Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 30
Íslenskir stjórn
málaleiðtogar,
tónlistarfólk, íþróttafólk og
samfélagsmiðlastjörnur
hafa ekki séð ástæðu til að
stökkva á vörumerkja
vagninn með erlendum
starfssystkinum.
Fy r ir skömmu va k t i færsla á Instagram-síðu u m h v e r f i s v e r n d a r -sinnans Gretu Thun-berg um að hún hygðist skrá nafn sitt sem vöru-
merki athygli víða um heim og
var um hana fjallað á öllum betri
fréttamiðlum bæði hér á landi og
erlendis. Greta gaf þá skýringu á
þessari ráðstöfun að með henni
vildi hún tryggja að aðrir gætu ekki
notað nafn hennar í hagnaðarskyni
án hennar samþykkis. Áhyggjur
Gretu að því leyti eru ekki úr lausu
lofti gripnar en umsóknir um
skráningu vörumerkja sem vísuðu
til nafns hennar voru meðal annars
lagðar fram í Þýskalandi á síðasta
ári af aðila sem ekki tengist henni
á nokkurn hátt.
Af þeirri umræðu sem fylgdi í
kjölfarið á færslu Gretu má ráða að
þessi ráðstöfun hafi komið mörgum
í opna skjöldu og ýmsir talið að
hún væri fyrsti einstaklingurinn
sem leitaðist við að vernda nafn
sitt með þessum hætti. Það er hins
vegar ekki svo og alþekkt erlendis
að kunnir einstaklingar skrái nöfn
sín sem vörumerki ýmist til að
tryggja að aðrir geti ekki nýtt þau
í hagnaðarskyni eða einfaldlega
af því að þeir hafa hug á að nýta
þau sjálfir til markaðssetningar
á vöru eða þjónustu. Þannig eru
vörumerkin Donald Trump, Messi,
Beyoncé, Michael Jordan, Lebron
James, Arnold Schwarzenegger,
Taylor Swift, Rihanna, Justin
Bieber, Bruce Springsteen, Katy
Perry, Nigella Lawson, Kim Kar-
dashian, Kylie Jenner, Jamie Oliver
og svo mætti lengi áfram telja, skráð
víðs vegar í heiminum fyrir marg-
víslegar vörur og þjónustu. Einna
stórtækust að þessu leyti eru hjónin
Victoria og David Beckham en þau
hafa ekki látið nægja að skrá nöfn
sín sem vörumerki í ótal útfærslum
heldur eru nöfn barnanna þeirra
fjögurra einnig skráð sem slík.
Til gamans má geta þess að nafn
Harper litlu Beckham er skráð sem
vörumerki fyrir fjölbreyttar vörur
sem spanna allt frá barnafötum
og leikföngum að hreinsiefnum og
hrukkukremum sem og margvís-
legri þjónustu eins og tónsmíðum
og skipulagningu íþróttakapp-
leikja. Vörumerkjum af þessum
toga hefur fjölgað verulega með
tilkomu samfélagsmiðla enda hafa
þeir aukið sýnileika þegar þekktra
einstaklinga auk þess sem þeir hafa
skotið áður óþekktum einstakling-
um upp á stjörnuhimininn.
Í ljósi þeirrar athygli sem færsla
Gretu vakti er forvitnilegt að skoða
hvaða reglur gilda um skráningu
mannanafna sem vörumerkja hér
á landi. Í því sambandi skal þess
fyrst getið að í vörumerkjalögum
er beinlínis gert ráð fyrir því að
mannanöfn geti verið vörumerki.
Það hefur enda lengi tíðkast að
vörumerki fyrirtækja skírskoti
til nafna stofnenda þeirra og má
í því sambandi nefna vörumerki
á borð við Össur, Jóa Fel, Steinar
Waage, Ellingsen og Siggi’s. Þá er að
sama skapi vel þekkt að fyrirtæki
velji mannanöfn af handahófi og
noti sem vörumerki svo sem vöru-
merkin Ísey, Eva, Linda, Harpa og
Arna auk þess sem nokkuð er um að
vörumerki vísi til nafna sögufrægra
persóna eins og vörumerkin Egils,
Freyja, Jarlinn, Snorri og Skalli.
Enn sem komið er hafa þó íslensk-
ir stjórnmálaleiðtogar, tónlistar-
fólk, íþróttafólk, sjónvarpskokkar,
samfélagsmiðlastjörnur og aðrir
þjóðþekktir einstaklingar ekki séð
ástæðu til að stökkva á vörumerkja-
vagninn með erlendum starfssystk-
inum í neinum mæli. Lausleg leit í
vörumerkjaskrá Hugverkastofu
leiddi til dæmis í ljós að nöfn á borð
við Guðni, Katrín, Bjarni, Björgvin,
Ragnhildur, Baltasar, Sólrún, Gylfi
og Rúrik hafa ekki verið skráð sem
vörumerki. Hins vegar er nafnið
Gunnar Nelson skráð fyrir vörur
og þjónustu á borð við næringar-
efni, fatnað og íþrótta- og menn-
ingarstarfsemi og listamannsnafnið
Herra Hnetusmjör fyrir fjölbreyttar
vörur og þjónustu allt frá búnaði og
tækjum til ljósmyndunar og kvik-
myndatöku að tvíbökum, tyggi-
gúmmíi og skemmtistarfsemi. Þá
var nafnið Bubbi Morthens um
tíma skráð sem vörumerki fyrir
skemmti- og menningarstarfsemi.
