Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 13

Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 13
Ofan á öll ótíðindin sem dunið hafa yfir nú í byrjun nýs árs þá bættust enn ein við er fréttir bárust að aðstandendur Bíó Paradísar neyðast til að skella í lás með vorinu. Gamma forkólfar, eig- endur húseignarinnar að Hverfis- götu 54, vantar meiri pening. Það er auðvitað hlutverk peningamanna og þeirra fyrirtækja að hámarka gróðann, sama hvað. Nú virðist, eftir fólskulegt ævintýr þessara manna með fjármuni Gamma, eiga að ráðast á lítilmagnann og láta hann hjálpa sér að bjarga fjár- glæfratapinu. Borið er fyrir sig að leigan fylgi ekki markaðsvirði. Hvaða markaðsvirði spyr maður? Það hefur nefnilega verið óeðli- legt ástand í miðborg Reykjavíkur eftir að heimsbyggðin uppgötvaði þetta litla eyríki í Norður-Atlants- hafi. Klondike var f ljótur til og nú er miðborg Reykjavíkur orðin eins og síldarplanið á Siglufirði var forðum tíð, allir ætla að græða. Þá er aftur spurt, við hvaða markaðs- virði á að miða? Er raunhæft að miða við markaðsvirði óeðlilegrar sveif lu upp á við sem nú virðist samkvæmt öllum tíðindum stefna í hraða niðursveiflu. Ef nánast þre- falda þarf leiguna á Hverfisgötu 54 í dag gæti hún verið eðlileg án marg- földunarinnar á morgun þegar túrisminn minnkar, jafnvel tölu- vert. Þá munum við líklega upplifa eyðimerkurtilfinninguna sem nú er í uppsiglingu á Laugaveginum enn frekar þegar lundabúðirnar hverfa og mannfjöldinn skreppur saman nánast bara í innfædda Íslendinga sem hafa þörf fyrir að njóta lista og hver annars, alltaf og endalaust. Hví eru Gammamenn að fæla Heimili kvikmyndanna út úr þessu húsi, getur verið að þeir séu með hótel í huga fyrir væntanlega ferðamenn og mikinn gróða? Er ekki komið nóg af hótelum í miðborg Reykja- víkur? Ef tilgáta mín er rétt þá spyr ég: Hafa Gammamenn ekki áttað sig á að Reykjavíkurborg hefur sett kvóta á hótelrekstur í miðborginni. Ekki víst að leyfi fáist. Það ber að þakka borgarfull- trúa Hjálmari Sveinssyni að stíga strax fram og lýsa furðu sinni á framkomu húseiganda gagnvart k vikmyndalistinni í landinu. Kvikmyndahúsið á Hverfisgötu er nú eina kvikmyndahúsið í mið- borginni, en ekki fyrir svo margt löngu voru þau sjö, hvorki meira né minna í rétt 100 þúsund manna borg. Ásamt Regnboganum sem þá hét voru, Gamla bíó , Nýja bíó, Austurbæjarbíó, Stjörnubíó, Hafn- arbíó og Tjarnarbíó. Hvort þau voru öll starfandi samtímis man ég ekki svo glöggt, en hugsanlega voru Hafnar- og Tjarnarbíó aflögð þegar Regnboginn tók til starfa sem nú er Bíó Paradís. Elsta bíóhúsið í Reykjavík er ekki lengur til, Fjala- kötturinn, það fallega og merka hús var rifið einmitt vegna gróðasjónar- miða. Álíka er uppi á teningnum í dag, lítil virðing er borin fyrir kvik- myndalistinni, það sannast m.a. að einvörðungu eru rekin kvikmynda- hús í borginni með gróða í huga og sýndar aðeins Hollywood myndir sem gefa mikið í kassann en lítið fyrir sálina. Þessi bíóhús fá til sín ýmsar ,,kúltúr‘‘ myndir, en sýna þær ekki á almennum sýningum. Hvers vegna, jú, vegna þess að slíkar kvik- myndir gefa ekkert í aðra hönd, það er tómahljóð