Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 32

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 ✝ Guðný JónaÞorbjörnsdótt- ir fæddist á Grund í Stöðvarfirði 12. september 1915. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 26. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- björn Stefánsson, f. 30.3. 1892, d. 1.9. 1973, og Jórunn Jónsdóttir, f. 3.8. 1878, d. 6.4.1961. Guðný átti fimm bræð- ur. Tveir létust í bernsku, Pét- ur, f. 1916, d. 1921, og Steinþór, f. 1918, d. 1919. Auk þeirra voru Stefán Jóhann, f. 30.8. 1914, d. 10.5. 2003, Pálmi, f. 14.1. 1920, d. 4.4. 1937, og Pét- ur, f. 6.10. 1922, d. 30.6. 2009. Fyrri eiginmaður Guðnýjar var Ingimar Sölvason loft- skeytamaður, f. 20.12. 1910, d. 30.10. 1940. Áttu þau soninn Bjarnar, f. 9.4. 1935, kona hans var Nanna Sigríður Ottósdóttir, f. 16.10. 1935, d. 20.4. 2015, börn: Jóhann Guðni, Guðný, Ingibjörg og Ottó Albert. Hinn 26.1. 1942 giftist Guðný Jóhannesi Ásbjörnssyni renni- smið, f. 26.11. 1911, d. 30.8. 2005. Foreldrar hans voru Guð- Hrund, Guðmundur Pétur, Ás- dís Hrönn og Þórhildur Tinna. Afkomendur Guðnýjar eru orðnir 124. Guðný fór 14 ára til Reykja- víkur til frænku sinnar og bjó og starfaði hjá henni við mat- sölu næstu árin og setti síðar upp eigin matsölu á Hverfisgötu 50 ásamt mágkonu sinni. Eftir að hún kynntist Jóhann- esi festu þau hjón kaup á hálfu býlinu Strönd við Elliðaárvog. Þegar flytja átti þangað hafði bandaríska setuliðið tekið land- ið undir byggingar. Fluttu þau þá til Akureyrar og voru þar til stríðsloka er þau fengu eignina aftur afhenta. Þau keyptu jörð- ina Stöð í Stöðvarfirði og hófu búskap þar 1958. Á Stöð var fjárbú en þau Guðný og Jóhann- es komu þar einnig upp kúabúi og var búið um tíma annað af- urðahæsta búið á Austurlandi. Þau hættu búskap 1988 og fluttu í íbúð sína á Aflagranda 40 í Reykjavík árið 1990. Þau dvöldu samt ávallt frá vori og fram á haust á Stöð. Guðný var hög á flest það sem hún tók sér fyrir hendur og listhneigð og hóf hún myndlistarnám á efri árum og sinnti listsköpun sinni eftir það. Hún bjó á Aflagrandanum þar til hún flutti á Eir á 101. aldurs- ári. Útför Guðnýjar verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 14. desember 2019, kl. 13 og verður hún jarðsett á Stöð. rún Jóhannesdóttir ljósmóðir, f. 30.7. 1866, d. 14.5. 1959, og Ásbjörn Árna- son bóndi, f. 1.5. 1880, d. 12.4. 1962. Börn Jóhannesar og Guðnýjar eru: 1) Guðrún, f. 2.5. 1942, eiginmaður hennar var Þor- móður Sturluson, f. 27.12. 1935, d. 16.5. 2018, börn: Sigríður, Jóhannes, Pálmi og Sturla. 2) Jórunn Þor- björg, f. 5.9. 1943, sambýlis- maður Björn Níelsson, f. 18.11. 1942, börn: Helen, Jóhanna Guðný, Sigurveig Jóna og Jó- hannes Már. 3) Bryndís, f. 16.10. 1945, gift Kolbeini Finnssyni, f. 12.9. 1946, börn: Eyþór, Ásdís (látin), Finnur, Jóhannes Ás- björn og Málfríður Guðný. 4) Steingrímur, f. 8.6. 1951, d. 18.6. 2016, eiginkona hans var Anna Jóna Hauksdóttir, f. 5.12. 1957, börn: Erla Jóna, Steinþór Aðalsteinn og Egill. 5) Björn, f. 30.11. 1953, giftur Wilawan, f. 10.7. 1976, börn: Benedikt, Linda og William. 6) Hansína Hrönn, f. 29.8. 1958, gift Sigurði Péturssyni, f. 29.4. 