Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 36

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 ✝ Sigrún Krist-björnsdóttir fæddist á Birnu- stöðum, Skeiðum 18. maí 1928. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvöll- um á Eyrarbakka 4. desember 2019. Foreldrar hennar voru Kristbjörn Hafliðason bóndi á Birnustöðum, f. 1881, d. 1968, og Valgerður Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti, f. 1892, d. 1957. Systkini Sig- rúnar eru: Jón, f. 1914, d. 2001, Sighvatur, f. 1915, d. 2004, Sig- ríður f. 1916, d. 1916, Sigríður, f. 1917, d. 2008, Ólafur, f. 1918, d. 1999, Margrét, f. 1919, d. 1998, Guðlaug, f. 1919, d. 2016, Sigurjón, f. 1921, d. 2003, Guð- rún, f. 1922, d. 1936, Vilborg, f. 1923, d. 1994, Hafliði, f. 1930, d. 2018, Guðrún Birna, f. 1936, d. 1936, Bjarni, f. 1924, Emelía, f. 1926. Uppeldissystir er Sig- urbjörg Gísladóttir, f. 1913, d. 2011. Sigrún giftist 1. desember 1962 Guðmundi Jónssyni frá Þverspyrnu í Hrunamanna- hreppi, f. 16. nóvember 1927, d. 29. apríl 2011. Foreldrar hans voru Jón Guðmundur Jónsson, Magnea Reyndís. 4) Jóna, f. 1967, búsett í Vogum ásamt eiginmanni, Gísla Sigurðssyni. Þeirra börn a) Sif, f. 1995, d. 1996, b) Sindri Benedikt og c) Helena, hennar sambýlismaður Borgþór Ingvarsson. 5) Jón Guðmundur, f. 1969, búsettur í Reykjavík ásamt konu sinni Kristínu Guðmundsdóttur. 6) Ágúst, f. 1971, búsettur í Braut- arholti á Skeiðum ásamt eig- inkonu, Jóhönnu Valgeirs- dóttur. Þau eiga börnin a) Guðmund Heiðar, hans sam- býliskona er Sigríður Helga- dóttir, b) Margréti Ingu og c) Valgeir Örn. Sigrún ólst upp á Birnustöð- um. Stundaði nám í Húsmæðra- skólanum á Laugarvatni vet- urinn 1947-48. Hún kynntist eiginmanni sínum 1959. Þegar þau giftu sig fluttu þau ásamt tveimur dætrum að Vinaminni í Hrunamannahreppi. Dvöldu þar í átta mánuði en fluttust þá að Birnustöðum og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Sigrún var húsmóðir lengst af, en eftir að börnin komust á legg starf- aði hún í Sláturfélagi Suður- lands nokkur haust, á sauma- stofu sem starfrækt var á Skeiðum í nærri 10 ár og síðan í heimaþjónustu hjá Skeiða- hreppi í nokkur ár. Hún var alla tíð mikill náttúruunnandi og frá árinu 1980 stundaði hún skógrækt á Birnustöðum. Útför Sigrúnar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag, 14. desember 2019, klukkan 13. f. 1888, d. 1965, og Guðlaug Eiríks- dóttir, f. 1895, d. 1988. Börn Sigrún- ar og Guðmundar eru: 1) Valgerður, f. 1960, búsett í Þorlákshöfn. Henn- ar maður er Þór- arinn Óskarsson. Þau eiga a) Sig- rúnu Birnu, gift Hreiðari Jónssyni. Börn þeirra: Alexander Freyr, Jón Þórarinn, Halldór Ingi og Valgerður Hjaltalín. 2) Guð- laug, f. 1961, búsett í Vík í Mýr- dal. Eiginmaður Haraldur M. Kristjánsson. Synir þeirra: a) Árni Már, giftur Hrafnhildi Hjartardóttur, dætur þeirra Embla Guðlaug og Kolfinna Lára, b) Birgir, giftur Sigríði Sunnu Hannesdóttur, dóttir þeirra Katrín Lilja, fyrir á Sig- ríður Sunna dótturina Önnu Karen, c) Guðmundur Kristinn, sambýliskona hans Ólöf Lydía Ólafsdóttir. 