Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Heilbrigðisþjónusta
og menntakerfi eru
meðal þeirra þátta, sem
flestar þjóðir leggja
höfuðáherzlu á við upp-
byggingu og innra starf.
Margar þjóðir berjast
þó í bökkum við að fjár-
magna þessi tvö kerfi
sem skyldi vegna mik-
illa útgjalda til hermála
og ófáar vegna fátækt-
ar. Nútímaheilbrigðisþjónusta tekur
til sín verulegt fjármagn vegna mik-
illar tæknivæðingar, rannsókna og
þróunar meðal annars nýrra lyfja,
menntunar sérhæfðs starfsfólks og
ótal annarra atriða, sem nauðsynleg
eru.
I
Í viðleitni sinni hafa þjóðir heims
brugðizt við með mismunandi hætti,
flestar þó með það fyrir augum að
tryggja sem flestum aðgang að heil-
brigðisþjónustu. Stjórnvöld hafa sett
á stofn kerfi og stofnanir til að skipu-
leggja og hafa eftirlit með aðgengi
fólks og gæðum þjónustunnar. Alþjóð-
legar eftirlits- og vísindastofnanir
skipuleggja hjálparstarf við þær þjóð-
ir, sem eru taldar þurfa á því að halda,
og safna jafnframt upplýsingum um
gang mála og samanburð milli þjóða.
Þar sem stjórnvöld geta óvíða full-
nægt kröfum heilbrigðisþjónustunnar
við að mæta öllum þörfum um fé, ný
verkefni og aðstöðu hafa sprottið upp
samtök víða um lönd, sem hafa hlaup-
ið undir bagga með stjórnvöldum við
að bæta eða fjármagna ákveðna þætti
eða brydda upp á nýjum. Slík samtök
hafa mörg hver byggst á sjálfboðal-
iðsvinnu og áhuga og oftar en ekki
eldmóði þeirra sem að standa. Þannig
hafa slík samtök sparað skattgreið-
endum verulegan kostnað og verið
innspýting fyrir nýjar hugmyndir og
þætti, sem fest hafa sig í sessi til hags-
bóta fyrir fólkið í heimalandinu.
II
Á Íslandi voru á síðustu öld stigin
mörg framfaraspor í heilbrigðisþjón-
ustu, sum leidd af stjórnvöldum en
mörg studd af samtökum áhuga-
manna. Skulu hér nefnd nokkur stór
mál, sem fengu brautargengi.
Reist voru sjúkrahús, sum með að-
komu og stuðningi kaþólsku kirkjunn-
ar (Landakot, Hafnarfjörður, Stykk-
ishólmur), og ráðist var í myndarlegt
átak við byggingu Landspítala og síð-
ar Borgarspítala. Á annan tug ann-
arra vel búinna sjúkrahúsa voru tekin
í notkun utan höfuðborgarsvæðisins.
Komið var á fót sjúkrasamlögum og
síðar opinberu almannatrygginga-
kerfi, sem tryggja skyldi öllum lands-
mönnum aðgang að heilbrigðisþjón-
ustu óháð efnahag.
Fólkið í landinu naut þannig þess að
geta leitað til spítala vegna sjúkdóma
eða slysa og til sjálfstætt starfandi
lækna á læknastofum þar sem trygg-
ingarnar tóku í öllum til-
vikum þátt í kostnaði.
Stofnuð voru fjölmörg
félög og samtök áhuga-
manna um sérstök mál
innan heilbrigðisþjónust-
unnar, mörg til að styðja
við bakið á sjúkum, sem
þurftu þess með, sum til
að brydda upp á nýmæl-
um við greiningu og með-
ferð ákveðinna sjúkdóma,
sum til að fylla skörð í
hinni hefðbundnu þjón-
ustu.
Þessi almannaheillasamtök voru
stofnuð af áhugamönnum á sviði mis-
munandi þjóðþrifamála, þar sem
mönnum fannst að verk væri að vinna,
og flest hafa starfað fyrir sjálfsaflafé í
góðri samvinnu við stjórnvöld og jafn-
vel með dyggum stuðningi og þakk-
læti þeirra. Vert er að þakka stjórn-
völdum hvers tíma fyrir hvatningu og
stuðning við slík samtök, stjórnvöld
hafa einnig verið iðin við að þakka
fólkinu í landinu fyrir stuðning og
gjafmildi við hin ýmsu félög og hafa
heiðrað forystumenn þeirra og hinn
almenna sjálfboðaliða fyrir fórnfúst
starf. Mörg slík félög hafa á ein-
hverjum tímapunkti lent í erfiðleikum
með fjármögnun en flest slík vanda-
mál verið leyst með hagsýni og dygg-
um stuðningi fólksins í landinu. Sjald-
an hefur það gerzt að stjórnvöld hafi
ákveðið að taka til sín verðmætustu
bitana úr starfsemi félaganna og þá
sem mestrar virðingar og þakklætis
hafa notið meðal fólksins.
