Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 2
Veður Gengur í norðaustan 13-20, hvassast NV-til, þó mun hægari vindur sunnan heiða fram á kvöld. Snjókoma eða él N- og A-lands, en úrkomulítið á S- og SV-landi. Frost 0 til 8 stig. SJÁ SÍÐU 14 Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi Leikhúsferð í verkfalli Þjóðleikhúsið hefur brugðist við verkfallsaðgerðum leikskólastarfsfólks í Reykjavík. Leikhúsið hóf að bjóða upp á sýningar fyrir börn á lækkuðu miðaverði eftir hádegi á virkum dögum í síðustu viku og hefur haldið áfram í þessari viku þar sem verkfall stendur enn. Fjöldi Reykja- víkurbarna hefur slegist í för með Ómari orðabelg, eftir Gunnar Smára Jóhannsson, við að leita að uppruna orðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FJÖLMIÐLAR Gerðar hafa verið skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins og f leiri miðla. Breytingarnar miða að því að einfalda ritstjórn og styðja við markmið félagsins um fjölbreyttan og öf lugan fréttaf lutning og miðl- un upplýsinga í gegnum miðla þess. Davíð Stefánsson sem verið hefur annar ritstjóra Fréttablaðsins mun nú láta af því starfi. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, annar ritstjóra frettabladid.is og hringbraut. is lætur einnig af störfum. Báðum eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf og þeim óskað velfarnaðar. Tveir fréttastjórar verða ráðnir að Fréttablaðinu, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Þeir eru báðir margreyndir í frétta- og blaðamennsku. Garðar Örn var ráðinn til starfa hjá Fréttablaðinu í apríl 2001 og hefur starfað þar síðan. Kristjón Kormákur Guðjónsson verður einn ritstjóri frettabladid.is og hringbraut.is. Enn fremur verður Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins og ábyrgð- armaður og jafnframt aðalritstjóri. Þá kemur Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, efna- hagsmál og atvinnulíf, út í aukinni útgáfu í fyrsta sinn í dag. Um er að ræða tuttugu síðna blað sem dreift verður ókeypis sérstaklega til for- svarsmanna fyrirtækja á dreifing- arsvæði Fréttablaðsins. Ritstjóri Markaðarins er Hörður Ægisson, svo sem verið hefur. Forstjóri Torgs er Jóhanna Helga Viðarsdóttir. Breytingar hjá Torgi Breytingarnar miða að því að einfalda ritstjórn og styðja við markmið félags- ins um fjölbreyttan frétta- flutning og miðlun upp- lýsinga í gegnum miðla þess. HEILBRIGÐISMÁL Stjórn ADHD sam- takanna telur að herferð Landlækn- isembættisins gegn ADHD-lyfjum verði að linna. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í gær. Um sé að ræða gagnreynd lyf sem hafi fyrir löngu sannað jákvæða virkni sína. Tilefni ályktunarinnar eru nýleg ummæli Andrésar Magnússonar, yfirlæknis hjá Embætti landlæknis, í fjölmiðlum. Sagði hann notkun þessara lyfja vera óeðlilega mikla á Íslandi og greindi frá aðgerðum embættisins til að draga úr notkun þeirra. „Að mati ADHD samtakanna ætti Embætti landlæknis frekar að fagna viðleitni fólks með ADHD til að leita eftir greiningum og úrræðum sem bætt geta líf þess, hvort sem um ræðir börn eða fullorðna,“ segir í yfirlýsingunni. – sar Herferð gegn ADHD-lyfjum verði að linna Stórfelldur innflutningur Wei Li á íslenskri mynt frá Kína vakti mikla athygli á dögunum en honum gekk illa að fá henni skipt í bönkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐSKIPTI Heimsókn kínverska ferðamannsins Wei Li til Íslands vakti mikla athygli í byrjun mánað- arins. Li ferðaðist til landsins með um 170 kílógrömm, að eigin sögn, af íslenskri 100 krónu mynt frá Kína og freistaði þess að skipta pening- unum hérlendis. Heildarverðmætið taldi Li vera um 1,6 milljónir króna. Fréttablaðið greindi ítarlega frá tilraunum Li til að skipta myntinni þá rúmu viku sem hann dvaldi hérlendis. Að hans sögn var þetta þriðja heimsókn hans til landsins og hafði hann náð að skipta rúm- lega fjórum milljónum króna af mynt í fyrri heimsóknum. Í þessari heimsókn tókst Li að fá kvittanir frá Arion banka fyrir móttöku myntar að andvirði um 400 þúsund k rónur. Bank inn neitaði að greiða Li þá upphæð en á móti neitaði Li að taka við mynt- inni aftur frá bankanum. Þá gaf Li Samhjálp um 400 þúsund krónur í mynt í misjöfnu ástandi auk þess sem hann keypti vörur og þjónustu hérlendis fyrir hluta þeirra myntar sem var í hvað bestu ásigkomulagi. Þá fékk listamaður búsettur hér- lendis hluta af peningunum sem viðkomandi hyggst nota við list- sköpun sína. Li hélt síðan af landi brott þann 15. febrúar síðastliðinn. Arion banki hyggst láta rann- saka hluta myntarinnar betur og ganga úr skugga um hvort hluti hennar kunni að vera fals- aður. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafull- trúi Arion banka. Verður myntin send til Seðlabanka Íslands sem mun áframsenda hana til breska fyrirtækisins Royal Mint sem slær íslenska mynt. Þar verða pening- arnir rannsakaðar gaumgæfilega. Sambærileg mál hafa komið upp í Bandaríkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hætti að taka við skemmdri mynt yfir tveggja ára tímabil, frá árinu 2015 til ársloka 2017, á meðan rannsakað var hvort stórfelldur innf lutningur á doll- urum frá Kína væri í raun falsað fé. Tók Seðlabankinn aftur upp þráðinn frá árinu 2018 eftir að hafa breytt reglunum lítillega. Í umfjöll- un VICE frá árinu 2018 var fjallað ítarlega um uppruna kínversku myntarinnar sem átti að koma úr samanpressuðum bílum og þvotta- vélum. Þá greindi vefmiðillinn NJ.com frá því að saksóknaraembætti New Jersey-fylkis teldi sig hafa komið upp um umfangsmikinn smygl- hring á fölsuðum dollurum frá Kína. Í frétt miðilsins kom fram að niðurstöður rannsókna hefðu bent til þess hluti myntarinnar innihéldi aðra málma en eru í bandaríska dalnum. Var umfang hins meinta svindls talið nema um 700 millj- ónum íslenskra króna. bjornth@frettabladid.is Arion ætlar að skoða klink Li Wei nánar Arion banki hyggst láta rannsaka nánar mynt sem kínverskur ferðamaður kom með til landsins frá heimalandi sínu og freistaði þess að skipta hérlendis. Ganga á úr skugga um hvort myntin, eða hluti hennar, kunni að vera fölsuð. 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.