1957, börn: Kristjana Margrét, Guðný Elsku amma, nú er kominn tími til að kveðja, loksins ertu komin í faðm afa þar sem við vit- um að þér leið best. Við sitjum eftir með fallegar minningar um yndislega ömmu og góða tíma á Stöð en líka á Aflagrandanum. Við vorum svo heppin að hafa ykkur nálægt okkur eftir að þið fluttuð suður. Þar vorum við allt- af velkomin, gátum þegið góð ráð, tekið í spil með hlátri og smá svindli og að sjálfsögðu fengið gott að borða, þó við værum södd. Þú varst alltaf með svo fallegt viðhorf til lífsins, jákvæð og úr- ræðagóð sama hvað gekk á, nema kannski þegar íslenska landsliðið í handbolta var að keppa, þá var allt svolítið svart alveg þangað til leiknum lauk, helst með sigri. Í seinni tíð minnumst við hlýrra handa þinna og okkar líka, þar sem þú sást okkur fyrir prjón- uðum ullarsokkum og vettlingum langt fram eftir aldri. Ekkert var betra en að fá jólapakkann frá þér, með handskreyttu korti á hverju ári. Þú varst frábær fyrirmynd, listræn, skáldleg og alltaf með margt á prjónunum. Það var ynd- islegt að sjá hvað samband ykkar afa var alltaf fullt af ást og gagn- kvæmri virðingu, það er sannar- lega dýrmætt og ekki sjálfgefið. Takk fyrir að hafa verið til, elsk- að og notið. Við eigum eftir að bera minningu þína í brjósti okk- ar það sem eftir er af okkar lífi. Söknum þín og elskum alltaf, elsku amma Guðný. Þín barnabörn í Granó. Kristjana, Guðný, Guðmundur, Ásdís og Þórhildur Tinna. Amma mín, Guðný Jóna Þor- björnsdóttir, lést 26. nóvember síðastliðinn 104 ára að aldri. Amma eignaðist sjö börn, varð ekkja fyrst 26 ára gömul og aftur þegar hún var 90 ára eftir 67 ára farsælt og hamingjusamt hjóna- band með afa mínum, Jóhannesi Ásbjörnssyni. Þau eignuðust sex börn saman og fyrir átti amma einn son sem afi gekk í föðurstað. Ég man ömmu frá fyrstu tíð, enda er ég fædd í stofunni í Stöð, ættaróðalinu okkar á Stöðvar- firði. Minningarnar eru margar, meðal annars er ég að hjálpa henni að baka kleinur og ástar- punga og svo hlaupum við út á tún að raka frá skurðunum. Amma var ein af stofnendum kvennadeildar Taflfélags Reykjavíkur og á rigningardög- um í sveitinni var mikið teflt og spilað á spil (oft um uppvaskið). Þá var amma alltaf með. Hún elskaði að spila, var mikil keppn- ismanneskja, tapsár en mjög klók svo hún tapaði nú ekki oft. Amma tók þátt í flestu sem við höfðum fyrir stafni. Hún var ekki beint dæmigerð bóndakona sem hélt sig innan dyra og einna helst í eldhúsinu. Auðvitað gerði hún það líka en hún var alltaf til í að vera með og prófa nýja hluti, meðal annars pílukast, sem hún varð mjög góð í. Um sjötugt skráði amma sig í bréfaskóla í myndlist. Þar með hófst myndlistarferill hennar. Fyrstu sýninguna hélt hún átt- ræð en þá hafði hún (og afi) þegar flutt til Reykjavíkur til að hefja nám í Myndlistaskóla Reykjavík- ur. Amma vildi alltaf vera með í því sem til stóð. Hún var líka allt- af í góðu skapi, ferðaðist mikið, bæði með afa og dætrum sínum, og kom til margra áfangastaða í Evrópu. Hún dvaldist oft á Kan- aríeyjum að vetri til og skellti sér í spænskunám um nírætt til að geta verið kurteis og svarað Spánverjunum á hótelinu, og keypti sér tölvu til að geta notað spænskuforrit við námið. Amma hvatti dætur sínar öt- ullega til náms. Sjálf þráði hún að læra sem ung en fékk það ekki af því hún var stelpa. Skólagangan var bara nokkrar vikur í farskóla. Ég er sannfærð um að ef amma mín hefði fæðst karlkyns eða á annarri öld hefði hún örugglega orðið kvenkyns Erro eða Laxness. Elsku amma, fyrirmynd mín og gleðigjafi, hvíl í friði, minning þín mun lifa með okkur um ár og aldir. Amma grátt hár bak við hurð ertu vöknuð? ég hlæ og segi „já, langt síðan“ ilmur af kaffi og hafragraut fyrst ein matskeið lýsi og kalt fjallagrasate hvað dreymdi þig fallegt? bráðum 90 en hleypur upp og niður stiga kastar pílu og svindlar í spilum alltaf glöð alltaf að hugsa um aðra eða mála myndir á næstu málverkasýningu prjónar leista