Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 ✝ Svava ÞórdísBaldvinsdóttir fæddist í Purku- gerði, Vopnafirði, 19. mars 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 4. des- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Baldvin Þorsteinsson, f. 7.10. 1879, d. 30.9. 1950 og Oddný Þóra Þorsteinsdóttir, f.11.10. 1899, d. 6.7. 1980. Svava átti 10 hálfsystkini sam- feðra sem öll eru látin. Þau voru: Ásta Sigurlaug, Gunnlaug, Arn- dís, Björn, Baldvin Snælaugur, Stefán, Helga Kristín, Júlíus, Steinunn Þórdís, Hannes Þórir. Alsystkini Svövu voru tvíbur- arnir Hannes Pétur, f.10.4. 1931, d. 25.1. 2015 og Kristín Björg, f.10.4. 1931, d. 21.11. 2018. Hinn 14.2. 1948 giftist Svava Júlíusi Júlíussyni, f. 18.1. 1927, d. 23.2. 2004. Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðs- son, f. 5.7. 1880, d. 29.9. 1941 og Theo- dóra Níelsdóttir, f. 23.8. 1891, d. 12.1. 1944. Synir Svövu og Júlíusar eru: 1) Baldvin Júlíus, f. 2.3. 1947, kvæntur Margréti Svein- bergsdóttur, f. 4.12. 1945, börn þeirra eru: Svava Þór- dís, Oddný Þóra og Baldvin Júl- íus. 2) Theodór, f. 21.8. 1949, kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur, f. 25.11. 1949, dætur þeirra eru: Hrafnhildur, Ásta Júlía, Sara og Vigdís. 3) Hörður, f. 21.7. 1958, kvæntur Sigurlaugu J. Hauks- dóttur, f. 2.5. 1958, börn þeirra eru Hugborg Inga og Brynjar. Langömmubörn Svövu eru 21 og langalangömmubörnin eru fimm. Útför Svövu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 14. des- ember 2019, kl. 13.30. Með fáeinum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar Svövu Þórdísar Baldvins- dóttur sem lést 4. desember síð- astliðinn. Dánardagurinn var fal- legur og mikil ró yfir öllu, henni varð að ósk sinni að fá að deyja í svefni. Svava var vel undirbúin fyrir þessa stund, hún byrjaði að plana jarðarför sína fyrir all- löngu, tónlistin var henni mikil- væg. Það er ekki langt síðan hún hringdi í okkur eftir að hafa hlust- að á lagið Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld og vildi bæta því við. Svava var mjög hrifnæm og söngelsk enda hafði hún sungið í kórum til fjölda ára, þar á meðal í kirkjukórnum í 60 ár. Árið 1965 fluttist ég til Siglu- fjarðar þá trúlofuð Baldvini elsta syni Svövu og Júlíusar. Mér var tekið opnum örmum, Svava sjálf ung að árum elskuleg tengda- mamma, og árið eftir varð hún amma. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur og síðar til Kanada var hápuntur okkar að koma í heimsókn á Sigló og börnum okk- ar var alltaf velkomið að dvelja um tíma hjá ömmu Svövu og afa Júlla. Það var líka ánægjulegt að þau sáu sér fært að heimsækja okkur nokkrum sinnum í Kanada. Við fórum með þeim í skemmti- legar ferðir á slóðir Vestur-Ís- lendinga, á þeim tíma töluðu margir eldri Vestur-Íslendingar góða íslensku og höfðu mjög gam- an af að kynnast þeim. Undanfarin ár höfum við Bald- vin og fjölskyldan okkar átt góðar samverustundum með ömmu Svövu, bæði í sumarbústað okkar og eftir að við hjónin fluttum bú- setu okkar til Siglufjarðar. Hún vildi hafa fjölskylduna nálægt sér, helst daglega eftir að henni fór að hraka heilsufarslega. Hún naut þó lífsins eftir bestu getu til dauðadags, var virk í félagsskap eldri borgara, einnig sótti hún flesta tónlistarviðburði sem voru í boði í bæjarfélaginu. Það eru ekki nema tvö ár síðan hún tók inn öll atriði á Þjóðlagahátíðinni. Hún hlustaði mikið á útvarp, helst með tvær stöðvar í gangi, missti ekki af fréttum og var vel upplýst. Það var einstaklega gaman að rabba við hana um helstu mál líðandi stundar. En fyrst og fremst var hennar heimur þó Siglufjörður, þar sem hún bjó alla tíð. Síðastliðinn mars hélt fjöl- skyldan upp á 90 ára afmæli ömmu Svövu með glæsibrag, þar var hún drottning kvöldsins, hlustaði hugfangin á fjölskyldu- meðlimi og vini galdra fram ótal tónlistaratriði. Yndisleg kvöld- stund, við Baldvin nutum þess sérstaklega að börnin okkar Svava, Oddný og Baldvin og mak- ar þeirra gátu samglaðst okkur þessa kvöldstund til heiðurs ömmu Svövu. Sérstakt gleðiefni var að Svava yngri og Mark komu frá Kanada, en þar eru þau búsett með sinni fjölskyldu. Tengdamóðir mín hélt fast ut- an um fjölskyldu sína, gat verið hvassyrt og dómhörð, en umfram allt umhyggjusöm og stolt ætt- móðir. Nú hvílir hún í faðmi Júlla síns, foreldra og systkina. Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld mín hjartkæra, draumfagra meyja. Tunglskinið hefur sín töfrandi völd, þá tónarnir síðustu deyja. Í hillingum sjáum við sólfagra strönd, þar svifum við tvö ein um draumfögur lönd. Tunglskinið hefur sín töfrandi völd, er tónarnir síðustu deyja. (Theodór Einarsson) Blessuð sé minning hennar. Margrét Sveinbergsdóttir. Hærra, minn guð, til þín, hærra til þín. Enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpa mín :hærra, minn guð, til þín, hærra til þín (Matthías Jochumsson) Hinn 4. desember verður fjöl- skyldu minni minnisstæður. Dag- urinn sem amma Svava kvaddi fjölskylduna sína. Amma var sómakona, iðin og sjálfstæð. Fátt var það sem vafð- ist fyrir henni í daglegu lífi nema nú undir það síðasta var það lé- legt hjarta sem plagaði hana. Amma var virk fram á síðasta dag og lét engan bilbug á sér finna. Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til krárkvöldsins sem ég fór með langömmur mínar tvær á, Boggu Friðgeirs og Svövu Bald., þar sem þær tjúttuðu og tvistuðu eins og táningar. En eftir stutt tvist þá kom hjartaverkur, amma settist niður og Helga, kon- an mín, færði henni töflu við verknum. Hjartaverkurinn leið hjá svo hún sá ekkert því til fyr- irstöðu að tjútta ennþá meir, og svoleiðis gekk það þetta kvöld. Amma var rosalega stolt af fólkinu sínu. Alveg sama hvað það var að gera; spila á píanó, syngja, leika eða segja brandara. Kirkju- kór Siglufjarðarkirkju var ömmu afar kær en þar hafði hún sungið frá því elstu menn muna. Hún kættist mikið þegar henni bárust fregnir af því að hún ætti þrjá af- komendur í kórnum; mig, Hörð og mömmu okkar, Hugborgu. Amma söng einnig í Kvenna- kór Siglufjarðar um tíma. Þar af leiðandi var helsta umræðuefni og sameiginlegt áhugamál okkar að ræða um kirkjutónlist og kór- æfingarnar. Amma, þér þakka ég allt sem þú gafst mér, allar þær stundir sem við áttum saman, allt stoltið sem þú sýndir mér og þá trú á lífið sem þú hafðir. Ég kveð þig með þakklæti og vona að það fari vel um þig þar sem þú ert núna. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Fyrir hönd systkinanna á Hólavegi 65, Haukur Orri Kristjánsson. Elsku amma Svava. Samband okkar var einstakt, við vorum svo góðar vinkonur og hún var mér svo dýrmæt. Við nutum þess að vera saman og höfðum góð áhrif hvor á aðra. Okkur fannst ofboðs- lega gott að hugga okkur saman, fara í ísrúnt, fara á kaffihús, út að borða, fá okkur hvítvín heima á Skáló og henni fannst ekkert verra ef ég fékk mér eina sígó líka. Við eigum svo margar góðar minningar. Í nokkur ár var hefð hjá okkur ömmu og Guðrúnu Pebeu að elda saman eitt kvöld um páskana. Það voru bestu kvöldin og alltaf kom eitthvað fyndið og skemmtilegt upp á hjá okkur. Í eitt skiptið á föstudaginn langa gerðum við allt vitlaust á Skálarhlíð; gleymdum snitselinu í ofninum uppi í eld- húsi, það brann og allt brunavarn- arkerfið fór í gang og var í svolítið langan tíma og allir íbúarnir farn- ir fram á gang og snerust í hringi. Við amma höfum hlegið svo oft að þessu og minntist hún á þetta núna síðast í október. Amma var minn helsti stuðn- ingsmaður og var endalaust að hrósa mér og dáðist að dugnaði mínum í vinnu og hvað ég væri sjálfstæð. Ég fann að hún var stolt af mér, það var svo góð til- finning. Þegar ég hringdi í ömmu fyrir rúmum tveimur árum og sagði henni að ég væri búin að hitta æð- islegan strák sem ég væri svo skotin í þá var amma mjög glöð. En svo heyrði ég aftur í henni nokkrum dögum seinna og hún sagði mér að hún væri bara alls ekkert nógu ánægð með þetta því þá myndu stundirnar okkar ekki verða eins og hún væri hrædd um að við myndum ekki hittast eins oft. Fyrst fannst mér þetta mjög fyndið en svo var ég