Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi.
Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er
11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag.
Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangi.is eða í síma 820 6355.
Veitingarými - salir – gistirými
Tækifæri til frekari uppbyggingar
á gistimöguleikum á svæðinu
TIL SÖLU EÐA LEIGU
HELLNAR
Birkiteigur 8, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr.
Góð staðsetning í gamla bænum í Keflavík
Stærð 159,7 m2 Verð 39.800.000,-
Júlíus M. Steinþórsson 899-0555 Jóhannes Ellertsson 864-9677
Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali
Öryggi almennings hefur alltaf
verið látið víkja þegar ofvirkir Ís-
lendingar fá þá flugu í hausinn að nú
sé hægt að ráðast í stór viðskipti um
allan heim. Þeir þurfa „aðeins“ að fá
sérstakan aðgang að fjármagni, leyf-
um, réttindum eða öðrum gæðum
sem í mörgum tilfellum eru bundin
eignarhaldi almennings. Áhættan og
ábyrgðin lendir því á fólkinu í land-
inu sem situr uppi með skaðann ef
illa fer – en fær ekkert ef ávinningur
verður af bruni „súpermanna“ um
himinskautin.
Lagaumhverfi okkar virðist mjög
götótt þegar kemur að öryggi og
hagsmunum almennings. Lögin okk-
ar eru mikið sniðin eftir lögum frá
Norðurlöndunum og eru án strangra
ákvæða um refsingu eða aðhald á
forystumönnum þjóðarinnar, hvað
þá hótun um fangelsi, til að vernda
almenning í landinu fyrir hinum of-
virku „súper“-víkingum sem taka
allt kerfið með sér í fluginu. Engin
spillingarlögregla. Þessum öryggis-
og hegningarlagabálkum hefur ein-
faldlega verið sleppt þar sem þeir
hafa verið óþægilegir fyrir valdhaf-
ana og „súpermenn“ þeirra.
Hvergi í okkar regluverki eru til
dæmis ákvæði um að stöðugt séu
gerðir marktækir áhættuútreikn-
ingar svipað og verið er að reikna út
verðlagsvísitölu. Í hverjum mánuði
gæti komið út frá Áhættueftirlits-
stofnun ríkisins vísitala áhættu í
samfélaginu sem væri birt mán-
aðarlega. Þegar áhættan er mikil
gæti fólk hagað lífi sínu í samræmi
við það. Landsfeðurnir hefðu þá af-
salað mikilvægum eignum, ábyrgð-
um eða réttindum fólksins til „súp-
er“-víkinga. Hækkun
áhættuvísitölunnar sýndi að sam-
eignin væri komin á flot og gæti tap-
ast á himinskautunum.
Ofurseldar íslenskar fjölskyldur
hafa í áratugi fundið þetta á eigin
skinni, til dæmis í formi gengisfell-
inga þar sem eignum og lífi fólksins
hefur stjórnlaust verið fórnað í
þessu fjárhættuspili. Þetta hefur
verið varið með því að þjóðarbúið
mundi annars ekki hagnast og eng-
inn hagvöxtur. Þegar illa fór var
bruni um himinskautin
á einkaþotum. Stund-
um var meira að segja í
kaffitímum hér heima
skotist yfir götuna og
græjuð kaup á einum
og einum banka eða
svo. Forseti vor var
farinn að standa í stafni
á þessu risabruni. Eng-
inn spáði í áhættuna
sem þetta gæti mögu-
lega skapað fyrir al-
menning í landinu.
Hinn öfundsami lýður
þvældist bara fyrir.
heim væru gróðavæn-
legir, enda útrásin öll
unnin með öflugum
stuðningi íslenskra
stjórnvalda og það í
gegnum skattaskjól.
Öruggara gat það ekki
verið. Engu munaði að
Ísland væri orðið svört
alþjóðleg fjár-
málaþvottavél.
Útrásarvíkingarnir
voru áræðnir með mik-
ið viðskiptavit og sköp-
uðu gríðarlega froðu-
kennda fjármuni með ævintýralegu
Íslendingar eru duglegir og gera
margt gott svo vekur heimsathygli.
Áður fyrr voru það nóbelsskáld, fal-
legar konur, sterkir menn, söng-
konur og jafnvel hljómsveitir sem
slógu í gegn. Í kjölfarið skutust upp
að himinskautum áhættusæknir
„súpermenn“ og fjármálasnillingar,
jafnvel alþjóðlegir fjárfestar og út-
gerðarmenn, og voru þessir nýju
galdramenn kallaðir „útrásarvík-
ingar“.
Íslendingar sannfærðust fljótt um
að svona útrásargaldrar um allan
bara gengið að heimilum og fyr-
irtækjum með því að fella gengið og
fólk missti oft aleiguna, vinnuna,
heilsuna og fjölskyldur tvístruðust.
