Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 82

Fréttablaðið - 08.02.2020, Síða 82
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Einar Sverrisson viðskiptafræðingur, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík, lést 2. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju 20. febrúar kl. 13. Þorgeir Einarsson Halla Kristín Þorsteinsdóttir Sverrir Einarsson Vilborg Rósa Einarsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir Sigrún Unnur Einarsdóttir Sigurjón Bragason og afabörn. Okkar ástkæri Þorsteinn Halldórsson var bráðkvaddur á heimili sínu 20. janúar sl. Útför hans fór fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Ásthildur Halldórsdóttir og börn Sólveig Sigurðardóttir Bára Rós Björnsdóttir Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og besta afa, Jóns Björns Hjálmarssonar bifvélavirkjameistara, Fagrahvammi 6, 220 Hafnarfirði. Þökkum einnig öllum þeim sem af alúð önnuðust hann í veikindum hans. Brynja Þorvaldsdóttir Birgir Már Guðbrandsson Ingrid Johannessen Kolbeinn Jónsson Anna Birna Jónsdóttir Hlini Snær, Birkir Smári, Karítas Ísold og Eirik Brynjar Birgisbörn Birnir Breki og Hrafney Tinna Kolbeinsbörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Helgi Magnús Sigvaldason Hlíðarvegi 38, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum v/Hringbraut, miðvikudaginn 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans v/ Hringbraut, deild 11E, fyrir frábæra umönnun. Sigrún Helgadóttir Hugrún Helgadóttir Adam Ásgeir Óskarsson Guðrún Helgadóttir Svava Helgadóttir Helgi Helgason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Álfheiður Sigurgeirsdóttir Miðleiti 3, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 31. janúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningar- og styrktarsjóð Sóltúns. Páll Bjarnason Kristín Pálsdóttir Gunnar Þór Kjartansson Heiðrún Pálsdóttir Gestur Guðjónsson Bjarni Pálsson Unnur Ýr Kristjánsdóttir Þuríður Anna Pálsdóttir Kristján Frosti, Elva, Álfheiður, Auðunn Páll, Páll Theodór, Bragi Valur Ólína Sigurgeirsdóttir Klemens Sigurgeirsson Kr ist ín hr ingd i í mig í vinnuna síðasta miðviku-dagsmorgun og sagðist vera komin með verki, mér lægi samt ekkert á. Ég stimplaði mig samt strax út, stökk af stað og kom heim um 11.10, þá sat hún sárþjáð í sóf- anum.“ Þannig hefst frásögn Magnúsar Yngva Einarssonar af því þegar hann, ásamt tengdamóður sinni, tók á móti lítilli dóttur sem lá mikið á í heiminn. Kristín kveðst hafa hringt í mömmu sína og hún ákveðið að kasta á þau kveðju áður en þau færu upp á spítala. „Mamma var með bíl heima, aldrei þessu vant, því pabbi var lasinn og komst ekki í vinnu.“ „Þegar tengdó var nýkomin fékk Kristín hrikalega harðar hríðir og við ákváðum að hún yrði að komast upp á deild strax,“ tekur Magnús við. „Ég stökk með barnaföt og f leira út í bíl en þegar ég kom inn aftur var Kristín að missa legvatnið. „Við verðum drífa okkur,“ sagði ég í angist en hún horfði í augun á mér og sagði ákveðin: „Ég er ekki að fara neitt.“ Ég vissi fyrst ekkert hvernig ég átti að haga mér en Kristín fór inn á baðhergi og byrjaði að rembast framan við vaskborðið. Þá hringdi ég á Neyðarlínuna og sagði yndislegri konu þar að líklega værum við hjónin óvænt að eignast barn heima hjá okkur. Eftir stuttar útskýringar frá mér sagði hún að sjúkrabílar væru á leiðinni með bláum ljósum. Hún fór yfir gátlista hjá sér og leiðbeindi okkur tengdó sem lágum á hnjánum á baðherbergisgólfinu. Þegar konan á línunni spurði hvort ég sæi í koll og ég svaraði játandi bað hún okkur að passa að barnið dytti ekki á höfuðið. Við náðum í hrúgu af hand- klæðum og í næstu andrá skaust höf- uðið út. Ég sagði Neyðarlínukonunni það æstur og hún svaraði rólegri röddu: „Þá kemur búkurinn trúlega í næstu hríðum.“ Það var eins og við manninn mælt. Tengdamamma greip höfuðið og ég búkinn. Klukkan var 11.43 og stúlka fædd, með tíu fingur og tíu tær. Þetta slapp ótrúlega vel, sem betur fór.“ Magnús segir þau hafa ákveðið að láta sjúkraf lutningamennina um að klippa á naf lastrenginn. „Mér fannst líða margir klukkutímar þar til þeir komu, það hafa trúlega verið tvær mínútur! Þeir voru fimm saman og hrósuðu okkur fyrir frammistöðuna. Einn þeirra hafði tekið á móti sextán börnum og hann klippti á strenginn. Þetta var stórkostleg lífsreynsla fyrir okkur öll,“ segir Magnús og bætir við hlæjandi: „Það er ekki amalegt að hafa á ferilskránni að hafa tekið á móti barni!“ „Mamma er svo stolt líka, hún grínast með að hún ætli að setja titilinn „ljós- móðir“ við nafnið sitt í símaskránni,“ segir Kristín, sem kveðst ekki muna atburðarásina eins glöggt og maður hennar. „Þetta er allt dálítið í móðu hjá mér. Ég man eiginlega bara eftir mér þegar ég er komin inn í rúm með þá litlu og Hrafnhildur Halldórsdóttir, ljósmóðir í Björkinni, komin til okkar. Það var yndislegt að fá hana. Þá var Rebekka Sif, átta dóttir okkar, komin heim úr skólanum og Hrafnhildur fór í gegnum þetta allt með henni. Sú yngri, Fanndís Mist, fór til ömmu sinnar og afa eftir leikskólann og var þar í sólar- hring,“ segir Kristín. Hún hrósar Magn- úsi og mömmu sinni fyrir dugnaðinn. Magnús tekur fram að hún hafi verið í aðalhlutverkinu sjálf og staðið sig alger- lega eins og hetja. „Svo er hún bara eins og ekkert hafi gerst,“ bendir hann á. „Ef við eignumst f leiri börn væri ég alveg til í aðra heimafæðingu,“ segir Kristín alsæl. gun@frettabladid.is Þetta var stórkostleg lífsreynsla fyrir okkur öll Það hljóp heldur betur á snærið hjá hjónunum Magnúsi Yngva Einarssyni og Krist- ínu Dögg Eysteinsdóttur er dóttir þeirra flýtti sér í heiminn síðasta miðvikudag svo foreldrunum gafst enginn tími til að komast úr Kópavoginum upp á fæðingardeild. Stoltir foreldrar með yngstu dótturina af þremur. Hún fæddist í vikunni og var 16,5 merkur og 51 cm. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við verðum drífa okkur,“ sagði ég í angist en hún horfði í augun á mér og sagði ákveðin: „Ég er ekki að fara neitt.“ Magnús 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.