í kassanum ef þær fara í almenna sýningu. Með einstöku átaki og hugsjónina fyrir kvikmyndalistinni að leiðar- ljósi hefur starfsfólki Bíó Paradísar aftur á móti, með Hrönn Sveins- dóttur í fararbroddi, tekist að reka kúltúr bíóhús með miklum sóma og skapað þá bíómenningu sem hverri höfuðborg sæmir. Slík hús finnum við um alla Evrópu í stórum borgum sem smáum. Bíó Paradís hýsir jafn- framt helstu kvikmyndahátíðir sem haldnar eru í landinu. Slíkar hátíðir draga til sín fólk alls staðar að úr heiminum sem skiptir okkur Íslend- inga miklu máli. Það er vitað með vissu að kvikmyndagerðin hefur haft mikil áhrif á ferðamennsku í landinu og því skýtur það skökku við að ráðast á mjólkurkúna með slíkum hætti sem nú er gert. Í höfuðborginni okkar eru starf- rækt með myndarlegum hætti leik- hús, tónlistarhús og myndlistarhús sem öll eru annaðhvort byggð og/ eða rekin af ríki og borg. Þegar kemur að húsi fyrir kvikmynda- listina þá hafa yfirvöld einhvern annan hátt á, sem nú þarf sannar- lega að breyta. Því skora ég á bæði ríkis- og borg- arstjórn að sýna þessari ört vaxandi listgrein og jafnframt iðnaði í land- inu þá virðingu með að styrkja þann vettvang greinarinnar sem snýr að almenningi, þ.e. kvikmyndasýn- ingin sjálf. Yfirvöld geta ekki lengur horft með blinda auganu á þá stað- reynd að það vantar gott og tryggt húsnæði fyrir þessa listgrein eins og aðrar listgreinar til þess að almenn- ingur geti notið á sem bestan hátt. Nú er mál að linni, það þarf að kaupa eitt stykki bíóhús fyrir kvik- myndalistina hvort sem það er hús Bíó Paradísar, Austurbæjabíós eða jafnvel Gamla bíós. Það er ekki hægt að bíða lengur, svo mikið er víst. Varanlegt hús fyrir kvikmyndalistina eins og aðrar listgreinar hafa Þór Elís Pálsson kvikmyndaleik- stjóri og vara- borgarfulltrúi Flokk fólksins Það er ekki hægt að bíða lengur, svo mikið er víst. Leiða má að því rök að þáttur byggingariðnaðarins í losun gróðurhúsalofttegunda sé oft vanmetinn hér á landi. Þegar mótaðar eru tillögur um aðgerðir í loftslagsmálum er lítilli sem engri athygli varið í þann málaflokk og í aðgerðaáætlun stjórnvalda um loftslagsmál er byggingariðnaður- inn tæplega nefndur. Í átaki stjórn- valda í húsnæðismálum var svo að segja ekkert minnst á umhverfismál í neinum af þeim 44 tillögum sem þar voru kynntar. Er byg g i ng a r iðnaðu r i n n á Íslandi svona loftslagsvænn? Við erum jú með hreina orku, nóg af vatni og landi. Það er rétt að Ísland sker sig úr varðandi loftslagsáhrif byggingariðnaðarins miðað við f lestar aðrar þjóðir þar sem við kyndum húsin okkar með jarð- hita, með mjög litlu kolefnisspori miðað við aðra orkugjafa. Okkur hættir hins vegar til þess að van- meta þátt byggingariðnaðarins í umhverfismálum sökum endur- nýjanlegu orkugjafanna sem veita okkur einstakar aðstæður. Loftslagsáhrif bygginga snúast ekki bara um orku, þau snúast til að mynda um hvar byggingar eru staðsettar, hvernig aðgengið og þjónustan er fyrir f jölbreyttan ferðamáta, hvaða efni eru notuð, hvernig byggingunni er viðhaldið og hvernig hún er rifin niður. Í þessum efnum erum við eftirbátar nágrannaþjóða okkar. Losun á gróðurhúsalofttegund- um