Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 16

Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þótt sam- þykktur lágmarks íbúafjöldi sé skynsam- legur dregur það ekki úr mikilvægi valddreifing- ar og sjálfs- stjórn sveitar- félaga. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Það eina sem þarf til svo að illskan hafi yfirhöndina er að gott fólk aðhafist ekkert. Tilvitnun þessi er gjarnan eignuð breska stjórnmálamanninum Edmund Burke sem uppi var á átjándu öld. Svo kann þó að vera að Burke hafi aldrei nokkurn tímann látið orðin falla. Því góðar tilvitnanir eru eins og flökkusögur; þær ganga manna í millum kynslóðum saman og taka á sig ýmsar myndir svo erfitt getur reynst að greina hvar uppsprettan liggur. Óljós upp- runinn dregur þó ekki úr sannleiksgildi orðanna. Önnur þekkt flökkusögn segir frá manni sem gefur sig á tal við konu í partíi. Í algengustu útgáfu sögunnar er maðurinn sagður írska leikskáldið George Bernard Shaw: Einhverju sinni var Bernard Shaw staddur í veislu þar sem hann heyrðist segja við konu eina að allir væru falir fyrir rétt verð. Konan mótmælti harðlega. „Ekki ég,“ svaraði hún. Leikskáldið spurði þá konuna hvort hún væri til í að sænga hjá sér ef hann greiddi henni milljón pund fyrir. Konan svaraði játandi, líklega léti hún sig hafa það fyrir milljón pund. „En hvað með fyrir tíu skildinga?“ spurði Bernard Shaw. Konan varð sármóðguð. „Að sjálfsögðu ekki! Hvað heldurðu að ég sé?“ Bernard Shaw svaraði: „Við höfum þegar fengið úr því skorið hvað þú ert. Nú erum við aðeins að prútta um verð.“ Læknar, ekki landamæraverðir Í Bretlandi árið 2017 gaf þáverandi heilbrigðisráð- herra út reglugerð sem gerði læknum lagalega skylt að krefja sjúklinga um greiðslu fyrir læknismeðferð fyrir fram gætu þeir ekki sýnt fram á að þeir væru með lögheimili í landinu. Ef þeir greiddu ekki skyldi þeim neitað um meðferð. Bresku læknasamtökin höfðu í frammi kröftug mótmæli. „Við erum læknar, ekki landamæraverðir,“ sagði unglæknir um reglu- gerðina. „Að láta okkur rukka fólk á borð við farand- verkamenn og flóttafólk fyrir heilbrigðisþjónustu er rasismi – það er verið að gera okkur meðsek harð- stjórn.“ Læknasamtökin ítrekuðu mótmælin á síðasta ári og sögðu fyrirkomulagið hafa gefist illa; það hafi latt viðkvæma hópa til að leita sér nauðsynlegrar læknisþjónustu, aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk og fjöldi fólks hafi þurft að greiða fyrir þjónustuna sem hafði rétt á henni ókeypis. Andvaraleysi hefur afleiðingar Í vikunni afhenti Stúdentaráð Háskóla Íslands háskólaráði 1.500 undirskriftir þar sem skorað var á ráðið að endurnýja ekki samning Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á f lóttafólki. Háskólinn hefur sinnt svokölluðum tanngreiningum, röntgengreiningu á tönnum sem á að skera úr um hvort hælisleitendur séu börn eða fullorðnir. Aðferðin er hins vegar umdeild. Vitað er að hún er ónákvæm, mörgum þykir hún ómannúðleg og hafa ýmsir – þ.m.t. Rauði krossinn og UNICEF – sagt það ósiðlegt að nota skaðlega geisla á ungmenni þegar læknisfræðilega nauðsyn beri ekki til. Mikill styr stendur nú um Útlendingastofnun en ákvarðanir hennar þykja oft vægðarlausar. Vafalaust telja fulltrúar í háskólaráði sig blásaklausa af úrskurð- um hinnar óvinsælu Útlendingastofnunar. En rétt eins og konan sem rökræddi við George Bernard Shaw í partíinu forðum er ráðið haldið sjálfsblekkingu. „Við höfum þegar fengið úr því skorið hvað þú ert,“ sagði Bernard Shaw og sakaði konuna pent um að vera gleðikona. Ef háskólaráð heldur áfram við- skiptum við Útlendingastofnun hefur ráðið selt sið- ferðið, mannúðina og vísindaleg heilindi sín eins og blauð, hugmyndafræðileg vændiskona. Það er með ólíkindum að stjórnendur Háskóla Íslands sætti sig við það sem breskir læknar taka ekki í mál: Að vera gerðir að vægðarlausum landamæravörðum. And- varaleysi hefur af leiðingar. Því eins og margir hafa mælt í mannkynssögunni: „Það eina sem þarf til svo að illskan hafi yfirhöndina er að gott fólk aðhafist ekkert.