afi prjónar skaftið og þæfir eigum við að taka spil áður en ég baka rúgbrauð og kleinur? (Helen Halldórsdóttir) Helen Halldórsdóttir, barnbarn og ljóðskáld búsett í Svíþjóð. Amma mín, Guðný Jóna, var næstelst kvenna á Íslandi þegar hún lést, hvíldinni fegin en ánægð með lífið sem hún hafði átt, enda margt sem á ævidaga hennar hafði drifið. Hún fór ung suður að vinna, eins og tíðkaðist á þeim árum, og kynntist þá Ingimari afa mínum sem lést sviplega þegar togarinn Bragi fórst í stríðinu við Eng- landsstrendur. Amma varð því ung ekkja, en giftist fljótlega aft- ur Jóhannesi afa sem reyndist pabba einstaklega góður stjúp- faðir. Pabbi hefur oft sagt að það hafi í raun verið hann sem fyrst kynntist Jóhannesi í matsölunni hjá mömmu sinni og hafi komið þeim ömmu og afa saman. Mikil gæfa urðu þau kynni fyrir bæði ömmu og pabba. Afi var einstak- lega ljúfur og góður maður og var alla tíð mjög kært með honum og pabba. Amma tók öllu sem að höndum bar með jafnaðargeði og bjart- sýni. Jákvæðni var eitt af hennar aðalsmerkjum og hún kvartaði aldrei. Hún var alltaf ánægð með það sem hún hafði og var alla tíð stolt af sínu fólki. Ástúðin hjá henni og afa var allt um kring og öllu yfirsterkari. Amma var hög á flest það sem hún tók sér fyrir hendur, auk þess að vera alltaf að vinna að einhverju handverki, t.d. prjóna- skap eða að hekla, þá var hún list- hneigð. Lét hún þann draum sinn rætast er hún komst á eftirlaun að hefja listnám, fyrst í bréfa- skóla á meðan hún bjó á Stöð en eftir að hún flutti til Reykjavíkur stundaði hún nám við Myndlist- arskólann í Reykjavík til ársins 1993. Árin á eftir sinnti amma list- sköpun sinni af miklum krafti með dyggri aðstoð afa á meðan hans naut við. Eftir ömmu liggja margar fallegar myndir. Amma var alla tíð heilsuhraust og naut lífsins til hins ýtrasta. Hún hafði mikið yndi af því að ferðast og blundaði í henni ein- hver lífskúnstner og útþrá. Seinni árin var hún þannig oftar en ekki með í för þegar börn hennar voru einhvers staðar á faraldsfæti og var hún þá hrókur alls fagnaðar. Ég velti því oft fyr- ir mér hvað hún hefði tekið sér fyrir hendur hefði hún fæðst á þessari öld. Ég sjálf kynntist ömmu best eftir að ég varð fullorðin þar sem það kom í hlut Jóa bróður að vera sem barn og unglingur í sveitinni. Búskapurinn hjá ömmu og afa gekk alltaf mjög vel og það var oft fjölmennt og alltaf líf og fjör á Stöð. Við fjölskyldan upplifðum margar gæðastundir með ömmu og afa á Stöð. Amma undi sér þar einstaklega vel við að nýta lands- ins gæði, ber, fjallagrös og veiði. Þá var útivistin allan daginn, krakkarnir að leika sér niðri við á eða uppi í fjalli og þegar kvölda tók var tekið í spil eða stundað pílukast og mikið spjallað og hlegið. Afi kom því þannig fyrir að jörðin Stöð var gerð að skóg- ræktarjörð áður en hann féll frá árið 2005 til að fjölskyldurnar gætu átt þar samveru við gróð- ursetningu. Jörðin er um margt merkileg og nú um þessar mund- ir eiga sér þar stað merkar forn- leifarannsóknir. Ég kveð elsku ömmu mína og þakka fyrir allar þær ljúfu minn- ingar sem hún skilur eftir. Þessar minningar um einstaklega góða ömmu og langömmu barna minna geymi ég ávallt í hjarta mínu. Guðný Bjarnarsdóttir. Elsku amma er farin frá okk- ur. Minningarnar sem við eigum um hana eru bara góðar. Amma var bóndakona á Stöð með Jóa afa. Ömmu þótti held ég bara allt skemmtilegt nema kannski að vaska upp. Það tíðk- aðist í sveitinni að spila upp á hver átti uppvaskið og spilað var þar til hún vann og sá sem tapaði átti að vaska upp. Amma prjónaði, heklaði, stundaði