3) Kristbjörn, f. 1964, búsettur á Selfossi ásamt konu sinni Sigrúnu Magn- úsdóttur. Börn hennar: a) Ragnheiður Inga, b) Guðlaug Hildur, sambýlismaður Ingi- mundur Magnússon, sonur þeirra Magnús Adrian, c) Elsku amma okkar, Sigrún á Birnustöðum, kvaddi jarðlífið þann 4. desember síðastliðinn og við bræðurnir viljum minn- ast hennar með nokkrum orð- um. Við eyddum miklum tíma hjá ömmu og afa á Birnustöðum sem ungir peyjar og minnumst stundanna hjá þeim með hlýju. Okkur fannst alltaf gaman í sveitinni og það var mikið brall- að, ekki síst fyrir tilstuðlan ömmu. Hún tók alltaf vel á móti okkur og hugsaði afskaplega vel um strákana úr Vík á meðan við dvöldum þar. Við munum varla eftir að okkur hafi nokkru sinni leiðst á Birnustöðum. Amma var ótrúlega dugleg að finna verkefni fyrir okkur. Við föndr- uðum, teiknuðum (sem var alla tíð mikið áhugamál hjá ömmu Sigrúnu), lékum okkur á háa- loftinu, klifruðum í trjánum í garðinum og fleira. Amma var dugleg að fara með okkur út og við hjálpuðum henni og afa, til dæmis í fjárhúsinu eða að fara með krummafötuna út í móa svo að krummi fengi eitthvað að éta. Amma tók samviskusamlega þátt í morgunleikfimi Ríkisút- varpsins alla virka morgna og þá var gaman að fylgjast með. Meðan hún vann á saumastof- unni fór hún stundum á fjórhjóli í vinnuna. Það var dásamlegt að fylgj- ast með henni bruna frá bænum á hjólinu sem sýndi að amma tókst á við áskoranir af dugn- aði. Amma var líka mjög hraust alla tíð. Hún þrammaði upp hlíðarnar á Vörðufelli og náði sér í krækiber á haustin og okk- ur finnst eins og það sé alls ekki langt síðan við fengum síðast ber sem hún hafði sjálf tínt. Það er tvennt sem amma hafði ástríðu fyrir alla ævi. Hún elskaði hannyrðir og hún var ótrúlega flinkur teiknari og málari. Við bræður eigum mikið af listmunum sem hún hefur gefið okkur í gegnum tíðina sem við munum hér eftir sem hingað til líta á sem ómetanlega dýr- gripi. Stundum hjálpaði afi henni að ganga frá því sem hún var að vinna við eða smíðaði eitthvað sem hún svo málaði. Amma var líka ötull skógar- bóndi í seinni tíð og sést starf hennar í þeim efnum mjög vel þegar litið er yfir landið hennar á Birnustöðum. Við minnumst elsku ömmu sem var okkur alltaf góð og við söknum hennar sárt. Amma eyddi síðustu æviár- unum á dvalar- og hjúkrunar- heimilum, fyrst á Blesastöðum á Skeiðum og svo á Sólvöllum á Eyrarbakka. Henni leið fram- úrskarandi vel á báðum þessum heimilum. Hún var orðin þreytt undir það síðasta og vildi svo gjarnan fá að kveðja og fara til afa. Við erum þakklátir fyrir að hún þurfti ekki að liggja lengi áður en það varð að veruleika. Guð blessi minningu þína elsku amma. Árni Már, Birgir og Guðmundur Kristinn Haraldssynir. Sigrún Kristbjörnsdóttir ✝ BjarndísHelgadóttir (Dídí) fæddist 14. desember 1934. Hún lést á Vífils- stöðum 3. desem- ber 2019. For- eldrar hennar voru Ingveldur Margrét Bjarnadóttir frá Stokkseyri, f. 5.4. 1915, d. 19.12. 1986, og Helgi Steinþór Sigurlínus Elísersson frá Langanesi, f. 27.4. 1910, d. 24.9. 1986. Dídí var elst fimm barna, næstur var Elíeser, f. 29.6. 1936, d. 18.9. 