Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 39

Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 39
VIÐ LEITUM AÐ LIÐSAUKA Á TÍMUM BREYTINGA Mennta- og menningarmálaráðuneytið er ráðuneyti framtíðarinnar. Við berum ábyrgð á menntamálum, vísindum, íþrótta- og æskulýðs- málum og menningu. Sameiginlegur þráður í verkefnum okkar er skapandi hugsun, eiginleiki sem verður sífellt mikilvægari fyrir einstaklinga jafnt sem samfélög. Við tökum framtíðinni fagnandi. Tímar breytinga eru runnir upp í ráðuneytinu. Við ætlum að efla fagskrifstofur, endurskoða vinnulag og ferla og bæta stuðning við stjórnendur stofnana. Við viljum auka skilvirkni og bæta upplýsinga- gjöf til almennings, stofnana og starfsfólks. HVERNIG FÓLK VILJUM VIÐ? Við leitum að drífandi einstaklingum sem brenna fyrir málaflokkum ráðuneytisins. Fólki sem hugsar í lausnum og sér tækifæri í öllum hindrunum. Við viljum ráða til starfa einstaklinga sem þrífast á krefjandi verkefnum, skynja taktinn í samfélaginu og elska breytingar. Við ætlum sérstaklega að auka áherslu á stjórnun mannauðsmála, stafrænar breytingar, tölfræði og greiningar. Okkur er annt um að málaflokkar ráðuneytisins dafni og fjármunir nýtist sem best til að bæta samfélagið. Undir ráðuneytið heyra 52 stofnanir eða um þriðjungur af stofnanakerfi íslenska ríkisins. Á fjárlögum þessa árs er um 115 milljörðum króna varið til okkar málaflokka. LIFANDI VINNUSTAÐUR Við erum 73 talsins og komum úr ólíkum áttum; lög- og listfræðingar, íslensku-, bókmennta- og kennslufræðingar, kennarar, smiðir, íþrótta-, mann- og guðfræðingar. Hér starfa tónlistarmenn og fornleifafræðing- ar, menningarstjórnendur og fjölmiðlafræðingar. Hér starfa þrír karlar fyrir hverjar sjö konur, en við horfum fyrst og fremst á hæfileika hvers og eins, en ekki kyn, áhugamál, skoðanir eða hneigðir. Við rekum öflugt starfsmannafélag sem gerir lífið skemmtilegra. SKRIFSTOFUSTJÓRAR á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála á skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu Skrifstofustjórar stýra starfsemi sinnar skrifstofu og annast almennan rekstur. Þeir bera ábyrgð á því að skrifstofan sinni stjórnsýslulegum skyldum sínum og að stefnumarkandi ákvörðunum ráðherra sé hrint í framkvæmd. Skrifstofustjórar eiga að draga fram það besta í starfsfólki sinnar skrifstofu, setja því markmið og mæla árangur. Skrifstofustjórar bera ábyrgð á því að rekstraráætlanir stofnana ráðuneytisins séu gerðar og þeim sé fylgt í samræmi við fjárlög. Skrifstofustjórar leiða samstarf við aðrar skrifstofur, önnur ráðuneyti, hagaðila og aðra innlenda og erlenda aðila sem koma að málefnum viðkomandi skrifstofu. Við leitum að einstaklingum sem búa yfir: • Stjórnunarreynslu og færni í því að skapa liðsheild á vinnustað. • Þekkingu á sviði rekstrar og starfsmannastjórnunar. • Reynslu af verkefnastjórnun og áætlanagerð. • Þekkingu og reynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu. • Meistaragráðu á háskólastigi sem nýtist í starfi. • Jákvæðu og lausnamiðuðu viðhorfi, þjónustulund og metnaði. MANNAUÐSSTJÓRI Starf mannauðsstjóra er nýtt í ráðuneytinu og því viljum við ráða drífandi einstakling með skýra sýn, faglega þekkingu og reynslu. Við gerum kröfu um: • Getu, vilja og þor til ákvarðanatöku, frumkvæði og kraft til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. • Reynslu af breytingastjórnun, mótun liðsheildar og góðrar vinnustaðamenningar. • Skapandi hugsun, greiningarfærni og yfirvegun. • Leiðtogahæfileika og getu til að hvetja aðra til árangurs. • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í samskiptum. • Háskólapróf sem nýtist í starfi. GÆÐASTJÓRI Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem vill gegna lykilhlutverki í endurskoðun vinnulags, verkferla og gæðamála í ráðuneytinu. Viðkomandi mun stýra þróun og viðhaldi á gæðakerfi ráðuneytisins. Við leitum að fagmanni með: • Reynslu af rekstri gæðastjórnunarkerfa, mótun verkferla og innleiðingu. • Sannfæringarkraft, áræðni og getu til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. • Færni í samskiptum og uppbyggilegt viðmót. • Hæfileika til að miðla þekkingu. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Önnur skólastig og stjórnsýslaFjölmiðlun Framhalds- skólastig Háskóla- stig Menning, listir, íþrótta- og æsku- lýðsmál Sjá nánar á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Anna María Urbancic, rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, í síma 545 9500. Ráðuneyti framtíðarinnar leitar að leiðtogum sem brenna af ástríðu fyrir menntun og menningu Svona skiptast fjármunir milli okkar málefnasviða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.