Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 48
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Davíðs Þorlákssonar BAKÞANKAR buzzador® Það varð uppi fótur og fit á heimili einu um daginn eins og greint var frá í Bakþanka í fyrradag. Fjöl- skyldufaðir hafði pantað sér áfengi á netinu sem unglingur tók svo á móti. Pistlahöfundur notar þetta til að draga álykt- anir um af leiðingar þess að við færum áfengislöggjöf okkar nær Evrópu. Hún nefnir eymd, of beldi, lögbrot og krabba- mein, svo fátt eitt sé nefnt, og finnst henni ef laust að hún sé þá heldur að draga úr. Síðasta aldarfjórðung hefur verið hægt að panta áfengi í gegnum erlendar netversl- anir, en ekki innlendar. Ef frá eru talin fóturinn og fitin að ofan þá hefur það gengið vel. Algengt er að ríki reyni að mismuna innlendum aðilum á kostnað erlendra, en það hlýtur að vera fátítt að því sé öfugt farið. Dómsmálaráð- herra hefur kynnt frumvarp þar sem lagt er til að þetta verði lagað með því að heimila innlenda netverslun með áfengi. Frumvarpið felur í sér mjög hófsamt skref. Áfengi verður ekki sýnilegra, eins og gagnrýnt hefur verið varðandi hugmyndir um sölu þess í mat- vöruverslunum. Allir sem taka við því munu þurfa að sýna skilríki. Það er verðugt rannsóknar- efni fyrir íslenska lækna hvað það er við það að búa á Íslandi sem gerir okkur svo hömlu- laus að við þurfum að hafa strangari áfengislöggjöf hérna heldur en víðast hvar í Evrópu. Að það þurfi að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum. Að okkur sé treystandi til að panta í gegnum vef sem endar á .com, en ekki .is. Fótur og fit COKE ÁN SYKURS 500 ML 169 KR/STK siminn.is Stúlkan með drekatattúið ræðir æskuárin á Íslandi Fyrsti gesturinn í nýjustu þáttaröð af Með Loga er Hollywood-leikkonan Noomi Rapace. Margir þekkja sænsku stórstjörnuna sem Lisbeth Salander í Millenium-þríleiknum en færri vita að fyrsta hlutverk hennar var í víkingamyndinni Í skugga hrafnsins. Rapace ræðir við Loga um æskuminningarnar og fleira – á íslensku. Þátturinn kemur á fimmtudag í Sjónvarp Símans Premium.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.