Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 16
leikar Isavia til frekari uppbygg-
ingar útilokaðir. Ef sú verði raunin
þurfi að draga verulega úr fram-
kvæmdum á Kef lavíkurf lugvelli
sem hafi þær af leiðingar að f lug-
tengingum fækki sem hafi aftur
bein neikvæð áhrif á hagvöxt.
Þó skal tekið fram að ekki hefur
náðst samkomulag á milli Isavia og
fjármála- og efnahagsráðuneytisins
um arðgreiðslu af hálfu fyrirtækis-
ins eins og gert er ráð fyrir í sviðs-
myndagreiningunni.
Áhyggjur af afleiðingunum
Rætt hefur verið um mögulega yfir-
töku Isavia á rekstri stærstu innan-
landsflugvalla landsins um nokkurt
skeið. Þannig lagði starfshópur sem
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
skipaði til þess skoða núverandi
skipulag innanlandsf lugs til í
skýrslu sinni frá því í desember árið
2018 að Isavia yrði falin fjárhagsleg
ábyrgð á rekstri, viðhaldi og upp-
byggingu Reykjavíkurf lugvallar,
Akureyrarflugvallar og Egilsstaða-
f lugvallar. Með þeim hætti gætu
flugvellirnir notið góðs af fjárhags-
legum styrk Isavia sem hefði þekk-
ingu og trú á rekstri þeirra.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, sagði í samtali við Frétta-
blaðið síðasta haust að fyrirtækið
hefði áhyggjur af afleiðingum þess
ef það tæki við innanlandsf lug-
völlum Reykjavíkur, Akureyrar og
Egilsstaða.
„Ef stjórn Isavia á að bera fjár-
hagslega ábyrgð,“ sagði hann, „á
þá ekki stjórnin að hafa rými til að
draga úr þjónustu ef kostnaðurinn
er að fara fram úr hófi? Það er þó
ekki Isavia að taka þessa ákvörðun
en við höfum lagt mikla áherslu á að
upplýsa um áhrifin af henni.
Ef af þessu yrði þá hefði það
bein áhrif á möguleika félagsins
til áframhaldandi uppbyggingar
á Kef lavíkurf lugvelli. Það hefði á
endanum bein áhrif á fjölda f lug-
tenginga til og frá f lugvellinum og
þar með neikvæð áhrif á hagvöxt á
Íslandi.“
Án annarra fjár-
mögnunarleiða og
að öðrum forsendum
óbreyttum er hætta á að
félagið muni brjóta kvaðir
lánasamninga um hlutfall
nettó skulda af EBITDA.
Úr bréfi fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins til stjórnar Isavia
2019* 2020 2021 2022 2023
Óbreytt fjármögnun 3,9 4 4,2 4,6 4,5
Rekstur og viðhald
Egilsstaðaflugvallar** 3,9 4,5 4,9 5,4 5,4
*Leiðrétt fyrir niðurfærslu á kröfu vegna WOW air **Fært undir Isavia auk 500 milljóna arðgreiðslu
✿ Sviðsmynd Isavia um nettó skuldir
sem hlutfall af EBITDA
Yfirtaka Isavia á rekstri, viðhaldi og uppbygg-ingu Egilsstaðaf lug-vallar er talin geta haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins
sem nemur hátt í 500 milljónum
króna á ári. Óttast er að án annarra
fjármögnunarleiða verði yfirtakan
til þess að lánaskilmálar Isavia
brotni með þeim af leiðingum að
möguleikar fyrirtækisins til frek-
ari uppbyggingar, svo sem á Kefla-
víkurflugvelli, verði útilokaðir.
Stjórn Isavia og ríkið skrifuðu
nýverið undir samkomulag um
sameiginlegan skilning um yfir-
töku Isavia á rekstri, viðhaldi og
uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar
frá og með 1. janúar 2020. Isavia
tekur þannig yfir og fjármagnar þá
þjónustu sem ríkisfyrirtækið veitir
á f lugvellinum og lækka frá sama
tíma greiðslur ríkisins til fyrirtæk-
isins samkvæmt þjónustusamningi
um 450 milljónir króna á þessu ári.
Í staðinn hyggst ríkið nýta þá
fjármuni sem losna úr þjónustu-
samningnum til þess að auka fjár-
hagsstuðning við innanlandsflug-
velli landsins.
Meirihluti stjórnar Isavia gerði á
fundi sínum þann 31. janúar síðast-
liðinn athugasemdir við drög að
viljayfirlýsingu sem samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið hafði
samið fyrir hönd ríkisins um yfir-
tökuna, eftir því sem fram kemur
í fundargerð stjórnarinnar sem
Markaðurinn hefur fengið afhenta
á grundvelli upplýsingalaga.
Meirihlutinn taldi meðal annars
mikilvægt að fjármála- og efna-
hagsráðherra skrifaði undir umrætt
skjal, sem réttara væri að kalla
„sameiginlegan skilning“, enda væri
um að ræða „verulegt frávik“ frá eig-
endastefnu ríkisins. Fallist var á þær
athugasemdir og náðist samkomu-
lag um sameiginlegan skilning um
yfirtökuna fyrr í mánuðinum, eins
og áður sagði.
Á stjórnarfundi Isavia þann 8.
jan úar voru viðraðar áhyggjur hluta
stjórnarinnar af þeim fjárhagslegu
byrðum sem yfirtakan gæti lagt á
fyrirtækið en í bókun Nönnu Mar-
grétar Gunnlaugsdóttur, stjórnar-
manns og varaþingmanns Mið-
flokksins, var meðal annars tekið
fram að engin úrræði lægju fyrir
um hvernig bregðast ætti við nei-
kvæðum áhrifum yfirtökunnar á
rekstur og efnahag fyrirtækisins.