glöð að hún sagði þetta við mig því þá passaði ég upp á að við tvær ættum áfram okkar stundir. Ég er ekki búin að sætta mig við að við munum aldrei hittast aftur, einhvern veginn hélt ég að þú yrðir alltaf til staðar. Auðvitað vissi ég innst inni að svo væri ekki en ég ýtti þeim hugsunum frá mér. En ég er svo þakklát fyrir tímann okkar saman. Í dag kveð ég þig amma mín en núna verður þú hjá mér í hjartanu hvar sem ég verð í heiminum. Nú stillt og rótt ein stjarna á himni skín. Sú stjarna leiðir huga minn til þín. (SH) Mun aldrei gleyma þér elsku amma Svava mín. Elska þig, þín Vigdís (Vigga). Svava Þórdís Baldvinsdóttir ömmu minnar og afa á Hellu, Kristínar og Þórðar á Hólavangi. Það hús ber hagleik Braga gott vitni, ófá voru hans handtök þar. Þegar afi var látinn og amma var ein eftir dáðist ég að ræktarsemi Braga við aldraða tengdamóður sína. Hann leit inn á hverjum degi og fékk sér kaffisopa. Í þessu var Bragi fyrirmynd eins og svo mörgu öðru. Dæmi um hans góðu mannkosti. Þegar Bragi var kominn á miðjan aldur fór hann að sinna aftur áhugamáli úr æsku, tónlist. Þar var hann einnig fyrirmynd mín. Safnaði alls konar hljóðfær- um, gítar, bassa, trommum og harmónikku. Hann spilaði mikið með harmónikkufélögum, oft á gítarinn. Mér fannst þetta mjög kúl. Við Rannveig og stelpurnar okkar höfum átt annað heimili í Hólavanginum frá aldamótum. Á þeim tíma hefur Bragi verið okk- ur ómetanleg stoð og stytta og aðstoðað okkur með margt. Verður það seint þakkað að fullu. Bragi var líka góður afi og nutu þar fleiri en hans eigin barnabörn, m.a. dætur okkar. Það var ósjaldan að hann var plataður til að lesa ævintýri og sögur fyrir ungviðið og taldi það ekki eftir sér. Við Rannveig og dætur okkar, Gunnhildur, Björk og Steinunn, vottum Unni frænku og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Við þökkum Braga fyrir samfylgdina. Minning hans mun lifa. Þórður Bogason. Það var á 17. júní-balli í Hellu- bíói árið 1972 sem Bragi kom til mín, tók utan um mig og spurði: „Eigum við ekki að kaupa Rangá?“ Þá hafði rekstur tré- smiðjunnar legið niðri í nokkurn tíma. Þetta samtal varð upphaf samstarfs okkar, sem stóð í ára- tugi. Bragi var traustur maður sem aldrei haggaðist, sama hvað gekk á, og ákaflega góður smið- ur. Var það því oft svo, að vanda- sömustu verkefnin voru honum falin; smíða hurðir, glugga, inn- réttingar og önnur nákvæmnis- verk. Verk Braga sjást víða, til dæmis þegar við endurbyggðum Stjórnarráðið var ákveðið að endurgera eitt herbergi úr gömlu þiljunum í upprunalegum stíl og tjasla saman öllu gamla sprekinu. Að sjálfsögðu var Bragi settur í þetta verkefni og fórst honum það mjög vel úr hendi. Bragi var hægur og rólegur maður, úrræðagóður en umfram allt traustur. Hann var ekki margmáll en mörg gullkorn komu þó frá honum. Minnist ég þess sérstaklega eitt sinn þegar við unnum með rafvirkjum að honum fannst þeir ganga hálfilla um, þá skildi hann eftir vísu á töflunni og var hún á þessa leið: Rafvirkinn er rakinn sóði rennur eftir honum slóði. Oss það mundi mikið kæta myndi hann úr þessu bæta. Bragi og Unnur voru samhent og skemmtileg hjón, sem ávallt var gott að umgangast, og með afbrigðum gestrisin. Ekki var síður gaman að skemmta sér með þeim. Höfum við átt margar góðar stundir með þeim jafnt í vinnu, á ferðalögum sem og á ýmsum skemmtunum, sem gott er að minnast nú. Að lokum vil ég þakka áratuga kynni, samvinnu og vináttu. Unni og aðstandendum öllum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Árni Hannesson. Góður félagi og samstarfs- maður Bragi Gunnarsson er fall- inn frá. Ég kynntist Braga í Nesi, eins og hann var oftast kallaður, lít- illega á fyrstu árum mínum á Hellu og vissi að þar fór traustur maður og virtur í sínu fagi, „húsasmíðinni“. Það atvikaðist svo að um ára- mótin 1972/́73 keyptum við Bragi ásamt fleirum Trésmiðjuna Rangá og hófum þar rekstur. Þetta samstarf okkar stóð yfir í rúmlega þrjá áratugi, eða þar til Bragi lét af störfum vegna ald- urs. Það var gott að vinna með Braga, hann