frá byggingum á Íslandi er að stórum hluta falin undir mörgum öðrum þáttum, svo sem sam- göngum, orkuframleiðslu, úrgangi og iðnaði. Við búum einnig við ein- stakar aðstæður að því leytinu til að hingað þarf að f lytja inn næstum öll efni og aðföng. Framleiðsla efna erlendis og flutningar skilja eftir sig stórt kolefnisfótspor. Hér er hægt að gera mun betur með því að endur- nýta meira efni, nota byggingarefni með lítið kolefnisspor og efni sem mögulegt er að nota aftur í kjölfar niðurrifs. Eftir að Ósló kortlagði nánar sína losun á gróðurhúsalofttegundum kom í ljós að losun frá byggingar- svæðum var töluvert meiri en búist var við. Í framhaldinu voru sett markmið um að öll byggingarsvæði í Ósló yrðu svo að segja losunarlaus árið 2025. Hingað til hefur ekki verið gerð nein heildstæð kortlagning á því hver losun byggingariðnaðar er á Íslandi, því er erfitt að setja sér markviss markmið. Ríki og sveitarfélög hafa þegar sett sér metnaðarfull markmið í samgöngumálum. Nú er hins vegar kominn tími á að stjórnvöld skapi sér stefnu í átt að sjálf bærari bygg- ingarmarkaði – sú stefna er ekki til sem stendur. Undirstaða þeirrar stefnumótunar felst í að kortleggja raunveruleg umhverfisáhrif bygg- ingariðnaðarins. Nýlega skrifuðu allir norrænu húsnæðismálaráðherrarnir undir yfirlýsingu þar sem undirstrikuð var sú nauðsyn að draga úr losun koltvísýrings frá byggingariðnað- inum og að iðnaðurinn tileinki sér sjónarmið hringrásarhagkerfisins. Mikilvægt er að Ísland fylgi þessari yfirlýsingu eftir með markvissri langtíma-stefnumótun í átt að lofts- lagsvænni byggingariðnaði. Ísland, með alla sína sjálf bæru og hreinu orkugjafa, er í dauðafæri á heimsmælikvarða til þess að vera alþjóðasamfélaginu fyrirmynd í húsbyggingum. En fyrst þurfum við að átta okkur á að við getum og verðum að gera betur. Er nánast engin losun frá byggingariðnaði á Íslandi? Í grein sem umhverfisráðherra skrifar í Vikudag þann 16. janúar sl. fjallar hann um drög að frum- varpi um hálendisþjóðgarð og setur m.a. fram spurninguna „Hvað með virkjanir?“. Þar kemur ráðherra inn á að virkjanir hafi verið bitbein stjórn- mála og samfélagslegrar umræðu og nú sé reynt að sætta þau sjónar- mið með því að virða leikreglur laga um vernd- og orkunýtingu, svokallaðar rammaáætlanir. Hér á ráðherrann við rammaáætlun þrjú sem að líkindum mun koma fram á Alþingi á þessum vetri. Í rammaáætlun þrjú er aðeins einn orkunýtingarkostur innan vænts hálendisþjóðgarðs sem er í nýtingarf lokki. Um er að ræða orkukostinn Skrokköldu með um 45 MW af l, af orkukostum upp á rúmlega 2000 MW sem voru til umfjöllunar í rammaáætlun þrjú og falla innan marka hálendisþjóð- garðs. Aðrir kostir eru í bið- eða verndarf lokki. Það kemur fram í skrifum umhverfisráðherra að eigi að færa verkefni úr biðf lokki í nýtingarf lokk rammaáætlunar þrjú, verði það gert á forsendum þjóðgarðsins. Því er ekki hægt að búast við miklu, ef einhverju, til viðbótar síðar í nýtingarf lokk ef rammaáætlun þrjú verður sam- þykkt óbreytt. Í verkferli er nú rammaáætlun fjögur og í framtíð- inni var, og er gert ráð fyrir, að f leiri áfangar komi fram. Því er enn