III
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa
grein er sú að ég get ekki orða bundizt
vegna þeirrar ákvörðunar núverandi
yfirvalda heilbrigðismála að flytja leit
að krabbameini í brjóstum og leghálsi
frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Ís-
lands. Mér finnst ekki óeðlilegt að ég
hafi skoðun á þessum aðgerðum
heilbrigðisráðherra en ég hef starfað
óslitið í íslenzku heilbrigðisþjónust-
unni í rúmlega hálfa öld nema í átta ár
þegar ég var við framhaldsnám og
læknisstörf í Bandaríkjunum á átt-
unda áratug síðustu aldar. Þar áður
hafði ég alizt upp í umhverfi vísinda-
stofnunar þar sem starfið snerist um
að greina orsakir sjúkdóma í mönnum
og búfé og finna lausnir, sem unnt
væri að nota til forvarna og meðferð-
ar. Það er því ekki ofsagt að ég hafi lif-
að í snertingu við læknavísindi og
lækningar frá því að ég man fyrst eftir
mér. Ég man því nokkuð gjörla eftir
því, hvernig staðan var hér á landi í
heilbrigðismálum um miðja tuttug-
ustu öldina, og hef jafnframt haft
tækifæri til að fylgjast með framþró-
un og hinum stórstígu breytingum,
sem átt hafa sér stað á nefndu tíma-
bili.
Flutningur leitarstarfsins er að
mínu mati geðþóttaákvörðun, tekin án
trúverðugs rökstuðnings og vandaðs
undirbúnings, og ég velti því fyrir mér
hvað raunverulega liggur að baki
ákvörðun ráðherrans. Leitin hefur
verið þróuð og innleidd af Krabba-
meinsfélaginu með þeim árangri að
Íslendingar eru nú meðal fremstu
þjóða í að greina nefnd krabbamein á
fyrstu stigum og auka lækningalíkur.
Allt hefur þetta gerzt í góðri sam-
vinnu við hina opinberu heilbrigðis-
þjónustu, heilbrigðisráðuneyti og
Embætti landlæknis. Ekki hafa, svo
mér sé kunnugt, verið færð rök fyrir
þessari ákvörðun um flutning og ekki
liggja fyrir kostnaðarútreikningar við
að taka yfir þessa starfsemi á Land-
spítala og í heilsugæzlunni, svo ekki
sé minnst á bið eftir þjónustu á þess-
um stofnunum. Ekki veit ég til að haft
hafi verið samráð við Krabbameins-
félagið við undirbúning málsins og
mér er ekki kunnugt um að leitað hafi
verið álits þeirra kvenna, sem þjón-
ustunnar hafa notið, til að undirbúa
þessa ákvörðun. Loks er mér ekki
ljóst, hvort ráðuneytið hefur hugsað
sér að nýta húseign og tækjabúnað
Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8,
sem eru gjöf íslenzku þjóðarinnar til
félagsins og eru þannig eign félagsins.
Alkunna er að Landspítali er enda-
stöð íslenzkrar heilbrigðisþjónustu og
á, eins og alþjóð veit, fullt í fangi með
að sinna þeim verkefnum, sem ekki er
unnt að framkvæma annars staðar.
Þar eru flest verk unnin af kostgæfni
og á háum gæðastaðli, enda er starfs-
lið spítalans þjálfað við beztu að-
stæður á mörgum af fremstu heil-
brigðisstofnunum veraldar og flytur
þaðan heim nýjustu þekkingu og
tækni. Spítalann skortir hins vegar
aðstöðu, fjármagn og tækjabúnað til
að bæta við sig verkefnum eins og
skimun eftir krabbameinum í brjóst-
um, sem þegar er unnin við góðar að-
stæður af vel menntuðu starfsfólki í
samvinnu við Landspítalann og hefur
skilað árangri í hæsta gæðaflokki.