Nýlegt bankahrun í landinu
myndaðist þegar efnahagsrúlletta
„súper“-víkinga okkar sprakk með
um tíu þúsund milljarða hvelli sem
náði einnig ofan í vasa útlendinga í
gegnum Icesave-banka víkinganna
sem létu sig hverfa og skellurinn
lenti næstum á þjóðinni.
Enn og aftur – eftir margar geng-
isfellingar fortíðar – þá misstu tug-
þúsundir Íslendinga heimili sín, fjöl-
skyldur og heilsuna. Hörmungar
fólksins í landinu eftir þetta voru
óbætanlegar enda voru tugþúsundir
íbúða fólks færðar á silfurfati til
hrægamma í þrotabúum bankanna
og fólkið hrakið á götuna með börn-
in. Bætur voru greiddar til þeirra
ríku.
Lögbundna formúlan um ábyrgð
almennings á graftarbólum „súper“-
víkinga og landsfeðra var nú skrúfuð
í botn.
„En áfram sækjum við þó“ og upp
reis ein mesta „súper“-bóla sög-
unnar þegar WOW-flugfélagið skaut
upp tuttugu súperþotum og bauð nú
beint flug frá Íslandi í flest skúma-
skot heims. Gríðarlegt flæði ferða-
manna inn í landið skapaði mörg
störf og mikinn hagvöxt. En landið
lét fljótlega á sjá. Nær allar nátt-
úruperlur þjóðarinnar voru á svip-
stundu traðkaðar í klessu.
Varla var slokknað á þotuhreyfl-
um WOW fyrr en upp kom svæsið
mútumál „súper“-víkinga þar sem
upp kom grunur um alvarlegar
mútugreiðslur í Afríku og hafa
nokkur fyrirmenni þar verið fang-
elsuð. Enginn Íslendingur hefur enn
blikkað auga – nema sá sem kjaftaði
frá – hvað þá að einhver hafi séð
sóma sinn í að fara í fangelsi. Það er
ekki von, því sökin er líklega ís-
lensku þjóðarinnar samkvæmt lög-
um. Afhendið íbúðir ykkar, góðir
hálsar.
Á örstuttum tíma voru gríðarleg
auðæfi tekin af bláfátækri Afr-
íkuþjóð með mútugreiðslum og nú á
íslenska þjóðin að greiða skellinn,
eina ferðina enn.
Nú er leitað dauðaleit að nýjum
„spútnik“ til að bruna upp að him-
inskautum til að græja nýjan hag-
vöxt til að standa undir hækkun
hlutabréfa í landinu. Guð hjálpi okk-
ur og blessi Ísland ef það heppnast.
Eftir Sigurð Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
» Lagaumhverfi okkar
virðist mjög götótt
þegar kemur að öryggi
og hagsmunum almenn-
ings vegna fjármála-
áhættu
Höfundur er BSc MPhil
byggingaverkfræðingur.
Fjármálabrask með himinskautum
Trúlega má það telj-
ast skólabókardæmi
um það, hve stórvitrir
menn geta stundum
verið nautheimskir,
þegar vitringarnir þrír
frá Austurlöndum fóru
rakleiðis á fund Her-
ódesar mikla, konungs
Gyðinga, til þess að
spyrjast fyrir um dval-
arstað hins nýfædda
Jesúbarns, sem verða skyldi Gyð-
ingakonungur og steypa þar með
Heródesi af stóli. Það er ekki einu
sinni að sjá, að hinum hálærðu
mönnum hafi dottið neitt grun-
samlegt í hug, þegar Heródes fór
þess á leit við þá, að þeir létu sig
vita, þegar þeir hefðu fundið barnið,
til þess að hann gæti líka flýtt sér
niður eftir að veita því lotningu.
Þegar vitringarnir höfðu fylgt
hinni skínandi stjörnu, sem stað-
næmdist uppi yfir gripahúsinu í
Betlehem, féllu þeir fram og tilbáðu
barnið í jötunni, en skildu svo eftir
hjá því dýrmætar gjafir sínar. Sem
betur fer fengu þeir bendingu um
það í draumi, að þeir skyldu forðast
Heródes konung eins og heitan eld-
inn, og þess vegna létu
þeir hjá líða að hafa
samband við hann aft-
ur, en fóru aðra leið
heim til sín.
Heródes brjálaðist,
þegar hann komst að
því að hann hafði verið
blekktur, og gaf út þá
tilskipun, að öll svein-
börn í Betlehem og ná-
grenni, tveggja ára og
yngri, skyldu myrt.
Þrátt fyrir allt það
mikla vald, sem konungurinn hafði á
hendi, þá gerði hann sér grein fyrir
því, að einhvers staðar leyndist
kornabarn, sem hefði enn þá meiri
völd en hann. Sú hugsun Heródesar
konungs er kannski skólabók-
ardæmi um það, að heimskir menn
geta stundum lumað á ótrúlega mik-
illi visku.
Þrír vitringar
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
»Heródes gerði sér
grein fyrir því, að
kornabarnið hefði enn
þá meiri völd en hann.
Höfundur er pastor emeritus.
siragunnar@simnet.is