Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 39
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
26. FEBRÚAR 2019
Hvað? The Roaring Twenties
Hvenær? 20.00
Hvar? Múlinn Jazzklúbbur, Björtu-
loft, Hörpu
Á tónleikunum kemur fram
hljómsveitin The Roaring Twen-
ties. Heitið vísar til þriðja áratugar
20. aldar í vestrænu samfélagi og
menningu. Tímabilið einkenndist
af efnahagslegri velmegun og er
einnig upphafið að blómaskeiði
djassins. Haldið verður upp á 100
ára útgáfuafmæli tónsmíða sem
komu út árið 1920. Hljómsveitina
skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem
leikur á trompet, píanóleikarinn
Kristján Martinsson, bassaleikar-
inn Andri Ólafsson og Magnús
Trygvason Eliassen sem leikur
á trommur. Miðaverð er 3.000
krónur, 1.500 fyrir nemendur og
eldri borgara. Miðar fást í miða-
sölu Hörpu og á tix.is.
Hvað? Bókakaffi
Hvenær? 20.00-21.30
Hvar? Borgarbókasafnið, Menn-
ingarhús Gerðubergi
Hvað gerir ástarsögu að ástarsögu
og hver er munurinn á ástarsögu
og sögu um ást? Þóra Hjörleifs-
dóttir rithöfundur og Ingunn
Snædal, ljóðskáld og þýðandi,
ræða við Guðrúnu Baldvinsdóttur
um ástir í bókmenntum í víðum
skilningi.
Sunnudaginn 1. mars klukkan 16 verður flutt í Hljóðbergi Hann-esarholts verkið Stílæfingar
eftir Raymond Queneau, sem er
eitt frumlegasta og þekktasta verk
í frönskum bókmenntum síðari
ára. Sveinn
E i n a r s s o n
er leikstjóri
f lutningsins
og milli kafla
l e i k a þ a u
Anna Guðný
Guðmu nd s-
dóttir píanó-
l e i k a r i o g
k l a r í n e t t u -
l e i k a r a r n i r
Einar Jóhann-
esson og Sigurður I. Snorrason létta
skemmtitónlist sem franska tón-
skáldið Louis Dunoyer de Segonzac
samdi til f lutnings með verkinu árið
2008.
Höfundurinn tilheyrði hópnum
sem hélt til á Saint Germain des
Près eftir stríð, Simone de Beauvoir,
Camus, Sartre, Juliette Greco og
ótal öðrum listamönnum, en þar
þótti mikil listræn gerjun. Þetta
verk Queneau er sérstætt og þekkt
um heim allan, því að þar er sama
sagan sögð í nær 100 útgáfum, stíltil-
brigðum, bragarháttum og bragleysi,
í hástemmdu máli og á götumáli.
Þýðing þessa verks þykir mikið
vandaverk, en hér er það f lutt i
íslenskum búningi Rutar Ingólfs-
dóttur. Verkið var f lutt á listahá-
tíð á Kvoslæk í Fljótshlíð við mik-
inn fögnuð í sumar og verður nú
vegna fjölda áskorana einnig f lutt
í Reykjavík. Farið er að fordæmi
Comedie Françasie, þjóðleikhúss
Frakka, og fjórir úrvalsleikarar
f lytja valda kaf la verkinu, þau
Arnar Jónsson, Brynhildur Guð-
jónsdóttir, Ragnheiður Steindórs-
dóttir og Þór Tulinius. Bókin kom
fyrst út hjá Gallimard-útgáfunni
1947 og hefur margoft verið gefin
út síðan, síðast 2012, enda er bókin
mikið lesin í Frakklandi og hefur
einnig verið notuð í kennslu.
Þýðing Rutar kom út hjá bókaút-
gáfunni Uglu síðastliðið sumar og
mun þetta vera 36. tungumálið sem
verkið er þýtt á. – kb
Brynhildur Guðjónsdóttir er meðal
flytjenda og Sveinn Einarsson leik-
stýrir verki Raymond Queneau.
Þóra Hjörleifsdóttir rithöfundur verður í Gerðubergi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Stílæfingar í
Hannesarholti
SíÐumúla 2-4 | 520 7900 | rafland.is
BETRA BORGAR SIG
Opið virka daga 10 – 18 | Laugardaga 11 – 16
MARGVERÐLAUNUÐ SJÓNVÖRP
buzzador®
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0