Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 34
Ég sem útgerðar- maður hef aldrei sagt að útgerðin eigi fiskinn í sjónum. Fiskurinn á sig sjálfur, útgerðin á veiðirétt samkvæmt lögum. Það er ekki auðvelt að snúa við ára- löngu vantrausti til yfir- manns þar sem valdastiginn skiptir öllu, eins og í Banda- ríkjunum. Soffía Theódóra Tryggva-dóttir er markaðsstjóri skýjalausna hjá banda-r ísk a stór f y r ir t æk inu NetApp sem þróar stýri-kerfi og vélbúnað fyrir fyrir hýsingar. Soffía segir að 130 dagar hafi farið í vinnuferðalög á síðasta ári og hún hafi þurft að tak- ast á við ótrúlegustu hluti í starfinu sem hafa þroskað hana sem stjórn- anda. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst mjög gaman að ferðast og upplifa nýja hluti, spila golf eða fara á matreiðslunámskeið erlendis. Það er fátt sem hreinsar hugann betur en að elda eitthvað krefjandi. Ég hef líka mjög gaman af því að grúska í alls konar hugmyndum sem poppa upp og vildi að ég hefði meiri tíma til þess. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég hef aldrei verið morgunmann- eskja og er alltof oft að jafna mig á flugþreytu þannig að ég er yfirleitt á hlaupum að koma mér af stað. Ég er því ekki með neina rútínu en mæti vanalega í vinnuna um klukkan 10 á Íslandi og vinn oft vel fram á kvöld þannig að skipulagið mitt er frekar sveigjanlegt. En það sem ég geri líklegast alltaf fyrir utan þetta venjulega er að bryðja lýsisperlur og drekka sódavatn með, sem þykir undarlegt. Ég vel líka föt eftir því hvernig mér líður eða hvernig mig langar til að líða, fer eftir hitastigi. Ef ég er ekki á síðustu stundu þá finnst mér róandi að byrja morguninn á að borða Cheerios, lesa blaðið og hlusta á tónlist. Vildi samt að ég væri týpan sem byrjar daginn á æfingu, en það er nokkuð ljóst að slíkt verður áfram óskhyggja. Hvað felst í starfinu og hvað er mest krefjandi? Ég er ábyrg fyrir markaðssetn- ingu skýjalausna NetApp á heims- vísu og markaðssamstarfi NetApp við Microsoft Azure, Google Cloud og AWS. Ég stýri teymi sem er stað- sett á Íslandi og í fimm borgum í Bandaríkjunum. Þetta er ábyrgðar- staða þar sem skýjalausnir munu drífa áfram framtíð fyrirtækisins. Starfið sjálft er mjög krefjandi en það sem er raunar erfiðast eru mikil ferðalög til vesturstrandar Bandaríkjanna og tímamunurinn. 130 dagar á síðasta ári fóru í vinnu- ferðalög og hlutfallið er frekar að aukast. Ég vinn einnig jafnan dag- lega á tveimur tímabeltum með átta tíma mismun. Hvers konar stjórnunarstíl hef- urðu tileinkað þér? Ég hef lært mikið á síðustu árum og þurft að takast á við ótrúlegustu hluti sem hefur þroskað mig sem stjórnanda. Í teyminu mínu er fólk á aldrinum 27-74 ára frá fjórum mismunandi löndum, afar ólíkt fólk með ólíkan bakgrunn. Ellefu bandarískir starfsmenn hafa færst til mín auk þeirra sem ég hef sjálf ráðið á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þegar ég tók við teyminu komst ég að því að mörgum hverjum fannst þeir ekki geta sagt sína skoðun og fyndist þeir ekki mega vita betur en yfirmaðurinn, eða að þeir hefðu vald til að drífa áfram sín verkefni þrátt fyrir að gegna ábyrgðar- stöðum. Flestum hafði einnig verið hent fyrir lestina þegar eitthvað hafði farið úrskeiðis. Ég þurfti því að byrja á að snúa þessum fyrir- framgefnu hugmyndum algjörlega við og byggja upp traust, gefa þeim svigrúm til að leiða sín verkefni, fá viðurkenningu fyrir sitt framlag og leiða með opnum samskiptum og gagnsæi í upplýsingagjöf. Ég hef einnig þurft að byggja upp fjöl- marga í mínu teymi sem hafa mun meiri þekkingu og starfsaldur en ég til að trúa meira á sjálfa sig. Það er ekki auðvelt að snúa við áralöngu vantrausti til yfirmanns þar sem valdastiginn skiptir öllu, eins og í Bandaríkjunum. Það voru þó þrjár aðferðir sem virkuðu einna best, i) að standa með þeim og verk- efnum þeirra og auðvitað aldrei henda þeim fyrir lestina því ég ber alltaf endanlega ábyrgð sem yfir- maður þeirra, ii) að sýna þeim fram á að ég hlusta og ég berst fyrir því að útrýma áskorunum svo þau geti unnið vinnuna sína, iii) ég viður- kenni alltaf mín mistök, leiðrétti þau strax og deili með þeim per- sónulegum áskorunum tengdum vinnu, svo þeim finnist þau geta gert hið sama. Mælingar hjá okkur sýna að starfsfólkið er ánægt í vinnunni. Þau þora að segja hvað þeim finnst, þau þora að leiða og eru stolt af teyminu sem við höfum byggt upp. