Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 22
Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Þeir erlendu fjárfesting­arsjóðir sem hafa verið hvað umsvifamestir á íslenskum hlutabréfa­markaði síðustu ár hafa á undanförnum vikum og mánuðum ýmist minnkað við sig eða selt sig alfarið út úr nær öllum félögum sem þeir fjárfestu í hér á landi. Hlutabréfafjárfestingar þeirra hafa að meginstefnu til skilað lítilli sem engri ávöxtun eða tapi og kemur þar til bæði óhagstæð verð­ þróun hlutabréfa og gengisþróun krónunnar. „Þeir hafa almennt tapað á fjár­ festingum sínum, tekið á sig tvöfalt högg ef svo má segja, en þó eru auð­ vitað einhverjar undantekningar á því,“ segir Kjartan Smári Höskulds­ son, framkvæmdastjóri Íslands­ sjóða. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist þrátt fyrir umræddar sölur finna fyrir auknum áhuga af hálfu erlendra fjárfesta. Þó þurfi nauðsynlega að losa um ákveðna tappa í því skyni að auka aðgengi slíkra fjárfesta að hluta­ bréfamarkaðinum. „Ég tel að það sé vilji, ekki bara hjá okkur heldur líka hjá Seðla­ bankanum og yfirvöldum, til þess að gera umbætur,“ segir hann. Sjóðir á vegum Eaton Vance Management, Lansdowne Partn­ ers, Miton Group og Wellington Management eiga nú hlutabréf í íslenskum félögum að virði saman­ lagt um 30,6 milljarðar króna, sam­ kvæmt athugun Markaðarins sem byggist á yfirlitum yfir fjárfestingar nokkurra sjóðanna, f löggunartil­ kynningum og listum yfir tuttugu stærstu hluthafa skráðra félaga, en til samanburðar má ætla að saman­ lögð hlutabréfaeign þeirra hafi numið nærri 42 milljörðum króna í lok árs 2018. Séu stærstu félögin í Kauphöll­ inni, Arion banki og Marel sem eru jafnframt skráð í erlendar kauphallir, undanskilin eiga sjóðir umræddra fjögurra fjárfesta nú íslensk hlutabréf fyrir um alls 17,1 milljarð króna borið saman við tæplega 31 milljarð króna í lok árs 2018. Þess má þó geta að bandaríska sjóðastýringarfélagið Wellington seldi síðustu hlutabréf sín hér á landi, nánar tiltekið í Eimskip, Festi og Origo, á síðari hluta ársins 2019. Erlendu fjárfestarnir tekið á sig tvöfalt högg Þeir erlendu fjárfestar sem hafa verið fyrirferðarmestir á hlutabréfamarkaði hafa minnkað verulega við sig. Óhagstæð gengisþróun hlutabréfa og krón- unnar þýðir að fjárfestingar þeirra hafa í mörgum tilfellum skilað tapi. For- stjóri Kauphallarinnar segir brýnt að gera umhverfið alþjóðlegra og staðlaðra. Erlent eignarhald sennilega hvergi jafn lítið í vestrænum ríkjum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam ríflega 253 milljörðum króna eða um fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphölinni í lok síðasta mánaðar, sam- kvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Á það bæði við um eignarhluti erlendra fjárfesta í eigin nafni og í gegnum safnreikninga. Hlutfallið er meira en tvö- falt hærra á Norðurlöndunum. Kjartan Smári segir að sennilega sé erlent eignar- hald hvergi jafn lítið á Vesturlöndunum og á hér- lendum hlutabréfamarkaði. „Sem dæmi eiga erlendir fjárfestar yfir fimmtíu prósent af markaðinum í Danmörku og er hlutfallið á svipuðum slóðum annars staðar í Skandinavíu og Evrópu. Að öllu eðlilegu mun hlutfallið hér því hækka með tíð og tíma en til þess að þróunin geti orðið með eðlilegum hætti þarf nauðsynlega að grípa til aðgerða í því skyni að auðvelda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti hér á landi,“ nefnir hann. Erlendir fjárfestar áttu hlutabréf í Kauphöllinni fyrir liðlega 253 milljarða króna í lok síðasta mánaðar. Er það um fimmtungur af heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við erum almennt séð ekki að gera erlendum fjárfestum auðvelt að fjárfesta hér á landi. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmda- stjóri Íslands- sjóða 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.