Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 24
Matseldin er Jóhanni Inga Reynissyni í blóð borin, en afi hans, pabbi og bróðir eru allir matreiðslumenn. Jóhann er fæddur og uppalinn í Keflavík og starfar sem mat- reiðslumeistari á Max veitingastað á Northern Light Inn í Grindavík, en Jóhann er líka sendiherra klúbbs matreiðslumeistara Frakk- lands í Skandinavíu og hefur unnið mikilvægt starf til að efla tengsl franskrar og skandinav- ískrar matargerðar. „Ég lærði fyrst að vera smiður, en svo kom verkefnaskortur í smiðnum árið 2002 svo ég fór að læra kokkinn,“ segir Jóhann. „Það lá beint við eftir að hafa alist upp við matreiðslu, valið stóð alltaf á milli þess að verða smiður eða kokkur.“ Jóhann hefur því 18 ára reynslu sem matreiðslumaður, en hann tók auka ár af námi og fékk titilinn matreiðslumeistari. „Eftir sveinspróf þarf maður að vinna í þrjú ár sem matreiðslu- maður áður en maður getur fengið meistarapróf,“ segir Jóhann. „Þar lærir maður aðallega hvernig á að kenna matreiðslunemum og reka veitingastað og eftir það getur maður haft nema hjá sér.“ Sendiherra matreiðslumeist- araklúbbs í Skandinavíu „Árið 2009 flutti ég til Noregs og fór að vinna á ráðstefnuhóteli í Molde sem heitir Scandic Seilet. Þar vann ég í sjö ár, en upphaflega var planið að vera bara í tvö ár í Noregi,“ segir Jóhann. „Þar byrjaði ég að vinna með frönskum mat- reiðslumönnum. Það komu um tuttugu nem- endur frá kokkaskóla í París til Noregs á hverju ári og þeim var dreift um hótelin. Ég tók á móti fjórum nemum á hótelið í sex vikur í einu, tveimur þjónum og tveimur kokkum,“ segir Jóhann. „Svo fór ég tvisvar á ári í kokka- skólann og var með sýnikennslu þar á skandinavískri matargerð. Ég kenndi íslenskar og norskar matreiðsluhefðir, eins og að reykja lax og búa til lakkrís og vann líka mikið með skyr. Frönskum matreiðslumönnum fannst mjög áhugavert hvað mat- reiðslunámið á Íslandi er stíft, en það er fjögur ár og það tekur fjóra daga að fá sveinsbréfið, en þar eru nemar látnir sýna klassíska franska matreiðslu sem þekkist varla lengur, ekki einu sinni í Frakklandi,“ segir Jóhann. „Þeim fannst þetta mjög heillandi. Árið 2014 var ég svo tekinn inn í klúbb matreiðslumeistara í Frakk- landi, Académie Nationale de Cuisine, og gerður að sendiherra hans í Skandinavíu vegna vinnu minnar með kokkaskólanum í París,“ segir Jóhann. „Það þýðir að ef ég er með þemu, sýnikennslu eða eitthvað annað er ég með medalíu frá klúbbnum á mér og er fulltrúi hans.“ Opnar dyr fyrir íslenska matreiðslumenn „Ég komst meðal annars í samstarf við fólk frá kampavínsskólanum Lycée Viticole de la Champagne í Avize í Frakklandi og hef starfað með honum síðan árið 2012. Ég hef farið mikið til þeirra og kynnst víngerðarferlinu og árið 2016 tók ég við tíu nemum frá skólanum og dreifði þeim á fjögur hótel í Reykjavík,“ segir Jóhann. „Sama ár fór kennarinn sem ég vann alltaf með hjá skólanum á eftirlaun og síðan þá höfum við unnið með fleiri frönskum skólum í samstarfi við Erasmus og verið að byggja upp tengsl milli þeirra og Noregs og Íslands. Ég tók þannig á móti tveimur nemum frá öðrum skóla síðasta Jóhann var tekinn inn í klúbb matreiðslumeistara í Frakklandi, Académie Nationale de Cuisine, og gerður að sendiherra í Skandinavíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóhann og fjölskylda hans búa í rólegu hverfi í Keflavík þar sem er stutt í allt. Jóhann og Hjördís, kona hans, ólust bæði upp í hverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is september og í haust koma fjórir nemar frá tveimur öðrum skólum,“ segir Jóhann. „Við erum að vinna markvisst að því með Erasmus að hjálpa skólum úti að geta sent nemendur í verklegt nám á Norðurlöndum og að opna veginn fyrir nemendur í Mennta- skólanum