannaðar, báðar loftlínur, það er að segja Efribyggð- arleið og Héraðsvatnaleið. Sú fyrr- nefnda varð aðalvalkostur Landsnets en hún liggur um blómlega byggð að hluta. Sú síðarnefnda er að mestu um farveg Héraðsvatna þar sem engin fjöll eru til að fela hana. Mættu áformin mikilli andstöðu, fyrst meðal landeigenda við Efri- byggðarleiðina og á Vatnsskarði og síðar bættust við landeigendur í Öxnadal sem nú tilheyrir Hörgár- sveit. Forystufólk á Efribyggðarleið sagði að það væri ekki að ýta línunni frá sér til nágranna og lagði höfuð- áherslu á að línan yrði lögð í jörð. Landsnet hefur ekki léð máls á jarð- streng vegna kostnaðar og tækni- legra vandamála. Fram kom á sínum tíma að rannsókn sýndi að mögulegt væri að hafa um 10 kílómetra í jörð en línan er rúmir 100 kílómetrar alls. Unnið að nýju umhverfismati Landeigendur voru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að stöðva lagn- ingu háspennulínu um lönd sín og þótt umhverfismati hafi verið lokið komst málið ekki lengra. Landsnet ákvað á árinu 2017 að færa Blöndulínu 3 aftar í forgangs- röðina og vinna nýtt umhverfismat frá grunni. Það var gert í ljósi úr- skurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna lagningar lína í Þingeyjar- sýslum, og dóma vegna eignarnáms á Vatnsleysuströnd vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Ákveðið var að skoða fleiri kosti, meðal annars notk- un jarðstrengja í ljósi stefnu stjórn- valda í þeim efnum. Unnið er að nýja umhverfismat- inu. Matsáætlun hefur þó ekki verið lögð fram. Landsnet ákvað að setja á fót verkefnaráð framkvæmdarinnar skipað fulltrúum sveitarstjórna og ýmissa annarra hagsmunaaðila. Það er ekki hluti af lögboðnu umhverf- ismatsferli en Landsnet lítur á það sem tækifæri til samráðs við heima- menn og til að fá ábendingar frá þeim á fyrstu stigum málsins. Verkefna- ráðið hefur fundað en almennur íbúa- fundur sem boðað hafði verið til í Varmahlíð í þessari viku var blásinn af. Veðurguðirnir sáu til þess. Flækja vegna fjölda sveitarfélaga Þótt umhverfismatsferlið sé dýrt, taki langan tíma og taka þurfi á mörgum matskenndum atriðum er skipulagsferlið enn snúnara. Línan þarf að fara um fimm sveit- arfélög á leið sinni frá Blöndu til Ak- ureyrar: Húnavatnshrepp, Sveitar- félagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarbæ. Lengstu kaflarnir eru í Skagafirði og Hörgársveit. Þegar undirbúningur hófst var gert ráð fyrir Blöndulínu 3 á aðalskipulagi Hörgársveitar. Þegar mótmæli íbúanna stóðu sem hæst var gert nýtt aðalskipulag þar sem Blöndulína 3 var felld út af skipulagi sem loftlína. Það er líklega dæma- laus aðgerð, að kippa fótunum undan framkvæmd sem byrjað er að undir- búa í samvinnu við sveitarstjórn. Í svörum sveitarstjórnar við athuga- semdum Landsnets var vísað til þess að tekið yrði á þessu máli í svæð- isskipulagi fyrir Eyjafjörð. Það er ekki lögbundið ferli og þegar til kom var ekki tekið á málinu í því. Þegar undirbúningur lagningar línunnar hófst var framkvæmdin ekki á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Eftir það sem sagt var ítarlegur samanburður varð það nið- urstaða sveitarstjórnar að fara Hér- aðsvatnaleið. Gert var ráð fyrir lagn- ingu jarðstrengs á um 3 km kafla þar sem línan þverar Skagafjörð, annars loftlínu. Breytt aðalskipulag var staðfest fyrr á þessu ári. Andstaða er einnig við þá leið, hjá landeigendum sem hagsmuna eiga að gæta. Þannig kom fram í Frétta- blaðinu fyrr í vikunni að eigandi fjög- urra jarða í Skagafirði hefði stefnt sveitarfélaginu vegna umræddrar breytingar. Krefst eigandinn, félag í eigu Gunnars Dungal athafnamanns, þess að skipulagið verði fellt úr gildi eða skaðabótaskylda viðurkennd. Ljóst er að báðar aðalleiðirnar, Efribyggðarleið og Héraðsvatnaleið, verða metnar í umhverfismati og einnig Kiðaskarðsleið sem oft er bent á sem valkost. Stefna sveitar- félagsins sem birtist í aðalskipulagi hlýtur þó alltaf að hafa mikið vægi. Háspennulínur þurfa að mætast á sveitarfélagamörkum. Það segir sig sjálft. Því þurfa sveitarfélögin að vera nokkuð samstiga í vinnu sinni að skipulagi vegna Blöndulínu 3. Einnig vegna þess að ef einhvern tímann á að koma til framkvæmda þurfa öll að hafa skipulag klárt þannig að hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi á svipuðum tíma. Annars heldur biðin áfram út í hið óendanlega. Ekki sér til lands í undirbúningi  Nokkur samstaða er um að þörf sé fyrir styrkingu byggðalínunnar frá Blöndustöð til Akureyrar  Deilur innan héraða, flókið ferli umhverfismats og skipulags í fimm sveitarfélögum tefur framkvæmdina Efribyggðarleið Varmahlíð Hugsanleg leið Blöndulínu 3 Fyrirhuguð Blöndulína 3* Jarðstrengur Núverandi háspennulínur Sveitarfélagamörk Heimild: Umhverfi smatsskýrsla Landsnets 2012 og aðalskipulag Skagafjarðar *Línuleið fór í umhverfi smat 2012 Sauðárkrókur HÚNAVATNSHREPPUR SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR AKRAHREPPUR HÖRGÁRSVEIT Akureyri Blöndustöð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.