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Það getur svo margt breyst á 10 árum, en ætli það verði ekki annað- hvort að stýra spennandi alþjóðlegu fyrirtæki eða gerast rithöfundur og vínbóndi á Ítalíu. Þriðjungur af árinu fór í vinnuferðalög Svipmynd Soffía Theódóra Tryggvadóttir Nám n Viðskiptafræðingur með meistaranám í stjórnun og stefnumótun. Störf n Markaðsstjóri skýjalausna hjá NetApp. Soffía Theódóra segir að hún þurfi alltof oft að jafna sig á flugþreytu vegna vinnuferðalaga. Hún vinnur einnig jafnan daglega á tveimur tímabeltum með átta tíma mismun. LJÓSMYND/NETAPP Þegar núverandi fyrirkomu-lagi við stjórn fiskveiða var komið á í frumstæðri mynd í desember 1983 var öllum fiskiskip- um á Íslandi úthlutað hlutdeild í ákveðnum fisktegundum, oft nefnt kvóti í daglegu tali. Hlutdeild var síðan skráð á hvert fiskiskip árið 1990 og hefur Fiskistofa síðan þá haldið nákvæma skrá yfir hana. Í ársbyrjun 1984 var enginn kvóti eignfærður hjá íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Árið 1990 heim- iluðu íslensk stjórnvöld framsal á varanlegri aflahlutdeild, þannig að fyrirtæki gátu selt og keypt heimild- ir. Það hófst þannig að útgerð keypti skip með varanlegum aflaheimild- um, á til dæmis 100 milljónir króna, seldi svo skipið án af laheimilda á 20 milljónir króna. Í bókhaldi sjávarútvegsfyrirtækja var þá fært 80 milljóna króna sölutap af fjár- festingunni. Ríkisskattstjóri (RSK) gerði athugasemd við þetta. Hann fór með málið fyrir dóm í nafni fjármálaráðherra og krafðist þess að af lahlutdeild væri eignfærð í bókum útgerðanna. Síðan kom niðurstaða í Hæstarétti í nóvember 1993 og RSK og fjármálaráðherra unnu málið. En út af óvissu með fiskveiðistjórnunarkerfið leyfði Hæstiréttur 20% skattalega afskrift af aflaheimildum á næstu árum. En skatturinn og ríkið sættu sig ekki við að leyft væri að afskrifa af lahlutdeild (kvótann). Til að bregðast við þessu lagði þáverandi fjármálaráðherra fram frumvarp á Alþingi í nóvember 1997 um að bannað yrði alfarið að afskrifa kvóta. Frumvarpið var samþykkt í desember 1997. Allar götur síðan þá hefur verið bannað að afskrifa kvóta. En lykilatriði til að ná hag- ræðingu og arðsemi í íslenskum sjávarútvegi var að sameina kvót- ann á færri skip og báta og nýta framleiðslutækin betur og stækka fyrirtækin. Sjávarútvegurinn fékk alveg skýr skilaboð frá kosnum full- trúum þjóðarinnar um að hagræða, ná arðsemi, sýna ábyrgð í umgengni við auðlindir, minnka olíunotkun, sem heitir í dag minnka kolefnis- spor, en vera eftir sem áður arð- samur til að geta greitt meðal ann- ars auðlindagjald á undan öllum okkar samkeppnisþjóðum við Norður-Atlantshaf. Meira að segja Evrópusambandið styrkir enn þá sinn sjávarútveg um milljarðatugi á hverju ári og hefur lengi gert. Keyptar aflaheimildir (kvóti) eru í dag ein helsta eign sjávarútvegs- fyrirtækja. Og ástæðan er að ríkið hefur krafist þess og Alþingi Íslend- inga hefur samþykkt lög sem skylda íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til að eignfæra kvótann. Ég sem útgerðar- maður hef aldrei sagt að útgerðin eigi fiskinn í sjónum. Fiskurinn á sig sjálfur, útgerðin á veiðirétt sam- kvæmt lögum. Af hverju er kvóti eignfærður hjá sjávarútvegsfyrirtækjum?  Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. og hefur starfað í sjávar- útvegi í 40 ár 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.