ekki komin fram nein endanleg sýn á hversu stór orkuauðlind Íslendinga er á hálendinu en vafalítið er það orkuríkasta svæði landsins Það er í hæsta máta einföldun að tala um virkjanir sem hlutlægan og sérstæðan hlut. Virkjun er bara birtingarmynd þess að þjóðfélagið er að nýta orkuauðlind í efna- hagslegu samhengi, til að að þjóna þörfum heimila og atvinnulífs í landinu. Í stóru myndinni, fyrir okkur Íslendinga, snýst málið um það hvort breyta eigi landnotkun hálendisins þannig að lokað verði fyrir aðgengi þjóðarinnar að orku- auðlindum sínum um alla framtíð. Það er einnig í hæsta máta óeðlilegt og óráðlegt að lokað sé á mögulega orkunýtingu á hálendi Íslands áður en lokið er gerð orku- og orkuör- yggisstefnu fyrir Ísland. Ljóst er að þörfin fyrir orku fer vaxandi eftir því sem samfélagið stækkar, auk þess sem huga þarf að nægu fram- boði af innlendri grænni orku fyrir orkuskiptin sem stefnt er að. Við sem störfum í orku- og veitugeir- anum teljum okkur skylt að draga ofangreinda staðreynd fram. Við erum ekki að virkja virkjananna vegna, heldur vegna þeirra sam- félagslegu og efnahagslegu áhrifa sem nýting orkuauðlinda skapar fyrir þjóðarbúið. Enda hefur hag- nýting okkar endurnýjanlegu orkuauðlinda lagt grunninn að lífs- gæðum og verðmætasköpun í land- inu síðustu hundrað árin. Það koma kynslóðir á eftir okkur sem þurfa og vilja hafa tækifæri til að nýta landið á sinn hátt m.a. af efnahagslegum ástæðum. Þá er rétt að minna á það framlag sem orkuauðlindir í vatns- af li og jarðvarma skapa til hnatt- rænna loftlagsmála. Annað er að umræðan um hálendisþjóðgarð hefur ekki náð að þróast og er keyrð fram í f lýti. Það er þekkt erlendis að þjóðgarðar eru flokkaðir í svæði þar sem mismikil friðun á sér stað, allt eftir verð- mætamati þeirrar náttúru sem friða á og þörfum viðkomandi þjóða fyrir atvinnustarfsemi og hagnýtingu auðlinda á þeim svæðum. Í fyrstu umræðum um þjóðgarð var þess alltaf getið að svo myndi einnig verða innan vænts þjóðgarðs en eins og fram kemur í grein ráð- herrans er hér verið að draga línu í sandinn gegn mögulegri fram- tíðarnýtingu orkuauðlinda. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag eru upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Ekki er rétt að draga þá mynd upp að þetta sé barátta á milli þeirra sem vilja friða, eða breyta land- notkun hálendisins, og þeirra sem vilja virkja. Það er of mikil ein- földun því öll viljum við náttúrunni hið besta. Það er réttmætt og eðli- legt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, að benda löggjafanum á ofan- greint svo þingmenn taki ákvörðun um breytta landnotkun hálendisins með „opin augu“ og með framtíðar- kynslóðir Íslendinga í huga. Hálendisþjóðgarður og orkuauðlindir þjóðarinnar Ingibjörg Ólöf Isaksen stjórnarfor- maður Norður- orku hf. Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. Annað er að umræðan um hálendisþjóðgarð hefur ekki náð að þróast og er keyrð fram í flýti. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir framkvæmda- stjóri Grænni byggðar Dagur Bollason verkefnistjóri Grænni byggðar 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.