Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 8
Að stöðva þessa starf semi er vel­ ferðar mál og bar átta gegn fé lags legu of beldi! Úr tilkynningu ASÍ og Neytendasamtakanna Dalsnes býður bænum að byggja 60 litlar og hag­ kvæmar íbúðir á lóðinni eða að skipta lóðinni upp fyrir 15 einbýlishús. Samskipti og streita Forvarnafræðsla, miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 14-16 Kulnun og streitutengd vandamál virðast vaxandi í nútíma samfélagi. Ástæður þess eru ekki vel þekktar. Sumir telja að manneskjan hafi minna þol gegn álagi og áföllum á meðan aðrir telja að álagsþáttum hafi fjölgað og að tæknin hafi neikvæð áhrif. Rannsóknir beinast nú að streituvöldum í samskiptum og hvað væri mögulegt að gera betur í uppeldi og samskiptaþjálfun. Markmið málþingsins er að veita þeim starfsstéttum, sem starfa undir álagi og í samskiptum, innsýn í spennandi fræðaheim læknis- og siðfræði á þessu sviði. Álag í samskiptum-hvað getum við gert betur 14:00-14:45 Streita og kulnun í samskiptum Ólafur Þór Ævarsson 14:45-15:30 Velfarnaður, samskipti og vinátta Kristján Kristjánsson 15:30-16:00 Umræður og fyrirspurnir Skráning á www.tix.is Staðsetning í ráðstefnusölum Hótel Nordica. Frekari upplýsingar á www.stress.is Dr. Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir og framkvæmdastjóri Forvarna ehf. Hann stundar meðferð, fræðslu og rannsóknir á kulnun og sjúklegri streitu. Dr. Kristján Kristjánsson er prófessor í mannkostamenntun og dygðafræðum við Jubilee Centre for Character and Virtues, Menntavísindasvið, Háskólanum í Birmingham og vinsæll og virtur fyrirlesari. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið LOFTSLAGSMÁL – Viltu draga úr heimilissorpi? Umhverfis- og skipulagssvið styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröðinni Liggur okkur lífið á? Þriðjudagurinn 11. febrúar 2020 kl. 20 á Kjarvalsstöðum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröðinni ásamt Líf Magneudóttur, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipu- lags- og samgönguráðs, þar sem loftslagsmál eru skoðuð og rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Á fundinum munum við glíma við efni eins og: Hvernig heimili geta með vistvænum lífsstíl forðast sorpmyndun og sóun? Hvernig getum við breytt heiminum á jákvæðan hátt með daglegum ákvörðunum? Hvernig söfnum við lífrænum úrgangi, stundum heimajarðgerð og hvernig getum við lært að lifa lífinu hægar? Þóra Margrét Þorsteinsdóttir flytur upphafserindi um hvernig fjölskyldur geti dregið úr heimilissorpi, Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasa- garðsins fjallar um heimajarðgerð, Friðrik K. Gunnarsson sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg ræðir söfnun á lífrænum úrgangi og Björk Brynjarsdóttir frumkvöðull í umhverfismálum flytur hugleiðingu. Byggjum á staðreyndum. Hlustum á fagfólk og grasrótina. Tökum þátt í umskiptunum. Öll velkomin og heitt á könnunni. STJÓRNSÝSLA Umrædd deila á sér langa forsögu. Fyrirtækið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, keypti jörð sem tilheyrir Garðabæ, Hrauntungu við Álftanesveg, af Rík- iskaupum í júlí 2011. Jörðin er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fer- metra hús. Dalsnes er eignarhalds- félag sem fer meðal annars með hlut Ólafs í heildsölurisanum Innnesi. Í framhaldi af kaupunum óskaði Dalsnes eftir því að skipuleggja byggð á lóðinni og hefur haldið þeirri ósk til streitu í tæpan áratug en bæjaryfirvöld ekki hlustað. Það er að minnsta kosti það sem lög- maður Dalsness, Árni Helgason, heldur fram í bréfi sem sent var til bæjaryfirvalda á síðasta ári. Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði Garða- bæjar þann 21. janúar síðastliðinn. Heimildir Fréttablaðsins herma að lausn málsins sé innan seilingar. Í bréfi Árna kemur fram að í lok árs 2016 hafi vinna við deiliskipu- lags svæðisins hafist en þrátt fyrir ítrekanir landeiganda var ákveðið að skipulag lóðarinnar yrði óbreytt. Í kjölfarið gerði f yrirtækið athugasemdir við deiliskipulagið og fékkst loks svar í október 2017. Vísuðu bæjaryfirvöld þá í vilja fyrrverandi lóðarhafa „um að hafa lóðina óbyggða og varðveita gróð- urinn sem hann hafði lagt sál sína í að rækta“. Skipulagið var kært til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- nefndar, sem komst að þeirri niður- stöðu að ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja breytingu á deili- skipulaginu hefði verið réttmæt. Í fyrrnefndu bréfi lögfræðings Dalsness er farið yfir samskiptin við bæjarfélagið í gegnum árin. Er afstaða bæjarins talin vekja margar spurningar. Um einkalóð sé að ræða og því sé sérstakt að gróðurinn sé svo merktur að ekki megi fara í neinar framkvæmdir á lóðinni. Telur lögfræðingurinn að það sé nánast eins og bæjarfélagið gangi út frá því að um almenningsgarð eða grænt svæði í opinberri eigu sé að ræða. Bærinn hafi þó aldrei lýst yfir áhuga á að eignast lóðina og því sé óljóst hvað bænum gangi til. Ekki sé í lagi að byggja ákvarðanir stjórnvalds á munnlegu óskjalfestu loforði við fyrri eigendur. Fréttablaðið fjallaði um deiluna árið 2018 en þá hafði hugmynd Dalsness um nýtingu jarðarinnar verið lögð fyrir bæjarráð Garðabæj- ar. Hugmyndin gekk út á að húsið yrði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Sú tillaga féll ekki í kramið. Nú býður Dalsnes Garðabæ að velja annan af tveimur valkostum. Annars vegar að Dalsnes fái leyfi til þess að byggja 60 litlar og hag- kvæmar íbúðir á lóðinni eða til vara að heimilað verði að skipta lóðinni upp í 15 lóðir fyrir einbýlishús. Í báðum tilfellum yrði skipulagt leiksvæði á lóðinni í samvinnu við bæjaryfirvöld og markmið skipu- lagsins yrði að vernda og nýta þann gróður sem fyrir er. bjornth@frettabladid.is. Lausna leitað í áralangri deilu Lóðarhafi við Álftanesveg í Garðabæ hefur sent bæjarfélaginu tvær tillögur um lausn á tæplega ára- tugslangri deilu um skipulag umræddrar lóðar. Deilt hefur verið um jörðina í um áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NEYTENDUR Al þýðu sam band Ís- lands og Neyt enda sam tökin hafa stofnað bar áttu sam tök í þeim til- gangi að upp ræta smá lána starf- semi. Í til kynningu frá sam tökunum segir að þeim sé ætlað að að stoða „þol endur smá lána“ og að um sé að ræða „bar áttu gegn fjár hags legu of- beldi“. Þá er þess sömu leiðis krafist að stjórn völd axli á byrgð. „Ætla má að þúsundir ein stak- linga og fjöl skyldna hafi goldið það dýru verði að festast í neti smá lána fyrir tækja sem níðast skipu lega á þeim sem höllum fæti standa. Að stöðva þessa starf semi er vel ferðar mál og bar átta gegn fé lags legu of beldi!“ segir í til- kynningunni. Sam tökin munu kort leggja hvaða fyrir tæki þjónusta smá lána- fyrir tæki og auð veldi þannig starf- semi þeirra. Al menningur þurfi að vera upp lýstur um hvaða fyrir tæki það séu. Jafn framt verði þrýst á stjórn völd að beita sér mark visst gegn starf semi smá lána. – sks Berjast gegn smálánum 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.