2018, eig- inkona Jónína Jóhannsdóttir f. 9.4. 1940; Hallgerður Sjöfn, f 28.12. 1942, d. 26.6. 2006, eig- inmaður Kristinn Árnason, f. 4.3. 1938; Helgi Sævar, f. 18.7. 1946, eiginkona Sigurlaug Jónsdóttir, f. 29.3. 1947; Magn- ús, f. 13.4. 1956, eiginkona Þór- og Kjartan Þór. 4) Héðinn, f. 10.10. 1960, fyrrv. sambýlis- kona Hjördís Sigurðardóttir, barn Kristján Þór. Eiginkona Margrét Þráinsdóttir, börn Þórkatla, Þráinn, Þorgerður, Baldvina og Björk. 5) Kolbeinn, f. 25.3. 1964, d. 13.1. 1966. 6) Kolbrún Gerður, f. 20.2. 1968, barnsfaðir Friðþjófur Ísfeld, börn Bjarndís Líf, Sigurður Anton, Bjartur Elí og Lúkas Ís- feld. Eiginmaður Hallur Halls- son. 7) Ingveldur Margrét, f. 17.10. 1969, eiginmaður Kol- beinn Reginsson, börn Reginn Tumi, Huginn Goði og Sólkatla Rögn. Barnabörn eru 20 og barnabarnabörn 18. Afkom- endur 45. Bjarndís fæddist á Seyðis- firði og ólst upp í Fjarðarsels- virkjun frá sjö ára aldri þar sem faðir hennar var vélstjóri. Hún giftist ung Kjartani Ingv- arssyni stálsmið, vélstjóra og verktaka. Þau bjuggu sjö fyrstu ár búskaparins á Seyðisfirði en síðan á Egilsstöðum uns þau fluttu 1999 suður í Kópavog. Útför Bjarndísar fór fram í kyrrþey frá Kópavogskirkju 12. desember 2019. unn Þuríður Sig- mundsdóttir, f. 19.1. 1960. Eiginmaður Bjarndísar var Kjartan Þór Ingv- arsson frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá, f. 5.5. 1931, d. 10.5. 2012. Foreldrar hans voru Helga Magnúsdóttir, f. 8.9. 1906, d. 12.2. 1993, og Ingvar Guðjónsson, f. 8.4. 1902, d. 19.12. 1998. Börn Bjarndísar og Kjartans: 1) Þor- gerður 7.4. 1955, d. 23.8. 1955. 2) Helga, f. 31.8. 1956, eig- inmaður Ármann Snjólfsson, börn Ásdís Hrund, Daníel Kjartan og Davíð Fjölnir. 3) Yngvi Þór, f. 5.12. 1958, barns- móðir Stefanía Gunnarsdóttir, barn Jóna. Fyrrv. eiginkona Svanhvít Þórhallsdóttir: börn Berglind, Dýrleif, d. 19.8. 2004, Elskuleg móðir mín Bjarndís Helgadóttir eða Dídí eins og hún var jafnan kölluð lést á Vífilsstöð- um þriðjudaginn 3. desember. Hún hefði orðið 85 ára í dag, 14. desember. Móðir mín var búin að eiga við mikil veikindi að stríða og hrakaði heilsu hennar hratt frá því í maí. Eins og líðan mín hefur verið þessa síðustu daga á ég erfitt með að sjá lífið án mömmu. En enginn lifir að eilífu og því verð ég að læra að lifa með það stóra tómarúm sem öskrar innra með mér. Ég á dýrmætar minningar til að ylja mér um ókomin ár. Minningar um fallega konu með fallega framkomu og fallegt hjarta. Konu sem gat nán- ast allt og kenndi mér svo ótal margt. Mamma fæddist á Seyðisfirði og ólst upp í Fjarðarseli þar sem afi var vélstjóri Fjarðarselsvirkj- unar. Það hvíldi mikil dulúð yfir Seyðisfirði í huga mér sem barni og unglingi; landsins fallegasti bær; bærinn þar sem hlutirnir gerðust; spennandi hlutir og spennandi fólk, annað en á Egils- stöðum þar sem ég ólst upp og allir bara venjulegir. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var full- orðin að það var mamma sem gerði Seyðisfjörð svona spenn- andi. Mamma kunni að sega okkur sögur. Sögur frá því hún var barn og unglingur. Sögur úr Fjarðar- seli, sögur af lífinu þegar Ísland var hernumið og af samskiptum hennar sem barns við hermenn. Af dansi og söng á síldarplani og lífi og gleði í netagerðinni. Sögur úr Nilsenshúsi, sögur af ömmu og afa þegar þau voru ung; Þor- gerði langömmu, sem var hennar hetja. Þær systur gleði og sorg fylgdu mömmu fast í gegnum líf- ið. Fyrsta barnið fæddi hún heima og kom stúlkan sitjandi í heiminn, hræðileg fæðing og ekk- ert sem gat hjálpað henni líkt og í dag. Þorgerður litla lést aðeins fimm mánaða gömul. Árið 1964 eignaðist mamma Kolbein. Þau tvö ár sem Kolbeinn litli fékk voru lituð af miklum veikindum. Hann lá heilt sumar á Landspítalanum og fékk mamma ekki að vera hjá honum. Foreldr- ar fengu ekki að vera með börn- um sínum. Það var því mikil sorg og harmur í hjarta mömmu þegar hún þurfti að skilja litla drenginn sinn eftir í höndum fólks sem hún ekki þekkti. Hún sneri til baka og laumaði sér inn til hans og tók í fang sér en var rekin út. Kol- beinn lést heima í ársbyrjun 1966 og fór jarðarförin fram heima í stofu. Minningin um börnin tvö sem ég aldrei sá lifði með okkur öllum og gerir enn. Það var engin lognmolla í kringum heimilishald mömmu. Hún lagði allan sinn metnað í að halda fallegt heimili fyrir okkur. Allur matur var unninn frá grunni og hraustlega gengið til verka; salta kjöt í tunnu, svíða lambhausa, sulta eða steikja. Ná- kvæmni mömmu í bakstri var mikil og vel passað upp á að smá- kökur og kleinur væru í jafnri stærð. Nóttin var oft notuð til að sauma og gera við fatnað. Heimilið stóð alltaf opið fyrir gestum og gangandi og var vel veitt í mat og drykk. Oft á tíðum voru verkamenn pabba í fæði og húsnæði hjá okkur. Áhugi mömmu á ættfræði var mjög mikill. Hún gat rakið ættir fólks langt aftur í tímann; norður í land, vestur á firði, suður með sjó, um firði Austurlands og inn með sveitum Héraðs. Samtöl við fólk gátu tekið drjúgan tíma ef hún var í stuði. Eftir að ég fór að heiman og eignaðist mín börn var samband okkar mjög sterkt. Mamma og pabbi komu oft til mín og ófá eru jólin eða aðrar stundir sem við höfum verið saman á heimili mínu. Börnin mín elskuðu ömmu sína og var hún þeim mikil skemmtun, sérstaklega þegar hún var að siða þau því amma vildi hafa hlutina í röð og reglu. Þau eins og ég eiga henni mikið að þakka. Meira: mbl.is/andlat Kolbrún Gerður Kjartansdóttir. Bjarndís Helgadóttir Móðursystir mín Unnur Lára Jónas- dóttir andaðist á St. Fransiskussjúkra- húsinu í Stykkishólmi 30. nóv- ember síðastliðin. Unnur var fædd 30. mars 1935 og uppalin í Elliðaey á Breiðafirði til 12 ára aldurs. Systurnar frá Elliðaey voru fjórar. Elst var móðir undirrit- aðs, Helga, svo Unnur, Jóhanna og Ásdís (Dísa). Allar fjórar eiga það sameiginlegt að ef minnst var á Elliðaey kom „blik í auga“ sem segir manni það að eyjan sú arna, æskuslóðir systranna, á hug þeirra allan. Þær hafa verið það heppnar frá því eftir 1961 að hafa aðgang að Elliðaey eftir að heilsársbúskap þar lauk og Egg- ert Björnsson, eiginmaður Unn- ar Láru, tók við vitavörslu þar frá Stykkishólmi þar til Ásgeir, sonur Unnar, tók við keflinu eft- ir andlát Eggerts. Afi og amma, foreldrar systranna, Jónas Páls- son og Dagbjört Níelsdóttir voru eyjafólk, afi uppalinn í Höskuldsey og amma í Sellátri. Þegar þau hefja sína sambúð flytja þau fram í Elliðaey árið 1929. Börn og barnabörn þeirra hafa erft þetta „blik í auga“ þori ég næstum að fullyrða, allavega þau sem í Elliðaey hafa komið. Minning mín um Unni móð- ursystir vekur mikla hlýju, æðruleysi og auðmýkt. Ef mað- ur þurfti á hlustun og eða dóm- greindarláni að halda var gott að ræða málin við Unni. Eftir slíkar samræður yfir rjúkandi kaffibolla og jólaköku, jafnvel rjómapönnukökum, þar sem hjartað var opnað ef mikið lá við, var niðurstaðan sú hjá und- irrituðum alltaf: þetta verður Unnur Lára Jónasdóttir ✝ Unnur LáraJónasdóttir fæddist 30. mars 1935. Hún andaðist 30. nóvember 2019. Unnur Lára var jarðsungin 12. des- ember 2019. allt í lagi. Æðru- leysi var Unni í blóð borið sem og hennar systrum og foreldrum, enda verða þeir sem við sjóinn alast upp að hafa slíkt æðruleysi til að bera. Sjórinn gefur og sjórinn tekur, munur á flóði og fjöru er hvað mestur á Breiðafirði hérlendis, því fylgja miklir straumar og í eyjabúskap er sambúðin við sjóinn alltum- lykjandi og því er auðmýkt og æðruleysi nauðsynlegt. Sam- starfið við Ægi konung gengur ekki ef það er ekki virt, það vita þeir sem við sjóinn starfa og það vissi Unnur upp á hár. Næmni Unnar í lífinu náði oft út fyrir þann veruleika sem við flest nemum dagsdaglega, hún fann og sá oft út fyrir raunheima lif- andi manns. Oft var það eitthvað sem olli henni vanlíðan. Eitt sinn man ég eftir heima hjá henni á Höfðagötu 23, sennilega um sumarið 1973, við vorum tvö heima, Eggert og Ásgeir úti á sjó og yngri krakkarnir úti að leika. Allt í einu fór Unnur að ókyrrast og að ganga um gólf og kíkja út um glugga, kemur svo inn í eldhús, tekur sjónaukann úr gluggakistunni og segir mér að fara út á Höfða og kíkja hvort ég sjái bátinn þeirra einhvers staðar. Gegndi ég því en kom til baka og sagðist ekkert hafa séð. Þá hringir síminn og bárust fréttir að nákominn ættingi hefði lent í bílslysi og væri með- vitundarlaus á sjúkrahúsi. Hann lést þann dag. Þá vissi Unnur hvað yfir hana hefði komið. Nú er Unnur komin yfir móðuna miklu og hittir þá sem á undan eru gengnir. Elsku Unnur, við leysum lífsgátuna síðar, hvíl í friði. Minning um elskulega móðursystur lifir. Þinn systursonur, Sigurður Páll Jónsson (Siggi Palli). Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN HILMAR JÓHANNSSON frá Þórshöfn, sem lést þriðjudaginn 10. desember, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 17. desember klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Árnadóttir Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR GESTSDÓTTUR, Njarðarvöllum 2, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, heimahjúkrunar og Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ. Sæunn Á. Sigurbjörnsdóttir Guðmundur Jónsson Guðrún Hrönn Einarsdóttir Jóhann Steinsson Þórunn Drífa Deaton Aldís Dröfn Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.