Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 48
Embætti fiskistofustjóra Embætti fiskistofustjóra er laust til umsóknar en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í embættið til fimm ára. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, er framsýnn í hugsun, hefur sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefur metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Árangursrík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri • Góð þekking og reynsla af stefnumótun • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur, og jákvæðni • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku • Þekking og/eða reynsla af stjórnsýslustörfum er kostur • Þekking og reynsla af milliríkja- og alþjóðasamstarfi er kostur Fiskistofa er stjórnsýslustofnun með höfuðstöðvar á Akureyri og rekur starfs- stöðvar á sex stöðum á landinu. Þar starfa rúmlega 60 manns. Hlutverk Fiskistofu er að stuðla að ábyrgri nýtingu auðlinda hafs og vatna. Stofnunin sinnir stjórnsýsluverkefnum á sviði fiskveiða, eftirliti með veiðum og vinnslu sjávarafurða. Einnig annast stofnunin stjórnsýslu og eftirlit sam- kvæmt lögum um lax- og silungsveiði, lögum um fiskrækt og fleiri lögum. Fiskistofa sér um söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á verkefnasviði sínu. Þá tekur stofnunin þátt í fiskveiðisamstarfi Íslands við önnur ríki eftir því sem við á. Fiskistofa veitir ráðherra ráðgjöf við samningu frumvarpa og reglugerða og sinnir öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin með lögum eða öðrum fyrirmælum. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Konur og karlar eru hvött til að sækja um embættið. Sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra mun skipa þriggja manna valnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2020. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið postur@anr.is. Upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á netfangið postur@anr.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til- kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið: nyttfolk@frettabladid.is Nýtt fólk Pálmi fram kvæmda stjóri Kadeco Stjórn Kadeco hefur ráðið Pálma Frey Randversson sem framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur til starfa 1. mars. Pálmi hefur undan- farin ár starfað sem deildarstjóri og verkefnastjóri hjá Isavia við mótun og utanumhald þróunar- og uppbyggingaráætlana Kef lavíkur- f lugvallar. Þá hefur hann jafnframt stýrt hönnunarsamkeppni og forvali vegna þróunaráætlunar, tekið þátt í vinnu við deiliskipulag og aðalskipulag f lug- vallarins. Pálmi lauk M.Sc. prófi í Urban Design, borgar- hönnun, frá Háskólanum í Álaborg árið 2009 og B.Sc. prófi í sama fagi frá sama háskóla 2003. Hann hefur setið fjölda ráðstefna og námskeiða varðandi þróun f lugvalla- borga. Pálmi starfaði áður sem verkefna- og teymisstjóri og borgarhönnuður hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar stýrði hann fjölmörgum verk- efnum tengdum umhverfis-, skipulags- og samgöngu- málum. Anna framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi Anna Regína Björnsdóttir hefur tekið við nýju starfi framkvæmdastjóra sölusviðs Coca-Cola Europ-ean Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) en hún gegndi áður starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá fyrirtækinu. Anna Regína hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Coca-Cola á Íslandi frá ársbyrjun 2018 en þar áður stýrði hún hagdeild fyrirtækisins. Hún er með meist- aragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hóf starfsferil sinn í orkugeiranum og starfaði hjá Enex og síðar Geysir Green Energy. Árið 2012 gekk hún til liðs við Coca-Cola European Partners á Íslandi (þá Vífilfell) og hefur síðan þá byggt upp víðtæka þekkingu af dagvöru- og veitingamarkaðinum. Valdimar til Arctica Finance Valdimar Ármann, sem var áður forstjóri GAMMA Capital Management, hefur verið ráðinn til verð-bréfafyrirtækisins Arctica Finance. Valdimar, sem er hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur að mennt, staðfestir það í samtali við Markaðinn en hann hefur hafið störf sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum félagsins. Hann lét af störfum sem forstjóri GAMMA í september í fyrra, eftir að hafa stýrt félaginu frá því í árs- byrjun 2017, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá fjármálafyrirtækinu um margra ára skeið. Þá starfaði Valdimar um árabil í London og New York við verðbólgutengd af leiðu- viðskipti, fyrst hjá hollenska bankanum ABN AMRO og síðar Royal Bank of Scotland. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf. capacent.is Við gætum verið með næsta starfsmann mánaðarins á skrá 14 ATVINNUAUGLÝSINGAR 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.