Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 45

Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 45
Aðstoðarskólastjóri í Engjaskóla Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Auglýst er staða aðstoðarskólastjóra í Engjaskóla. Frá upphafi skólaárs 2020-2021 verður Engjaskóli annar tveggja grunnskóla fyrir nemendur í 1.-7. bekk í norðanverðum Grafarvogi. Auk Engjaskóla verður Borgarskóli fyrir nemendur í 1.-7. bekk og Víkurskóli 8.-10. bekk. Nemendur úr Engjahverfi og Staðahverfi á yngsta- og miðstigi munu sækja Engjaskóla og áætlaður nemendafjöldi um 279 nemendur. Innan skólans verður starfrækt frístundaheimili og félagsmiðstöð fyrir 10.-12. ára nemendur. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi og framundan eru spennandi tímar við að móta og þróa metnaðarfullt skólastarf í nýjum grunnskóla sem byggir á gömlum merg. Ráðið er í starfið frá og með 1.ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Skólastjórafélags Íslands. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar um veitir Álfheiður Einarsdóttir verðandi skólastjóri í síma 4117754 og tölvupósti alfheidur.einarsdottir@rvkskolar.is Helstu verkefni og ábyrgð • Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Reykjavíkurborgar. • Að leiða faglega forystu í skólanámskrárvinnu og skólaþróunarverkefnum. • Að bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra. • Að vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins. • Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. • Að vera staðgengill skólastjóra í fjarveru hans. Hæfniskröfur • Leyfisbréf sem kennari. • Kennaramenntun með sérhæfingu á grunnskólastigi. • Kennslureynsla í grunnskóla. • Viðbótarmenntun í stjórnun æskileg og/eða reynsla af stjórnunarstörfum á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu í skólaþróunarverkefnum. • Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun. • Þekking, leikni og hæfni í upplýsinga- og tæknimennt. • Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu. • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Góð færni í íslensku. Mannauðsstjóri Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða til starfa mann­ auðstjóra. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með reynslu af mannauðsmálum. Staðan heyrir undir svið þróunar, miðlunar og mannauðs. Mannauðsstjóri tekur þátt í stefnumótun mannauðsmála á stofnuninni og hefur umsjón með mannauðsmálum. Mannauðsstjóri veitir stjórnendum stuðning, leggur til sérþekkingu og ferla sem styðja mannauðsstefnu stofnunarinnar. Helsti verkefni: • Þróun mannauðsstefnu og eftirfylgni hennar • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í mannauðs­ tengdum málum, m.a. við innleiðingu ánægjumæliskvarða á sviði mannauðsmála • Stuðla að traustri og jákvæðri vinnustaðamenningu sem byggir á gildum Hafrannsóknastofnunar: samvinna – þekking ­ þor • Umsjón með ráðningum, móttöku nýliða og þjálfun starfsmanna. • Umsjón með fræðslu­ og starfsþróunarmálum. • Ábyrgð á ráðningasamningum og starfslýsingum í samstarfi við stjórnendur/sviðsstjóra? • Þátttaka í mótun og framkvæmd kjaramála • Aðkoma að stofnanasamningum • Samskipti við viðeigandi stjórnsýslueiningar s.s. Fjársýslu ríkisins, kjara­ og mannauðssýsluna. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði mannauðsmála eða skyldra greina • Viðtæk og mikil starfsreynsla á sviði mannauðsstjórnunar • Haldgóð reynsla af stefnumiðaðri mannauðsstjórnun, fræðslu­ og starfsþróunarverkefnum, og breytingastjórnun er kostur • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Þekking á kjarasamningum og reynsla af túlkun þeirra • Góð færni í íslensku og ensku Um er að ræða fullt starf með starfstöð í Reykjavík en fyrir liggur að stofnunin flytur í Hafnarfjörð á árinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst. Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menn tun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar­ innar og útskýrir atriði í ferilskrá betur, eftir því sem viðkomandi telur þörf á. Umsóknarfrestur er til og með 24 febrúar n.k. Umsóknir skulu sendar á póstfangið mannaudsstjóri @hafogvatn.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Guðjónsson forstjóri (sigurdur.gudjonsson@hafogvatn.is) og Sóley Morthens sviðsstjóri þróunar, miðlunar og mannauðs (soley.morthens@hafogvatn.is). Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Hafrannsóknastofnun, rannsókna­ og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf­ og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni. Lögmannsstofa óskar eftir löglærðum fulltrúa. Gott starfsumhverfi, mikil reynsla og fjölbreytt verkefni. Umsækjandi þarf að hafa lögmannsréttindi og reynslu af málflutningi. Óskað er eftir einstaklingi sem er jákvæður og hugmyndaríkur og með framúrskarandi samskiptahæfni. Umsóknir sendist á solveig@llaw.is, fyrir 20. febrúar nk. ATVINNUAUGLÝSINGAR 11 L AU G A R DAG U R 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 Ráðningar og þjálfun starfsfólks Samskipti við starfsfólk Umsjón og skipulag á vinnu starfsmanna Launavinnsla og skráning Samskipti við viðskiptavini ÞJÓNUSTUSTJÓRI Sólar ehf. óskar eftir að ráða öflugan þjónustustjóra til starfa hjá fyrirtækinu. Við erum að leita að jákvæðri og ábyrgri manneskju til að vinna með öflugum hópi þjónustustjóra hjá Sólar. Starfið er mjög fjölbreytt og mikið um mannleg samskipti. Vinnutími er mjög sveigjanlegur og viðkomandi fær bíl og síma til umráða. Sólar er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins. Við erum sérhæfð í ræstingum og tengdri þjónustu fyrir hótel, fyrirtæki og stofnanir. Hjá okkur starfa tæplega 400 frábærir starfsmenn og við leggjum áherslu á að vera góður vinnustaður þar sem starfsfólk á þess kost að vaxa í starfi. Sólar er aðili að Stjórnvísi félagi um framsækna stjórnun, Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og UN Global Compact. Þá höfum við síðustu ár verið á meðal framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo. Viðkomandi þarf að hafa gilt bílpróf. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Vinsamlegast skilið inn umsóknum ásamt ferilskrá á www.hagvangur.is Upplýsingar veitir Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2020 Starfssvið/verkefni: Reynsla af stjórnun æskileg Háskólapróf er kostur Jákvæðni og þjónustulund Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum Færni í mannlegum samskiptum Hæfniskröfur: 2013 - 2019
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.