Fréttablaðið - 08.02.2020, Page 91

Fréttablaðið - 08.02.2020, Page 91
Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 8. FEBRÚAR 2020 Myndlist Hvað? Opnun sýngar Þorbjargar Höskulds Hvenær? 15.00-17.00 Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettabladid.is 9. FEBRÚAR 2020 Þorbjörg Höskuldsdótttir við málverk sem hún vann með Hornafjörð í huga. Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti kemur fram í Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju um helgina, ásamt Hildigunni Einarsdóttur söngkonu . Tryggðu þér áskriftKAUPTU STAKAN LEIK: OLÍS DEILD KVENNA SUNNUDAG 16:45 OLÍS DEILD KARLA SUNNUDAG 19:15 Þetta verða þægilegir og ljúfir, klassískir tón-leikar á sunnudags-eftirmiðdegi. Er hægt að biðja um eitthvað betra? segir Jónína Björt Gunnarsdóttir söngkona. Þar er hún að lýsa tónleikum sem hún og kollegi hennar, Silja Garðarsdóttir, halda, ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara, í Hofi á Akureyri á morgun. Tónleikarnir bera heitið Það þarf alltaf smá klassík og verða í salnum Hömrum í Hofi. Þær Jónína og Silja eru frá Akur- eyri og úr Eyjafjarðarsveit. Báðar eru þær menntaðar sópransöng- konur og lærðu, til að byrja með, á Akureyri þar sem Daníel Þorsteins- son var einmitt kennarinn þeirra. Síðar fóru þær suður og lærðu klass- ískan söng við Listaháskóla Íslands. „Við vildum endilega vera með klassíska tónleika á okkar heima- slóðum og setja okkar svip á fram- boð menningarviðburða á svæð- inu, sem reyndar er mikið,“ segir Jónína. „Já, svo er virkilega gaman að fá að vinna saman aftur,“ segir Silja. „Æfingarnar hafa vakið upp skemmtilegar minningar hjá okkur frá skólaárunum og okkur finnst gaman að blanda saman lögum sem við sungum meðan við vorum í náminu og nýju efni.“ Þær stöllur fullyrða að tónleik- arnir verði fjölbreyttir, þrátt fyrir að áherslan sé á klassíkina. „Við syngjum íslenskar söngperlur, íslenskar og erlendar aríur, lög úr söngleikjum og verk eftir norðlensk tónskáld,“ útskýrir Silja. Tónleikarnir eru styrktir af lista- sjóðnum Verðandi. Þeir hefjast klukkan 17 á morgun, sunnudag, og miðasala er í Hofi. gun@frettabladid.is Aríur og íslenskar perlur á tónleikunum: Það þarf alltaf smá klassík – í Hofi Silja og Jónína kynntust upphaflega í söngnámi hjá Daníel. MYND/EGILL VIGNIR Hvar? Ottó, Hornafirði Þorbjörg fellir tíglagólf og annað manngert inn í myndir sínar. Því má lesa þær sem hugleiðingar um menningarlega fortíð og átroðning mannsins. Tónlist Hvað? Jazz í hádeginu Hvenær? 13.15-14.00 Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni Bræðurnir Óskar og Ómar Guð- jónssynir velja nokkra af sínum uppáhalds jazz-standördum. Hvað? Raunir Jeremía Hvenær? 16.00 Hvar? Hallgrímskirkja Akureyrsk-franski barokkhópur- inn Corpo di Strumenti, ásamt Hildigunni Einarsdóttur mezzó- sópran, f lytja Myrkralexíur eftir Charpentier og fleiri verk. Hvað? Þríeykið Hvenær? 16.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg 10 Sjö ára afmæli Hannesarholts fagnað með frumflutningi lags Valgeirs Guðjónssonar við eitt af ljóðum Hannesar Hafstein. Með honum verða þau Vigdís Vala, dóttir hans, og Magnús Oddsson. Hvað? Andartak Hvenær? 20.30. Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Arnór Kári býður upp á samhæf- ingu innyflanna í gegnum hljóð- gervla sörf. Miðaverð 2.000 kr. Hvað? Fjörug danstónlist Hvenær? 23.00 Hvar? Kringlukráin Bakkabræður leika. Orðsins list Hvað? Málþing Hvenær? 13.30-16.15 Hvar? Þjóðarbókhlaða, fyrirlestra- salur á 2. hæð Umræðuefnið er: Framkoma karl- manna á 18. og 19. öld gagnvart konum. Hvað? Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar Hvenær? 14.00 Hvar? Safnaðarheimilið Hellu. Guðrún Arndís Tryggadóttir kynnir bók sína og opnar sýningu á þrjátíu verkum sínum úr henni. Hvað? Auður og Auður Hvenær? 20.00 Hvar? Söguloft Landnámsseturs, Borgarnesi Auður Jónsdóttir rithöfundur rabbar við Auði Laxness, ömmu sína, um leið og hún segir söguna Ósjálfrátt. Aðrir viðburðir Hvað? Skyndihjálparkennsla fyrir 9-12 àra börn Hvenær? 13.00-15.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Kringlunni Hvað? Luktarhátíð Hvenær? 14.00-16.00 Hvar? Kínasafn Unnar, Njálsgötu 33B. Safngripir verða skoðaðir og Tai- Chi sýnt. Gestir fá te og meðlæti, allir velkomnir, ókeypis. Hvað? Raunir Jeremía Hvenær? 18.00 Hvar? Akureyrarkirkja Akureyrsk-franski barokkhópur- inn Corpo di Strumenti, ásamt Hildigunni Einarsdóttur mezzó- sópran flytja Myrkralexíur eftir Charpentier og fleiri verk. Hvað? Það þarf alltaf smá klassík Hvenær? 17.00 Hvar? Hamrar, Hofi, Akureyri Sópransöngkonurnar Jónína Björt Gunnarsdóttir og Silja Garðars- dóttir, koma fram ásamt píanó- leikaranum Daníel Þorsteinssyni. Hvað? Listamannsspjall Hvenær? 14.00 Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði Þórdís Jóhannesdóttir, mynd- listarmaður, mun ræða við gesti um verk sín á sýningunni Far. Aðgangur ókeypis. Hvað? Hádegistónleikar Hvenær? 12.15 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg 10 Freysteinn Gíslason og Ingi Bjarni Skúlason leika jazztónlist eftir Freystein á hádegistónleikum. OKKUR FINNST GAMAN AÐ BLANDA SAMAN LÖGUM SEM VIÐ SUNGUM MEÐAN VIÐ VORUM Í NÁMINU OG NÝJU EFNI. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.