Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 52

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Þetta verður allt í lagi,“sagði Böddi prentari viðfréttastjóra áður en degitók að halla fyrir margt löngu og reyndist sannspár, blaðið var tilbúið til prentunar á réttum tíma. Síðan hafa þessi fleygu orð ratað víða og les- andi spennusög- unnar Úr myrkr- inu er reglulega minntur á þau í bókinni, sem minnir annars á glímu engilsins við djöfulinn. Ragnheiður Gestsdóttir er þekkt fyrir unglingasögur og hetjur ævin- týrabókanna eftir Enid Blyton koma óneitanlega upp í hugann við lestur þessarar fyrstu spennubókar hennar fyrir fullorðna. Tvær stúlk- ur á unglingsaldri eru í aðal- hlutverki, þurfa að takast á við svipuð vandamál og eiga í erfið- leikum með að ná sambandi þegar mest ríður á. En þar sem er vilji þar er von. Djöflar í mannsmynd leynast víða og jafnvel þar sem síst skyldi. Englar alheimsins mega sín gjarn- an lítils gegn þeim sem svífast einskis og það getur verið erfitt að vera barn í heimi fullorðinna. Ragnheiður dregur þessa ólíku heima saman í bókinni, sem lýsir viðbjóðslegri veröld í aðra röndina en ber með sér von um betra líf í hina. Lýsingar hennar eru trúverð- ugar og eftirtektarvert er að hún vekur athygli á björtum hliðum starfsstétta sem hafa annars átt undir högg að sækja að undan- förnu. Spennan er töluverð á stundum og þess er vandlega gætt að halda jafnvægi á milli illvirkja og fólks með stórt og gott hjarta. Boðskap- urinn leynir sér heldur ekki – brot eru ekki brotaþola að kenna. Þetta verður allt í lagi Spennusaga Úr myrkrinu bbbmn Eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Björt, 2019. 301 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Morgunblaðið/Golli Jafnvægi „Þess er vandlega gætt að halda jafnvægi á milli illvirkja og fólks með stórt og gott hjarta,“ seg- ir um bók Ragnheiðar Gestsdóttur. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Platan var öll tekin upp á einum degi í september og fóru upptökur fram upp á gamla mátann. Þannig tóku allir upp á sama tíma í sama herbergi og því ekkert hægt að klippa eða bæta við. Sú nálgunarleið hentar mjög vel í djassinum þar sem tengslin við hitt tónlistarfólkið er lykilatriði,“ segir djasssöngkonan Stína Ágústs um jóladjassplötuna Hjörtun okkar jóla sem nýverið kom út. Plötuna vann Stína í samvinnu við djasssöngkonuna Marínu Ósk og gít- arleikarann Mikael Mána Ásmunds- son. Auk þeirra Marínu, Stínu og Mikaels, leika þeir Þorgrímur Jóns- son á kontrabassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur. Upptökum stjórnaði Þórður Magnússon og sá hann einnig um að hljóðblanda. Sinntu eftirspurn með plötu Spurð um tilurð plötunnar rifjar Stína upp að Marína hafi flutt til Stokkhólms 2018 til að fara í meist- aranám, en Stína býr í sömu borg. „Okkur langaði að halda saman tón- leika og skelltum í jólatónleika bæði í Stokkhólmi og Reykjavík, en alls staðar var uppselt,“ segir Stína og rifjar upp að þær hafi sett saman dagskrá sem innihélt jólalög frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi sem þær þýddu sjálfar á íslensku. „Við erum báðar mjög virkar í því að semja texta og fannst gaman að spreyta okkur á þessum þýðingum,“ segir Stína, en þær Marína hafa báð- ar verið tilnefndar til Íslensku tón- listarverðlaunanna fyrir djassplötur á íslensku með textum eftir þær sjálfar, Stína fyrir Jazz á íslensku frá 2017 og Marína fyrir Beint heim f́rá 2018. „Í framhaldinu af jólatónleik- unum í fyrra fengum við fjölda fyrir- spurna um það hvort við hefðum gef- ið lögin út og ákváðum þá bara að skella í eina plötu.“ Hlý jólastemning Spurð hvað hafi ráðið lagavalinu segir Stína að þær Marína hafi lagst í mikla rannsóknarvinnu. „Við hlust- um á mikið magn jólalaga og spurð- um fólk sem við þekkjum frá öllum löndunum á Norðurlöndum hvert væri uppáhaldsjólalagið frá þeirra heimalandi. Við völdum síðan þau lög sem okkur fannst búa yfir ein- hverjum gneista sem við löðuðumst að,“ segir Stína og tekur fram að þær hafi lagt áherslu á að skapa hlýja jólastemningu á plötunni. Að sögn Stínu fóru þær Marína í jólatónleikaferð fyrr í þessum mán- uði og héldu tónleika í Osló, Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Reykja- vík. „Við eigum enn eftir að halda jólatónleika í Finnlandi, þannig að hver veit nema við tökum aðra nor- ræna jólatónleikaferð á næsta ári,“ segir Stína sem var á leið aftur til Stokkhólms daginn eftir að blaða- maður náði tali af henni í vikunni. „Ég kem aftur til Íslands 27. des- ember og syng á tónleikunum Gull- öld sveiflunnar með Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg Hörpu sunnudaginn 5. janúar kl. 20. Í fram- haldinu er ég að fara að taka upp næstu sólóplötu mína í samstarfi við Mikael Mála og Önnu Grétu Sigurð- ardóttur píanóleikara,“ segir Stína og tekur fram að þar verði aðallega um að ræða frumsamið efni með enskum texta. Þess má að lokum geta að platan Hjörtun okkar jóla er aðgengilega á streymisveitum á borð við Spotify. Norrænn jóladjass  Marína og Stína gefa út Hjörtun okkar jóla  Stína syng- ur með Stórsveitinni í janúar  Á leið í stúdíó með nýtt efni Jólarautt Marína Ósk og Stína Ágústs í jólalitnum eina sanna. Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Eldborg Hörpu í dag og á morgun, laugardag og sunnudag, kl. 14 og 16 báða dagana. Á efnisskránni eru „Jólaforleikur“ eftir Leroy Anderson, „Litli trommuleikarinn“ eftir Katherine K. Davis, „Það á að gefa börnum brauð“ eftir Jórunni Viðar, „Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá“ eftir William J. Kirkpatrick og „Skautavalsinn“ eftir Émile Waldteufel auk fleiri sígildra jólalaga. Trúðurinn Barbara, sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur, er kynnir og sögumaður tón- leikanna, einsöngvarar eru Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Kolbrún Völkudóttir og hljómsveitarstjóri Bjarni Frímann Bjarnason. Að vanda tekur fjöldi ungra listamanna þátt í tónlistarflutningnum um helgina. Fram koma Stúlknakór Reykjavíkur, blokkflautusveit Tónlistar- skóla Árnesinga, ungir trommuleikarar, dansarar úr Listdansskóla Íslands, Hörpuhópur, bjöllukór Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar og táknmálskórinn Litlu sprotarnir, en tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli. Hátíðarstemning í Eldborg Morgunblaðið/Eggert Trúður Barbara, sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur, er kynnir og sögumaður tónleikanna um helgina. PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.