Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 44

Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 44
Nýtt fólk Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan sölu- ráðgjafa í Reykjanesbæ. Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfs- umhverfi. Johan Rönning hefur verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR átta ár í röð ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins í sjö ár. Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum á landinu til að hljóta slíka viðurkenningu. Í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli. Fyrirtækið leggur mikið upp úr heiðarlegum og opnum samskiptum. Johan Rönning hf. var stofnað árið 1933. Fyrirtækið er leiðandi á sviði rafbúnaðar og rekur jafnframt verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Sindra vinnuföt, Vatn og Veitur og S. Guðjónsson. Hjá félaginu starfa yfir 125 manns í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, á Grundartanga, Selfossi og Akureyri. Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík. Johan Rönning hf. er góður og eftirsóttur vinnustaður. REYKJAVÍK Klettagörðum 25 Sími 5 200 800 SELFOSSI Eyravegi 67 Sími 4 800 600 AKUREYRI Draupnisgötu 2 Sími 4 600 800 REYÐARFIRÐI Nesbraut 9 Sími 4 702 020 REYKJANESBÆ Hafnargötu 52 Sími 4 207 200 HAFNARFIRÐI Bæjarhrauni 12 Sími 5 200 800 GRUNDARTANGA Mýrarholtsvegi 2 Sími 5 200 830 P ip a r\TB W A \ S ÍA Hæfniskröfur: • Menntun og reynsla í rafiðnaði • Mikil þjónustulund • Frumkvæði • Samskiptahæfni • Reynsla af sölustörfum kostur • Lausnamiðaður hugsunarháttur Söluráðgjafi á rafbúnaðarsviði Upplýsingar um starfið veitir Helgi Guðlaugsson í síma 5 200 800 eða helgig@ronning.is Umsóknir sendist á netfangið helgig@ronning.is fyrir 19. febrúar. www.ronning.is ER KRAFTUR Í ÞÉR? Agla Eir lögfræðingur Viðskiptaráðs Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur tekið við starfi lögfræðings Viðskiptaráðs Íslands en hún hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2018 sem sérfræðingur á lög- fræðisviði auk þess sem hún hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands frá því haustið 2019. Agla Eir mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn, umsagnagerð, skýrsluskrif- um og fleiri verkefnum tengdum málefnastarfi ráðsins – ásamt því að halda áfram utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Agla Eir er einkum sérhæfð á sviði alþjóðaviðskipta og gerðardómsréttar. Agla Eir er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en starfaði einnig fyrir ráðið samhliða námi. Andri og Ingi til Nýsköpunarmiðstöðvar Ingi Vífill Guðmundsson, hefur verið ráðinn til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með starfsstöð á Sauðár- króki. Ingi Vífill hefur reynslu af rekstri sprotafyrirtækja og nýsköpunar á sviði markaðs- og kynningarmála. Hann er með fjölbreytta menntun og er meðal annars grafískur hönnuður. Ingi Vífill hefur unnið að markaðssetningu á samfélagsmiðlum hjá auglýsingastofunni ENNEMM, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Hannesarholti. Andri Í. Þórhallsson hefur verið ráðinn á deild tæknirann-sókna við Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Verkefni Andra verða á sviði efnis- og orkurannsókna sem tengjast jarðvarma og álfram- leiðslu. Andri hefur umtalsverða reynslu úr áliðnaðinum sem verkfræðingur og stjórnandi hjá Norðuráli. Hann hefur einnig starfað sem verkfræðiráðgjafi hjá Mannviti og sem sérfróður meðdómandi. Andri lauk framhaldsnámi í efnaverkfræði, stundar doktorsnám í vélaverkfræði og stundakennslu við Háskóla Íslands. Sérfræðiþekking Andra er í rafefna- fræðilegum ferlum svo sem tæringu, rafgreiningu, efna- rafölum og rafhlöðum. Erlendur nýr forstjóri Cabo Verde Airlines Erlendur Svavarsson, framkvæmda-stjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic, dóttur- félags Icelandair Group, hefur verið ráðinn forstjóri f lugfélagsins Cabo Verde Airlines á Grænhöfða- eyjum. Hann tekur við af Jens Bjarnasyni sem hefur gegnt for- stjórastarfinu frá því í byrjun síðasta árs, eftir því sem fram kemur í tilkynn- ingu frá félaginu. Erlendur, sem hefur setið í stjórn Cabo Verde Airlines frá því í byrjun síðasta árs, hefur starfað í f luggeiranum frá árinu 1992 þegar hann hóf störf hjá Air Atlanta. Hann gekk síðan til liðs við Loftleiði Icelandic árið 2003. Þá var hann um skeið framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar Icelandair Group. Hann hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa dótturfélaga Icelandair Group. Erlendur er með BA-gráðu í rússnesku og hagfræði frá Háskóla Íslands, MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og AMP-gráðu frá Harvard Business School. Kristján framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta Kristján Hjálmarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Hann hefur víðtæka reynslu af fjölmiðla- og auglýsingageiranum. Hann hefur gegnt starfi viðskipta- og almannatengslastjóra H:N Mark- aðssamskipta frá árinu 2014. Áður starfaði hann um fjórtán ára skeið hjá 365 miðlum, þar af sjö ár sem fréttastjóri á Fréttablaðinu og eitt ár sem fréttastjóri Vísis. Kristján er með BA-próf í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Jönköping. Þú ert ráðin/n! FAST Ráðningar Uppáhaldssetningin okkar hjá FAST ráðningum www.fastradningar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.