í Kópavogi svo þeir geti farið á veitingastaði í Frakklandi. Við erum núna komin með nokkra bistro og Michelin staði í París og nágrenni hennar sem nemendur geta farið til. Þetta opnar dyr fyrir íslenska matreiðslumenn. Við lærum líka franska matreiðslu með skand- inavísku „tvisti“ hér, svo það er ekkert skemmtilegra en að fara til móðurlandsins Frakklands og læra um þeirra hefðir og hráefni,“ segir Jóhann. „Frakkland er algjör draumur fyrir matreiðslumenn. Þar er góður matur, gott vín og gott veður og endalaust úrval af alls kyns hráefni sem við höfum ekki hér.“ Kampavín ekki eingöngu fyrir fimmtugsafmæli Kampavínsskólinn Lycée Viticole de la Champagne hefur framleitt Sanger gæðakampavín frá árinu 1952. Skólinn tekur þátt í viðburði á Max veitingastað á Northern Light Inn í apríl, en þá verður boðið upp á kampavínsmatseðil sem áhugasamir geta fræðst um á maxveitingastadur.is. „Við höfum sett saman fimm rétta kvöldverðarseðil sem er paraður með fimm tegundum af Sanger kampavínum, meðal ann- ars sætu kampavíni sem verður með eftirréttinum og er ekki enn til sölu. Hugmyndin er að kynna skólann og kampavínið sem hann hefur upp á að bjóða, en vínið er hefðbundið og framleitt eftir ákveðnum gömlum reglum,“ segir Jóhann. „Þrúgurnar eru geymdar í tönkum í 1-2 ár áður en bruggað er úr þeim og í skólanum er verið að leika sér með margar gerðir af þrúgum, því hann hefur aðgang að öllum þrúgum í Champagne-hér- aði. Nemendur fara í gegnum allt þetta ferli og þurfa til að mynda að snúa flöskunum hálfan hring á dag í tæp tvö ár á meðan gerjunin á sér stað. Við ætlum að kynna Íslending- um að kampavín sé meira en bara eitthvað sem maður drekkur til að halda upp á fimmtugsafmælið,“ segir Jóhann. „Það er oft notað með svipuðum réttum og hvítvín, en við Norðurlandabúar höldum að það sé bara til að fagna einhverjum áfanga, líklega af því að gott kampavín er ekki ódýrt.“ Lognið fer mishratt yfir Jóhann er fæddur og uppalinn í Keflavík og kom aftur þangað eftir búsetuna í Noregi. „Ég er hérna í Sunny Kef þar sem er alltaf logn, en það fer reyndar mishratt yfir,“ segir Jóhann í gríni. „Ég bý hér með konunni minni til 17 ára, Hjördísi Emilsdóttur, og börnunum okkar, Aþenu Ósk sem er 16 ára og Aroni Inga sem er 9 ára. Við erum öll mjög ánægð hér. Við fluttum heim frá Noregi árið 2015 því fjölskylda og vinatengsl drógu mann heim. Við keyptum okkur svo hús fyrir þremur árum í hverfinu sem við ólumst bæði upp í,“ segir Jóhann. „Þetta er Holta- skólahverfið, sem er rólegt og mið- svæðis, og hér er stutt í skóla, alla þjónustu og fjölskylduna. Þegar ég er ekki að matreiða eða sinna fjölskyldunni reyni ég svo að eyða tímanum í líkamsrækt og körfubolta. Karfan er áhugamál númer eitt, enda kem ég úr Mekka körfuboltans,“ segir Jóhann. „Svo er ég að smíða inn á milli, maður þarf að viðhalda sér.“ Northern Light Inn hentar heimamönnum líka Jóhann segir að hótelið sem hann vinnur á, Northern Light Inn, hafi tekið breytingum upp á síðkastið og sé ekki lengur bara fyrir ferða- menn. „Max veitingastaður hefur verið þarna síðan 1989 en nú er verið að gera markvissar breytingar til að bæta veitingaþjónustuna. Við erum meðal annars að þrefalda morgunverðarhlaðborðið og setja upp nýja vél sem gerir okkur kleift að bjóða upp á dýrari vín í glösum í stað þess að selja bara heilar f löskur,“ segir hann. „Svo erum við líka komin með spa og tvo flot tanka sem hver sem er getur pantað tíma í. Þannig að heima- menn geta líka notið þess að koma í heimsókn.“ Framhald af forsíðu ➛ Við erum núna komin með nokkra bistro og Michelin staði í París og nágrenni hennar sem nemendur geta farið til. Þetta opnar dyr fyrir íslenska matreiðslu- menn. Jóhann Ingi Reynisson 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.