Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 20
Þá hafi nokkrir aðilar þegar sýnt því áhuga að kaupa eða taka á leigu skrifstofuhúsið Sjávarborg sem er í byggingu austan Stuðlaborgar. Leiga kemur til greina í heild eða að hluta en sala eingöngu ef um allt húsið er að ræða. Afhending er áformuð vorið 2021. „Við erum komin með áhuga- sama kaupendur og leigjendur. Þetta verður glæsileg bygging og mikið í hana lagt,“ segir Kjartan Smári. Danska arkitektastofan Schmidt Hammer Lassen (SHL) hannar íbúðahúsið Stuðlaborg og skrifstofu- húsið Sjávarborg ásamt VA arkitekt- um. SHL hannaði Skuggahverfið og varð í 2. sæti í hönnunarsamkeppni um Hörpu. Sólborg er hönnuð af THG og stúdíó Arnhildar Pálmadóttur. Sækja í vandaðra húsnæði „Töluvert af atvinnuhúsnæði í Reykjavík er orðið gamalt og það er mikil eftirspurn eftir nýju og vönduðu húsnæði sem stenst nútímakröfur hvað varðar hönnun og frágang,“ segir Kjartan Smári. Uppbyggingin sé tvískipt. Annars vegar sé byggt á reitum B, C og D í fyrsta áfanga og hins vegar á reit F í síðari áfanga. Síð- ari áfanginn er nú í fullri þróun og þar kemur ýmislegt til greina. Á F-reit, á horni Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar, hefur verið teiknað 250 herbergja hótel. Suður- hluti byggingarinnar yrði 10 hæðir en norðurhlutinn lægri eins og teikningin hér fyrir ofan sýnir. Mögulegt yrði að stækka hótelið með því að tengja það aðliggjandi byggingu. Kjartan Smári segir fall flugfélags- ins WOW air og sviptingar í ferða- þjónustunni vissulega hafa haft tíma- bundin áhrif á hóteláform. Hóteláform fara að skýrast „Við höfum val um að byggja hótel á reitnum. Húsið er skilgreint sem at- vinnuhúsnæði með leyfi fyrir hóteli. Þessar vikurnar erum við í viðræðum við áhugasama aðila. Erlendir aðilar hafa lengi sýnt þessum reit mikla at- hygli fyrir hótel. Þetta er auðvitað mjög flottur hótelreitur með sjávar- útsýni sem er staðsettur nærri mið- borginni og Laugardal. Hins vegar halda margir að sér höndum og bíða og sjá hvernig farþegatölur og aðrir mælikvarðar í ferðaþjónustunni munu þróast. Nokkrir aðilar eru að skoða hótel- reitinn nánar en á fyrri hluta næsta árs ætlum við að taka ákvörðun um hvort þarna rís hótel eða skrifstofu- bygging. Það er alltaf eftirspurn eftir góðum skrifstofuhúsum á svona góð- um stað. Það er ekki verið að byggja mikið af slíku húsnæði miðsvæðis í Reykjavík, og nú þegar hafa aðilar haft samband við okkur sem eru að leita að mjög stóru nýju skrifstofu- húsnæði,“ segir Kjartan Smári. Þróun tekur mið af aðstæðum Sjávarborg er rúmir sjö þúsund fermetrar á sex hæðum og standa yfir viðræður við áhugasama leigutaka. Til samanburðar verða höfuðstöðvar Landsbankans við Hörpu um 16.500 ferm. og bankinn nota 10.000 ferm. „Það eru ýmsir möguleikar í stöð- unni og sem betur fer höfum við þolin- móða fjárfesta. Verkefnið er vel fjár- magnað og eigendur eru sterkir fag- fjárfestar; lífeyrissjóðir, trygginga- félög og aðrir slíkir aðilar sem hugsa til langs tíma. Seinni hluti verkefnis- ins er í þróun og viðræður í gangi við fjölda aðila um hótel og skrifstofur. Meiri vissa varðandi flugsamgöngur mun auðvelda mönnum að taka ákvarðanir. Vissulega er snúið fyrir hótelrekendur að taka ákvarðanir um ný hótel þegar stór spurningarmerki eru á lofti. Stór hótelverkefni eru í pípunum í borginni og menn þurfa að sjá til lands í þeim áður en þeir fjár- festa í nýjum hótelum,“ segir Kjartan Smári. Austan við Sjávarborg stendur gamla Íslandsbankahúsið. Deiliskipu- lag er í vinnslu og segir Kjartan Smári áformað að rífa húsið. Menn vilji halda í atvinnusögu svæðisins og byggja nýtt hús í anda gamla frysti- hússins sem var stækkað í áföngum. Þar voru síðar höfuðstöðvar SÍS og enn síðar Glitnis og svo Íslandsbanka. Milljarða sala á Kirkjusandinum  Seldar hafa verið 25 íbúðir í nýju hverfi á Kirkjusandi  Söluverðið líklega á þriðja milljarð króna  Ákvörðun um 250 herbergja hótel verður tekin á næsta ári  Fyrirtæki sýna Sjávarborg áhuga Teikning/Schmidt Hammer Lassen og VA arkitektar Sjávarborg Horft eftir Sæbraut til miðborgar. Stuðlaborg er til hægri. Teikning/THG arkitektar Með 250 herbergjum Hótelið yrði gegnt höfuðstöðvum Origo í Borgartúni. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi í Reykjavík koma til afhendingar með vorinu. Fram- kvæmdirnar hófust í maí í fyrra en á lóðinni voru höfuðstöðvar Strætó. Fyrstu þrjár byggingarnar heita Stuðlaborg, Sólborg og Sjávarborg. Þegar hafa selst 14 af 77 íbúðum í Stuðlaborg og 11 af 52 íbúðum í Sól- borg. Stuðlaborg fór í sölu sl. sumar en Sólborg í haust. Þar af hafa selst fjórar af fimm þakíbúðum á hæð- um sex og sjö í Stuðlaborg en stærsta íbúðin sem er seld er rúmlega 260 fermetrar. Íbúðirnar eru af öllum stærðum eða frá 50 fermetrum. Heilt yfir má áætla að söluverð seldra íbúða í húsunum tveimur sé á þriðja milljarð. Salan er umfram væntingar Félagið 105 Miðborg byggir á fjór- um af níu reitum á Kirkjusandi. Félagið er fagfjárfestasjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða. Kjartan Smári Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri Íslandssjóða, segir söl- una hafa gengið vonum framar, ekki síst í ljósi aðstæðna í efnahagsmálum. Það sé enn ekki búið að setja upp sýn- ingaríbúðir í húsunum. Áformað sé að afhenda íbúðir í Stuðlaborg í vor og íbúðir í Sólborg næsta sumar. Með því verður búið að afhenda 129 af 159 íbúðum á reitum B-F en 30 íbúðir verða í síðasta áfang- anum á F-reit. Óvíst er hvenær það hús kemur á markað. Kjartan Smári Höskuldsson Morgunblaðið/Hari Í gær Stuðlaborg er lengst til hægri en Sólborg er til vinstri baka til. Sjávarborg er byrjuð að rísa. Teikning/THG arkitektar Á vinnslustigi Teikning af samtengdum skrifstofum á F-reit á Kirkjusandi. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 UR B TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM FYRIR ÁRAMÓT EIGUM TIL AFGREIÐSLU STRAX CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR. EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM. BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR RAM 3500 VERÐ FRÁ:6.987.745KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 BREYTT MEGA CA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.