Stjórnin hefði enga heimild til
þess að undirrita samkomulag sem
fæli í sér ráðstöfun sem ynni gegn
hagsmunum félagsins.
Hætta á skilmálabrotum
Í bréfi sem fjármála- og efnahags-
ráðuneytið skrifaði stjórn Isavia
og var lagt fram á áðurnefndum
stjórnarfundi í byrjun ársins var
vísað til fyrri samskipta sem Isavia
og ráðuneytið höfðu átt um yfirtök-
una á rekstri Egilsstaðaflugvallar. Í
þeim samskiptum kom fram, sam-
kvæmt því sem sagði í bréfi ráðu-
neytisins, að yfirtakan myndi hafa
neikvæð áhrif á rekstur Isavia til
lengri tíma nema til kæmu nýjar
fjármögnunarleiðir til þess að mæta
einhverjum hluta kostnaðar vegna
yfirtökunnar.
„Án annarra fjármögnunarleiða
og að öðrum forsendum óbreyttum
er hætta á að félagið muni brjóta
kvaðir lánasamninga um hlut-
fall nettó skulda af EBITDA og því
er mikilvægt að horft sé til þess
að fundnar verði nýjar fjármögn-
Hætta á að lánaskilmálar Isavia brotni
Óttast er að yfirtaka Isavia á rekstri Egilsstaðaflugvallar hafi veruleg neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins og leiði mögulega til
þess að lánaskilmálar þess brotni. Stjórnarmaður Isavia segir engin úrræði liggja fyrir um hvernig bregðast eigi við slíkri stöðu.
„Engin úrræði“ um hvernig bregðast eigi við
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir,
stjórnarmaður í Isavia og vara-
þingmaður Miðflokksins, viðraði
áhyggjur sínar af fjárhagslegum
áhrifum yfirtöku fyrirtækisins
á rekstri Egilsstaðaflugvallar í
bókun á stjórnarfundi í byrjun
ársins.
Hún sagði liggja fyrir að
yfirtakan hefði neikvæð áhrif á
rekstur og efnahag Isavia. Jafn-
framt væri ljóst að hún fæli í
sér að ákvæði í lánasamningum
fyrirtækisins gætu brostið sem
leitt gæti til gjaldfellingar til-
tekinna lánasamninga.
„Engin úrræði liggja fyrir um
hvernig bregðast á við þeirri
stöðu,“ sagði í bókun Nönnu
Margrétar. Stjórnin hefði enga
heimild til þess að undirrita sam-
komulag sem fæli í sér ráðstöfun
sem ynni gegn hagsmunum
fyrirtækisins en fyrir fundinum
lágu drög að viljayfirlýsingu frá
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra um yfirtöku á rekstri
Egilsstaðaflugvallar.
Eðlilegt væri, að mati Nönnu
Margrétar, að stjórnvöld og
Isavia ynnu að gerð samkomu-
lags um yfirtökuna. Slíkt sam-
komulag tæki þá á öllum þáttum
málsins og meðal annars því
hvernig Isavia gæti yfirtekið
umræddan rekstur án þess að
það kæmi niður á fjárhagslegum
styrk þess en stuðlaði fremur
að viðgangi þess og langtíma-
árangri.
„Það er í sjálfu sér marklaust
að Isavia sem félag staðfesti vilja
eigandans til að gera ráðstafanir
sem varða eignir hans sjálfs,
enda getur það aldrei verið
vilji félagsins sem slíks að gera
ráðstafanir sem veikja félagið,“
sagði Nanna Margrét.
Stjórn Isavia og ríkið skrifuðu nýverið undir samkomulag um sameiginlegan skilning um yfirtöku fyrirtækisins á rekstri, viðhaldi og uppbyggingu Egils-
staðaflugvallar. Á sama tíma lækka greiðslur ríkisins til Isavia samkvæmt þjónustusamningi um 450 milljónir á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir,
stjórnarmaður í Isavia.
unarleiðir til að tryggja sjálf bærni
reksturs Egilsstaðaflugvallar,“ sagði
í bréfi fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins sem Markaðurinn hefur
undir höndum.
Samkvæmt heimildum Mark-
aðarins var það upphaf lega vilji
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytisins að færa rekstur Akureyr-
arf lugvallar, Egilsstaðaf lugvallar
og Reykjavíkurflugvallar til Isavia
en hins vegar var horfið frá þeim
hugmyndum á síðari stigum vegna
andstöðu fjármála- og efnahags-
ráðuneytisins. Er nú aðeins gert ráð
fyrir því að Isavia taki yfir rekstur
Egilsstaðaflugvallar.
Hamlar frekari uppbyggingu
Yfirtaka Isavia á rekstri og viðhaldi
Egilsstaðaflugvallar, auk 500 millj-
óna króna árlegrar arðgreiðslu,
myndi gera það að verkum að
skuldsetning fyrirtækisins, mæld á
móti rekstrarhagnaði fyrir afskrift-
ir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA),
hækkaði úr 3,9 sinnum EBITDA í
5,4 sinnum EBITDA árið 2022, sam-
kvæmt sviðsmyndagreiningu Isavia
sem lögð var fram á stjórnarfundi
fyrirtækisins í nóvember í fyrra og
Markaðurinn hefur fengið afhenta.
Í greiningunni segir að ef umrætt
skuldahlutfall fari yfir 5 séu mögu-
Hörður Ægisson
hordur@frettabladid.is
Kristinn Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
450
milljónir króna er lækkun á
greiðslum ríkisins til Isavia
á þessu ári vegna Egilsstaða-
flugvallar.
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN