Morgunblaðið - 14.12.2019, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Í vikunni sá ég síðari hálfleik hjá
Ajax og Valencia í Meistaradeild
UEFA. Valencia vann 1:0 og Ajax
komst ekki áfram þótt liðið hefði
safnað saman 10 stigum í nokkuð
erfiðum riðli.
Ajax nægði jafntefli til að kom-
ast áfram. Leikmenn Ajax eru
hæfileikaríkir og liðið leikur
skemmtilega knattspyrnu eins og
það hefur svo oft gert. Ég varð
hins vegar fyrir vonbrigðum þegar
ég sá unga leikmenn liðsins falla
á hverju prófinu á fætur öðru þeg-
ar leið á leikinn.
Eins og stundum er með lítt
reynda leikmenn þá vantaði öll
klókindi þegar spennustigið var
hátt. Leikmenn Ajax fórnuðu
höndum yfir hinu og þessu þegar
enn var hálftími eftir.
Leikmenn Ajax féllu í alls kyns
gryfjur sem reyndari og klókari
menn gera sig ekki seka um.
Brutu til dæmis ítrekað af sér síð-
asta korterið. Akkúrat þegar
menn þurfa að gæta þess að nýta
tímann vel. Spánverjarnir græddu
þar af leiðandi margar mínútur
við að taka aukaspyrnur og sleikja
minniháttar sár. Ofan á allt saman
þá virtust Ajax-menn halda að
þeir hefðu tíma í alls kyns rifrildi
við dómarann og andstæðinga.
Á vissan hátt er upplýsandi að sjá
frábært knattspyrnulið gera öll
þessi mistök og minnir mann á að
allir þurfa tíma til að læra. Ekki er
nóg að spila skemmtilegustu
knattspyrnuna í keppninni og
skora 4 mörk á útivelli gegn
Chelsea og 3 mörk á útivelli gegn
Valencia. Stigin gilda.
Ajax var hársbreidd frá úrslita-
leiknum í fyrra eftir frábæra
framgöngu gegn Real Madrid og
Juventus. Tottenham skoraði á
síðustu stundu í undanúrslitum.
Ajax virtist þá ekki ráða við að
leggja rútunni fyrir framan eigið
mark í uppbótartíma eins og það
er kallað. Hjá Ajax kunna menn
það ekki. Þar er enginn með
meirapróf.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stjarnan vann sinn sjötta sigur í
röð er liðið vann sannfærandi
106:86-sigur á Haukum á útivelli í
10. umferð Dominos-deildar karla í
körfubolta í gær. Með sigrinum
varð Stjarnan fyrsta liðið til að
vinna Hauka í deildarleik í Ólafs-
sal á Ásvöllum, en fram að leikn-
um höfðu Haukar unnið alla fimm
leiki sína á heimavelli.
Haukar byrjuðu miklu betur og
voru með 33:22-forskot eftir fyrsta
leikhluta, en eftir það tóku
Stjörnumenn völdin með sjóðheit-
an Kyle Johnson í aðalhlutverki.
Þá spilaði Ægir Þór Steinarsson
virkilega vel á báðum endum vall-
arins. Stjörnumenn voru sár-
svekktir með að falla úr leik í und-
anúrslitum á síðustu leiktíð gegn
ÍR. Garðbæingar eru í sókn og
mun innkoma Gunnar Ólafssonar
inn í liðið eftir áramót styrkja það
enn frekar. Stjarnan ætlar sér
tveimur skrefum lengra eftir ára-
mót. Liðið verður að gera það án
Jamar Akoh, sem hefur yfirgefið
félagið vegna veikinda. Það verður
áhugavert að sjá hvort Stjarnan
fái bandarískan leikmenn í hans
stað. Haukar verða að spila mun
betur ætli þeir sér í úrslitakeppn-
ina.
Þór getur unnið hvern sem er
Í Þorlákshöfn unnu heimamenn í
Þór sterkan 89:81-sigur á Keflavík.
Leikurinn var jafn og spennandi
allan tímann, en Þórsarar voru
sterkari í spennunni í lokin. Eftir
glæsilega byrjun á tímabilinu hef-
ur Keflavík tapað þremur af síð-
ustu fjórum leikjum sínum og er
liðið nú tveimur stigum á eftir
Stjörnunni. Halldór Garðar Her-
mannsson fór á kostum fyrir Þór
og skoraði 34 stig. Halldór hefur
verið einn besti íslenski leikmaður
deildarinnar til þessa og er gaman
að sjá ungan íslenskan leikmann
taka af skarið þegar mest er undir
og eiga stórleik. Þórsarar eru ólík-
indatól og geta unnið alla á góðum
degi, en einnig tapað fyrir öllum á
slæmum degi.
Keflvíkingar þurfa að spila mun
betur, ætli þeir sér að eiga mögu-
leika í toppbaráttunni gegn Stjörn-
unni. Dominykas Milka átti enn og
aftur stórleik og skoraði 24 stig og
tók 14 fráköst, en hann fékk sína
fimmtu villu á lokakaflanum og
missti af mikilvægum lokamín-
útum. Milka hefur verið besti leik-
maður Keflavíkur á tímabilinu, en
hann hefur verið klaufi af og til.
Grindavík á sigurbraut
Grindvíkingar unnu sinn þriðja
deildarsigur í röð er liðið hafði
betur gegn Þór Akureyri á heima-
velli, 100:94. Eftir erfiða byrjun á
tímabilinu hefur Grindavík sann-
arlega rétt úr kútnum. Þórsarar,
sem hafa bætt sig töluvert á síð-
ustu vikum, stóðu vel í Grindavík
stærstan hluta leiks, en Grindvík-
ingar lögðu grunninn að sigrinum
með 34:19-sigri í þriðja leikhluta.
Leikmannahópur Grindvíkinga er
sterkur og gátu þeir leyft sér að
byrja með Ólaf Ólafsson á bekkn-
um. Dagur Kár Jónsson er svo frá
vegna meiðsla. Sigtryggur Arnar
Björnsson, Jamal Olasawere og
Ingvi Þór Guðmundsson stóðu allir
fyrir sínu í gær og þá er Kristófer
Breki Gylfason búinn að koma
mjög sterkur inn í síðustu leiki.
Grindavík virðist vera í betri mál-
um en lið eins og Haukar í barátt-
unni um sæti í úrslitakeppninni.
Stjarnan skín ein á toppnum
Stjarnan með tveggja stiga forskot á toppnum Fyrsta liðið til að vinna úti-
leik í Ólafssal Þrjú töp í síðustu fjórum hjá Keflavík Grindavík á sigurbraut
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ólafssalur Stjarnan varð í gærkvöld fyrsta liðið til að vinna deildarleik á útivelli í Ólafssal í Hafnarfirði.
Breiðablik fór upp í toppsæti 1. deild-
ar karla í körfubolta með 125:101-
sigri á Hamri á útivelli í toppslag
deildarinnar í gærkvöldi. Breiðablik
er með 20 stig, eins og Höttur, tveim-
ur stigum á undan Hamri sem er í 3.
sæti. Árni Elmar Hrafnsson kom
gríðarlega sterkur af bekknum hjá
Breiðabliki og skoraði 28 stig og
Hilmar Pétursson gerði 24 stig. Eve-
rage Lee Richardson skoraði 26 fyrir
Hamar. Vestri er í fjórða sæti með 12
stig eftir 69:62-útisigur á Selfossi.
Marko Dmitrovic skoraði 15 stig fyrir
Vestra.
Breiðablik sterk-
ari í toppslagnum
Morgunblaðið/Hari
Efstir Hilmar Pétursson og félagar
í Breiðabliki eru í toppsætinu.
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu fellur um eitt sæti á heims-
lista FIFA sem gefinn var út í gær-
morgun. Ísland var í 17. sæti á
síðasta lista í september en sígur
niður í 18. sætið.
Íslenska liðið hefur leikið tvo
leiki frá því listinn kom síðast út en
það tapaði 4:0 fyrir Frökkum í vin-
áttulandsleik í október og sigraði
síðan Letta 6:0 í undankeppni EM
nokkrum dögum síðar.
Það eru Belgar sem hafa sæta-
skipti við Íslendinga á listanum og
fara upp í sautjánda sætið í staðinn.
Ísland sígur niður
um eitt sæti
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðskonur Dagný Brynj-
arsdóttir og Hallbera Gísladóttir.