Þó svo að mannanöfn geti verið
prýðileg vörumerki er bæði skrán-
ing þeirra og vernd háð ákveðnum
takmörkunum samkvæmt vöru-
merkjalögum. Þannig er til að
mynda ekki hægt að skrá vöru-
merki ef í því felst eitthvað sem
gefur tilefni til að ætla að átt sé við
heiti annars manns, nema um löngu
látinn mann sé að ræða eins og það
er orðað í lögunum. Þessi áskiln-
aður veitir þekktum einstaklingum
ákveðna vernd gegn því að aðrir
freisti þess að fénýta frægð þeirra
með því að skrá nöfn þeirra sem
vörumerki, að því gefnu að um aug-
ljósa skírskotun sé að ræða og ein-
staklingurinn svo þekktur að þeir
sem koma að mati á skráningarhæfi
vörumerkja viti hver hann er. Þá er
verndin takmörkuð að því leyti
að eigandi vörumerkis getur ekki
bannað öðrum að nota nafn sitt í
atvinnustarfsemi að því tilskildu
að notkunin sé í samræmi við góða
viðskiptahætti. Þannig gæti til
dæmis aðili sem væri svo ljónhepp-
inn að eiga vörumerkið Jónas skráð
fyrir tilteknar vörur eða þjónustu
almennt ekki bannað einhverjum
sem raunverulega heitir Jónas að
nota nafn sitt í atvinnustarfsemi
á sama sviði. Þá getur sú bagalega
staða komið upp að vörumerki hafi
verið byggt upp í kringum nafn
stofnanda fyrirtækis sem síðar
missir það úr höndunum eins og
fjölmörg dæmi úr tískugeiranum
bera vott um. Viðkomandi þarf þá
að sæta því að síðari eigendur fyrir-
tækisins noti nafn hans áfram sem
vörumerki og hugsanlega undir-
gangast skuldbindingu um að hann
muni ekki gera það sjálfur til að
vörumerkið haldi verðmæti sínu.
Loks gildir það sama um manna-
nöfn og önnur orð og orðasam-
bönd, það er að því meira sérkenn-
andi sem þau eru þeim mun betur
eru þau til þess fallin að þjóna sem
vörumerki. Þannig er í meginatrið-
um auðveldara að byggja upp sterkt
vörumerki sem samanstendur af
sérkennandi orðum en almennum
orðum auk þess sem slík vörumerki
njóta jafnan ríkari verndar. Má því
ætla að sjaldgæf mannanöfn séu
betur til þess fallin að þjóna sem
vörumerki en algeng mannanöfn. Á
tímum þar sem miðlar verða sífellt
fjölbreyttari og slagkraftur þeirra
meiri sprettur hver stjarnan á fætur
annarri fram á sjónarsviðið. Sam-
hliða hefur færst í vöxt að óprúttn-
ir aðilar freisti þess að nýta frægð
annarra í hagnaðarskyni eigi þeir
þess kost líkt og Greta Thunberg
fékk að reyna á eigin skinni. Þessi
þróun verður þó vonandi ekki til
þess að foreldrar hér á landi feti í
fótspor Beckham-hjónanna og velji
börnum sínum nöfn með það fyrir
augum að þau séu vel til þess fallin
að þjóna sem vörumerki enda hætt
við að gömul og góð nöfn eins og
Jón og Guðrún hverfi hreinlega af
sjónarsviðinu verði það raunin.
Hvað á barnið að heita?
Hulda
Árnadóttir
lögmaður á LEX
VIÐ HJÁLPUM ÞÉR AÐ SKRÁ
RAUNVERULEGA
EIGENDUR
Creditinfo - Höfðabakka 9 - 110 Reykjavík - s: 550 9600 - www.creditinfo.is
Einföld leið til að skrá flókið eignarhald fyrir 1. mars
Creditinfo býður einfalda leið til að rekja og skrá flókið eignarhald
fyrirtækja. Á creditinfo.is eru upplýsingar um endanlega eigendur
fyrirtækja, eignarhlut þeirra og tengsl í gegnum önnur fyrirtæki.
Hafðu samband og fáðu skýra mynd af raunverulegum eigendum.
Kynntu þér fljótlega og einfalda lausn á creditinfo.is
• Endanleg eign í félögum
• Hlutafélagaþátttaka
• Hlutafélagaskrá
• Tengslaskýrsla
• Áreiðanleikaskýrsla stjórnenda
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN