Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Kristján Þórir Hauksson Lögg. fasteignasali 696 1122 kristjan@fastlind.is Stefán Jarl Martin Lögg. leigumiðlari 892 9966 stefan@fastlind.is Jón Guðni Sandholt Lögg. fasteignasali 777 2288 jon@fastlind.is Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Bæjarlind 5, íb 101 201 KÓPAVOGUR Nýjar og stórglæsilegar íbúðir í fallegu fjölbýlishúsi. Húsið er 12 hæðir með bílageymslu og eru útsýnisíbúðir í boði frá 6.hæð. ATH! ÍBÚÐIR AFHENDAST MEÐ SVALALOKUN Á ÖLLUM SVÖLUM STÆRÐ: 78,4 fm FJÖLDI HERBERGJA: 2 44.900.000 Heyrumst Stefán 892 9966 Löggiltur fasteignasali Bæjarlind 5, íb 201 201 KÓPAVOGUR Nýjar og stórglæsilegar íbúðir í fallegu fjölbýlishúsi. Húsið er 12 hæðir með bílageymslu og eru útsýnisíbúðir í boði frá 6.hæð. ATH! ÍBÚÐIR AFHENDAST MEÐ SVALALOKUN Á ÖLLUM SVÖLUM STÆRÐ: 117,9 fm FJÖLDI HERBERGJA: 4 64.900.000 Heyrumst Stefán 892 9966 Löggiltur fasteignasali Bæjarlind 5, íb 203 201 KÓPAVOGUR Nýjar og stórglæsilegar íbúðir í fallegu fjölbýlishúsi. Húsið er 12 hæðir með bílageymslu og eru útsýnisíbúðir í boði frá 6.hæð. ATH! ÍBÚÐIR AFHENDAST MEÐ SVALALOKUN Á ÖLLUM SVÖLUM STÆRÐ: 87,6 fm FJÖLDI HERBERGJA: 3 54.900.000 Heyrumst Stefán 892 9966 Löggiltur fasteignasali Bæjarlind 5, íb 704 201 KÓPAVOGUR Nýjar og stórglæsilegar íbúðir í fallegu fjölbýlishúsi. Húsið er 12 hæðir með bílageymslu og eru útsýnisíbúðir í boði frá 6.hæð. ATH! ÍBÚÐIR AFHENDAST MEÐ SVALALOKUN Á ÖLLUM SVÖLUM STÆRÐ: 125,1 fm FJÖLDI HERBERGJA: 4 77.900.000 Heyrumst Stefán 892 9966 Löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS 15. des 13:00 – 13:30 OPIÐ HÚS 15. des 13:00 – 13:30 OPIÐ HÚS 15. des 13:00 – 13:30 OPIÐ HÚS 15. des 13:00 – 13:30 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mikill umbrotatími er í lífi fólkssem er á aldursskeiðinu frá 25til 35 ára, tíminn þegar við lær-um inn á okkur sjálf og erum að fóta okkur í heiminum og í samskiptum. Ég fjalla um þennan tíma í bókinni minni, en ég áttaði mig á því eftir að bókin kom út að ljóð- in eru bæði persónuleg og skálduð,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir ljóð- skáld sem sendi nýlega frá sér ljóða- bókina Sítrónur og náttmyrkur. „Í fyrri hluta bókarinnar er mesta myrkrið og tengslaleysið, þar er ljóð- mælandinn leitandi eftir erfið sam- skipt og eitrað samband, reynir að finna aftur sína rödd sem hefur glatast um tíma. Ljóðmælandi er að átta sig, reynir að finna sig upp á nýtt, en þá eru sítrónurnar leiftur á leiðinni, vörð- ur sem minna okkur á fegurðina, sam- kenndina og samhljóminn. Við þurfum á því að halda að muna þessar stikur í þokunni þegar við týnum áttum. Þess- ar sítrónur skipta sköpum, þær minna okkur á óáþreifanlegu línurnar í óreiðunni sem lífið er.“ Ég fór að sjá allt fólk sem lítil börn Síðasti kaflinn í bókinni er tileinkaður móðurinni, en Ragnheiður Harpa varð móðir fyrir ári og þá breyttist allt. Miklu meira en hún hafði ímyndað sér. „Að verða móðir er að stíga út fyrir sjálfa sig og átta sig á samkenndinni, hversu margar aðrar manneskjur hafa gengið í gegnum þetta sama. Að verða mamma tengdi lífæð við formæður mínar, forfeður og fólk úti í bæ, eins og innstunga við heiminn. Við það að verða móðir þarf maður að finna höfuðátt- irnar upp á nýtt, en um leið er kominn nýr þráður og tenging. Ég fór að sjá allt fólk sem lítil börn, líka afgreiðslumann í banka, það var mjög fyndið. Ég fann líka ákveðið um- burðarlyndi gagnvart sjálfri mér, sem er mjög hollt og kom mér á óvart. Ég tengdist aftur í aldir frumkrafti móðurinnar sem hef- ur ekki verið hampað nóg í samfélaginu, hið kvenlæga hefur verið skrifað út úr sögubók- um okkar. Ég fann sterkt í öllu þessu ferli við að verða móðir, hvað þetta er ótrúlegt dæmi, þessi umbreyting, og allt í einu er komin ný manneskja. Það er sár vöntun á því að talað sé meira um þetta undur. Síðasta ljóðið lýsir tilfinningu minni sterkast, þegar það rís nýtt fjall í landslagi mínu og um leið finn ég rétta tóninn.“ Hugrakkir takast á við storm og snjó Ragnheiður Harpa bjó í Bandaríkjunum frá þriggja ára aldri fram til tíu ára og segir það hafa verið erfitt að kunna íslenskuna ekki nógu vel. „Þegar ég flutti heim var ég með bandarískan hreim og þurfti sérkennslu í ís- lensku. Ég lærði að lesa íslensku upp úr gömlum þjóðsögum og ég var hrædd við að gera stafsetningarvillur. Mér fannst veik- leiki að kunna ekki að fallbeygja og kunna ekki íslenska málshætti, ég ruglaði þeim alltaf saman. Ég áttaði mig á því löngu seinna þegar ég fór að skrifa skapandi texta hvað þetta var í raun mikil gjöf, að fá að koma sem gestur inn í tungumál, því ís- lenskan er móðurmálið mitt, tungumálið sem ég hugsa á þó enskan sé líka sterk í mér. Mér finnst fallegir lyklar að fá að rugl- ast, það er mikil sköpun falin í misskilningi, það getur verið svo skemmtilegt og ljóð- rænt. Þegar ég var að læra hjá Sigurði heitnum Pálssyni þá talaði hann um að allar baráttur og stríð stæðu um tungumálið, því þeir sem hefðu stjórn á tungumálinu þeir stjórnuðu öllu í heiminum,“ segir Ragnheið- ur Harpa og bætir við að skáld séu alltaf að leika sér inni í tungumálinu og spyrja tungumálið spurninga. „Ljóðtungumál er skemmtilega skap- andi og gaman að hugsa það í samhengi við pólitísk öfl, því ljóðskáld hafa oft mikil áhrif inn í tungumálið. Mörg skáldanna okkar hafa til dæmis gefið okkur ný orð sem hafa fyrst komið inn í gegnum ljóð og sögur. Við Íslendingar erum orðnir fjölbreyttur hópur sem kemur víða að, stór hluti okkar fæddist ekki á Íslandi og margir Íslendingar tala með framandi hreim. Mér finnst mikilvægt að við sjáum tungumálið sem efnivið frekar en fastmótað og skorðað, þar er tækifæri ljóðmælenda og sagnahöfunda og minnir okkur á hversu ólík við erum Íslendingar. Og gleymum ekki hugrekkinu sem fólk hef- ur, ég dáist að fólki sem kemur frá framandi löndum og sest að á Íslandi, tilbúið í storm- inn og snjóinn. Þetta er fólk sem þorir. Að tala með hreim er ein birtingarmynd hug- rekkis.“ Ég er gestur í eigin tungumáli „Að verða mamma tengdi lífæð við formæður mínar, forfeður og fólk úti í bæ, eins og innstunga við heiminn,“ segir ljóðskáldið Ragnheiður Harpa. Ljósmynd/Birkir Brynjarsson Skáld Ragnheiður Harpa á góðri stund með syni sínum Kristjáni Ými Birkissyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.