Dominos-deild karla
Haukar – Stjarnan ............................. 86:106
Grindavík – Þór Ak............................. 100:94
Þór Þ. – Keflavík................................... 89:81
Staðan:
Stjarnan 10 8 2 943:842 16
Keflavík 10 7 3 887:843 14
Tindastóll 10 7 3 871:823 14
Njarðvík 10 6 4 831:735 12
ÍR 10 6 4 845:854 12
KR 10 6 4 826:816 12
Þór Þ. 10 5 5 799:814 10
Haukar 10 5 5 890:879 10
Grindavík 10 5 5 868:871 10
Valur 10 3 7 804:863 6
Fjölnir 10 1 9 857:933 2
Þór Ak. 10 1 9 801:949 2
1. deild karla
Hamar – Breiðablik.......................... 101:125
Selfoss – Vestri ..................................... 62:69
Staðan:
Breiðablik 11 10 1 1132:913 20
Höttur 11 10 1 962:853 20
Hamar 11 9 2 1068:989 18
Vestri 10 6 4 871:775 12
Selfoss 11 4 7 845:879 8
Álftanes 11 4 7 882:942 8
Snæfell 11 2 9 865:1037 4
Skallagrímur 11 2 9 921:1066 4
Sindri 9 1 8 726:818 2
Svíþjóð
Borås – Luleå ....................................... 98:88
Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig,
tók 1 frákast og gaf 11 stoðsendingar á 30
mínútum fyrir Borås.
NBA-deildin
Boston – Philadelphia ...................... 109:115
San Antonio – Cleveland ......... (frl.) 109:117
Detroit – Dallas ................................ 111:122
Denver – Portland.............................. 114:99
KÖRFUBOLTI
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí
leikur á morgun úrslitaleik gegn
Rúmeníu um að komast áfram á
næsta stig undankeppninnar fyrir
Vetrarólympíuleikana í Peking ár-
ið 2022.
Riðill Íslands er leikinn í Brasov í
Rúmeníu og hafa Íslendingar og
Rúmenar unnið báða sína leiki til
þessa. Ísland vann Kirgistan 9:4 á
fimmtudag og í gær vann liðið
sannfærandi 5:0 sigur á Ísrael. Í 2.
deild HM fyrir um hálfu ári hafnaði
Ísrael ofar en Ísland og íslenska
liðið virðist því vera að sækja í sig
veðrið eftir mikla endurnýjun á síð-
ustu árum.
Varnarjaxlinn Róbert Freyr
Pálsson er fyrirliði Íslands í mótinu
í fjarveru Ingvars Þórs Jónssonar
sem verið hefur landsliðsfyrirliði í
meira en áratug en meiddist í baki
rétt áður en liðið hélt utan. „Ég er
nú bara með fyrirliðahlutverkið að
láni. Ingvar verður kominn aftur í
apríl þegar við verðum á heima-
velli á HM. Ég er alveg viss um að
hann eigi eitthvað eftir,“ sagði Ró-
bert og neitar því ekki að því fylgi
stolt að skauta í landsliðstreyjunni
með C á brjóstkassanum. „Það er
gríðarlegur heiður að fá að leiða
liðið. Ég fæ góðan stuðning frá
strákunum sem er frábært,“ sagði
Róbert og hann er mjög ánægður
með hið unga lið sem Ísland teflir
nú fram.
„Ég efast um að A-landsliðið hafi
nokkurn tíma verið jafn ungt. Eftir
að Ingvar meiddist þá lækkaði
meðalaldurinn um heilan helling,“
sagði Róbert og hló. „Mér finnst við
vera að standa okkur vel. Mórall-
inn er mjög góður í liðinu og þetta
lofar góðu fyrir framtíðina.“
Markvörðurinn Jóhann Björgvin
Ragnarsson lék sinn fyrsta A-
landsleik í gær og hélt markinu
hreinu. Hann er aðeins 16 ára gam-
all og ungu mennirnir fá því aug-
ljóslega sín tækifæri hjá landsliðs-
þjálfaranum Vladimir Kolek.
Axel Orongan skoraði tvívegis
gegn Ísrael og þeir Miloslav Rac-
ansky, Jóhann Már Leifsson og
Ólafur Hrafn Björnsson gerðu sitt
markið hver. kris@mbl.is
Ungt landslið virðist á réttri leið
16 ára markvörður, Jóhann Björgvin Ragnarsson, hélt hreinu í fyrsta A-landsleiknum
Aðgangsharður Axel Orongan í
leiknum gegn Ísrael í gær.
Ljósmynd/Íshokkísamband Rúmeníu