veiði og byrjaði að mála á efri árum og gerði margar fal- legar myndir. Amma gerði líka besta rúgbrauðið með fjallagrös- um í. Við vorum svo heppin að amma bjó á Stöð þegar við vorum yngri, því að við fengum að kynn- ast sveitastörfum og lífinu í sveit- inni. Þegar amma flutti á Afla- grandann þá var líka alltaf gott að koma til hennar þangað. Amma lærbrotnaði þegar hún var 100 ára og eftir það flutti hún á hjúkrunarheimilið Eir. Þá fékk maður að heyra ýmsar sögur, m.a. um gamla tímann í Reykja- vík þegar hermennirnir þrömm- uðu um götur Reykjavíkur. Þeg- ar pabbi pantaði nýja Gaz-blæjujeppann frá B&L og amma átti erfitt með sig þegar hún fór út í fjós að segja afa frétt- irnar. Þegar amma á tíræðisaldri fór til Taílands og lenti þar á flott- asta spítala sem hún hafði séð. Þegar hún fór í laxveiði með dætrum sínum, þegar amma prófaði golfið og kom brunandi á golfbílnum og fleiri og fleiri sög- ur. Amma var glettin og hafði skemmtilegan húmor og oft var skellihlegið þegar gullmolarnir komu frá henni. En nú hefur drottningin á Stöð eins og við kölluðum hana fengið hvíldina. Vonandi verður hákarl, harðfiskur og fjallagrasaseyði hinum megin fyrir ömmu, því það var uppáhaldið. Ég kveð elsku ömmu með þökk fyrir allt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ingibjörg Bjarnarsdóttir. Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, GYÐA STEFÁNSDÓTTIR sérkennari, Þinghólsbraut 53, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 24. nóvember. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 19. desember klukkan 13. Helgi Sigurðsson Ingunn Vilhjálmsdóttir Júlía Sigurðardóttir Elín Friðbertsdóttir Dóra Guðrún Þorvarðardóttir Guðrún Sigurðardóttir Andrés Júlíus Ólafsson Margrét María Sigurðard. Halldór Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar kæri bróðir, mágur, frændi og vinur, BIRGIR GUÐMUNDSSON, Hörðalandi 8, Reykjavík, lést laugardaginn 7. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. desember klukkan 13. Bergdís Ottósdóttir Einar Guðmundsson Guðrún Árnadóttir Margrét Einarsdóttir Valur Fannar Gíslason Helga Jóna Benediktsdóttir Guðmundur B. Helgason Margrét Benediktsdóttir Benedikt, Jóhannes, Hjalti, Einar Fannar, Erla Dórothea, Eva Guðrún og Emil Birgir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR J. KARLSSON, fv. sjómaður, lést á Sólvangi sunnudaginn 8. desember. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19. desember klukkan 13. Málmfríður Þórhallsdóttir Þórhildur Þórðardóttir Þór Jóhannsson Hálfdán Karl Þórðarson Freyja Árnadóttir Jökull Ingvi Þórðarson Snædís Ögn Flosadóttir og barnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG G. GUNNLAUGSDÓTTIR frá Ólafsfirði, áður til heimilis í Hólmgarði 66, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund laugardaginn 7. desember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. desember klukkan 15. Haraldur Kr. Haraldsson Guðný S. Marinósdóttir Kolbrún Jarlsdóttir Arna Haraldsdóttir Elfur Haraldsdóttir Rafn Andri Haraldsson Hlynur Haraldsson Ævar Jarl Rafnsson Sunna Björg Sigurjónsdóttir og barnabarnabörn Faðir okkar, afi og langafi, HELGI SIGURJÓNSSON, Miðstræti 6, Bolungarvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þriðjudaginn 19. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir sendum við til heilbrigðisstarfsfólks og vina sem önnuðust hann í veikindunum. Gyða Árný Helgadóttir Ingibergur Helgason Halla Unnur Helgadóttir Elín Urður Hrafnberg Lilja Hrafnberg og aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.