Fréttablaðið - 05.02.2020, Síða 15

Fréttablaðið - 05.02.2020, Síða 15
Aðaláherslan hjá mér á þessu ári er að bæta mig í 100 og 400 metra hlaupi þar sem það eru þau hlaup sem eru á dagskrá á Ólympíuleikunum og ég á raunhæfa möguleika á að ná lágmarki í. ÍÞRÓTTIR Samstarf íþróttafélaga við skóla er takmarkað, rekstur íþróttafélaganna er erfiður, mörg sérgreinafélög eru á hrakhólum með aðstöðu fyrir sína íþrótta- grein, mörg íþróttamannvirki eru úr sér gengin og þarfnast meira viðhalds og ríkisvaldið hefur lítið lagt af mörkum við uppbyggingu á aðstöðu og því byggir aðgengi landsliða að aðstöðu á velvild sveitarfélaga og félaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að lokaskjali borgar- yfirvalda í stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 sem lögð voru fram á síðasta fundi menning- ar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Alls eru drögin 32 síður og eftir fallegan texta um hversu jákvætt íþróttastarf sé og að draumurinn sé að árið 2030 muni nær allir Reyk- víkingar stundi reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu er komið að punktum þar sem glans- myndin hverfur. Þar er bent á að mörg íþrótta- mannvirki séu úr sér gengin og þarfnist meira viðhalds. „Þau mann- virki sem borgin rekur er viðhaldið á vegum hennar, sem hækkar leig- una á ÍTR í gegnum eignasjóðinn á móti,“ segir orðrétt í drögunum. Í viðhorfskönnun sem gerð var meðal íþróttafélaganna í Reykjavík töldu 67 prósent þátttakenda að aðstaðan væri einn af helstu þáttunum sem hindruðu félagið/-deildina í að ná árangri. Hlutfallið bendir til að þó nokkurt verk sé fram undan við að koma aðstöðumálum í gott horf. Mörg sérgreinafélög eru á hrak- hólum með aðstöðu fyrir sína íþróttagrein. Margar óskir liggja fyrir frá íþróttafélögum um upp- byggingu íþróttamannvirkja og er reynt að vinna með þeim að því að þróa lausnir sem eru skynsamlegar. Í punktunum er einnig bent á hvað ríkisvaldið sé lélegt að sinna uppbyggingu og er hvergi dregið undan. „Ríkisvaldið hefur lítið lagt af mörkum varðandi uppbyggingu á aðstöðu og því byggir aðgengi landsliða að aðstöðu á velvild sveitarfélaga og félaga. Slík velvild hefur leitt til þess að árekstrar verða þar á milli við aðrar æfingar íþrótta- félaga.“ Um nýjan þjóðarleikvang er sagt: „Mikill þrýstingur er á um byggingu þjóðarleikvanga fyrir ýmsar íþróttagreinar. Nýting slíkra mannvirkja til æfinga fyrir íþrótta- félög einkennast af árekstrum við keppnisleiki og aðra viðburði og eru því ekki eins heppileg fyrir æfingar og önnur æfingaaðstaða.“ Þá er bent á stöðu afreksíþrótta- fólks sem hefur ekki hæfa þjálfara til að bæta sig í sinni íþrótt. „Staða afreksfólks á Íslandi er erf ið. Umhverfi til afreksiðkunar í f lest- um greinum er ekki gott. Í sumum greinum er skortur á hæfum þjálfurum til að þjálfa afreksfólk. Stuðningur við afreks- fólk er almennt lítill miðað við þann fórnarkostnað sem afreksíþrótta- fólk verður fyrir og tekjumöguleik- ar afreksmanna eru frekar takmark- aðir í f lestum íþróttagreinum.“ – bb Ríkið hefur lítið lagt af mörkum í uppbyggingu á íþróttaaðstöðu Rekstrarúttekt hefur verið gerð á íþróttafélögunum í borginni sem sýnir að rekstur félaganna versnaði á árinu 2018 miðað við fyrri ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mörg sérgreinafélög eru á hrakhólum með aðstöðu fyrir sína íþróttagrein og mörg íþróttamannvirki eru úr sér gengin og þarfnast meira viðhalds. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sprett hlaup ar- inn Pat rek ur Andrés Ax els son, sem hleypur fyrir Ármann, hljóp um síðustu helgi 60 metra á tímanum 7,99 sek úndur þegar hann tók þátt í Reykjavíkurleikunum. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer und ir átta sek únd ur í þessari grein. Patrekur Andrés sem er sjónskertur hljóp án aðstoðarmanns að þessu sinni og náði þarna markmiði sem hann setti sér þegar hann hóf hlaupaferil sinn fyrir um það bil fimm árum. Patrekur Andrés byrjaði að hlaupa af fullum krafti þegar hann byrjaði að missa sjónina árið 2014 en haustið 2015 var besti tími hans í 60 metra hlaupi 8,65 sekúndur. Fyrir hlaupið um helgina átti Pat- rekur best 8,24 sekúndur. Hann bætti sig þar af leiðandi um 0,24 sekúndur og hefur bætt sig um 0,66 sekúndur á fimm árum. Það er afar gott í jafn stuttri vegalengd og 60 metra hlaup er. „Það var mjög góð tilfinning að ná að hlaupa á þessum tíma, sér- staklega í ljósi þess að ég var ekki með aðstoðarmann og á hvaða tímapunkti ég næ því. Ég næ alla jafna betri tíma þegar ég hleyp með aðstoðarmanni þar sem ég næ að sleppa mér meira og er örugg- ari í því sem ég er að gera. Af þeim sökum er rúm fyrir enn meiri bæt- ingu,“ segir Patrekur Andrés í sam- tali við Fréttablaðið. „Ég kýs það frekar að hlaupa með aðstoðarmann þar sem mér þykir það mun þægilegra. Ég lenti hins vegar í því á Evrópumótinu í fyrra að aðstoðarmaðurinn tognaði í miðju hlaupi og svo í vikunni fyrir Meistaramót Íslands að aðstoðar- maðurinn sem ætlaði að hlaupa með mér þar meiddist og gat ekki aðstoðað mig. Það er fínt að vita af því að ég get hlaupið með góðum árangri ef sú staða kemur upp aftur. Það er meira en að segja það að útvega aðstoðar- menn til þess að fylla skarðið með stuttum fyrirvara.“ Góð fyrirheit fyrir það sem koma skal Það er stórt ár fram undan hjá Pat rek i Andrési Ax els syni en hann stefnir að því að komast á Ólympíuleika fatlaðra sem fram fara í Tókýó í Japan síðsumars. Patrekur Andrés hefur ekki náð lágmörkum fyrir leikana en hann telur raunhæft að ná þeim í tæka tíð. Hefur trú á að hann fari til Tókýó „Aðaláherslan hjá mér á þessu ári er hins vegar að bæta mig nægilega mikið í 100 og 400 metra hlaupi þar sem það eru þau hlaup sem eru á dagskrá á Ólympíuleikunum og ég á raunhæfa möguleika á að ná lágmarki í. Þessi tími gefur góð fyrirheit um að ég nái nógu mikilli bætingu til þess að ná lágmarkinu fyrir leikana síðar á þessu ári. Mér finnst ég vera í góðu formi og þró- unin á æfingum og keppnum vera í rétta átt,“ segir hann um komandi verkefni hjá sér. Patrekur á best 12,23 sekúndur í 100 metra hlaupi en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 11,90 sekúndur. Hann á svo best 57,87 sekúndur í 400 metra hlaupi og lágmarkið fyrir leikana þar er 57 sekúndur. „Það skiptir svo miklu máli fyrir mig að eins og staðan er núna lítur út fyrir að ég verði áfram með sama aðstoðarmann og byrjaði að vinna með mér fyrir tæpu ári. Samhæfing milli mín og hans er mjög mikilvæg til þess að ég geti bætt mig enn frek- ar og hún verður betri og betri með tímanum. Við erum að vinna með stutt band á milli okkar þegar við hlaupum og allir hnökrar okkar á milli gera það að verkum að tíminn verður lakari sem munar um í svona stuttum vegalengdum,“ segir þessi metnaðarfulli hlaupari. „Ég er á leiðinni á alþjóðlegt mót í Dúbaí um miðjan mars og æfinga- planið núna miðar að því að toppa á þeim tíma. Það væri geggjað að vera búinn að tryggja mig til Tókýó eftir það mót. Ég er afar vongóður um að það takist og hlaupið um helgina gefur mér sjálfstraust og trú á að ég sé á leiðinni á Ólympíuleikana. Síðan fer ég á EM og það er því nóg af spennandi verkefnum handan við hornið.“ hjorvaro@frettabladid.is Patrekur Andrés tekur af stað í 60 metra hlaupi á Reykjavíkurleiknunum um síðustu helgi en þar bætti hann besta tíma sinn í greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.