var hæglátur, traustur og góður fagmaður. Við áttum samleið víðar en í vinnunni, m.a. sátum við saman í bygginganefnd Rangárvalla- hrepps í fjöldamörg ár. Bragi unni tónlist og lék oft undir hjá félögum sínum í Harm- onikkufélagi Rangæinga og fleir- um. Bragi og Unnur höfðu gaman af að ferðast og fórum við ásamt fleirum samstarfsmönnum og mökum í margar góðar ferðir með þeim, bæði innanlands og utan. Að leiðarlokum viljum við Erla þakka fyrir vináttu og samstarf alla tíð og sendum við Unni og allri þeirra fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Garðar Jóhannsson. Kveðja frá Harmoniku- félagi Rangæinga Fljótlega eftir stofnun Harm- onikufélags Rangæinga árið 1985 gekk Bragi til liðs við félag- ið og kom fyrst fram með hljóm- sveit þess á landsmóti Sambands íslenskra harmonikuunnenda ár- ið 1990 og lék þá á rytmagítar. Ekki löngu síðar færði hann sig yfir á bassagítar og lék með hljómsveitinni á bassann allt til ársins 2015 er hann dró sig í hlé. Það er reyndar varla hægt að fjalla um Braga nema eiginkona hans Unnur sé nefnd í sama orð- inu, svo samrýnd voru þau hjón í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Unnur gekk í harmoniku- félagið um leið og Bragi og hafa þau í gegnum árin verið traustir og góðir félagar og öðrum til fyr- irmyndar hvað það varðar. Bragi var kjörinn gjaldkeri í félaginu 1996 og gegndi því starfi allt til ársins 2014 er hann lét af emb- ætti og eru honum þökkuð traust og góð störf en ekki er grunlaust um að þar hafi Unnur nokkuð að komið líka. Bragi hafði næmt eyra fyrir lögum og lagavali og hafði ákveðnar skoðanir á tveggja og þriggja hljóma lögum og gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Á sextugsafmæli sínu fékk hann harmoniku í afmælis- gjöf og sótti nokkra tíma í námi til félaga síns Grétars í Áshól og einnig hafði hann til taks trommusett til heimabrúks og fyrir gesti og ósjaldan var talið í lag er gesti bar að garði. Fyrr á árum var gjarnan farið á rútu í ferðir bæði á heimaslóðir og í heimsóknir til annarra harmon- ikufélaga vítt um landið og var þá gist í tjöldum eða legið í flatsæng í samkomuhúsum eða skólum og voru hljóðfærin ætíð með í för og fjörið þá allsráðandi hvar sem stoppað var. Ef veður var gott var spilað á tjaldstæðinu gjarnan undir berum himni og var aldrei spurt um heiti eða færni manna, allir voru með. Einnig fór félagið til Danmerkur og Færeyja og að sjálfsögðu var bassinn með í för. Á seinni árum hefur fólkið flust úr tjöldunum og flatsængunum í draghýsi eða húsbíla en þau hjón áttu slíkan bíl sem þau notuðu og nutu þess að sækja hinar ýmsu hátíðir og landsmót á vegum harmonikuunnenda vítt um land. Við minnumst Braga fyrst og fremst sem trausts og góðs fé- laga og þökkum honum fyrir samstarfið öll þessi ár. Nú er Bragi kominn á aðrar lendur og ekki ólíklegt að talið verði í nokk- ur lög og væntanlega verður Óli lokbrá þar ofarlega á blaði en það lag var í miklu uppáhaldi hjá honum. Unni og afkomendum þeirra hjóna færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Harmonikufélags Rang- æinga, Haraldur Konráðsson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskaður eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GESTUR FRIÐJÓNSSON, fyrrverandi umdæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins á Suðurnesjum, Kirkjubraut 12, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. desember og verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 19. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Nanna Jóhannsdóttir börn, tengdabörn og aðrir afkomendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI SELJAN, fyrrv. alþingismaður, Kleppsvegi 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 20. desember klukkan 13. Jóhanna Þóroddsdóttir Helga Björk Helgadóttir Þóroddur Helgason Hildur Magnúsdóttir Jóhann Sæberg Helgason Ingunn K. Indriðadóttir Magnús Hilmar Helgason Sólveig Baldursdóttir Anna Árdís Helgadóttir Indriði Indriðason barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.