“ Hugmyndafræðileg vændiskona Eigendur slíkra mynda sem vilja leggja þessu verkefni lið með því að benda á athyglisverðar Þingvallamyndir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við ritstjóra bókarinnar, Aðalstein Ingólfsson, netfang: adalart@mmedia.is – við fyrstu hentugleika. HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG HAGATORGI · SÍMI 588 9060 hib@hib.is · www.hib.is Hið íslenska bókmenntafélag vinnur nú að útgáfu á listaverkabók með myndum íslenskra myndlistarmanna frá Þingvöllum, frá upphafi til okkar daga. Þingvallamyndir í íslenskri myndlist Við sem viljum sterkari sveitarfélög hljót-um að fagna stefnumótun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 sem Alþingi samþykkti í síðustu viku. Meginstefið er sjálf bærar byggðir um land allt. Því eru sett lágmarksviðmið um íbúafjölda sem eru 250 árið 2022 og 1.000 árið 2026. Við það eflist stjórnsýslan og tækifæri skapast til betri þjónustu. Það er mikilvægt fyrir lýðræði, samfélagsþátttöku og valddreifingu. Sterkari geta sveitarfélögin tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu og veitt þjónustu í eins miklu návígi við íbúa og kostur er. Þannig mynda þau meira mótvægi við sterkt miðstjórnarvald löggjafar- og framkvæmdarvalds. En eitt er stefna, annað framkvæmd. Eftir er að útfæra einstakar aðgerðir, meðal annars varðandi lágmarksíbúafjölda og stóraukinn fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaga. Eitt erfiðasta verkefnið verður breytt verkaskipting ríkis og sveitar- félaga. Þar þarf að verja sjálfsstjórn sveitarfélaga og rétt til að ráða á eigin ábyrgð, verkefnum og fjárhag. Enn er óútfært hvernig hægt sé að styrkja tekjustofna sveitarfélaga og auka fjárhagslega sjálf bærni þeirra. Þá er það í anda Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, sem Ísland á aðild að, að hvetja til stór- aukinnar þátttöku íbúa í ákvarðanatöku með beinum eða rafrænum íbúakosningum. Það þarf að útfæra. Fimmtán sveitarfélög, eða um 20 prósent sveitar- félaga, eru nú að ræða mögulega sameiningu við nágranna sína eða að klára sameiningarferli. Auk þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa samþykkt sam- einingu á Austfjörðum eru fimm í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu í óformlegum viðræðum. Fjögur í Austur-Húnavatnssýslu eru í viðræðum líkt og Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur. Saman ná þessi sveitarfélög yfir um 42 prósent af landrými Íslands en eru einungis með tæp 4 prósent íbúa landsins. Gangi sameiningar eftir mun sveitar- félögum fækka um 11 og eftir verða 61 árið 2022. Skiljanlega hefur ágreiningur verið um lágmarks- fjölda íbúa sveitarfélaga. Þrátt fyrir rekstrarhagræði með stærri einingum er hætt við að jaðarbyggðir upp- lifi skerðingu þjónustu og áhrifa á ákvarðanatöku. Þótt samþykktur lágmarks íbúafjöldi sé skynsam- legur dregur það ekki úr mikilvægi valddreifingar og sjálfsstjórn sveitarfélaga. Það er því áhugavert að fylgjast með sveitarfélögum á Austfjörðum þar sem sameina á stjórnsýslu en ekki byggðir. Með fjölkjarna- sveitarfélögum munu íbúar varðveita sérkenni eigin samfélaga, sjálfsmynd og áhrif á nærumhverfi. Sér- einkenni byggða þarf ekki að tapast með aukinni sam- vinnu og nýju nafni sveitarfélagsins. Þriggja manna „heimastjórnum“ verður komið á með kosningum tveggja fulltrúa auk eins frá sveitarstjórninni. Þessi valdefling byggðakjarna og nærsamfélags er í anda svokallaðrar nálægðarreglu, en í því felst að þjónustu eigi að veita í eins miklu návígi við íbúa og kostur er. Þetta byggir á þeirri lýðræðishugsun að fólkið í landinu eigi rétt til þess að hafa bein áhrif á nærumhverfið. Stefnum þangað. Sveitarfélögin 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.