Leitarstarfið er unnið eftir samn-
ingi við ráðuneytið og hefur jafnan
haldið sig innan umsamins fjárlaga-
ramma. Samningurinn hefur verið
endurnýjaður og uppfærður með
reglulegu millibili og skýrslum um ár-
angur skilað. Stjórn leitarinnar hefur
öll verið á hendi KÍ og innköllun og
frekari uppvinnsla einnig. Samvinna
við heilsustofnanir á landsbyggðinni
hefur verið góð en tækjabúnaður og
starfslið KÍ verið flutt milli staða
nema þar sem öflugar heilbrigðis-
stofnanir eru til staðar með góðan
tækjabúnað og vel þjálfað starfslið.
Á svipuðum nótum má ræða um
flutning leghálskrabbameinsleitar frá
Krabbameinsfélaginu til heilsugæzl-
unnar. Ég veit ekki til að þar sé að-
staða, tími, áhugi, starfsfólk eða fjár-
magn til að taka yfir nákvæma og vel
skipulagða leit að byrjunareinkenn-
um krabbameins í leghálsi kvenna og
stýringu og vísindavinnu á borð við
það sem félagið hefur staðið fyrir. Ég
minnist þess reyndar frá margra ára-
tuga stjórnarstörfum í Krabbameins-
félagi Íslands að hafa þurft að takast
á við suma forystumenn heilsugæzl-
unnar um það, hvort skimun eftir
krabbameinum á frumstigum ætti
yfirleitt rétt á sér.
IV
Fyrir utan að starfsemi leitar-
stöðvar Krabbameinsfélags Íslands
hefur á undanförnum áratugum skil-
að marktækum árangri við að greina
á byrjunarstigi krabbamein í konum
hefur efniviður Leitarstöðvarinnar
nýtzt til frekari vísindavinnu, sem
getið hefur af sér mikinn fjölda vís-
indagreina, er birzt hafa í erlendum
fræðiritum og aukið hróður landsins
erlendis og verið öðrum þjóðum fyr-
irmynd. Er þar m.a. um að ræða far-
aldsfræðirannsóknir, flestar í sam-
vinnu við Krabbameinsskrá félagsins,
sem er í fremstu röð slíkra skráa og
hefur á að skipa afburða færu og
vandvirku starfsfólki. Skráin tekur
þátt í alþjóðlegu samstarfi og eru
tengslin og samvinnan við krabba-
meinsskrár hinna Norðurlandaþjóð-
anna sterkust. Á engan er hallað þó
að minnst sé sérstaklega þeirra pró-
fessoranna Ólafs Bjarnasonar og
Hrafns Tulinius og Laufeyjar
Tryggvadóttur faraldsfræðings, sem
með vandvirkni og alúð hafa komið
Krabbameinsskránni í hóp þeirra
beztu.
Þá setti Krabbameinsfélagið á
stofn rannsóknastofu til grunnrann-
sókna í sameinda- og frumulíffræði,
sem dr. Helga Ögmundsdóttir og dr.
Jórunn Erla Eyfjörð veittu forstöðu,
en þar var m.a. unnið að greiningu og
líffræði stökkbreyttra gena, sem
tengjast erfðum krabbameina í
brjóstum. Birtar voru greinar í fræði-
ritum um árangur þeirra rannsókna,
sérstaklega um svonefnd BRCA 2-
gen. Í samvinnu við Háskóla Íslands
tengdust mörg verkefnanna meist-
ara- og doktorsnámi við háskólann.
Með vaxandi starfi og víðtækari verk-
efnum var fyrir nokkrum árum
ákveðið að flytja stofuna til háskólans.
V
Svæðafélög Krabbameinsfélagsins
hafa allt frá upphafi gegnt lykilhlut-
verki við að hvetja konur til að nýta
sér leitarstarf félagsins og þannig
aukið gildi þess. Það starf hefur verið
unnið í sjálfboðaliðsvinnu og hefur
munað mikið um framlag svæðafélag-
anna. Fróðlegt væri að vita, hvort
ráðuneytið hefur tryggt sér áfram-
haldandi sjálfboðaliðsstörf fólksins í
landinu til að leitarstarf heilsugæzl-
unnar takist sem bezt.
Eins og sjá má af framansögðu er
þáttur Leitarstöðvar KÍ snar þáttur í
greiningu krabbameina í brjóstum og
leghálsi hér á landi og samvinna við
opinbera heilbrigðisþjónustu mjög
góð. Leitarstöðin hefur ekki með
höndum meðferð krabbameina, sem
nær öll fer fram á sjúkrahúsum, en
stöðin kemur að eftirliti með þeim
konum, sem greinst hafa, í samvinnu
við lækna.
