Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 08.02.2020, Qupperneq 81
„Það var eins og hún hefði verið að bíða eftir að fá að vera í friði og það var algjörlega í anda ömmu. Hún vildi alltaf að allir aðrir væru í lagi og enginn átti að hafa áhyggjur af henni.“ Mikill áhugi á seinni heimsstyrjöldinni Elísabet og amma hennar voru miklar vinkonur og segir Elísabet að hún hafi alltaf haft gaman af því að umgangast fólk sem er eldra en hún. „Ég hef alltaf laðast alveg ótrúlega mikið að eldra fólki og ég á mikið af vinum sem eru töluvert eldri en ég,“ segir hún. „Mér finnst svo gaman að hlusta á fólk segja mér gamlar sögur frá því að þau voru yngri. Til dæmis að heyra gamlar konur tala um ást andsár in eða k reppu na í kringum 1930. Það er eitthvað svo heillandi við þetta tímabil og saga er svo áhugaverð,“ segir hún. Elísabet hefur alltaf lesið mikið en hún les þó ekki mikið af skáld- sögum. Hún nýtur þess að grúska í fræðiritum um ýmis mál. „Ég fór einu sinni á skólabókasafnið þegar ég var tólf ára og fann þar bók um seinni heimsstyrjöldina, síðan þá hef ég verið húkt,“ segir hún og glampi kviknar í augum hennar. „Ég hef eytt heilu nóttunum í að lesa um seinni heimsstyrjöldina og ég veit ekki hversu margar heimilda- myndir og þætti ég hef horft á sem tengjast henni. Það er eitthvað við þetta sem heillar mig,“ heldur hún áfram. „Mér finnst bara eitthvað svo áhugavert við það hvernig þetta byrjaði allt. Upphaf þriðja ríkisins og það hvernig Hitler náði að heilaþvo heila þjóð. Telja fólki trú um það að það væri í fullkomnu lagi að útrýma gyðingum og heilu þjóðfélagshóp- unum,“ segir Elísabet og bætir við að hún hafi einnig mikinn áhuga á sálfræði. „Ég elska að pæla í við- brögðum og hugsunarhætti fólks og því hvernig við sjáum hlutina mis- munandi,“ segir hún. „Svo eiga barnabörnin okkar örugglega eftir að horfa á þetta tíma- bil sem við erum að upplifa núna og hugsa bara með sér; hvað var að gerast? Eins og með Trump, þar gæti fólk velt því fyrir sér hvernig við létum þetta gerast og hvernig honum tókst að vera forseti í fjögur ár í það minnsta,“ segir hún. „Sama má segja um allt sem er í gangi með jörðina okkar. Ég trúi því að okkur muni takast að snúa þessu við og að þetta muni breytast en fólk í framtíðinni hlýtur að eiga eftir að spyrja sig hvað við vorum að spá.“ Mikil tónlist á heimilinu Móðir Elísabetar, Helga Möller, er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og hafði atvinna hennar mikil áhrif á Elísabetu í uppvextinum. Elísabet lærði á fiðlu í áratug og hóf svo að læra söng í FÍH. Þá var hún yngsti nemandi sem hafði komist inn í söngdeild skólans, aðeins fjórtán ára gömul. „Mamma hefur alltaf getað leið- beint mér mikið í minni vinnu og ég þekkti ekkert annað þegar ég var að alast upp en að fylgjast með henni og þvælast með henni um allt þegar hún var að syngja svo ég er mjög heppin með það,“ segir Elísabet. „Ég var mjög góð á fiðluna þó ég segi sjálf frá og eftir það nám er ég með mjög gott tóneyra,“ segir hún, en Elísabet var í Suzuki-námi þar sem tónlist er spiluð eftir eyranu. „Ég er mjög þakklát fyrir þetta í dag því að hljómagangur og röddun meikar fullkominn sens í höfðinu á mér,“ segir hún. „Svo kann ég lög utan að á hinum ýmsu tungumálum, til dæmis þjóð- lög á grísku,“ segir hún. Elísabet fékk mikinn áhuga á balkan-tónlist þegar Serbía vann Eurovision árið 2007. Út frá því fór hún að hlusta meira á tón- list frá hinum ýmsu hornum heims- ins, til dæmis Grikklandi. „Svo var ég einu sinni með mömmu á Krít og hún fer að segja fólki að ég geti sungið á grísku. Ég syng svo fyrir fólkið sem skilur ekkert í því að ég, einhver stelpa frá Íslandi, kunni grískt þjóðlag sem allir Grikkir kunna,“ segir hún og hlær. Spennandi tímar fram undan Það er margt fram undan hjá Elísa- betu, en ásamt því að syngja í Söngvakeppninni í kvöld hefur lag hennar Sugar átt góðu gengi að fagna og situr nú á vinsældalistum lands- ins. Hún er tilnefnd sem söngkona ársins á Hlustendaverðlaununum. Hún er með f leiri lög í bígerð sem hún hyggst gefa út á næstunni, ásamt því að í sumar mun hún fara í tón- leikaferðalag með Gus Gus. „Þegar Biggi veira hringdi í mig og bað mig að syngja með þeim ætlaði ég ekki að trúa því að ég væri sú sem hann vildi í þetta verkefni, af öllum söngkonum á Íslandi,“ segir hún og brosir út að eyrum. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér og hef áttað mig á því að ástand er ekki varanlegt. Það að horfast í augu við það sem er að gerast á hverjum tímapunkti getur hjálpað manni að komast á eftirsóknarverðan stað. Þó að eitthvað slæmt sé að gerast hjá manni á einhverjum tímapunkti þýðir það ekki að þannig verði það alltaf,“ segir Elísabet að lokum. ÉG HEF ALLTAF LAÐAST ALVEG ÓTRÚLEGA MIKIÐ AÐ ELDRA FÓLKI OG ÉG Á MARGA VINI SEM ERU TÖLUVERT ELDRI EN ÉG. ÉG FÉKK STRAX Á TILFINNINGUNA AÐ ÞESSA NÓTT MYNDI HÚN FARA. FÆTURNIR VORU ORÐNIR KALDIR, NEGLURNAR FARNAR AÐ BLÁNA OG ÞAÐ HRYGLDI Í HENNI ÞEGAR HÚN ANDAÐI. skoðaði allt sem ég sagði og gerði og þorði engu. Þorði til dæmis ekki að vinna í því að verða söngkona,“ segir hún. „Ég hef alltaf vitað að mig lang- aði að vera söngkona og að ég hefði hæfileikana til þess en ég bara þorði ekki og var alltaf í varnarstöðu,“ segir Elísabet. „Svo með aldrinum og auknum þroska áttaði ég mig á því að ég þekkti ekki sjálfa mig og fór af stað í sjálfsvinnu,“ bætir hún við. Í dag stundar Elísabet hugleiðslu, les mikið og segist hafa fundið mikinn létti þegar hún fann kvíð- ann dvína í takt við sjálfsvinnuna. „Það er rosalegur léttir að vera laus við þennan óeðlilega kvíða því að þetta var þannig að ég var með grjót í maganum, alltaf,“ segir Elísabet. „Ég leitaði mér hjálpar og hef farið í gegnum mikið prógramm til þess að komast í gegnum kvíðann. Ég fékk þá hjálp sem ég þurfti og svo á ég líka bestu fjölskyldu og vini í heimi og þau hafa stutt mikið við mig í þessu öllu,“ segir hún. „Núna hef ég trú á sjálfri mér og ef ég heyri neikvæðar athugasemdir um mig eða eitthvað sem ég er að gera þá fara þær ekki beint í hjartað. En ef þú hefðir sagt mér fyrir tíu árum að ég væri að gera alla þessa hluti sem ég er að gera núna hefði Elísabet og amma Elísabet voru miklar vin- konur. ég aldrei trúað þér. Litla Elísabet hefði aldrei trúað að neitt yrði úr sér en hér er ég í dag,“ segir Elísabet og stoltið leynir sér ekki. Elskar Eurovision Um þessar mundir er mikið í píp- unum hjá Elísabetu en hún syngur á fyrra undanúrslitakvöldi Söngva- keppninnar sem fer fram í kvöld. Hún f lytur lagið Elta þig og segist hún afar spennt fyrir kvöldinu. „Ég er svo heppin að allir þeir sem eru með mér á sviðinu eru góðir vinir mínir. Ef við komumst áfram og á endanum í Eurovision þá verður þetta geggjað, besta ferð í heimi,“ segir Elísabet og hlær sínum smitandi hlátri. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni en það fylgir því ótrúlega mikil vinna. Um leið og maður fær að vita að maður komist inn í keppnina þá byrjar þetta bara á fullu,“ segir hún. Elísabet er á stífum æfingum fyrir söngvakeppnina ásamt því að þurfa að huga að fjölmörgum þáttum sem henni tengjast. Þegar ferlið stóð sem hæst missti Elísabet ömmu sína og nöfnu. Óhugnanlegt ferli „Amma var búin að vera pínu veik í einhvern tíma en var samt alltaf frekar hress,“ segir Elísabet. „Ég vann á spítala með gömlu fólki svo ég hef séð fólk deyja og ég hef bæði séð og lært hvaða ummerki gefa til kynna að fólk sé að fara. Svo að í þessu ferli gerði ég mér grein fyrir því sem var að gerast,“ útskýrir Elísabet. „Daginn sem fyrsta æfingin var á RÚV hringdi mamma í mig og sagði mér að amma væri komin á líkn- andi meðferð. Ég varð auðvitað að klára æfinguna en þegar henni lauk fór ég beint á hjúkrunarheimilið til ömmu,“ heldur hún áfram. „Ég fékk strax á tilfinninguna að þessa nótt myndi hún fara. Fæt- urnir voru orðnir kaldir, neglurnar farnar að blána og það hrygldi í henni þegar hún andaði. Þetta eru óhugnanlegar aðstæður og sérstak- lega fyrir þá sem þekkja þær ekki,“ segir hún. Elísabet og móðir hennar sátu hjá ömmu Elísabetu í dágóðan tíma en fóru svo saman á heimili móður hennar. „Ég gisti hjá mömmu um nóttina en gat ekki hrist af mér til- finninguna um að amma myndi kveðja þessa nótt,“ segir hún. „Ég hringdi því á hjúkrunarheim- ilið og bað þær að láta okkur vita um leið og eitthvað myndi breytast því þá myndum við vilja vera hjá henni. Hjúkrunarfræðingurinn lof- aði mér því að einhver myndi sitja hjá henni þar til við kæmum aftur daginn eftir,“ segir Elísabet. „Það sat starfmaður hjá henni alla nóttina og svo rétt fyrir sjö um morguninn hringir annar sjúkl- ingur bjöllunni. Hún fer og athugar með sjúklinginn og kemur aftur til ömmu örstuttu síðar og þá er hún hætt að anda,“ segir hún. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 33L A U G A R D A G U R 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.