Til umhugsunar
Eins og fram hefur komið taka
heilbrigðismál til sín verulegt fjár-
magn og skiptir miklu máli að það
nýtist vel. Komið hefur fram að á Ís-
landi er varið til heilbrigðismála rúm-
lega 8% af vergri landsframleiðslu,
sem er minna en meðaltal OECD-
ríkja. Þrátt fyrir það er árangur heil-
brigðisþjónustunnar hér á landi með
því bezta sem sést þegar beitt er al-
þjóðlegum mælistikum og gerður er
samanburður milli þjóða heims. Því
ber að gjalda varhug við að hrófla við
því, sem vel hefur tekizt, nema að vel
athuguðu máli. Því vil ég hvetja
stjórnvöld og Alþingi til að endur-
skoða þá ákvörðun, sem lýst hefur
verið hér að framan og stefnir, að
mínu mati, framtíð skimunar fyrir
brjóst- og leghálskrabbameini í mikla
óvissu.
Á undanförnum árum hafa verið
unnin þrekvirki við að efla getu okkar
til að standa á eigin fótum í heilbrigð-
isþjónustu. Hjartaskurðlækningar
hafa verið færðar heim sem og marg-
ar fleiri flóknar skurðlækningar og
flestar tegundir krabbameinslækn-
inga, svo dæmi séu nefnd. Íslenzkir
læknar hafa varið árum og áratugum
erlendis og flutt með sér nýjustu
þekkingu og færni og lögð hefur verið
áherzla á tækniuppbyggingu þótt
ýmislegt vanti enn. Stjórnvöld hafa
hvatt stofnanir til aðhalds í rekstri og
heilbrigðisstéttir lagt á sig verulegar
byrðar, m.a. mjög langan vinnudag,
til að spara fjármuni og nýta sem bezt
það sem til er. Þannig hefur starfs-
fólk heilbrigðisþjónustunnar sýnt
ráðdeild og fólkið í landinu lagst með
á árar, oftar en ekki í sjálfboðavinnu.
Það hlýtur einnig að vera krafa
fólksins að stjórnvöld sýni líka
ábyrgð og ráðdeild. Þau hvetja okkur
til að velja íslenzkt en það á ekki ein-
göngu við um hollan mat og hlý föt.
Við eigum líka að hvetja stjórnvöld til
að velja íslenzkt þegar kemur að heil-
brigðisþjónustu, sem sannanlega er í
hæsta gæðaflokki. Ég tel það vera
vanvirðingu við og vantraust á ís-
lenzkum heilbrigðisstarfsmönnum að
vísa úr landi, til aðgerða erlendis, Ís-
lendingum, sem þarfnast læknisþjón-
ustu, sem unnt er að veita hérlendis
með sama árangri en fyrir mun minni
fjármuni. Þá bið ég stjórnvöld að
meta að verðleikum og þakka fólkinu
í landinu og samtakamætti þess fyrir
að stuðla á virkan hátt að bættum hag
lands og þjóðar.
Eftir Sigurð
Björnsson » Flutningur leitar-
starfsins er að mínu
mati geðþóttaákvörðun,
tekin án trúverðugs rök-
stuðnings og vandaðs
undirbúnings, og ég velti
því fyrir mér hvað raun-
verulega liggur að baki
ákvörðun ráðherrans.
Sigurður Björnsson
Höfundur er læknir með almennar
lyflækningar og lyflækningar krabba-
meina sem sérgrein. Hann starfar nú
í Læknasetrinu i Mjódd en var áður
sérfræðilæknir og yfirlæknir við lyf-
lækningar krabbameina á Landspít-
ala, yfirlæknir á blóðsjúkdóma- og
krabbameinslækningadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur og sérfræðilæknir
og yfirlæknir við lyflækningadeild
Landakotsspítala. Hann sat í stjórn
Krabbameinsfélags Íslands í 28 ár,
þar af 10 ár sem formaður. Hann hef-
ur setið í stjórnum Læknafélags
Reykjavíkur og Læknafélags Íslands.
sigurdurbj21@gmail.com
Hvaða sjónarmið ráða för?
Brunagaddur Þau voru heldur kuldaleg á að líta, hrossin sem settu undir sig hausinn í norðvestanbálinu nýverið. Útlit er fyrir áframhaldandi frosthörkur á landinu öllu næstu daga.
Eggert